Alþýðublaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 m e n n i n g Jólakort Amnesty íslandsdeild Amnesty Intema- tional er nú að hefja sölu á jólakort- um ársins 1996. Að þessu sinni varð myndin JóJamorguninn eitir Bar- böru Ámason fyrir valinu. Barbara var stofiifélagi íslandsdeildarinnar og studdi ötullega við balcið á deild- inni meðan henni entist aldur til. Ákveðið hlutfall af sölu jólakorta íslandsdeildar Amnesty Intemation- al rennur í hjálparsjóð, en það fé sem safhast í þann sjóð er nýtt til endurhæfingar fómarlamba pynt- inga og veitt í aðstoð við aðstand- endur ,Jiorfinna“ og aðra sem sæta grófum mannréttindabrotum. Kortin verða seld á skrifstofu samtakanna að Hafnarstræti 5. Vasabrotsbækur á skiptibóka- markaði Hjá Ömmu í Réttarholti, Þing- holtsstræti 5 verður næstkomandi föstudag opnaður skiptibókamark- aður fyrir notaðar vasabrotsbækur. Hugmyndin er sú að fólk komi með kilju sem það hefur lokið við að lesa, leggi hana inn á markaðinn og taki með sér aðra sem það hefur áhuga á að lesa. Að þeim lestri loknum er ekkert því til fyrirstöðu að skila ldljunni aftur og velja sér enn aðra sem vekur áhuga og svo koll af kolli. Ef sú staða kemur upp að engin kilja á markaðnum vekur áhuga má annaðhvort skilja sína bók eftir og fá kvittun fyrir innlögn eða bara koma aftur seinna. Þannig má koma í lóg gömlum kiljum og komast yfir aðrar í stað þess að þær dagi verðlausar uppi í bókahillum heimilisins Endurmenntunarstofn- un Háskólans Ofvirkni barna og unglinga Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands mun 15. og 16. nóvember standa fyrir námskeiði um ofvirkni bama og unglinga. Námskeiðið er ætlað kennurum á leikskóla- og grunnskólastigi, hjúkmnarffæðing- um í heilsugæslu, sem og öðrum fagmönnum á uppeldis- og heil- brigðissviði er tengjast ofvirkum bömum. Umsjón með námskeiðinu hefur Páll Magnússon sálfræðingur á Bama- og unglingageðdeild land- spítala, en með honum kenna Halla Þorbjömsdóttir bamageðlæknir, Kristín Kristmundsdóttir félagsráð- gjafi, Sólveig Guðlaugsdóttir geð- hjúkrunarfræðingur, Sólveig As- grímsdóttir sálffæðingur, Rósa Steinsdóttir myndþerapisti, Málffíð- ur Lorange sálffæðingur, Ragna Freyja Karlsdóttir sérkennari og Sign'ður Benediktsdóttir sálffæðing- ur. Námskeiðið verður haldið á Hót- el Sögu, föstudaginn 15. nóvember klukkan 9.00-16.00 og laugardaginn 16. nóvember klukkan 9.00-13.00. ■ Námsmenn með fjöldafund á Austurvelli á morgun Svör menntamálaráð- herra eru hlægileg -segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson en stjórnarliðar deila nú um Lánasjóðinn. Hjálmar Árnason þingmaður Fram- sóknar: Þetta er alvarlegt mál, stórt mál og við lögðum þunga áherslu á það. Nefnd sem menntamálaráðherra setti á laggimar um málefhi Lánasjóðs- ins hefur ekki komið saman í þijá mán- uði sökum ágreinings stjómarflokk- anna. Framsóknarflokkurinn hafði mánaðarlegar greiðslur námslána sem eitt af loforðum sínum fyrir síðustu kosningar en fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa verið ófáanlegir til að ræða slíkt. ,,Ég sagði í ræðu í þinginu í fyrradag að ég vildi auka fjárveitingar til Lána- sjóðs íslenskra námsmanna," sagði Bjöm Bjamason menntamálaráðherra. „Þar hafa einkum verið til umræðu endurgreiðslureglur og samtíma- greiðslur lána. Ég tel að það séu sterk rök fyrir því að draga úr endurgreiðslu- byrði lána en ég hef ekki séð nein rök sem hníga að því að það ætti að draga úr kröfum um námsffamvindu áður en til útgreiðslu lána kemur. Það þurfa að vera miklir hagsmunir í húfi miðað við þá óvissu sem myndi skapast um stöðu sjóðsins. Námsmenn hafa ekki sett ffam neinar tillögur í lagaformi sem ég hef séð og ég nefhdi í ræðu minni í gær vaxtakostnað vegna lána sem em tekin til að brúa bilið en þær em um 0.4 pró- sent eða sem jafngildir 1500 krónum á 400.000 króna láni.“ Engin lausn í sjónmáli , J síðustu alþingiskosningum lofuðu allir flokkar nema sjálfstæðisflokkur að koma á mánaðarlegum útborgunum námslána og allir flokkar vom sam- mála um að létta greiðslubyrðina," seg- ir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson formað- ur Stúdentaráðs Háskóla íslands. „Þetta fór inn í stjómarsáttmála stjómarflokk- anna en þar er einungis talað um að endurskoða lögin um Lánasjóð Is- lenskra námsmanna. Það lá þó ljóst fyrir að Framsókn myndi halda fram mánaðarlegum greiðslum. Björn Bjamason setti á laggimar nefnd og hún kom saman í ágúst 1995 og hefur fundað alls 25 sinnum. I apríl á þessu ári töldu ffamsóknarmenn að öll gögn sem nefndin þyrfti til ákvarðanatöku væm komin fram og þeir lögðu fram minnisblað þar sem þeir leggja til mán- aðarlegar útborganir og að endur- greiðslubyrði verði 4,5 prósent. Þetta var heldur minna en námsmenn höfðu vænst en við vildum samþykkja þessar tillögur til að ná sáttum. Fulltrúar Sjálf- stæðisflokks hafa engar tillögur lagt ffam og í ágúst sögðu fulltrúar Fram- sóknarmanna hingað og ekki lengra. Síðan hefur nefndin ekki komið saman og engin lausn er í sjónmáli." Harkalegur niðurskurður hefur einn- ig verið boðaður á fjárlögum til fram- haldsskólastigsins og er íhugað að taka upp „fallgreiðslur," það er greiðslur fyrir endumpptöku prófa. Námsmenn boða til fjöldafundar á Austurvelli í hádeginu á morgun þar sem krafist er tafarlausra breytinga á reglum um lánasjóð og að menntun fari ffamar í forgangsröð við skiptingu ríkisútgjalda. Stórt og alvarlegt mál ,Æðri máttarvöld em að skoða mál- ið,“ sagði Hjálmar Ámason sem situr í nefndinni sem á að endurskoða reglur um Lánasjóð. „Með öðmm orðum þá er þetta á ráðherrastigi. Það er áherslu- munur hjá flokkunum og það er verið að finna lausn sem báðir flokkarnir geta sætt sig við. Ég sagði í upphafi, þegar nefndarstörf hófust, að veganesti mitt væri að lækka endurgreiðsluhlut- fall lána og taka upp mánaðarlegar greiðslur. Við emm ekki tilbúnir að gefa eftir þessi atriði en þau byggja á samþykktum flokksins. Eg tel að það sé hægt að finna leið, sem báðir aðilar geta sætt sig við, ef vilji er fyrir hendi. Ef hann er ekki til staðar spyijum við að leikslokum. Þetta er alvarlegt mál, stórt mál og við lögðum þunga áherslu á það. En fæst orð hafa minnsta „Björn hefur málað sig út í horn í málefnum námsmanna... IMáms- menn þurfa að hafa svigrúm í námi. Það hefur þó ekkert okkar imprað á því að taka upp gamla kerfið aftur þar sem ekkert eftirlit var haft með námsárangri," segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. ábyrgð.“ Aðspurður um hvort þetta væri svo alvarlegt mál að komið gæti til stjóm- arslita svaraði Bjöm Bjamason: „Þama er verið að setja hluti í pólitískt sam- hengi sem koma málinu ekki við. Við höfum leyst stærri mál en þetta.“ En samkvæmt heimildum blaðsins hefur málið valdið titringi í stjómarsamstarf- inu þessa dagana. Hlægilegur ráðherra ,Ég var með tæplega sjö í meðalein- kunn en vantaði 0,5 prósent upp á að ná einu prófið og fékk því ekkert lán, ekki krónu,“ segir Þóra Björk Baldurs- dóttir hjúkmnamemi en hún er ein af stómm hópi námsmanna sem hefur far- ið illa út úr reglum Lánasjóðs um eftir- ágreiðslur lána. „Þetta er sérstaklega einkennilegt í ljósi þess að í úthlutunar- „Ég vona að einbeitni þin og dugn- aður hjálpi þér til að ná settu marki," segir Björn Bjarnason í bréfi til Þóru Bjarkar Baldursdóttir. „Heldur hann að einbeitni og dugnaður námsmanna dugi til að leysa vandann... Ráðherrann er hlægilegur," segir Þóra Björk Bald- ursdóttir. „Æðri máttarvöld eru að skoða málið," segir Hjálmar Árnason."...- Þetta er alvarlegt mál, stórt mál og við lögðum á þetta þunga áherslu. En fæst orð hafa minnsta ábyrgð." reglum segir að 75 prósent námsárang- ur nægi til að fá 75 prósent lán. Til að framfleyta mér og strákunum mínum á námstímanum þurfti ég að taka 280.000 króna lán sem rúllar nú á bankavöxtum." í vandræðum sínum skrifaði hún til menntamálaráðherra sem svaraði henni á eftirfarandi hátt: „Því miður sýnist mér að ekki sé unnt að hrófla við þeim reglum sem sjóðurinn fylgir," skrifar Bjöm Bjamason. „Allt frá öndverðu hefur hann í þessu efni byggt á kröfum viðkomandi skóla. Hefðir þú komist yfir þröskuldinn í einkunnffengið 6.0 í stað 5.5) en ekki lent í sextíu manna hópnum hefðir þú fengið lán. Ég virði baráttu þína fyrir aukinni menntun en öll verðum við að beygja okkur undir reglur sem stundum geta virst mjög ósanngjarnar þegar þær bitna mjög harðlega á okkur. Ég vona að einbeitni þín og dugnaður dugi þér til að ná settu marki og óska þér alls hins besta.“ „Lög og reglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna em svartur blettur á ís- lenska menntakerfinu og í raun til há- borinnar skammar,“ segir Þóra Björk. ,Ráðherrann er hlægilegur. Það er eins og reglur um lánasjóð hafi dottið af himnum ofan og hann geti engin áhrif haft á þau. Heldur hann að einbeitni og dugnaður námsmanna dugi til að leysa vandann. Hvemig á ég að geta fram- fleytt börnunum mínum, borgað af þessu bankaláni og um leið haldið áffam í námi.“ Námsmenn þurfa svigrúm „Mér finnst þessi svör hlægileg. Þama er æðsti yfirmaður menntamála í landinu að láta eins og hann geti ekkert gert í málinu," segir Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson. „Hann klappar henni bara á bakið. Það er eins og hann geri sér ekki grein fyrir að það eru ekki allir fóstrað- ir í skjóli Moggans og Sjálfstæðis- flokksins. Námsmenn þurfa að hafa svigrúm í námi. Það hefur þó enginn okkar imprað á því að taka upp gamla kerfið aftur þar sem ekkert eftirlit var haft með námsárangri. Bjöm vísar allt- af til þess að það sé okkar helsta mark- mið en það er vitleysa. Fólk þarf ein- faldlega að hafa möguleika á að dreifa einingum eftir hentugleikum yfir árið. Bjöm hefur málað sjálfan sig út í hom í málefnum námsmanna. Hann hefur alltaf sagt: „Ég ræði þetta ekki. Þetta er í nefhd og mánaðargreiðslur koma ekki til greina." Hann montar sig af því í há- tíðablaði Menntaskólans í Reykjavík að hann hafi ekki skipt um skoðum síð- an hann gekk þar í skóla. Er það kost- ur? Það er talað um að tillögur Fram- sóknar kosti 15 til 25 milljónir í ffam- kvæmd. Það segir sig sjálft að það eru ekki stórar fjárhæðir plús einhver eftir- spurnarþáttur sem hlýtur að vera já- kvæður ef eftirágreiðslur unnu gegn því að fólk færi í langskólanám." Bessastaðabækurnar ko áskrifendur Alþýðubl Bessastaðabækurnar sem birst hafa í Alþýðublaðinu undanfarna már færslurforseta lýðveldisinsfyrstu 100 daga hans í embætti - hveitibrau boðið að kaupa Bessastaðabækumar á sérstöku kynningarverc endum Alþýðublaðsins býðst að hringja í blaðið sitt, panta bókina i Hringið í síma 562 55 66 og kaupið Bessi Bókaforlagið Dægradvc

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.