Alþýðublaðið - 12.11.1996, Side 8
Þriðjudagur 12. nóvember 1996
Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk
MÞYBMIBU)
■ Ásta B. Þorsteinsdóttir varaformaður Alþýðuflokksins
Tímamótaþing í málum kvenna
„Enginn annar flokkur
gerir konum jafn hátt
undir höfði."
„Ég átti alls ekki von á því að
sigurinn yrði svona afgerandi.
Mér fannst þetta stórglæsilegt og
er óskapiega þakklát,“ sagði
Ásta B. Þorsteinsdóttir, nýr
varaformaður Alþýðuflokksins,
eftir að hafa hlotið örugga kosn-
ingu á flokksþinginu um helgina.
Um niðurstöðuna í formanns-
kjörinu sagði Ásta, að sér einsog
fleirum hefði komið á óvart
hversu mikiis fylgis Guðmundur
Árni naut.
Ásta sagði ennfremur að góður
hlutur kvenna í kosningum í
embætti og stofnanir Alþýðu-
fiokksins væri afar ánægjulegur.
„Með þessu sker Alþýðuflokkur-
inn sig alveg frá öðrum stjórn-
málaflokkum. Enginn annar
170. tölublað - 77. árgangur
flokkur gerir konum jafn hátt
undir höfði í framvarðasveit
sinni. Við höfum aðeins haft eina
konu í þingflokknum, og því hef-
ur mikið mætt á Rannveigu. Nú
koma fleiri konur til starfa í for-
ystunni, og gegna embættum
varaformanns, ritara og gjald-
kera. Ungar konur hafa líka
komist til metorða og náð áhrif-
um í framkvæmdastjórn. I mín-
um huga er þetta tímamótaþing
hvað þessi mál varðar.“
Ásta var spurð hvaða verkefni
hún ætlar að leggja mesta
áherslu á: „Brýnasta verkefnið
er að byggja upp flokksstarfið,
og ég vil leggja mitt af mörkum
til að það takist. Við þurfum líka
að treysta starfið á landsbyggð-
inni og sambandið við félaga
okkar þar, og ég sé fyrir mér að
við getum gert góða hluti á því
sviði,“ sagði Ásta B. Þorsteins-
dóttir varaformaður Alþýðu-
flokksins.
„Mér fannst þetta stórglæsilegt og
er óskaplega þakklát," segir Ásta
B. Þorsteinsdóttir um niðurstöð-
una í varaformannskjörinu.
■ Innrás skemmti-
krafta í viðskiptalíf-
ið heldur áfram
Við erum
að taka
þetta yfir
- segir Þórhallur Sigurðs-
son alías Laddi sem hefur
fest kaup á Café Oliver við
Ingólfsstræti.
,Já, það er víst rétt, ég er að breyt-
ast í veitingamann," segir Þórhallur
Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi,
í samtali við Alþýðublaðið. Laddi-Íief-
ur nú fest kaup á Café Óliver við Ing-
ólfsstræti. Þar með bætist hann í ört
vaxandi hóp skemmtikrafta sem eru
að hasla sér völl í viðskiptalífinu. Sig-
urður Sigurjónsson, Öm Ámason og
Jóhann Sigurðarson eiga og reka
Hljóðsetningu, Helgi Bjömsson var til
skamms tíma hluthafi í Astró, Baldur
Brjánsson er eigandi Feita dvergsins
svo dæmi séu nefhd. „Við emm bara
að taka þetta yftr. Af hvetju eigum við
alltaf að vera að vinna íyrir einhveija
aðra?“ spyr Laddi. Hann hefur ekki
komið nálægt veitingarekstri áður og
segir kaupverðið algjört hernaðar-
leyndarmál.
„Þetta er búið að blunda í mér í
mörg mörg ár. Aðalmálið fyrr var að
eignast veitingastað en það er svoldið
stórt mál þannig að lendingin varð sú
að ég festi kaup á litlum bar þar sem
ég verð einnig með mat. Ég er mikill
matgæðingur, hef gaman að því að
búa til mat og gefa fólki mat. Þetta
svarar sem sagt báðum kenndum í mér
að eiga minn stað,“ segir Laddi sem
ætlar meðal annars að bjóða uppá
pönnukökur og skonsur sem tengda-
móðir hans bakar. Laddi ætlar að
sjálfsögðu að troða upp á srnum eigin
stað. „Ég ætla nú ekki að þreyta fólkið
of mikið með því að vera stöðugt að
koma fram en eitthvað verður þó um
það. Síðan hyggst ég standa fyrir ýms-
um uppákomum, ljóðalestri, lifandi
músík og uppistandi svo eitthvað sé
nefnt,“ segir Laddi.