Alþýðublaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 s a g a n Byltingarmaðurinn Benjamín í Moskvu 1935, þar sem hann gekk undir nafninu Erik Thorin. Myndina tók leyni- lögreglumaður að nafni Balint. Leiðir Benjamíns og heimskommúnismans skildu nokkrum árum síðar. og skrifum mínum hafði skyndilega harðnað. Miðstjórnarfundur um grein mína Ég leitaði til Héðins Valdimarsson- ar, taldi á mér brotið. Því hafði verið heitið í forystugrein Sigfúsar Sigur- hjartarsonar, sem miðstjómin hafði sér- staklega samþykkt, að ólíkum skoðun- um flokksmanna á heimsviðburðunum skyldi gert jafnhátt undir höfði. Hald- inn var miðstjómarfundur í Sósíalista- flokknum 28. september. Ég sat ekki í miðstjóm, en þeir, sem fundinn sóttu, sögðu mér, að Brynjólfur hefði and- mælt því harðlega, að greinin yrði birt. Að sögn hans rangfærði ég orð Molot- offs, auk þess sem greinin væri skrifuð af illkvittni í garð hans. Málið varð ekki útrætt á fundinum. Halldór og Þórbergur skrifa Það gekk ekki öllum jafnerfiðlega og mér að fá inni með greinar í Þjóð- viljann. Daginn fyrir miðstjómarfund- inn, 27. september, hafði blaðið birt grein eftir Halldór Laxness, ,Áfanginn til Veiksel". Þar fagnaði hann griðasátt- mála Stalíns við Hitler og innrás Sovét- rfkjanna í Pólland. „Fyrsti heimssögu- legi árangurinn af griðasáttmála Þjóð- vetja við Ráðstjómarríkin er sá, að bol- sévismanum hefir verið opnuð leiðin til Vestur-Evrópu. Andkommúnistíski möndullinn er brotinn! andkommúnis- tíski sáttmálinn er orðinn skrýtla!" Síð- an sagði Halldór þessi eftirminnilegu orð: „Um leið er baráttan gegn fasism- anum ekki lengur einkunnarorð, nema með takmörkuðu innihaldi: broddurinn heftr verið sorfinn af þessu hættulega vopni auðvaldsins, vígtennumar dregn- ar úr þessu villidýri, sem átti að rifa bolsann á hol. Eftir er gamall spakur seppi, sem enginn bolsévíki telur fram- ar ómaksins vert að sparka í, svo um munar.“ Nokkrum dögum síðar, 4. október, birti Þjóðviljinn grein eftir Þórberg Þórðarson, „Henging mín.“ Tilefnið var, að Þórbergur hafði lofað að hengja sig, ef Hitler og Stalín féllust í faðma. Þórbergur reyndi að snúa sig út úr því með mælskubrögðum. Hann fagnaði innrás Sovétríkjanna í Pólland, þar eð hún losaði „alla alþýðu manna í þessum hluta Póllands undan miðalda- ánauð og ofbeldi auðjarla og stór- bænda, kemur þama á fót sósíalistísku lýðveldi, sem verður sambandsríki Sovétlýðveldanna, þjóðskipulagi, sem skapar þessu fólki margfalt betri efna- kjör, meira frelsi, hærri menningu, fyllra andlegt líf‘. Skömmu eftir að grein Þórbergs kom í Þjóðviljanum, hélt miðstjóm Sósíalistaflokksins fram- Þórbergur Þórðarson fagnaði inn- rás Sovétmanna í Pólland innilega. haldsfund, þar sem samþykkt var að birta grein mína. „Skrifaðu! Við lesum það ekki!" Kommúnistar létu sér ekki segjast. „Skrifaðu! Við lesum það ekki!“ Jón Rafnsson kom upp að mér á götu og sagði þetta með hatursfullu augnaráði. Hann var einn af trúnaðarmönnum Brynjólfs Bjamasonar, svo að ég vissi, hvaðan orðin komu. Sósíalistafélag Reykjavfkur hélt fund um málið 11. október í Alþýðuhúsinu. Troðfullt var í fundarsalnum, svo að opna þurfti inn í annan sal. Þetta var fjölsóttasti fundur félagsins frá upphafi. Umræður urðu heitar og langar, en samþykkt var að halda honum áffam síðar. Framhalds- fundurinn var 13. október á sama stað. Sá fundur stóð fram yfir miðnætti. Þar var samþykkt ályktun um, að flokks- mönnum væri heimilt að setja fram ólík sjónarmið í alþjóðamálum, en miðstjóm falið að „vaka yfir því, að ekkert verði birt opinberlega í flokksins nafni, sem brýtur í bág við þessi stefnu- skráratriði, né heldur flytji blöð flokks- ins greinar einstakra manna, sem talizt geti stuðningur við auðvaldsárásir á samtök verkalýðsins í öðrum löndum eða óhróður um ríki hans“. Kommún- istar vildu alls ekki, að grein mín um ræðu Molotoffs yrði birt. En miðstjóm- in ítrekaði samþykkt sína um, að grein mín yrði birt í Þjóðviljanum, og það gerðist loks 21. október. Daginn eftir birtist langt svar í blaðinu eftir sjálfan formann miðstjórnarinnar, Brynjólf Bjamason. Þar harðneitaði hann því, að Sovétríkin hefðu breytt um utanríkis- „Vígtennurnar hafa verið dregnar úr villidýrinu," sagði Laxness þegar Sta- lín gerði griðasáttmála við Hitler. Skáldið sagði að nasisminn væri nú ein- sog „gamall, spakur seppi". Seinni heimsstyrjöldin hófst skömmu síðar. stefnu, jafnframt því sem hann varði þessa breytingu með skírskotun til breyttra aðstæðna. Það var ekki mikil rökhugsun í þeirri afstöðu. Ég skrifaði greinaflokk til að andæfa sjónarmiðum Brynjólfs, en Þjóðviljinn neitaði að birta hann. í nóvember 1939 gaf ég greinaflokkinn út í sérstökum bæklingi, Styijöldin og sósíalisminn. Vítur samþykktar á mig Eftir að bæklingurinn kom út, var haldinn flokksstjómarfundur í Sósíal- istaflokknum. Hann hófst sunnudaginn 12. nóvember, um sama leyti og stofn- þing Landssambands íslenzkra stéttar- félaga var haldið. Þangað var ég kallað- ur til að standa fýrir máli mínu. Fund- urinn var haldinn að Hafnarstræti 21, og sátu hann 27 menn, þar á meðal Héðinn Valdimarsson, Einar Olgeirs- son, Arnór Sigurjónsson, Arnfinnur Jónsson, Halldór Kiljan Laxness, Þor- steinn Pjetursson, Sigfús Sigurhjartar- son, Lúðvík Jósepsson og Brynjólfur Bjamason. Á fundinum benti ég á það, að Brynjólfur hefði samþykkt, að hinn nýi flokkur leiddi ágreininginn í sósíal- istahreyfingunni erlendis hjá sér, það væri í samræmi við yfirlýsingar og stefnuskrá Sósíalistaflokksins. „Ég var narraður," kallaði Brynjólfur fram í. Hann taldi, að ég hefði leikið á sig, þegar ég hóf skrif mín. Hann heimtaði, að ég yrði rekinn úr flokknum íyrir að hafa gefið út bæklinginn. Tillaga hans var felld, en þeir Sigfús Sigurhjartarson og Lúðvík Jósepsson fengu samþykktar á mig vítur. „Flokksstjómin vítir harð- lega ffamkomu Benjamíns Eiríkssonar sem stórkostlegt agabrot og felur mið- stjóminni að vaka yfir því, að svona at- hæfi geti ekki komið fyrir í flokknum að nýju, nema að viðlögðum brott- rekstri." Líklega hefir Brynjólfur viljað þá niðurstöðu í hjarta sínu. Hann vildi einangra mig innan flokksins. Hann vildi halda ámnni hreinni. Ég hélt smá- ræðu, sagði, að mér þætti leitt að geta ekki unnið með þessum mönnum. Nokkmm dögum síðar sagði ég mig úr Sósíalistaflokknum. Við skrifuðum sameiginlegt úrsagnarbréf, ég og Ragn- heiður Möller. Hún var bróðurdóttir Ólafs Friðrikssonar, sem hét réttu nafni Ólafur Möller. Við höfðum kynnzt f Kaupmannahöfn, þegar ég hafði eitt sinn haft þar viðdvöl, og vomm sam- stíga í deilunum í flokknum. Hún vann í Ríkisútvarpinu. Hún var eiginkona Jóns Magnússonar, sem varð frétta- stjóri Rikisútvarpsins skömmu síðar. ■ Sýndar verða nýjar fullbúnar íbúðir sem byggðar eru á vegum Húsnæðisnefndar Reykjavíkur. Sýningin stendur yfir á laugardag frá kl. 14-17 og sunnudag frá kl. 13-17. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur auglýsir sýningu nýrra íbúða að Dvergaborgum 5, Grafarvogi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.