Alþýðublaðið - 12.11.1996, Side 1

Alþýðublaðið - 12.11.1996, Side 1
MHNIUOD Þriöjudagur 12. nóvember 1996 Stofnað 1919 170. tölublað - 77. árgangur ■ Sighvatur Björgvinsson kjörinn formaður Alþýðuflokksins. Hlaut 177 atkvæði en GuðmundurÁrni Stefánsson 158 Ný forystusveit Alþýðuflokksins. Sigrún Benediktsdóttir gjaldkeri, Sighvatur Björgvinsson formaður, Ásta B. Þorsteinsdóttir varaformaður og Valgerður Guðmundsdóttir ritari að afloknum kosningum í Alþýðuflokknum. „Enginn kemur sár úr formanns- slagnum. Geri ekki ráð fyrir örðu en við Guðmundur Árni munum vinna vel saman." „Ég tel að okkur Guðmundi Árna muni ekki veitast erfitt að vinna saman, heldur þvert á móti. Hann getur vel við sinn hlut unað, hann fékk gott fylgi. Enginn kemur sár útúr þessum slag, ef slag skyldi kalla,“ sagði Sighvatur Björgvinsson nýkjörinn formaður Al- þýðuflokksins í samtali við Alþýðublað- ið þegar niðurstöður formannskjörs lágu fyrir um helgina. Sighvatur hlaut 177 at- kvæði, 52,1 prósent, en Guðmundur Ámi Stefánsson 158 atkvæði, eða 46,5 prósent. Sighvatur sagði ennffemur um niður- stöðuna: „Baráttan var á lágum nótum og fór rólega fram. Guðmundur hefur sagt að hann muni axla sína ábyrgð sem einn af forystumönnum Alþýðuflokksins og eiga gott og náið samstarf við aðra forystumenn flokksins. Ég geri heldur ekki ráð fyrir öðru en við munum vinna vel saman.“ Sighvatur sagði að tvennt stæði uppúr eflir flokksþingið: „Annarsvegar var um ■ Mörður Árnason hlaut aftur eitt atkvæði í formannskjöri Alþýðuflokksins Ég þakka þessum leynda stuðnings- manni traustið - segir Mörður Árnason vara- þingmaður Þjóðvaka, sem líka fékk eitt atkvæði í upp- gjöri Jóns Baldvins og Jó- hönnu árið 1994. „Saga mín í formannskjörum Al- þýðuflokksins er merkileg og lýsir auðvitað jákvæðri þróun þess flokks, en ég er vinur hans og hef verið lengi,“ segir Mörður Ámason vara- þingmaður Þjóðvaka í samtali við Alþýðublaðið. Mörður fékk eitt at- kvæði í formannskjörinu á flokks- þingi Alþýðuflokksins um síðustu helgi án þess að vera í flokknum. „Síðast þegar kosið var milli manna í formannskjöri, Jóns Bald- vins Hannibalssonar og Jóhönnu Sigurðardóttur, fékk ég eitt atkvæði enda hafði ég boðið mig fram í loka- hófi Sambands ungra jafnaðarmanna skömmu áður, þar sem ég var veislustjóri. Kjörnefnd úrskurðaði það atkvæði ógilt en þá var Alþýðu- flokkurinn þröngur og sjálfhverfur og sá ekki út fyrir garðshliðið. Nú fékk ég aftur atkvæði og er þar með kominn í hóp helstu foringja jafhað- armanna sem telja Sighvat Björg- vinsson, Guðmund Áma Stefánsson, Rannveigu Guðmundsdóttur, Ámunda Ámundason og mig. Það lýsir jákvæðri þróun Alþýðufiokks- ins að nú var atkvæðið tekið gilt og tilkynnt opinberlega. Ég er ákaflega ánægður með þetta atkvæði og þakka þessurn leynda stuðnings- manni mínum í Alþýðuflokknum hans dygga fylgi.“ Mörður segist ekki hafa hugmynd um hver veitti honum atkvæðið. að ræða mikla samstöðu um stefnumál og markmið. Alþýðuflokkurinn lýsti af- stöðu sinni á afdráttarlausan hátt, á grundvelli þeirrar stefnu sem hann hefur kynnt. Flokkurinn hverfur ekki frá þeim atriðum, heldur kveður jafnvel skýrar að orði en áður. Það er alveg ljóst fyrir hvað Alþýðuflokkurinn stendur, hann hefur ekki breytt áherslum sínum. Það var áberandi hve mikil samstaðan var. f öðm lagi tókst að velja flokknum nýja forystu, án þess að það skildi eftir sig nokkur sárindi. Full samstaða er ríkjandi í Alþýðuflokknum, líka um skipan manna í embætti. Sögu síðustu ára um erfiðleika í kringum forystu flokksins er lokið. Hópar kvenna og ungs fólks koma - sagði Grétar Þorsteinsson á flokksþingi Alþýðuflokksins. „Við höfum verk að vinna. Við verð- um að gera kröfu úl þess að verkalýðs- hreyfmgin og allt félagshyggjufólk sam- einist um að hnekkja þeim miklu áhrif- um sem frjálshyggjan og aðrir andstæð- ingar hugsjóna jafnaðarstefnunnar hafa hér á landi,“ sagði Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ á 48. flokksþingi Alþýðu- flokksins. Hann lagði mikla áherslu á mikilvægi sameiningar jafnaðarmanna í ávarpi sínu: „Álþýðusambandið hefur lagt fram sínar tillögur að samstarfsgmndvelli um úl hðs við foiystuna, og þetta fólk mun setja svip á næstu ár. Það þýðir að Al- þýðuflokkurinn skilur kall tímans og er flokkur jafnrétús í reynd." Sighvatur sagði að fylgja verði eftir afdráttarlausri kröfu alþýðuflokksmanna um samvinnu á vinstri væng: „Ég mun fylgja því eftir á næstunni með því að hafa samráð við félaga mína, bæði í stjóm flokksins og þingflokknum. Við höldum áfram átaki okkar um samstarf jafnaðarmanna, og á næstu vikum verða fleiri fundir um þau mál. Eftir að þeim ferli lýkur skipuleggjum við skref." Hinn nýi formaður sagði að mörg verkefni biðu úrlausnar á vettvangi flokksins: „Okkar fyrsta verkefni er að þróun samfélags félagshyggju og jafn- réttis og er tilbúið til samstarfs við hverja þá sem vilja starfa með okkur að því marki. Við hljótum að gera kröfur til þess að jafnaðar- og félagshyggjufólk leggi til hliðar ágreining um aukaatriði og ávirðingar úr fortíðinni og taki þátt í þessu sameiginlega verkefni,11 sagði Grétar. Hann telur mikilvægt að átta sig á því að klofningur jafnaðarmanna og félagshyggjufólks í marga áratugi og takmarkað samstarf við verkalýðshreyf- inguna hafi skapað talsmönnum frjáls- hyggjunnar frjálsar hendur við að móta samfélagið eftir eigin höfði. Sjá blað- síðu 3. endurreisa flokksskrifstofuna, skipta verkum í framkvæmdaráði og fela því störf til endurreisnar starfs innan Ál- þýðuflokksins." Um flokksþingið í heild sagði Sig- hvatur: „Andinn á flokksþingu var mjög góður. Allir skilja sáttir og eru sammála um að deilum er lokið og að menn ætla að taka höndum saman. Nú sameinast menn um að vinna þau verk sem vinna þarf, bæði á vettvangi flokksins og í samskiptum við aðra. Mjög afdráttarlaus og jákvæð afstaða var tekin til samein- ingar jafnaðarmanna, og því förum við með og skýr skilaboð um vilja flokksins í þeim efnum." ■ Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Opinn fundur með Sighvati Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur heldur fund með nýkjömum for- manni Alþýðuflokksins, Sighvati Björgvinssyni, í Kornhlöðunni í kvöld klukkan 20.30. Þar mun Sighvatur hafa framsögu og svara fyrirspurnum. Fundurinn er öll- um opinn. ■ GuðmundurÁmi Stefánsson Mun styðja Sighvat af fremsta megni „Höfum þaggað rækilega niður í þeim sem halda fram að Alþýðuflokksmenn geti ekki útkljáð sín mál án þess að alltfari í bál og brand." „Þetta var aldeilis prýðilegt flokksþing. Sjálfur er ég í senn glað- ur og sorgmæddur. Ég er auðvitað glaður yfir þeim feykilega stuðningi sem ég fékk við framboð mitt, en vitanlega ekki sáttur við að hafa tap- að kosningunni. En umfiram allt fékk lýðræðið að njóta sín,“ sagði Guð- mundur Ámi Stefánsson í samtali við Alþýðublaðið við lok flokks- þings Álþýðuflokksins. Guðmundur Ámi sagði ennfrem- ur: „Ég held að við Alþýðuflokks- menn höfum sýnt og sannað að við kunnum að nota lýðræðið, og kunn- um að taka þeim niðurstöðum sem það hefur í fór með sér. Ég óska ný- kjörnum formanni hjartanlega til hamingju og mun styðja hann eftir fremsta megni, og leggja mig allan fram við að vinna í þágu Alþýðu- flokksins og jafnaðarstefnunnar. Að- almálið er að við höfum þaggað rækilega niður í þeim sem halda fram að Alþýðuflokksmenn geti ekki útkljáð sín mál án þess að allt fari í bál og brand.“ Um framhaldið sagði Guðmundur Ámi: „Ég mun sinna störfum mín- um sem þingmaður Alþýðuflokks- ins, og hef sagt nýjum formanni að ég sé reiðubúiim að vinna þau verk sem vinna þarf á vettvangi flokksins. Ég sagði fyrir flokksþingið að minn tími í Alþýðuflokknum hefði komið þegar ég var fimmtán ára, og þar er hann og verður. f ræðu minni á flokksþinginu sagði ég að kaflaskil væru framundan í Alþýðuflokknum. Ég ætla að taka þátt í að skrifa þann nýja kafla,“ sagði Guðmundur Ámi Stefánsson að lokum. „Kaflaskil fara í hönd og ég ætla að taka þátt í að skrifa þann nýja kafla," segir Guðmundur Árni Stefánsson, sem hér ræðir við Sighvat þegar úrslit lágu fyrir. ■ Kristín Astgeirsdóttir þingmaður Kvennalista Hlutur kvenna ánægjulegur „Þessi úrslit komu síður en svo á óvart," segir Kristín Ástgeirsdóttir al- þingismaður Kvennalista. „Það var allt útlit fyrir að Sighvatur Björgvins- son næði kjöri þó svo að Guðmundur Árni hafi sýnt óvæntan styrk sem gefur til kynna sterka undiröldu í Al- þýðuflokknum. Sighvatur er óskrifað blað og það er ekki gott að átta sig á hvemig formaður hann verður. Hann hefur djöful að draga sem er fortrð hans í heilbrigðismálum." Um áhrif úrslitanna á sameiningu vinstri aflanna hafði Kristín þetta að segja: „Á flokksþinginu sagði Jón Baldvin viðreisnardrauminn dauðann og sagði Sjálfstæðisflokkinn vera höfuðandstæðing. Þar boðaði hann stefnubreytingu í flokknum. Það er ljóst að þar sem Sighvatur var óska- kandídat Jóns að það verða ekki miklar breytingar og Sighvatur mun væntanlega vinna áfram að samein- ingu félagshyggjuaflanna. Það er mjög ánægjulegt að sjá hvað konumar bættu stöðu sfna innan Alþýðuflokksins á þessu flokksþingi. Umræða um stöðu kvenna er á fljúg- andi ferð og nú em breytingar að eiga sér stað í öllum gömlu flokkunum. Það var kominn tími til því við emm langt á eftir öðmm hvað það varðar." ■ Forseti ASI undirstrikar mikilvægi sameiningarfélagshyggjuaflanna Áhrifum frjálshyggjunnar verður að hnekkja

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.