Alþýðublaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Hvaða nýjar bækur langar þig að lesa? Frosti Jónsson nemi: End- urminningar Jóns Múla Ama- sonar. Annað hef ég ekki kynnt mér en maður verður ábyggilega fljótt heilaþveginn af bókaauglýsingum. Magnús Reynir Jónsson Ijósmyndari: Auk Biblíunn- ar, þá er það bók Ólafs Jó- hanns Ólafssonar og smásögur Einars Kárasonar sem ég ætla að lesa. '. Andrés Pétur Rúnarsson framkvæmdastjóri: Mér líst mjög vel á bók Magnúsar Leópoldssonar um meinta að- ild hans að Geirfinnsmálinu. Gaui litli: Það eru nú helst allar matreiðslubækur sem koma út fyrir jólin. Kolfinna Baldvinsdóttir dagskrárgerðarmaður: Þær eru þó nokkrar. Bókin hennar Gerðar Kristnýjar, Z Vigdísar Gríms, Þjóðsögur Jóns Múla og síðast en ekki síst Hallgrímur Helgason. ■ Yfirlýsing frá formanni Fangavarðafélags íslands Málflutningur fordæmdur Aundanförnum vikum og mán- uðum hefur staðið yfir skipu- lögð aðför að því fólki sem að fangelsismálum starfar. Reyndar er það ekki nýmæli að einhliða mál- flutningur byggður á slagorðum og gífuryrðum, en ekki þekkingu á málefninu, er settur fram af ákveðnum fjölmiðlum í landinu. Nú bregður hins vegar svo við að yfirmaður fangelsismála er kallað- ur glæpamannaframleiðandi og þar með allir þeir sem að fangelsismál- um koma beint eða óbeint. Engin málefnaleg umræða hefur farið fram í fjölmiðlum frekar en endra- nær heldur er notast við tíu eða tuttugu ára gamla frasa eins og „Fangelsismál eru í niðurníðslu", „ómannúðleg tilhögun í fangels- um“ og „á föngum eru brotin mannréttindi", svo vitnað sé til nokkurra af vinsælustu laglínunum sem sungnar eru. Þeir sem sífellt tönglast á þessu trúa því væntan- lega sjálfir og við því verður ekk- ert gert. Hins vegar er verra ef þessum slagorðasöngvurum tekst að slá ryki í augu almennings þeg- ar staðreyndin er sú að grettistaki hefur verið lyft á undanförnum ár- um í fangelsismálum Islendinga. Það er þekkt áróðurstækni ofstæk- ismanna að klifa sýknt og heilagt á sömu slagorðunum þangað til að þeir sem móttækilegir eru fara að trúa lyginni. Sagði ekki til dæmis Nixon: „Let them deny it.“ Er það ekki þannig sem meðal annars blað alþýðunnar nú um stundir flytur þjóðinni boðskap sinn. Allt á það þó að vera af málefnalegum hvöt- um. Trúi því hver sem vill. Kjarni málsins er sá að ísland er á meðal þeirra þjóða sem hvað lengst eru komnar í mannréttindamálum og á það einnig við um fangelsismál. Að halda þeirri blekkingu fram að starfsfólk fangelsiskerfisins séu glæpamannaframleiðendur er því- líkt óraunveruleikatal að engri átt Það er þekkt áróðurstækni ofstækismanna að klifa sýknt og heilagt á sömu slagorðunum þangað til að þeir sem móttækilegir eru fara að trúa lyginni. Sagði ekki til dæmis Nixon: „Let them deny it.“ nær. Auk fordómanna og fyrirlitn- ingarinnar í garð þeirra sem að þessum málum starfa og svo auð- vitað fanganna sjálfra sem allir hafa nú verið brennimerktir sem glæpamenn þá eru einstaklingar misnotaðir í örvinglan sinni og þeim hrint fram á leiksvið fárán- leikans. Fangavarðafélagið vill benda viðkomandi aðilum á að málflutning af þessum toga ber að forðast og er hann fordæmdur. Hins vegar mun félagið ætíð taka þátt í málefnalegri umræðu um fangelsismál. Einar Andrésson, formaður Fangavarðafélags íslands. Rithöfundurinn Sigurð- ur A. Magnússon er að fara að gifta sig á laug- ardaginn og óhætt að segja að dag- urinn sé vel valinn. Brúð- kaupið er haldið á af- mælisdegi þjóðskálds- ins Jónas- ar Hall- grímssonar sem er jafn- framt Dagur ís- lenskrar tungu og af- mælisdagur brúðarinnar, Sigríðar Friðjónsdóttur, sem verður einmitt 35 ára. Vígslan fer fram í Árbæj- arkirkju en í Norræna hús- inu verður veislan haldin með pompi og pragt... r Igær var gasprað um það hér í þessum dálki að „rithöfunda"-bekkur Ing- ólfs Margeirssonar í Tómstundaskólanum hefði rofið áralanga ein- ara-okun Einars Más Guðmundssonar og Ein- ars Kárasonar með þvi að velja Þráin Bertelsson sem eftirtektar- verðasta rit- höfundinn. , ■' i ■ Eilítils mis- ■;> skilnings gætti: Einar Kárason hefur aldrei . ■ verið valinn. Auk Einars Más hefur bekkur Ing- ólfs valið Guðrúnu Helgadóttur, Súsönna Svavarsdóttur, Elísa- betu Jökulsdóttur, Pór- arin Eldjárn og fleiri. í annarlok er hafður sá háttur á að bekkurinn býð- ur þeim höfundi sem fyrir valinu verður hverju sinni til snæðings, ýmist á Humarhúsið eða Við Tjörnina, og les þá höf- undurinn fyrir bekkinn - og bekkurinn fyrir höfund- inn og síðan eru vinn- brögð rithöfundarins rædd í þaula... Þrátt fyrir svokallað val- frelsi í bifreiðaskoðnum heyrir Alþýdubladiö frá ergilegum bifreiðaeigend- um sem lenda í því að lögreglan klippir númera- plöturnar af bílum þeirra, að ekki sé allt sem sýnist í þeim efnum. Samkvæmt einhverjum ákvæðum af- hendir lögreglan Bifreiða- skoðun íslands númera- plöturnar og þar með er ákveðinn hluti bifreiðaeig- enda skikkaður til að láta skoða bíla sína þar. En hér gildir gamla sagan um Jón og séra Jón: Þeir sem búa í einbýlishúsum eru þó óhultir með bíla sína því hætti lögreglan sér in- ná einkalóðir í þeim er- indagjörðum að klippa númeraplötur af á hún yfir höfði sér málsókn... "FarSide" eftir Gary Lorson Söguleg staðreynd: Þar til örlög hans voru nánar ákvörðuð eyddi Jón Baldvin fjölmörgum árum í að ræna þá ríku og gefa rákaskúnkunum. Það má margt gott segja um Sighvat, en ág hélt ekki að hann væri jafn skáldlega vaxinn og tilþrif hans nú sýna. Davíð Oddsson um harða gagnrýni nýs formanns Alþýðuflokksins á Sjálfstæðis- flokkinn. Morgunblaðið. Kratar hafa málað sig út í horn og geta haldið þeirri málningarvinnu áfram ef þeir kjósa svo. Davíð Oddsson. Ég hef verið í nánu samstarfi við fjölda fólks innan Alþýðuflokksins á undanförnum árum, en sá sem hefur staðið mér einna næst úr því starfi er Guðmundur Oddsson, formaður framkvæmdastjórnar. Mikill drengskaparmaður sem mér þykir vænt um. Jón Baldvin Hannibalsson í Mannlífi. Þótt vel hafi tekizt að koma á og framfylgja samstarfi kosn- ingabandalags Reykjavíkuriist- ans, er ekkert sem bendir til, að unnt sé við núverandi aðstæð- ur að koma svipuðu samstarfi á landsvísu, með eða án Framsókn- arflokksins, sem nú situr í stjórn með sjálfum óvininum. Jónas Kristjánsson í leiðara DV í gær. Davíð Oddsson er flókin manngerð með sterku lista- mannsupplagi að ívafi. Davíð er mjög sterkur flokksformaður. Hann hefur þar járnaga sem sumir segja að byggist á „terror". Jón Baldvin í Mannlífi. Heimir fellur nefnilega í þá gryfju í leiklistardómi sínum í Morgunblaðinu að fjalla um leikritið á forsendum smekks síns. Berglind Steinsdóttir er ósátt við umsögn Heimis Viðarssonar um Stalín er ekki hér sem Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir nú. Hún er hrifin. Moggi. Undir köldum vetrarhimni á frostbitinni strönd liggja elskend- urnir tveir, fallnir. Hver er sagan? Annar blóði drifinn um bringu og háls. Og hinn? Sprunginn af harmi? Enginn veit hvað leiddi til þess að þeir liggja nú á hinni hörðu hinstu hvíiu, svanirnir tveir. Rísa sálir þeirra úr hvítum hamnum og synda til mánans í kvöld til að vitja þín í draumnum...? Myndatexti í DT eftir óþekkt skáld. smáa letrið Meistari Arnalds Ragnar Arnalds hefur setið á 35 þingum og er núverandi fslandsmeist- ari í þeirri íþrótt. Næstur kemur Ólaf- ur G. Einarsson með 29 þing og fær því silfrið en Halldór Blöndal hrepp- ir bronsið fyrir að hafa setið 27 þing. I humátt koma Páll Pétursson (26 þing), Sighvatur Björgvinsson (25), Halldór Ásgrímsson (25). Næstu menn eru nokkuð á eftir, en samt eng- ir byrjendur enda hafa þeir setið 21 þing: Friðrik Sophusson. Hjörleif- ur Guttormsson, Jóhanna Sigurð- ardóttir, Jón Baldvin Hannibaisson og Svavar Gestsson...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.