Alþýðublaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 Silfurkross liluga Jökulssonar Ut er komin barna og unglingabókin Silfurkrossinn eftir Illuga Jökulsson. Þetta er æsispennandi saga og segir frá undarleg- um atburðum sem gerast þegar ung fjöl- skylda flyst inn í nýbyggt hús í nýju íbúð- arhverfi. Systkinin Gunnsi og Magga þurfa ekki aðeins að glíma við hvarf heimiliskatt- arins heldur sækja að þeim allskyns ógnir sem virðast búa í þessu skel.'ilega húsi. Langt er síðan jafn eftirtektarverð bama- bók og Silfurkrossinn hefur komið út á ís- lenskum bókamarkaði. Sagan er bráð- skemmtileg, óvenju spennandi og skrifuð af fádæma fæmi. Illugi Jökulsson hefur sent frá sér fjölda bóka, jafnt bækur fyrir fullorðna og böm og er auk þess einn fær- asti útvarps- og blaðamaður þjóðarinnar. Silfurkrossinn er gefin út af bókaforlag- inu Bjarti. Síðasta Sjónþing ársins Guðrún Kristjánsdóttir mun rekja feril sinn í máli og myndum fyrir áheyrendum á Sjónþingi í Gerðubergi en spyrlar að þessu sinni verða þau Eyjólfur Kjalar Emilsson heimspekingur og Guðbjörg Lind Jónsdótt- ir myndlistarmaður. Guðrún nam við Myndlistarskóla Reykjavíkur en hóf nám við Listakademíuna í Aix-en Provence árið 1977. Hún starfaði sem hjúkrunarfræðing- ur samhliða listsköpun sinni en gaf hjúkr- unina uppá bátinn árið 1984 og hefur síðan einbeitt sér alfarið að myndlistinni. Guðrún hefur fundið listsköpun sinni farveg með sérstæðri náttúmskynjun sem hún veitir út í landslagsmálverkið. Líkt og áður verða eldri verk eftir lista- manninn til sýnis á fyrstu og annarri hæð Gerðubergs. Elstu verk Guðrúnar eru klippimyndir, frá námsárum hennar í Frakklandi, en hún vann þær úr mislitum pappír og útfærði á naturalískan hátt. Strax að loknu Sjónþingi opnar sýning á nýjum verkum hennar í galleríinu Sjónarhóli við Hverfisgötu. Báðar sýningamar standa til fimmtánda desember. Sjónþing Guðrúnar hefst sunnudaginn sautjánda nóvember, klukkan 14 og em áhorfendur hvattir til að mæta stundvíslega. Jólakort Rauða- krosshússins ■ Margrét Elísabet Ólafsdóttir skrifarfrá París um Pompidou listamiðstöðina sem nú er verið að endurskipuleggja Tvítug og þreytt í miðborg Parísar leynist bygging sem úr fjarlægð líkist meira litríkri stóriðju en fjölsóttasta mannvirki Frakklands. Þegar komið er nær bein- ist athyglin fyrst að fjölskrúðugum hópi róna, teiknara, sölumanna og annarra fjöllistamanna á torginu fram- an við innganginn. Fram að þessu er ekkert sem gefur til kynna að þetta rörum lagða glerhús er í rauninni hylkið yfir kjamann í menningarlífi borgarinnar, nema ef vera skyldu bið- raðirnar sem myndast fyrir utan á ákveðnum tímum dags. Við erum stödd fyrir ffaman Lista- og menning- armiðstöð George Pompidou, sem í daglegu tali Parísarbúa er kölluð Beaubourg. Um þessar mundir er aðkoman reyndar örlítið öðruvísi en venjulega. Vinnu við að skipta um steina í torg- inu er ekki lokið og aðrar hliðar húss- ins eru þakktar byrgðum vinnupöllum. Frekari ffamkvæmdir eru fyrirhugaðar innandyra á næstu þremur árum þar sem skipting rýmisins verður endur- skipulögð. Miðstöðinni verður því lokað vorið 1997 og starfsemin flutt í önnur hús, sum í nágrenninu, önnur fjær. Hluti verka í eigu Nútímalista- safhsins mun jafhvel leggjast í ferða- lög út á land og út fyrir landsteinana, til New York og Tokyo. Bygging arkitektanna Richards Rogers og Renzos Piano er rétt að verða tvítug, en hún er „fómarlamb velgengni sinn- ai“ eins og Frakkar segja, og þar&iast rækilegrar andlitslyftingar. En í dag er allt eins og venjulega. Biðröðin í bókasafnið hefur ekkert styst, maður þarf aðeins að mæta sí- fellt fyrr til að komast inn um leið og það opnar á hádegi. í sumar streymdu þúsundir gesta á yfirlitssýninguna á verkum Francis Bacon og mynduðu aðra biðröð á torginu. Nú er hún búin, ekkert að gerast á fimmtu hæðinni í bili, en í staðinn má rekast á útigangs- menn í anddyrinu í leit að hlýju frá hráslaganum fyrir utan. Aðeins örfáir forfallnir nýlistaaðdáendur leggja leið sína í galleríið á innskotshæðinni hægramegin, flestir stefna til vinstri, á effi hæðimar. Helmingur allra þeirra sem inn í bygginguna koma eiga er- indi á bókasafhið, enda bækumar mun aðgengilegri þar en á öðmm stórum söfnum í borginni. Það þarf að fara upp á aðra hæð til að komast inn á safnið sem dreifir úr sér á þremur hæðum í norðurhlutanum. Tveimur hæðum ofar er inngangurinn í lista- safnið. Það hefur undir sig alla fjórðu hæðina og hluta af þeirri þriðju. Þar er að öllu jafnaði mun fámennara og kyrrlátara en á stóm sýningunum uppi á fimmtu hæð, í það minnsta þegar þær ganga vel eins og Bacon í sumar eða Karlkyns-kvenkyns í fyrravetur. Stór hluti þeirra sem leggur leið sína upp rúllustigann í gagnsæja plastorm- inum sem hlykkjast upp effir framhlið hússins, lætur sér nægja að staldra við þegar upp er komið og líta yfir borg- ina. Húsahaf liggur fyrir fótum þeirra og aðeins einstaka stórbygging stingur þakinu upp úr samfellunni. Otrúlega margir fara niður aftur og út án þess að taka þá áhættu að yfirgefa orminn og kíkja inn á hæðimar. Þeir láta sér André Malraux fyrsti menningar- málaráðherra Frakklands. Hug- myndina að stofnun listamiðstöðv- ar í París má rekja til hans. nægja að koma við í bókabúðinni á jarðhæðinni og kaupa póstkort með eftirprentunum af verkum úr eigu safhsins. Nútímalistasafnið er eflaust þekkt- asti hluti miðstöðvarinnar sem þó lu- mar á mun fjölbreyttari starfsemi en þeirri sem þegar hefur verið nefnd. Á jarðhæðinni er Iðnhönnunarmiðstöðin (CCI) sem fyrir fjórum árum var sam- einuð safninu og vinnustofa fyrir böm. í kjallara og á efstu hæð em salir undir tímabundna starfsemi í formi fyrir- lestra, ráðstefna, „talandi tímarits“j dans- leik- og kvikmyndasýninga. í næsta húsi, við Igor Stravinsky torg er Ircam, Rannsóknarstofnun samstill- ingar hljóðs og tónlistar, til húsa en sú stofnun er mörgum íslenskum tón- skáldum að góðu kunn. Hugmyndina að stofnun listamið- stöðvar í París má rekja til fyrsta menningarmálaráðherra Frakklands Andrés Malraux (1959- 1969). Hann var stórhugi sem dreymdi um að stofha „menningarhús" út um allt land til að greiða aðgang almennings að listum og menningu. Einnig vildi hann láta byggja stórt bókasafn í París, sem ekki varð að veruleika fyrr en í for- setatíð Francois Mitterrand. Þegar Malraux lét af ráðherraembætti voru menningar- og menntamál í brenni- depli eftir stúdentaóeirðimar. Memað- arftillar hugsjónir Malraux höfðu ým- ist ekki náð að verða að veruleika eða hálf mistekist í framkvæmd. Sama ár var George Pompidou kosinn forseti, líklega sá fyrsti í sögu landsins sem hafði raunverulegan áhuga á nútíma- listum. Honum var í mun að rétta hag Nútímalistasafhsins sem á þessum ár- um kúldraðist með rýra listaverkaeign sína í Palais de Tokyo, en vildi ekki einskorða sig við myndlistina og ákvað að byggð skyldi fjölhæf lista- miðstöð í stað stóra bókasafnsins sem Malraux sá fyrir sér. Miðstöðin átti síðan að vera fyrirmynd annarra slíkra um framsetningu og samstarf ólíkra listgreina. Tillögur Richards og Pianos svöruðu best óskum forsetans og því voru þær valdar. Byggingin átti að vera gagnsæ frá götunni og innveggir hreyfanlegir. Ymislegt fór þó öðruvísi en ætlað var. Hreyfanleikinn hefur haft tilhneigingu til að festast og í stað þess að vinnan saman hafa deildimar kosið að loks sig hver inni í sinni skel. Lítið hefur farið fyrir gagnkvæmum skilningi á starfsemi hinna. Hverjum og einum er umhugað að gæta hags- muna sinnar greinar. Aðeins fáar stóru sýninganna hefur tekist að virkja allar deildir samtímis. Sameirúng iðnhönn- unardeildar og listasafns fyrir fjórum árum var tilraun til að ráða niðurlög- um aðskilnaðarstefnunnar og tókst hún nógu vel til þess að enginn getur lengur hugsað sér að stíga skrefið til baka og verður tekið tillit til þess í nýja innanhússkipulaginu. Misræmi milli deilda og innanhúsrígur virðist þó ekki hafa haft áhrif á velgengnina. Miðstöðin tekur á móti fimmfalt fleira fólki en gert var ráð fyrir að hún væri fær um að taka á móti í upphafi og er það ástæðan fyrir því hve bráðlá á endurbótum. Upphaflega átti öll starf- semin að fara fram innan þessarar einu byggingar, en langt er síðan stjómsýslan hrökklaðist í nálæg hús sökum plássleysis heima fyrir. Nú á að rýma enn betur til því listasafnið verður stækkað um þriðjung og bóka- safnið fær einnig að breiða úr sér nið- ur á innskotshæðimar í anddyrinu auk þess sem það fær sérinngang. Beaubourg hefur stuðlað að því að gera listir og menningu aðgengilega og eftirsótta í hugum Frakka. Onnur söfii hafa tekið skipulag hennar til fyr- irmyndar því hún fór aldrei langt úr huga manna þegar breytingar voru gerðar á Louvre né þegar Orsay safhið var hannað. Og að sjálfsögðu hefur hún verið ein helsta fyrirmynd annarra listamiðstöðva sem sprottið hafa upp á landsbyggðinni síðustu fimmtán árin. Lista- og menningarmiðstöð George Pompidou hefur stuðlað að því að af- hjúpa listina heilagleikahulunni, þótt ekki hafi tekist að gera hana eins íýð- ræðislega og Malraux dreymdi um.að gera litina. Kannanir sýna að eftir sem áður er stærsti hluti þeirra sem Beau- bourg sækir langskólamenntað milli- stéttarfólk og háskólanemar. Það breytir engu þótt hún laði til sín átta milljón gesti árlega sem geta gengið inn og út úr byggingunni að vild (ef ffá er talin töskuskoðun öryggisvarð- anna) án þess að vera rukkaður eða spurðir erinda. En einmitt þess vegna hentar hún ágætlega hrollköldum heimilisleysingjum eða villuráfandi ferðamönnum. Beaubourg iðar af lífi, hún minnir á hjarta sem dælir blóði út í æðar borgarinnar. Útigangsmennimir verða því ekki einir um að finnast þeir heimilislausir þegar miðstöðin lokar í vor. Biðin eftir því að hún opni aftur gæti líka átt eftir að reynast löng þótt búið sé að ákveða dagsetninguna 21. desember 1999. ■ Eg er ekki að flýja af Stöð tvö Rauðakrosshúsið - Neyðarathvarf fyrir böm og unglinga hefúr gefið út jólakort í fjáröflunarskyni. Rauði Kross íslands og deildir hans hafa annast rekstur Rauða- kross hússins síðan árið 1985 og á þeim tíma hafa á níunda hundrað böm og unglingar gist athvarfið og fengið þar aðstoð. Á sama tíma hafa tugir þúsunda notfært sér trúnaðarsímann. Auk þessa er boðið upp á ráðgjöf í Rauða Kross húsinu. Síminn er 511 5151, grænt númer er 800 5151. Jólakortasalan er eina eigin fjáröflun Rauðakrosshússins. Myndin af kortinu í ár er af ffesku sem myndlistarmaðurinn Balt- asar gerði fyrir Víðistaðakirkju í Hafnar- firði á árunum 1986 til 1987. Freskan er byggð á sæluboðunum. Þessi hluti verksins nefnist Sælir em miskunnsamir og er tákn- mynd af flóttafólki. Maðurinn lengst til vinstri ber rauða krossinn sem tákn um samhjálp þjóða í átökum og neyð. Myndin er notuð með góðfúslegu leyfi listamanns- ins. Jólakortið kostar 100 krónur og er tek- ið er við pöntunum í síma 511 5151. -segir Heimir Már Pétursson fyrrverandi fréttamaður og ný- ráðinn framkvæmdastjóri Al- þýðubandalagsins. „Ég er ekki að flýja Stöð tvö, mér bauðst annað og skemmtilegra starf,“ segir Heimir Már Pétursson nýráðinn framkyæmdastjóri Alþýðubandalags- ins. ,£g vann á Stöð tvö í fimm ár og eignaðist þar marga góða vini og sakna þeirra en þetta var persónuleg ákvörðun." Heimir segist hefja fcrmlega störf þann fyrsta desember. „En ég er rétt byrjaður að þefa af þessu.“ Að hverju œtlarðu að einbeita þér í fyrstu? „Margrét Frímannsdóttir sagði, þeg- ar hún fór fram sem formaður, að hún myndi leitast við að efla innra flokks- starf. Ég mun vinna að því og það er vonandi að það verði til þess að flokk- urinn dragi til sín fleira fólk.“ En hvar ert þú í sveit settur ( innri flokkadráttum Alþýðubandalagsins? „Ég er algerlega armalaus maður innan flokksins en ég vann hjá Stein- grími J.Sigfússyni sem ritstjóri Norð- urlands en nú er það Margrét sem ræður mig til starfsins. Ég hef unnið við fjölmiðla frá því að námi lauk og er ómengaður af fyrri erjum Alþýðu- bandalagsins. Ég hef fyrst og fremst áhuga á stefnumálum flokksins og mér er sama hvort þau koma frá ein- um arminum eða öðrum. Ég hef aldrei verið flokksbundinn og það segir sig sjálft að fréttamaður á miðli eins og Stöð tvö er ekki flokksbundinn. Ég er það ekki núna en ef flokkurinn vill mig og ég flokkinn. Þá er aldrei að vita. Eg mun hinsvegar ekki verða tæknilegur framkvæmdastjóri heldur vinna að málefnum Alþýðubandalags- ins af heilum huga.“ Ertu hlynntur sameiningu Jafnaðar- manrta? „Ég var í stúdentapólitíkinni á sín- um tíma og starfaði með vinstri mönn- um ári áður en Röskva varð til. Þá var sameiningarumræðan komin á skrið og ég er því ekki ókunnugur slíku. En Heimir Már Pétursson: Það segir sig sjálft að fréttamaður á miðli eins og Stöð tvö er ekki flokks- bundinn. Ég er það ekki núna en ef flokkurinn vill mig og ég flokkinn. Þá er aldrei að vita. sameining verður í kringum stefnu- mál. Ég verð að sjá hvað á vera svona fallegt sem hægt er að sameinast um. Á til dæmis að færa fjóra milljarða ffá fyrirtækjum yfir á einstaklinga í formi skatta eins og Alþýðuflokkurinn gerði með þátttöku sinni í síðustu ríkis- stjóm. Það er ekki jafhaðarstefha. Ég er opinn fyrir því að fólk af vinstri vængnum tali um breiðfylkingu en ég þarf að sjá meira en eitt eða tvö slag- orð til að láta heillast. Ég er þó hlynnt- ur því að viðræður haldi áffam.“ Ertu að opna dyr inn í pólitík?. ,Úg lít á þetta sem pólitískt starf og það dugar mér í bili.“ íbili? ,Já, ég hef verið hér í tvo daga. Það er ærin starfi að vera framkvæmda- stjóri í stórum flokki og ég vinn einnig fyrir þingflokkinn. Það er ári nóg í bili.“ íbili? „Þetta er minn áningarstaður. Þetta er nýhafið hjónaband og ég er ungur enn, 34 ára gamall."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.