Alþýðublaðið - 12.11.1996, Síða 5
ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
ó r n m á I
■ Stjórnmálaályktun 48. flokksþings Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands
Sögulegt tækifæri
A80 ára afmæli Alþýðuflokks-
ins á jafnaðarstefnan ekki síð-
ur erindi við samtíð sína en í
upphafi aldarinnar, þegar flokkurinn
var eina baráttutæki fátæks fólks. Enn
eru burðarásar jafhaðarstefhunnar hin-
ar sígildu hugsjónir um frelsi, jafn-
rétti og bræðralag. Jafnaðarmenn
standa vörð um frelsi manna til at-
hafna, skoðana og tjáningar þar sem
tillit og virðing fyrir öðrum einstak-
lingum situr í fyrirrúmi. Þeir styðja
jafhrétti, þar sem kynferði, trúarbrögð
eða hörundslitur skipta ekki máli,
heldur jöfn tækifæri allra til að þroska
þá eiginleika sem þeir fengu í vöggu-
gjöf. Þeir vilja bræðralag sem miðar
að því að skapa þjóðfélag samábyrgð-
ar og samhjálpar þar sem aldraðir geta
notið áhyggjulauss ævikvöfds, sjúkum
er tryggð læknishjálp, fötluðum gefm
tækifæri til að lifa eðlilegu og auðugu
mannh'fi, og velferð fjölskyldunnar er
tryggð eins og kostur er.
Engum blandast hugur um að jafn-
aðarstefnan á nú góð sóknarfæri.
Óvanaleg geijun á sér stað í stjómmál-
um landsins. Aflvaki hennar er ekki
síst sigursæld Reykjavíkurlistans í síð-
ustu borgarstjómarkosningum. Sá sig-
ur grundvallaðist á því að ólíkum
flokkum, sem allir aðhylltust hugsjón-
ir samvinnu og jöfnuðar, tókst að
grafa ágreining og stilla saman
strengi. Samstarf flokkanna í stjórn
höfuðborgarinnar hefur gengið með
ágætum og fátt bendir til annars en
Reykjavíkurlistinn haldi meirihluta
sínum í krafti árangurs sem unnist hef-
ur með farsæfli samvinnu ófíkra
flokka. Reykjavíkurlistinn felur í sér
mikilvægan Jærdóm fyrir samstarf
jafnaðarmanna á næstu misserum, og
hl|tur að verða okkur leiðarhnoða inn
í íramtíðina. Vítt um land hefur far-
saéld Reykjavíkurlistans sett kröfuna
um samstarf og sameiningu jafnaðar-
manna á dagskrá. Þessa gætir eldd síst
meðal ungs fólks, sem á erfitt með að
sldlja, hvað þá sætta sig við, klofning
íslenskra jafnaðarmanna. Innan verka-
lýðslireyfmgarinnar er einnig rætt af
vaxandi þunga um nauðsyn þess að
jafnaðarmenn sameinist í einum
flokki, sem með tilstyrk verkalýðs-
hreyfingarinnar gæti ráðið úrslitum
um þróun íslensJcs samfélags á næstu
öld.,Þessum óskum mætir Alþýðu-
flokkurinn - Jafnaðarmannaflolckur
íslands, fyrir sitt leyti fagnandi. Hann
telur það Jilutverk sitt að kanna til Mít-
ar aukna samvinnu allra jafnaðar-
manna, utan og innan stjórnmála-
flokka, sem gæti leitt til gjörbreyttra
stjómarhátta að lolcnum næstu þing-
kosningum. 48. flokksþingið lýsir
ánægju sinni með að fyrsta slcrefið
hefur þegar verið tekið með myndun
nýs þingflolcks jafnaðarmanna í sam-
vinnu við Þjóðvaka. Geijunin í stjóm-
málum innanlands hefur sótt eldsneyti
í þróun utanríkismála síðustu ára. Hið
sögulega slys, sem fólst í klofningi
jafhaðarmanna fyrr á öldinni, átti rót
sína að rekja til ágreinings um rúss-
nesku þjóðfélagstilraunina, sem lauk
með hörmulegum afleiðingum. Allar
götur síðan hefur afstaðan til utanrík-
ismála sundrað jafnaðarmönnum í
fýlldngar. Þar hefiir viðhorfið til NA-
TÓ borið langhæst. Hrun Berlínar-
múrsins árið 1989 og endalok kalda
stríðsins leiddu liinsvegar til þess, að
hvarvetna hefur dregið úr ágreiningi
um NATÓ. Hér á landi er það fráleitt
sami ásteytingssteinninn og fyrrnm,
heldur hefur það hægt og bítandi þok-
ast úr pólitfskri umræðu dagsins. Nýj-
ar kynslóðir, sem eru að komast til
pólitísks þroska, geta með engu móti
skilið að afstaðan til Nató sundraði
jafnaðarmönnum áramgum saman, og
þær hafha því algerlega að hún komi í
veg fyrir eðlilegt samstarf og sam-
skipti skyldra flokka. Samhliða er
ljósf, að markverðra breytinga gætir
nú meðal þeirra, sem harðast andæfðu
farsælli aðild íslands að Nató. Til
marks um það hafa bæði fýrrverandi
formaður Alþýðubandalagsins og
oddviti ungra Alþýðubandalagsmanna
lýst afstöðu til Nató sem er önnur en
hefðbundin afstaða flokksins. Sam-
Aldrei fyrr á öldinni hafa skapast jafn miklir
möguleikar og nú á því að sameina íslenska
jafnaðarmenn í breiða og öfluga hreyfingu.
hliða umræðu um breyttar áherslur í
utanríkismálum fjölgar þeim jafníramt
innan Alþýðubandalagsins sem taka
undir ósldr um nánara samstarf jafn-
aðarmanna. Meðal yngra fólks hefur
frumkvæðið elcki síst komið úr röðum
þess. Þetta er mikilvæg þróun sem lík-
leg er til að auka möguleikana á sam-
vinnu jafnaðarmanna á næstu misser-
um. Mat forystu Alþýðuflokksins -
Jafnaðarmannaflolcks Islands á því
hvaða möguleikar em í stöðunni verða
ekki síst að taka mið af ffamvindunni
innan Alþýðubandalagsins. Uppstolck-
un flolckaJcerfisins verður einnig að
taka mið af þeim álirifum sem Samtök
um kvennalista hafa haft á þróun þess
vængs stjómmálanna, sem markast af
sjónarmiðum jafnaðarstefnunnar.
Samtökin lögðu til leiðtogann sem
skipti sköpum um sigursæld Reykjav-
flcurlistans, og enginn getur neitað því
að þau hafa átt rflcan þátt í að skerpa
áhersluna á jafnrétti kynjanna. Hug-
myndir og áherslur Kvennalistans á
jafnrétti falla að öllu leyti að hug-
myndum jafhaðarmanna um samfélag
framtíðarinnar. f þessu samhengi er
mikilvægt að gera sér grein fyrir, að
innan Samtaka um Kvennalista er nú
sldpst á skoðunum um, hvort rétt sé að
freista framhalds á hinum þingpólit-
íska leikvangi þegar kemur að næstu
kosningum, eða hvort leitað skuli eftir
samvinnu við önnur stjórnmálasam-
tök, sem Kvennalistinn telur til skyld-
leika við. í ljósi þeirrar stöðu, sem hér
hefur verið rakin felur 48. flokksþing-
ið nýkjörinni forystu Alþýðuflolclcsins
- Jafnaðarmannaflokks íslands að
eiga virkan þátt í þeim umræðum og
þróun sem nú er hafin um samvinnu
og sameiningu jafhaðarmanna. í þjóð-
félaginu eru vaxandi kröfur um að
þeir sem kenna sig með einhverjum
hætti við jafnaðarstefnu, einstaldingar
jafnt sem samtök, freisti þess á næstu
árum að mynda eina, órofa heild, sem
gæti með ábyrgum hætti tekið að sér
forystu um stjóm landsins. Flokks-
þingið telur því nauðsynlegt, að kann-
að verði til hlítar meðal samtaka,
flokka og óflokksbundinna einstak-
linga sem vilja ljá hugmyndum jafn-
aðarstefnunnar lið sitt, hvort mögulegt
sé að fýlkja liði sameiginlega til næstu
kosninga, með reynslu Reykjavflcurl-
istans í fýrirrúmi. Liður í því að skapa
breiða samstöðu í þjóðfélaginu um
slíkan kost felst í því að örva sam-
stöðu og skilning rneðal ungs fólks
um nauðsyn þess að stilla saman
lcrafta jafhaðarmanna í komandi kosn-
ingum. Ungt fólk mun leika Jykillflut-
verk í samvinnuferli næstu missera.
Flokksþingið fagnar þessvegna sér-
staklega því frumkvæði, sem ungliða-
hreyfingar stjómmálaflolckanna hafa
þegar tekið með því að ákveða að
stofna sérstakan vettvang ungs fólks
til að vinna að sameiningu jafnaðar-
manna. Nýtt og trúverðugt lands-
stjómarafl getur því aðeins sprottið af
samvinnu jafnaðarmanna, að öflugur
og gagnkvæmur stuðningur ríki milli
þeirra og samtaka launafólks. Sá
stuðningur verður að byggjast á skiln-
ingi en ekld skilyrðum. Því er nauð-
synlegt að samtök launafóllcs tald þátt
í undirbúningi að samvinnu jafhaðar-
manna í tengslum við kosningar. Þátt-
takan má þó ekld einskorðast við for-
ystu Jireyfingarinnar, heldur þarf víð-
tæka umræðu meðal grasrótarinnar
um þann ávinning sem fælist í nánu
samstarfi nýrrar hreyfingar jafnaðar-
manna og samtaka launafólks. Þessi
þrenning, samtök jafnaðarmanna,
samtök launafólks ásamt æsku lands-
ins, er lfldeg til þess að geta í samein-
ingu ráðið úrslitum um niðurstöðu
næstu kosninga.og þarmeð, hvaða
stefnu ísland 21. aldarinnar tekur þeg-
ar nýtt árþúsund lcveður dyra.
Um röskan áratug áttu Alþýðu-
flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn
gifturíka samleið í Viðreisnarstjóm-
inni sem sat frá 1959 til 1971. Sú rflc-
isstjóm lagði traustan gmnn að bætt-
um lífskjörum í kjölfar þess að hvers
lcyns viðsldptahöftum var svipt burtu.
A þeim tíma naut Sjálfstæðisflokkur-
inn leiðtoga sem ekld vom hræddir
við útlönd, heldur höfðu skilning á
áherslu Alþýðuflokksins á nauðsyn
þess að bæta kjör íslenslcra neytenda
með auknu frjálsræði í verslun við
umheiminn. Allar götur síðan blund-
aði draumurinn um endumýjað sam-
starf þessara tveggja flokka í bijóstum
fijálslyndra manna sem sáu í því aflið
er enn á ný gæti ratt brautina fyrir er-
lendum fjárfestingum og aulcnu fijáls-
ræði í viðskiptum við útlönd. EES-
samningurinn, sem aðeins Alþýðu-
flokkurinn stóð að óskiptur, var
stærsta mál á dagskrá íslenslcra stjóm-
mála á árunum 1989-1994. Saming-
sumleitanir hófust í ríkisstjóm sem var
undir forystu Framsóknarflokksins og
með þátttöku Alþýðubandalagsins.
Fyrir kosningamar 1991 sveifluðust
báðir þeir flokkar á þá sveif að gera
málið tortryggilegt. Hvomgur flokk-
anna gat tryggt framgang málsins með
tilstyrk þingmanna sinna, einsog stað-
fest var þegar málinu var endanlega
ráðið til lykta í atlcvæðagreiðslu á Al-
þingi. Þessi afstaða þýddi, að Alþýðu-
flokkurinn átti ekki annarra kosta völ
en leita samstarfs við Sjálfstæðis-
flolckinn um myndun rfldsstjómar á
vordögum 1991 til að tryggja þessu
þjóðþrifamáli forgang. Frá sjónarhóli
Alþýðuflolcksins vom meginverkefni
þeirrar stjómar, líkt og á tímum Við-
reisnar, að bæta hag íslenskra neyt-
enda með aulcnu frelsi á sviði utanrík-
isverslunar. í fyrsta lagi með því að
gera ísland að fullgildum þátttakenda
innan Evrópska efnahagssvæðisins.
Það tókst fýrir atbeina Alþýðufloklcs-
ins sem hafði málið á forræði sínu í tíð
síðustu ríldsstjómar. Reynslan hefur
sýnt, að síðustu áratugi hefur engin
önnur ákvörðun af hálfu rfldsstjómar-
innar sldlað jafh mfidum sólcnarfæmm
fyrir atvinnu og byggð í landinu. í
öðra lagi með því að ryðja brautina
fyrir nýjan GATT samning, sem í
krafti auldns innflutnings á landbún-
aðarvömm myndi leiða af sér aukna
samkeppni og um síðir verðlæklcun á
matvælum. Vonin um kjarabæturí
gegnum GATT brást liinsvegar. í stað
þess að láta GATT koma til fram-
kvæmda með eðlilegum hætti kaus
forysta Sjálfstæðisflokksins að af-
skræma samninginn til að þóknast sér-
hagsmunum sem eiga ekkert skylt
viðhagsmuni neytenda. Innfluttur
vamingur, sem átti að lælcka í kjölfar
GATT, hækkaði þvert á móti. Al-
þýðusamband ísland hefur reiknað út
að það hefur leitt til hækkunar á vísi-
tölu verðlags í þeim mæli að skuldir
landsmanna hafa aukist um 1300
milljónir. Afstaðan til GATT reyndist
elcki tímabundið frávik, heldur frá-
hvarf frá hefðbundnu ftjálslyndi Sjálf-
stæðisflokksins í málefhum utanrflds-
verslunar. Á landsfundi fyrir skömmu
staðfesti SjálfstæðisflokJcurinn breytta
stefnu sína gagnvart umheiminum:
GATT verður áfram ambaga, þar sem
hin upphaflegu markmið hafa' um-
breyst í ranghverfu sína, einsog spegl-
ast í verðlagi á innfluttu grænmeti sem
kostar nú meira en fyrir gildistöku
GATT. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar
auknum tengslum við Evrópu og um-
ræða um hvemig best sé að haga stöðu
Islands eftir framvindu samrunaferlis-
ins í Evrópu er einfaldlega teldn af
dagskrá. Niðurstöðuna í utanríkismál-
um kórónaði Sjálfstæðisflokkurinn
síðan með afstöðunni sem teldn var að
tillögu flokksforystunnar í einu við-
lcvæmasta deiluefni seinni ára, kvóta-
málinu. Þar var sjálftökuréttur sæ-
greifanna varinn, og lýst yfir að veiði-
leyfagjald komi ekld til greina. I reynd
þýðir þetta, að Sjálfstæðisflolckurinn
hefur lagt formlega blessun sína yfir,
að örfámennur hópur haldi ókeypis
sérleyfi til að raka saman auði á kostn-
að fólksins í landinu. Landsfundurinn
staðfesti því að Sjálfstæðisflolckurinn
hefur kosið sér það Mutverk að veija
sérhagsmuni hinna fáu í stað heildar-
hagsmuna ijöldans. Þessi þróun hefur
skapað nýja stöðu í íslenskum stjóm-
málum. Á landsfundinum beindi for-
ysta Sjálfstæðisflolcksins spjótum sín-
um fyrst og fremst gegn jafnaðar-
mönnum og málefnum þeirra. Skila-
boðin til þjóðarinnar eru því skýr.
Sjálfstæðisflokkurinn telur að sér sé
mest hætta búin af hugmyndum nú-
tíma jafnaðarstefnu. Þróun síðustu
missera hefur því leitt tilþeirrar niður-
stöðu að höfuðandstæður íslenskra
stjómmála í dag em annars vegar jafn-
aðarmenn og hinsvegar Sjálfstæðis-
flolckurinn, þar sem ftjálslynd viðhorf
nútíma jafnaðarstefnu glíma við vax-
andi einangrunarhyggju Sjálfstæðis-
manna. Þessar nýju aðstæður gera
samstarf jafnaðarmanna enn tíma-
bærra og lfldegra til árangurs en áður.
Vaxandi misskipting í kjölfar góðæris
er ógnvekjandi. Kjör hins almenna
launamanns hafa elcki batnað í sam-
ræmi við bætt aflabrögð og vaxandi
þjóðartekjur. Þess í stað hefur ábatinn
hefur í allt of ríkum mæli farið til
þeirra sem betur em settir. Alþýðu-
flokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur
fslands telur nauðsynlegt að þessu
verði breytt hið fyrsta. Launafólk á nú
siðferðilegan rétt á myndarlegum og
raunhæfum kjarabótum. Kjarasamn-
ingamir framundan verða því að leiða
af sér kjarajöfnun, sem getur ekki
gerst með öðrum hætti en þeim að
mest komi í Mut þeirra sem lægst hafa
launin.
Alþýðuflokkurinn - Jafnaðar-
mannaflokkur íslands hefur lagt fram í
ítarlegum ályktunum flolcksþings þau
mál, sem hann færir með sér til um-
ræðunnar um aukið samstarf jafnaðar-
manna. Hann gengur til hennar án for-
dóma og sldlyrða, meðvitaður um að
framundan er mikilvæg þróun, þar
sem tekist verður á um það hverjir
slculu hafa forystu um að leiða ísland
inn í 21. öldina, inn í nýtt árþúsund.
Það er mildlvægt að sjónarmið jafnað-
arstefnunnar séu þá eins öflug og kost-
ur er. Það er hins vegar brýnt að
umræðan um samvinnu og samein-
ingu jafnaðarmanna loldst aldrei af í
stofnunum flolckanna, heldur sé einnig
hvatt til hennar utan hinna formlegu
hreyfinga. Til hennar á einnig að
bjóða þeim, sem hvergi standa í
flokki, en fylgja jafnaðarstefnunni
að málum, félögum verkafólks, öðmm
samtökum og einstaklingum. Með
því að leiða saman hugmyndir, atgervi
og fólk úr ólflcum áttum og með fjöl-
breyttan bakgmnn er hægt að skapa
trúverðugan valkost jafnaðarmanna,
sem að loknum næstu kosningum
getur haft forystu um að stýra þjóðinni
inn í nýja öld. Aldrei fyrr á öldinni
hafa skapast jafn miklir möguleikar
og nú á því að sameina íslenska
jafnaðarmenn í breiða og öfluga
hreyfingu.H