Alþýðublaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 s k o ð a n i r MMDIIRIfHIII 21212. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín ehf. Prentun ísafoldarprentsmiöjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Pólitískt lögheimili Davíös Oddssonar Morgunblaðið birtir í gær viðtal við Davíð Oddsson vegna harkalegrar gagnrýni forystumanna Alþýðuflokksins á Sjálfstæð- isflokkinn. Davíð er venju fremur úfínn í skapi, og hefur uppi stóryrði um að Alþýðuflokksmenn rangtúlki stefnu Sjálfstæðis- manna „með blygðunarlausum hætti“. Engum dylst að Davíð og félögum svíður undan gagnrýni jafnaðarmanna á Sjálfstæðis- flokkinn, enda geta þeir ekki svarað með öðru en gaspri og fúk- yrðum. Staðreyndin er vitanlega sú að Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur með afgerandi hætti gefið upp pólitíska staðsetningu sína sem höfuðból afturhaldsins. Fijálslynd öfl í flokknum eru áhrifalaus með öllu og framtíðarsýn hefur flokkurinn enga. Davíð Oddsson hefur gert Sjálfstæðisflokkinn að fulltrúa fortíðarinnar í íslensk- um stjómmálum. Jón Baldvin hefur að undanfömu íjallað ítarlega um stjómar- samstarfið með Sjálfstæðisflokknum á síðasta kjörtímabili. Davíð Oddsson segir í Morgunblaðinu í gær að „sagnfræðikenningar“ Jóns Baldvins séu „framandlegar“, bæði sér og öðmm sem til þekkja. Einsog svo oft áður kemur Davíð sér undan málefnalegri umræðu með persónulegum skætingi, og segir að „óánægja og ófullnægja Jóns með eigin feril, nú þegar hann er á enda, brýst út í ásökunum í annarra garð.“ Ekki er mikið um þessi viðbrögð for- sætisráðherra að segja, en ekki em þau stórmannleg. Þau em líka vottur um, að þegar kemur að pólitískri umræðu er Davíð Odds- son ekki samræðuhæfur. í nýjasta tölublaði Mannlífs rekur Jón Baldvin á greinargóðan hátt um hvað ágreiningur Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins snerist á síðasta kjörtímabili. Alþýðuflokksmenn vildu grípa til róttækra skipulagsbreytinga í atvinnulífinu, markaðsvæða landbúnaðinn, koma á veiðileyfagjaldi í sjávarútvegi og útfæra GATT-samningana með tilliti til hagsmuna neytenda. Þá segir Jón Baldvin orðrétt: „Þegar að því kom að deila arðinum, sem allt okkar basl skilaði að lokum, staðfestist í þessu stjómarsam- starfi að ágreiningurinn milli okkar og Sjálfstæðisflokksins er djúpstæður varðandi ýmsa gmndvallarþætti stjómmála. Þegar við bættist að samstaðan er ekki lengur íyrir hendi varðandi utanrík- is- og utanríkisviðskiptamál, það er að segja GATT- málið og Evrópumálin, þá getum við sagt að þessu tímabili viðreisnar- draumsins sé lokið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðfest það, nú síðast á landsfundinum. Hann á meiri samstöðu með þjóðemis- sósíalistunum í Alþýðubandalaginu heldur en nútímalegum jafn- aðarmannaflokki. Evrópustefna Sjálfstæðisflokksins á heima oní skúffu hjá LÍÚ og Framleiðsluráði landbúnaðarins.“ Davíð Brando IMeð þessari tilvitnun skipar Davíð sér í hóp þjóðhöfð- ingja á borð við Rónald Regan sem vitnaði oft og iðu- lega í bandarískar bfómyndir máli sínu til stuðnings. að er orðið nokkuð um liðið síðan ég stakk niður penna um hámenn- ingarlega tónlistarviðburði. Af nógu hefur verið að taka og í þann mund sem ég var að gera mig kláran í bátana birti Mogginn í upphafi mánaðar greinina „Tónlistargagnrýni, hveijum gagnast hún og hverjum beinist hún gegn“ eftir taugasálfræðinginn Þuríði J. Jónsdóttur. Greinin er barmafull af sérfræðingahroka, dylgjum um okkur tónlistargagnrýnendur og jafnvel látið að því liggja að útlærðir tónlistarmenn einir séu færir um að skrifa um tónlist. Að öðrum kosti sé best að láta kyrrt liggja. Grein Þuríðar er vissulega heimskuleg og fyrir hönd okkar Rikka Ö, Jóns og Ragnars blæs ég á hana. En ég verð að játa að Þuríður sló mig út af laginu. Því hef ég ákveðið að skrifa stutta pólitíska gagnrýni meðan ég er að jafna mig á skítkasti Þuríðar. Ekki það að ég sé stjómmálafræðing- ur, en það hlýtur hverjum og einum að vera leyfilegt að spjalla um pólitík. Orðin tóm | Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar í Mogganum í gær er fréttaviðtal við Davíð Oddsson undir fyrirsögn- inni „Kratar hafa málað sig út í hom“. Það er ffemur þungt hljóðið í forsætis- ráðherranum sem segir að jafnaðar- menn rangtúlki ályktun landsfundar Sjálfstæðismanna með blygðunarlaus- um hætti, og hafi „notið til þess að- stoðar hlaupastráka, sem gengið hafa erinda þeirra undanfarin ár.“ Mogginn segir Davíð ekki vilja útskýra nánar hvetjir hlaupastrákamir séu. Ekki ætla ég að hætta mér útí neinar bollalegg- ingar þar að lútandi. Hins vegar langar mig til að vekja athygli á því að þessi setning Davíðs minnir óneitanlega á frægan frasa úr mynd Francis Ford Coppola, Apocalypse Now. Undir lok þeirrar myndar segir Marlon Brando, í hlutverki kolmglaðs og útúrlifaðs ein- ræðisherra sem stjórnar úrkynjuðum þjóðflokki, við Martin Sheen, sem leikur sögumanninn: „You’re just an errandboy, sent from the groceries store to collect the bill.“ í lauslegri þýðingu: Þú ert bara hlaupastrákur sem gengur erinda kaupmannsins, kominn til að innheimta reikninginn. Með þessari tilvitnun skipar Davíð sér í hóp þjóðhöfðingja á borð við Rónald Regan sem vitnaði oft og iðu- lega í bandarískar bíómyndir máli sínu til stuðnings. Einhverju sinni sem oft- ar sagði Rónald til dæmis ,Let’s win this one for the Gipper," og vitnaði þar í mynd sem fjallaði um hafnar- boltahetjuna Gipper sem Rónald túlk- aði einmitt sjálfur á sínum tíma. Þann- ig má lengi telja. Ég veit ekki hvort þjóðemiskennd mín ræður því að mér fmnst tilvitnun Davíðs miklu flottari, dýpri og marg- slungnari en flest það sem Rónald hef- ur látið sér um munn fara - með fullri virðingu fyrir fyrrum þjóðhöfðingja Bandaríkjamanna. Davíð hefði til dæmis getað vitnað í leikrit Jarre um Bubba kóng, sem Davíð lék sællar minningar á Herranótt, og sagt: „- Dmlla!” um þessa dónalegu krata. En gerir hann það? Nei. Með þessu snjallræði, að vitna í eitt af stórvirkjum kvikmyndasögunnar, magnaðan mónólóg einræðisherrans og liðhlaupans sem Marlon Brando leikur í Apocalypse Now, er Davíð að undirstika fræg orð sín frá landsfundi Sjálfstæðismanna: Ef menn leggja eymn um of að grasrótinni fá þeir ána- maðka í eyrun. Davíð veit sem er, að til þess að vera foringi verða hinir að gera sér grein fyrir því að þeir eru miklu meiri labbakútar en sjálfur for- inginn. Rétt eins og Brando varð að vera furðulegri en liðið sem hann stjómaði í myndinni. Það verður ekki á allt kosið og hugsanlega sjá einhverjir í þessu al- legóríska mynd: Davíð sem einhvem útúrsukkaðan einræðisherra sem stjórnar úrkynjuðum ættbálki - sem væri þá Sjálfstæðisflokkurinn. En það væri algjör dólgatúlkun. ■ 831 1. nóvember Kannski Davíð Oddsson líti á það sem hluta af ofsóknum Al- þýðuflokksmanna, að sjálft Morgunblaðið hefur formlega úr- skurðað að Sjálfstæðisflokkurinn eigi nú helst samleið með full- trúum fortíðarinnar í Alþýðubandalaginu. Kjaminn í gagnrýni Alþýðuflokksmanna er einmitt sá, að Davíð Oddsson hefur tekið framtíðina af dagskrá, rétt einsog þjóðemissósíalistar Alþýðu- bandalagsins. Hjörleifur Guttormsson, hugmyndafræðingur á pólitísku minjasafni Alþýðubandalagsins, sagði í Alþýðublaðinu í gær að flokkur sinn ætti meiri samleið með Davíð Oddssyni en Alþýðuflokknum. Þarf frekari vitna við um hugmyndalega stöðu Davíðs Oddssonar? @Meginmál = Þegar Hjörleifur Guttormsson hefur staðfest þá greiningu Al- þýðuflokksmanna og Morgunblaðsins að Davíð Oddsson eigi miklum vinum að mæta meðal nátttrölla Alþýðubandalagsins getur formaður Sjálfstæðisflokksins ekki geipað um „rangtúlkan- ir“. Pólitískt lögheimili Davíðs Oddssonar er í herbúðum íhalds- samra þjóðemissósíalista. Svo einfalt er það nú. ■ Atburðir dagsins 1689 Enska leikkonan Nell Gwynn dcyr. Hún var eftirlætis hjákona Karls II konungs og ól honum tvö börn. 1894 Sjó- mannafélagið Báran var stofn- að. Það var fyrsta íslenska sjó- mannafélagið. 1900 Dr. Karl Landsteiner í Vínarborg til- kynnir að til séu þrír mismun- andi blóðflokkar. 1918 Tomas Masaryk kjörinn fyrsti forseti Tékkóslóvakíu. 1930 Hitaveita Reykjavíkur, fyrsta hitaveita á íslandi, var tekin í notkun. 1938 Gyðingar reknir úr mennlaskólum í Þýskalandi. 1963 Surtseyjargosið hófst, og stóð með hléum í þtjú og hálft ár. 1963 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum og sat í tæp sjö ár. 1983 Tómas Guðmundsson skáld lést, 82 ára. 1985 Hólmfríður Karls- dóttir, 22 ára fóstra úr Garða- bæ, kjörin „Ungfrú heimur“. 1989. Helmut Kohl kanslari Vestur-Þýskalands heimsækir Auschwitz. 1990 Byssumaður á Nýja-Sjálandi drepur 11 af 50 íbúum bæjarins Aramoana. Afmælisbörn dagsins Claude Monet 1840, franskur listmálari. Jawaharlal Nehru 1889, fyrsti forsætisráðhcrra sjálfstæðs Indlands. Joseph McCarthy 1908, bandarískur öldungadeildarþingmaður, hat- ursmaður kommúnista. Annálsbrot dagsins Þetta sumar sigldi amtmaður- inn Pingel, hans hústrú og börnin; var sagt, hann hefði kallaður verið út af konginum, jafnvel frá amtmannsdæminu, því að hans kona fékk hér ekki rétt gott orð; hún var haldin nokkuð stór í geðinu. Margir menn höfðu bæði skenkt hon- um og lánað peninga. Grímsstaðaannáll 1750. Byron dagsins Eg held það haft verið Byron sem sagði um sjálfan sig: Ég vaknaði einn morgun - og var frægur. Tómas Guðmundsson gat sannarlega tekið sér í munn þessi stoltu orð hins breska skálds. Fagra veröld varð met- sölubók á sömu stundu og þomað hafði prentsvertan. Sverrir Kristjánsson um Tómas, sem lóst þennan dag fyrir 13 ár- um. Málsháttur dagsins Guð launar fyrir hrafninn. Sorg dagsins Sorgin bindur tvö hjörtu fastari böndum en nokkur hamingja, og sameiginleg þjáning er miklu traustari tenging en sam- eiginleg gleði. Lamartine. Orð dagsins Fyrir þreyttum ferðasegg fölskast Ijósir brúna. Rcíði guð fyrir oddi og egg. ekki rata ég núria. Páll Vídalín, 1667-1727. Skák dagsins Ógæfan gerir ekki alltjent boð á undan sér. Lítið á stöðuna (svartur á leik) og reynið að sjá hvemig hvíta staðan er hmnin til gmnna eftir aðeins tvo leiki. Fimasterkur Serper hefur svart gegn Egin. Svartur leikur ug vinnur. 1. ... Rh2! 2. Hd2 Dc6!! Tafl- ið er tapað. Lífið er töff.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.