Alþýðublaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Konur þurfa á öllu sínu að halda Gættu varúðar við að beita þessari tækni við yfirmanninn. Líta verður hann öðrum augum og yfirleitt er ekki árangursríkt að stara á hann með þessum hætti. Þorkell Sigurlaugsson er stjórn- arformaöur Þekkingar sem gefur út Viðskiptablaöiö. Þorkell hefur starfað hjá þróunarsviði Eimskips til margra ára en er einnig fastur dálkahöfundur viö Viðskipablaðiö þar sem hann skrifar um stjórnun. I síðasta töiublaðið fjallaði hann um táknmál líkamans. Viö skulum skoða brot úr pistli hans: Önnur sjónarmið Á fundum er mjög auðvelt að sjá viðhorf fundarmanna t.d. eftir því hvemig þeir horfa á fyrirlesara, hvort þeir eru sífellt með hendumar uppi í hárinu á sér eða andlitinu eða hvort þeir líta undan og sýna umræðuefninu lítinn áhuga. Margir láta í ljósi van- þóknun sína eða áhugaleysi með því að horfa niður á fundarborðið eða sýna tilburði til að sinna einhverju öðm. Þeir sem hafa mikil völd geta auðveldlega haft áhrif á fundarmenn t.d. undirmann sína með því að senda skilaboð með andlitsviðbrögðum eða táknrænum hreyfingum. Konur - lærið að nota líkam- ann Kvenfólki, sem mér skilst að skoð- anakannanir sýni að séu um helming- ur lesenda Viðskiptablaðsins, vil ég sérstaklega benda á að læra að nota líkamann rétt í þessu efni. Konur þurfa á öllu sínu að halda til að byggja upp aukna tiltrú í baráttunni til auk- inna valda og ábyrgðar. Kannanir hafa sýnt að þegar konur era með kynningu og nota einvörðungu einn putta fingur þegar þær benda á töfluna eða sýning- artjaldið, þá líður karlmönnum af ein- hverjum ástæðum ekki sérlega vel. Öðra máli gegnir ef notaðir eru tveir fmgur eða öll höndin. Einnig er miður heppilégt þegar komið er of seint inn á fund að 'sá hinn sami sé að laga hárið sitt eða snyrta föt sín eftir að hann eða hún er komin inn á fundinn. Kvenfólki hættir ífemur til að falla í þessa gildru a.m.k. er meira eftir því tekið. Sá sem kemur inn í fundarherbergið á að vera fullur sjálfstrausts eins og allir hafi verið að bíða eftir þér. Áhrifamáttur augnanna Augun era líffæri sem getur haft hvað mest áhrif. Ekkert er áhrifaríkara en að horfa í augu þess sem talað er við allt þar til hann lítur undan. Þegar tveir einstaklingar tala saman þá fmnst þeim sem hlustar að hann þurfi yfir- leitt að horfa á þann sem talar og ef sá sem talar lítur oft undan þá finnst hlustandanum það fremur óþægilegt. Mörgum finnst einnig erfitt að þurfa bæði að einbeita sér að því að tala og veita hlustandanum athygli. Reynslan er einnig sú að hlustandinn horfir síð- ur á þann sem talar ef hann hefur mun meiri völd en hann sjálfur. Gleymið heldur ekki brosinu þegar slíkt á við. Verið óspör á það. Það er yfirleitt ódýr leið til að ná árangri. Þó kann að henda að bros geti verið til ills. Má nefha sem dæmi þegar þú kemur inn á hótel og verið er að úthluta þér her- bergi. Þeim sem er brosandi og mildur er fíklegra til að vera úthlutað lélegra herbergi en tuðaranum. Starfsfólk hót- elsins er fljótt að sjá út hverjir eru kröfuharðir og hverjir ekki. Stundum á það við að vera einbeittur og harður af sér, jafnvel grimmur. Þegar karl og kona hittast og tala saman þá er það oftar konan sem lítur fyrst undan. Þetta er af mörgum talið vera eðlislægt og tákn um undirgefni. Þess vegna ættu konur í stjómunar- stöðum að temja sér það að horfa í augu viðmælandans og gefa ekkert eftir. Þegar þú heilsar einhvetjum þá skaltu ekki hætta að horfa í augu þess sem þú heilsar fyrr en hann lítur und- an. Ef þú ert að flytja ræðu þá skaltu horfa yfir hópinn og reyna að ná augnasambandi við sem flesta. Ef þú heldur augnasambandi þá öðlast þú bæði meiri völd og einnig sterkari tengsl við áheyrendur. Eitt ber þó að varast. Gættu varúðar við að beita þessari tækni við yfirmanninn. Líta verður hann öðram augum og yfirleitt er ekki árangursríkt að stara á hann með þessum hætti. JÓN ÓSKAR m e n n Sjálfstæðisflokknum hefur gengið vel, af því að hann hefur ekki verið upptekinn af öðrum mál- efnum en eindregnum stuðningi við kolkrabbann og hefur í stað málefna lagt áherzlu á foringjann mikla, sem leiðir hjörðina í þá átt, sem hann ákveður sjálfur hverju sinni. Jónas Kristjánsson í leiðara DV. Væri Alþýðuflokkurinn einstaklinguryrði hann úrskurðaður skítsófren. Fastir liðir eins og venjulega, semsagt Páll Vil- hjálmsson í tilfinningaríkri umfjöllun um Al- þýðuflokkinn í leiðara Helgarpóstsins. Hvort er betra að vera í litlum flokki sem ræður engu, en hefur 100 prósent réttar skoðan- ir, eða vera í stórum flokki sem öllu ræður, en hefur bara 50 prósent réttar skoðanir? Paö er Stefán Jón Hafstein sem spyr stórt í leiðara D-T. Ég hef líka farið á fund menntamálaráðherra; sem svaraði mér með bréfi og sagðist ekki hafa nein völd. Það finnst mér undar- legt. Er hann bara eitt af fórnar- lömbum kerfisins? Póra Björk Baldursdóttir nemi í hjúkrunarfræði um viðskipti sín við Björn Bjarnason. Helgar- pósturinn. Ég man vel eftir innrás Pálma í Hagkaup og hvernig þær breyttu verði og verslunarhátt- um. í Hagkaup hef ég verslað síðan ég var níu ára gamall og Pálmi og ekki síður Jóhannes í Bónus eiga alla mína aðdáun skilið. Já, og ég hvet bara alla til að versla í Hagkaup. Bubbi Morthens sem á sjónvarpsskjánum syngur um krásirnar í kjötborði Hagkaups. DT. Getur mér hafa misheyrst - nei, þetta kom nú tvisvar í sjónvarpinu sama kvöldið. Bubbi orðinn skallapoppari - djöfullinn! Jæja, skítt með það. Rúni Júl! Nú ert þú my man. Samt ég trúi þessu varla enn... Lesandi DT um auglýsingasöng Bubba. Vigdís sagðist sjá fyrir sér að myndaðir yrðu hópar hugsandi manna í heiminum sem hittust reglulega tii að ræða saman um lífið og tilveruna, trúmál og siðfræði og mundu síðan miðla þeirri umræðu til fólks til að minna það á mikilvægi þessara mála. Vigdís Finnbogadóttir á Norrænum dögum í Kaupmannahöfn. Rithöfundurinn Suzanne Brögger tók undir þessa hugmynd og taldi Vigdísi sjálfkjörinn fulltrúa í slíkan hóp. Fréttaskot úr fortíð Um Reykjavíkur- stúlkumar ætlar Guðmundur Kamban rithöfimd- ur að tala í Nýja Bíó á annan hvíta- sunnudag kl. 4. - Það er áreiðanlegt að húsfyllir verður í Nýja Bíó, því marga mun fýsa að heyra álit Kamb- ans á blómarósum höfuðstaðarins, fyrst og fremst mun ungu piltunum þykja ómissandi að hlusta þegar talað er um jafnhugj)ekt efhi, og svo munu ungu stúlkumar reyna að koma í veg fyrir að Kamban lasti þær nokkuð með því að fjölsækja í N.B. og ein- blína á hann meðan hann talar. Alþýðublaðið 1929 hinumegin "FarSide” eftir Gary Larson Stuðningsmenn Ólafs Ragnars Grímssonar forseta eru kampakátir með góða sölu á „opin- beru útgáfunni" um for- setaslaginn, sem Karl Th. Birgisson og Einar Karl Haraldsson annast út- gáfu á. Sigurður G. Guð- jónsson lögmaður segir í HP í gær að þegar hafi selst rúmlega tvöþúsund eintök. En þetta verður ekki eina forsetabókin, einsog lesendur Alþýðu- blaðsins vita. Á næstu dögum koma Bessastaöa- bækurnarí búðir, og hefur Gunnar Smári Egilsson gengist við því að vera skrásétjari þeirra. Mikill áhugi er á bókunum og hafa þegar verið pöntuð mörghundruð eintök. Það stefnir því allt í hörkusam- keppni á forsetamarkaðin- um. Lítið hefur hinsvegar heyrst af bók Pálma Jón- assonar um Ólaf Ragnar, en Pálmi kom með hraði til landsins fyrir fáum vik- um til að skrifa bókina... Hörkudeilur hafa verið milli stjórnarflokkanna um málefni Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna, og hefur Björn Bjarnason menntamálaráðherra hvorki komist lönd né strönd. Óbreyttir þing- menn Framsóknar leggja gífurlega áherslu á að ná sínu fram, enda lofuðu þeir námsmönnum - ein- sog flestum öðrum - miklu fyrir kosningar. Flokksþing Framsóknar hefst eftir tíu daga, og þar er búist við gagnrýni gras- rótarinnar á framgöngu flokksins í ríkisstjórn. Fremstir í námslánamál- inu fara Hjálmar Árna- son og Ólafur Örn Har- aldsson og þeir eru reiðubúnir að láta sverfa til stáls... Engum dylst að Emili- ana Torrini er orðin drottning íslenskrar dæg- urtónlistar og hefur aflað sér gífurlegra vinsælda. Allt stefnir í metsölu á nýjum hljómdiski, og í fyrrakvöld troðfyllti hún íslensku óperuna, og þótti fara á kostum... fimm á förnum vegi Hver er eftirlætis söngkona þín? Fanný Jónmundsdóttir leiðbeinandi: Það er ópera- söngkonan Bartolini Cicilana. ísar Logi Arnarsson rit- stjóri: Það er Emilíana Torr- ini. Hún var frábær á tónleik- unum á miðvikudagskvöld. Kristín Þóra Egilsdóttir vegfarandi: Emilíana Torr- Helgi Pétursson tónlistar- maður: Rita Coolidge en hún er mjög fjölhæf söngkona. Einnig hinn mikli karakter, Sigrún Hjálmtýsdóttir. Einar Örn Benediktsson erindreki: Marge Simpson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.