Alþýðublaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 s a g a n Alþýðublaðið birtir nú annan kafla úr endurminningum dr. Benjamíns H.J. Eiríkssonar sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson skráir. Hér segir Benjamín frá hörðum deilum í Sósíalistaflokknum um utanríkis- mál, sem lauk með því að hann sagði sig úrflokknum Skrifaðu! Við lesum það ekki Ágreiningur um utanríkismál I hyrjun hafði sambúð jafnaðar- manna og kommúnista innan Sósíal- istaflokksins verið góð. En vorið 1939 tók að ^gæta ágreinings um utannkis- málin. I málgagni jafnaðarmanna, Nýju landi, sem Arnór Sigurjónsson rit- stýrði, birtist 8. maí 1939 frétt um það, að Molotoff hefði tekið við af Litvinoff sem utanríkisráðherra Sovétríkjanna, en það kynni að stafa af skoðanamun á milli þeirra um það, hvort Sovétríkin ættu að halla sér að vesturveldunum eða standa utan fyrirsjáanlegra átaka við Hitlers-Þýzkaland. Fyrir þetta fékk Amór Siguijónsson ákúrur hjá Brynj- ólfi Bjamasyni. Hin rétta lína var, að Litvinoff hefði látið af störfum vegna heilsubrests. En í ágústlok 1939, á meðan ég var enn á ferð norður í landi, varð ágreiningurinn alvarlegri. Tilefnið var griðasáttmáli Hitlers og Stalíns. Kvöldið, þegar fréttist af sáttmálanum, átti að fara að prenta Þjóðviljann fyrir næsta dag með risafyrirsögn: „Sovét- ríkin bjarga friðnum í Norðurálfu." Arnór Sigurjónsson átti þá erindi í prentsmiðjuna og sá fyrirsögnina. Hann fékk Sigfús Sigurhjartarson til að breyta henni, svo að hún varð: „Stór- veldin í kapphlaupi um að ná samning- um við Sovétríkin. Þorir þýzka stjómin ekki annað en gera ekki-árásarsamning við Sovétríkin?" Þegar Amór ætlaði að skrifa gegn bandalagi við fasista, var útkoma Nýs lands stöðvuð. Sagt var, að pappír vantaði. En uppgjörið á milli hinna tveggja arma beið. Sérkennilegt ástand Ástandið í Sósíalistaflokknum í sept- emberbyrjun 1939 var sérkennilegt. Sigíús Sigurhjartarson, sem var fulltrúi jafnaðarmanna í ritstjóm Þjóðviljans, tók sér leyfi frá störfum. Brynjólfur Bjamason var norður á Siglufirði. Héð- inn Valdimarsson var erlendis. Öll blöð flokksins voru í höndum kommúnista. Línan var: Skilyrðislaus stuðningur við Sovétríkin! Allir atburðir gerðust mjög hratt. Strax og ég kom suður, settist ég niður og skrifaði grein í Þjóðviljann um hin nýju viðhorf. Hún birtist 16. sept- ember. Þar sagði ég, að Sovétríkin yrðu vitaskuld að gæta hagsmuna sinna sem stórveldis. Það væri eðlilegt og skiljan- legt. En íslenzkir sósíalistar ættu ekki að láta stórveldishagsmuni Sovétríkj- anna móta stefnu sína, heldur verka- lýðsbaráttuna innanlands. Þar væru næg verkefni. Sósíalistaflokkurinn ætti að reyna að sameina alla íslenzka sósí- alista. Þess vegna ætti hann að halda sig utan átaka og illdeilna á vinstri væng erlendis. „Skrifin sefa fólkið" Brynjólfur Bjarnason tók grein minni ekki illa. „Skrifin sefa fólkið,“ sagði hann við mig. Líklega varð hann fyrir miklu aðkasti vegna griðasáttmál- ans. Margir einlægir sósíalistar vom í uppnámi yfir því, að Stalín og Hitler hefðu fallizt í faðma. Sigfús Sigurhjart- arson kom úr leyfinu og skrifaði for- ystugrein í Þjóðviljann, sem átti að vera til sátta. Þar sagði, að gera ætti ólíkum skoðunum flokksmanna á heimsvið- burðunum jafnhátt undir höfði. Þessi grein Sigfúsar var samþykkt í mið- stjóm flokksins og birt 19. september. Héðinn ekki ánægður Héðinn Valdimarsson kom heim frá Danmörku 22. september. Hann var ekki ánægður með, hvaða stefnu mál- gögn flokksins höfðu tekið. Ég settist niður og skrifaði grein, þar sem ég gerði athugasemdir við ræðu, sem Mo- lotoff hafði haldið við undirskrift griða- sáttmálans. Þar sagði hann: „Er svona erfitt að skilja, að Sovétríkin hafa og Brynjólfur Bjarnason heimtaði að Benjamín yrði rekinn úr flokknum. Á fundi í Sósíalistaflokknum voru samþykktar vítur á Benjamín fyrir „stórkostlegt agabrot", en hann hafði aðrar skoðanir á utanríkis- málum en kommúnistarnir. munu hafa eigin, sjálfstæða stefnu, sem miðast við hagsmuni þjóða Sovétríkj- anna og aðeins við þeirra hagsmuni?" Ennfremur sagði Molotoff: „Maður hlýtur að spyija: Hvers vegna geta Sov- étríkin ekki leyft sér það, sem Pólland og England hafa leyft sér fyrir löngu síðan?“ Ég sagði, að grundvallarskoð- anir okkar sósíalista mættu ekki verða að fótaþurrku breytilegrar stórveldapól- itíkur. Brynjólfur Bjarnason reiddist. „Við eigum ekki að vera fótaþurrka fyrir neinn!“ sagði hann við mig. Eftir nokkurt þóf neitaði Þjóðviljinn að birta greinina. Ég veit ekki, nema einhver hafi hnippt í Brynjólf Bjarnason. En mér finnst ekki ólíklegt, að Ársæll Sig- urðsson hafi fengið ný og ákveðin fyr- innæli. Afstaða Brynjólfs gagnvart mér ULSTEIN VLSTUN LIAAJtM o TJENFJORÐ ULSljEIN Samstarf Héðins við hið heímsþekkta skipasmíða- og vélbúnaðarfyrirtæki ULSTEIN er mikilvægur þáttur í þjónustunni við íslenska útgerð. * Bergen dísilvélar • Brattvaag • Norwínch spilkerfi Tenfjord»Frydenbö stýrisvélar Propeller • Liaaen * Hjelset skrúfur og gírar Ulstein Marine Eletronic pælí- og viðvörunarkerfí Ulstein stýrí = HÉÐINN = SMIÐJA STÓRÁSI 6 ♦ GARÐABÆ • SÍMI 565 2921 » FAX 565 2927 Hönnun • smíði • viðgerðir • þjónusta

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.