Alþýðublaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996
æ k u
■ Sendisveinninn Róbinson Krúsó í kórónafötum? Fyrstu Ijóðabækur Einars Más
Guðmundssonarhafa nú verið endurútgefnar. Jakob Bjarnar Grétarsson spjall-
aði við Einar sem er með mörg verkefni í takinu. Þau eru þó öll á sömu leið og hitt-
ast á horni Grettisgötu og Barónsstígs
Ljóðið er verkstæði tungu-
málsins og hugsana
Einar Már Gudmundsson: Menn vildu stinga þessu í samband við raf-
magnið.
- segir Einar Már og tel-
ur Ijóðið eilíft.
,Já, er þetta komið? Ég er nú ekki
með bókina en ég man nokkum veg-
inn hvað stendur í henni. Jájá, þær
voru harðar í hom að taka,“ segir Ein-
ar Már Guðmundsson aðspurður um
fyrstu ljóðabækur sínar þrjár ffá ámn-
um 1980 til 1981: Er nokk-
ur í kórónafötum hér inni?,
Sendisveinninn er einmana
og Róbinson Krúsó snýr
aftur. Mál og menning hef-
ur gefið þær út, allar í einu
bandi. Það er hefð fyrir því
að kríta liðugt á kápubaki
bóka en það er engu logið
þar sem segir á þessu kápu-
baki: „Þessar bækur vöktu
feikna athygli á sínum tíma
og fannst mörgum sem Ein-
ar Már kæmi með ljóðmáli
sínu og frumlegri sýn eins
og fíll í postulínsbúð ís-
lenskrar Ijóðlistar."
í andstöðu við allt og
alla
- Satt best að segja hafa
ljóðin elst talsvert betur en
klisjan um fílinn í postulíns-
búðinni. Einar segist ekki
vera best til þess fallinn að
dæma um hvemig þessi ljóð
leggist í fólk núna, 15 árum síðar.
, J>au hafa verið í umferð þessi ljóð í
upplestrum og slíku, þannig að ég hef
ákveðinn mælikvarða á það að eitt-
hvað af þeim fer inn án þess að koma
út. Hins vegar em þessi ljóð, og það
veit enginn betur en ég sjálfur, böm
síns tíma og eiga að vera það. En
sjálfsagt er ástæðan fyrir því að ljóðin
em gefin út aftur sú að það hefúr verið
spurt svoldið um þessar bækur í gegn-
um árin en þær hurfu fljótlega eftir að
þær komu út.“
- Bækumar vöktu mikla athygli á
sínum tíma og þóttu agressívar. Fyrsta
ljóðið í Er einhver í kórónafötum hér
inni: Vœri églbilað sjónvarplmundi ég
örugglegalvalda frekari truflunum/í
lífi ykkar. Þú varst nú samt talsvert
tmflandi?
„Já, þegar þessar bækur komu út
um 1980 vom tímamir móttækilegir.
Þetta vom upplausnartímar og stjóm-
leysi í loftinu sem birtist meðal annars
í pönktónlistinni og ýmsu öðm. Auk
þess var mikil spenna á því augnabliki
í kringum hermálin sem tengdist ekki
aðeins herstöðinni á Miðnesheiði
heldur þessum atómótta öllum.
Ég úti í Kaupmannahöfn þegar ég
gaf tvær þær fyrri út, kom til Islands
og hafði tvær, þrjár vikur til að selja
þær á götunum. Mér hafði nú ekki
auðnast að finna útgefanda að þessum
bókum. Þá var mikið í gangi; tónleikar
og ýmsar samkomur, bæði ópólitískar
og pólitískar."
- Og þama mátti finna byltingar-
kennd ljóð?
„Já. Á þeim árum var maður
kannski ungur og frakkur og skynjaði
sig í andstöðu við allt og alla. Ég held
að á þessum tímapunkti hafi ljóðlistin
hlotið að taka aðra stefnu. Það á sér
sjálfsagt sögulegar skýringar. Sú kyn-
slóð sem var alin upp að hluta til í
rokki og kvikmyndum, allri þessari al-
ntúgamenningu og var að vaxa úr
grasi fann ekki mikla tjáningu
í þeirri ljóðlist sem þá var
mest ríkjandi."
Frá hávaðanum í
þögnina og aftur til
baka
- Þetta vom háværir tímar
og kannski í andstöðumerk-
ingu við ljóð sem em í huga
margra lágstemmd?
„Það er nú allur gangur á
því með ljóðin sem slík. Ljóð
fylgja alltaf öllum tímum al-
veg óháð því hversu mikla út-
breiðslu þau fá. Tímamir tjá
sig alltaf í ljóðum og kannski
vom menn á þessum tíma að
rísa gegn lágvæmm stemmn-
ingum."
- NÚ ANDAR SUÐRIÐ:
DC-10 þoturlberið öllum uppí
breiðholtilkveðju míruf!
„Menn vildu stinga þessu í
samband við rafmagnið. En
það var í sjálfu sér ekkert nýtt
og mátti sjá í þeirri nútímaljóðagerð
sem var áberandi þá, til dæmis fútúr-
ismanum úr rússnesku byltingunni,
ljóðagerð margra atómskálda, ljóða-
gerð hjá Degi Sigurðarsyni og fleirum
og fleirum. Svo var þama önnur at-
hyglisverð kreppa á ferðinni. Þessi
pólitísku ljóð sem höfðu verið ráðandi
áður vom í klemmu, þessi skáldskapur
sem byggðist á því að boða rétt við-
horf, með-réttum-hlutum-móti- röng-
um-hlutum-hreintrúarstefna var að
ganga sér til húðar.“
- Nú er þessi bók eftir þig, sem inni-
heldur 15 ára gömul ljóð, komin út.
Hvemig meturðu ljóð í dag í saman-
burði við það sem þá var: Rafmagnað-
ir tímar og menn í uppreisnarhug?
,JJver er staða ljóðsins?"
-Eða... já.
„Maður sér það, hvort heldur er í
bókmenntum, tónlist, myndlist, kvik-
myndum; öllum listrænum tjáningar-
formum að hlutimir fara í endalausa
hringi. Menn hverfa frá hávaðanum
inní þögnina og koma aftur til hávað-
ans, það er í því samhengi. Eins og ég
sagði áðan, þá held ég að ljóðið sem
tjáningarform standi af sér alla storma.
Tjáningin sem í því býr er einhlít.
Ljóðið er gmndvöllur sagnalistar og
allrar tjáningar. Öll frásagnalist á upp-
haf sitt í söguljóðinu. Þetta þýðir í
rauninni, þó áhugi mann á ljóðum sé
mismikill, að þau em verkstæði tungu-
málsins og hugsana. Gildi þeirra rým-
ar ekki á nokkum hátt. Það er alveg
það sama uppi á teningnum í dag og
verið að vinna úr tímanum í ljóðurn."
- En nú finnst manni alltaf að verið
sé að spá ljóðinu andláti. Nútímamir
allir em svo nútímalegir að ljóðið hlýt-
ur að dragast aftur úr, hverfa í dagana
(svo ég gerist nú skáldlegur líka)?
„Mannkynið hefur andað allt sitt líf.
Ljóðið getur sagt eins og Mark Twain:
Fregnir af andláti mínu era stórlega
ýktar. En ljóðið sem slíkt er ekkert að
spá í þessu og þarfnast engrar sérstakr-
ar athygli. Það bara er. Ljóðið er eins
og jógamir í Himmalæafjöllum. Því er
nákvæmlega sama um umheiminn.
Það segir bara: umheimurinn er vel-
kominn, en er ekki að kalla hann til
sín eins og einhver áróðursmeistari.
Ég held að ljóðið muni alltaf vera til
burtséð frá fjöldafylgi. Ljóðið er
kannski líkara Alþýðuflokknum en
Sjálfstæðisflokknum að þessu leyti.
Því er enginn akkur { að vera í meiri-
hluta, að vera vinsælli en aðrar grein-
ar. Það hins vegar trónir yfir öðru í
krEtfti gæðanna. Þar er úrvinnsla hugs-
ana - ljóðið er undirstaða svo margra
tjáningarforma. Kvikmyndahandrit
em byggð upp einsog ljóð; heildin er
ljóðið en atriðin ljóðlínumar."
Laglaus með góða sviðs-
framkomu
- Og nú er Bubbi búinn að senda
frá sér ljóðadisk?
„Ég er nú ekki búinn að sjá hann en
sá fyrir stuttu myndband með Alan
Ginsberg. Þar flytur hann ljóð með
blöndu af myndmáli og tónum. Ljóð-
listin getur tileinkað sér öll ný tækni-
form eins og tölvur, geisladiská ög
myndbönd. Menn tala oft einarigrað
um ljóðlistina og horfa í það að ljóða-
bækur séu í litlum upplögum. En það
besta í til dæmis rokktónlist væri
óhugsandi án nútíma ljóðlistar, menn
eins og Dylan og Lennon. Síðan
þekkjum við það hér á Islandi hvemig
Megas blandaði þessu saman; alþjóð-
legri dægurtónlist og sígildri íslenskri
ljóðagerð. Og Bubbi er á sama báti.“
- Þú segir að ljóðið léti sig vinsæld-
irnar litlu varða en sú viðleitni að
brjótast uppúr skúffunni hlýtur alltaf
að vera til staðar?
„Jújújújú, en því ráða tímamir og
augnablikið hverju sinni. Ljóðin verða
hvorki verri né betri þó að þau séu á
myndböndum eða geisladiskum. Sjálf-
ur kjami ljóðlistarinnar breytist ekkert
við það. Ljóðlistin er fær um að til-
einka sér öll útbreiðsluform en það
veltur þá á afstöðu þeirra sem kjósa að
flytja ljóðin á þann hátt. Og það finnst
mér mjög gott mál.“
- Þú hefur ekkert látið þér koma til
hugar að flytja ljóð þín með þessum
hætti?
„Það hafa náttúrlega verið tekin
ýmis ljóð úr þessum bókum og verið
sett tónlist við þau. Tónlistarmenn
sem hafa áhuga á vinna með þau og
seinni ljóð sem ég hef gert hafa verið í
sambandi við mig.“
- Ég er kannski að meira að tala um
eitthvað í líkingu við Ginsberg og
Bubba? Þú sjálfur í hljóðveri?
„Það er ekkert útilokað að ég geri
það. Þetta hefur verið orðað við mig
en það er einhvem veginn þannig að
það er mikið að gera. Ég hef verið að
vinna með tónlistarmönnum úti. Ein-
hverjir tónlistarmenn í Danmörku
vom að semja lag við eitt ljóð.“
- En þér líkar það nú ekki illa að
standa með míkrófón í hendi?
„Nei, en ég segi nú bara eins og
gamli söngkennarinn minn. Hann
sagði að ég væri alveg laglaus en hefði
góða sviðsframkomu.”
- í hverju ertu að vinna núna?
„Það em mörg verkefni sem öll em
á sömu leiðinni og mætast á einhverju
götuhomi."
- Hvaða götuhom er það?
„Ætli það sé ekki á horni Grettis-
götu og Barónsstígs.“ ■
Húsbréf
Innlausn
húsbréfa
Frá og með 15. nóvember 1996 hefst innlausn á
útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum;
1. flokki 1989 - 24. útdráttur
1. flokki 1990 - 21. útdráttur
2. fiokki 1990 - 20. útdráttur
2. flokki 1991 - 18. útdráttur
3. flokki 1992 - 13. útdráttur
2. flokki 1993 - 9. útdráttur
2. flokki 1994 - 6. útdráttur
3. flokki 1994 - 5. útdráttur
Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu
föstudaginn 15. nóvember.
Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi
í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis-
skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum
og verðbréfafyrirtækjum.
HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
I I MÚSBRfFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900
AUGLÝSING UM STARFSLAUN
LISTAMANNA ÁRIÐ 1997
Starfslaun
handa listamönnum
Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa
listamönnum árið 1997, í samræmi við ákvæði laga nr.
35/1991. Starfslaunin eru veitt úr fjórum sjóðum þ.e.:
1. Launasjóði rithöfunda.
2. Launasjóði myndlistarmanna.
3. Tónskáldasjóði.
4. Listasjóði.
Umsóknir skulu hafa borist Stjórn listamannalauna,
menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík,
á þar til gerðum eyðublöðum fyrir kl. 16.00 miðvikudag-
inn 15. janúar 1997. Umsóknir skulu auðkenndar
„Starfslaun listamanna" og tilgreina þann sjóð sem sótt
er um laun til. Umsóknareyðublöð fást hjá menntamála-
ráðuneytinu.
Ath. Hafi umsækjandi áður hlotið starfslaun verður um-
sókn hans því aðeins tekin til umfjöllunar að hann hafi
skilað Stjórn listamannalauna skýrslu um störf sín í
samræmi við ákvæði 4. gr. laga um iistamannalaun nr.
35/1991.
Umsækjendur um starfslaun listamanna árið 1996 sem
hafa ekki sótt fylgigögn með umsóknum eru beðnir um
að sækja þau fyrir 1. desember nk.
Reykjavík, 15. nóvember 1995
Stjórn listamannalauna
dansaðu fíflið þitt dansaðu
Úr Róbinson Krúsó snýr aftur
dansaðu ffflið þitt dansaðu
stressaðu þig ekki á heilanum
dansaðu hjartað er bara líffæri
dansaðu fíflið þitt dansaðu
hvað sem það kostar dansaðu
þar til dauðinn hrífur þig
inní diskótek sitt dansaðu
í öllum stellingum dansaðu
einsog flokkur á línu tímans
dansaðu SÉRÐ’EKKI hvað ástandið
í heiminum er klístrað dansaðu
meðan höfuð þitt springur
einsog kjamorkuver dansaðu
þar til þú átt ekki afturkvæmt
í Jrennan stað sem þú villtist inná
er súrefnistjaldið var
dregið frá vitum þínum