Alþýðublaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐHD FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 s k o ð a n MPVDUBIÍDIB 21217. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Ritstjóri Fréttastjóri Auglýsingastjóri Umbrot Prentun Alprent Hrafn Jökulsson Jakob Bjarnar Grétarsson Ámundi Ámundason Gagarín ehf. ísafoldarprentsmiðjan hf. Rrtstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð i lausasölu kr. 100 m/vsk Bányrkja íslenskra banka Ágúst Einarsson þingmaður jafnaðarmanna gagnrýndi íslenska bankakerfið harkalega á Alþingi í fyrradag. Og ekki að ástæðu- lausu: í alþjóðlegum samanburði fá íslenskir bankar falleinkunn. Munur á útláns- og innlánsvöxtum er meiri hérlendis en í ná- grannalöndum og þjónustugjöld hærri. Rekstrarkostnaður er líka miklu hærri hérlendis og útlánatöp meiri. Það er því ekki ófyrir- synju að ein þeirra spuminga sem Ágúst lagði fyrir Finn Ingólfs- son viðskiptaráðherra var: Hver ber ábyrgð á þessum afleita rekstri og hyggst ráðherra grípa til aðgerða til að bæta stjómun í ríkisviðskiptabönkum, til dæmis með því að stuðla að uppsögn- um bankastjóra? Á síðasta ári var rekstrarkostnaður bankakerfisins á íslandi um 13 milljarðar króna. Ágúst Einarsson benti á, að ef miðað er við niðurstöðutölu efnahagsreiknings er rekstrarkostnaður hérlendis um 5 prósent af eignum en aðeins 2 til 3 prósent á öðmm Norð- urlöndum. Búnaðarbankinn nýtur þess vafasama heiðurs að tróna í efsta sæti þegar rekstrarkostnaður sem hlutfall af eignum er reiknaður, síðan koma íslandsbanki, sparisjóðimir og loks Lands- bankinn. í þessu samhengi er athyglisvert að Finnur Ingólfsson taldi töfralausn að breyta ríkisbönkunum í hlutafélög til að bæta rekstur þeirra. Það dugar bersýnilega skammt: Ríkisbankinn Landsbanki íslands kemur ekki einasta skást út þegar rekstrar- kostnaður er skoðaður heldur er vaxtamunur minnstur hjá honum - en næstmestur hjá Islandsbanka, sem er hlutafélag. Því dugar skammt, eitt og sér, að breyta ríkisbönkunum í hlutafélög. Ágúst Einarsson leiðrétti líka þá röngu staðhæfingu, sem einatt hefur verið sett fram, að þjónustugjöld séu hærri erlendis en á Is- landi. „Það er rangt,“ sagði Ágúst, „einnig í þjónustugjöldunum er okrað á landsmönnum og em algeng helmingi hærri gjöld en í nágrannalöndunum." Skýringar á ömurlegri útkomu íslenskra banka í alþjóðlegum samanburði em nokkrar. Smæð bankastofn- ana og mikill fjöldi útibúa skýrir það að hluta, en umfangsmikið starfsmannahald og miklar afskriftir em skýr vottur um að stjóm- un er ábótavant, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Afskriftir em meiri hjá íslenskum bönkum en í nágrannalöndunum, og á þann hátt hafa milljarðar fuðrað upp síðustu árin. HH ll.tl.S6 Frekja fjölmiðla Eru fréttamenn orðnir heilagir menn? Þeir halda það sjálfir. Þeir telja sig alltaf í fullum rétti, sem nú er reyndar orðinn að hreinum hnefarétti. Stjörnur heim- sins þurfa að berja niður nokkra ljósmyndara, bara til að komast á klóið. Þessir margfrægu papparassar eru reyndar enn ekki komnir hin- gað, ekki full-múnandi, en það er þó farið að glitta í þá, í boruna uppúr buxunum. Þeir eru fremur pappírsrassar en papparassar. Maður þarf ekki annað en stinga haus inní samkvæmi nú á dögum og hann er höggvinn af með flassi og settur í blöðin. (Ég segi það ekki. Ég viðurkenni fúslega að ég á mér þann draum um að komast í blöðin fyrir það að berja á einum pappírsrassinum í komusalnum í Leifsstöð. Þá fyrst er þetta orðið land.) Allt er þetta þó saklaust grín og flemtran miðað við alvöru fréttaflutning í sjónvarpi. Á dögunum var háttsettum kven- presti varpað í drekkingarhyl af þeim háu herrum uppá Lynghálsi, sem í framhaldi af Þingvalla- tengingu er að breytast í einskonar Lögberg hvar menn á háum hes- tum kveða upp dauðadóma yfir hinum og þessum: Þeir hinir sömu menn og spangóluðu hvað mest er þeir fundu sig skyndilega í þumal- putta-síðdegis-pressunni fyrir það að hafa skotið eða var það að hafa orðið skotnir í hundi. Og nú keyrir Ríkissjónvarpið, hin hressilega gleðifréttastofa, í sama hjólfar. Það er nú ekki oft sem menn þar á bæ fara á virkilega stúfa og búa til fréttir. Mest eru þetta bara matreiðingar á tilbúnum réttum úr ráðuneytum og þjóðhagsstofum bæjarins eða þýðingar á fram- haldsmyndaflokknum góða frá Reuter-films. Þýðingar sem svo aftur þyrfti helst að texta vegna þvoglumælsku þýðanda. Það er ýmist of eða van. Ólöf - skýrmælt sem höggvin - Rún og svo Ólafur Siuson og á milli þeirra og yfir þeim hinn eilífi óspennti Bogi, ábyrgur og alvarlegur en alltaf þó eins og að augnlokum kominn í fréttalestri sínum; framburðinn alltaf eins og í honum hafi farist fjórtán manns. En. í vikunni söng einhver frétta- Þrösturinn frétt um handtöku í Grafarvogi; fíkniefnablandin slagsmál með kjöthníf, og var mættur á staðinn með mann og vél og nema: Fyrir utan blokk í Vikupiltur Hallgrímur Helgason skrifar Rimahverfi stóðu þeir heilagir sjónvarpsmenn og vildu mynda lögreglu ráðast inn á heimili og leiða út “hinn seka” og eiginkonu hans. En börn þeirra handteknu hjóna voru skiljanlega ekki ánægð með beina útsendingu af mest trá- matíserandi viðburði lífs þeirra og höfðu í frammi ólæti, eins og frét- tamaður komst að orði, og réðust með ókvæðum og munnsöfnuði að tökumanni hins hávirðulega Ríkissjónvarps; við sáum óvenju skemmtilega töku af himni og jörð og bílum og handriðum og sicóm og buxum á meðan Þröstur Emilsson setti upp geislabaug í mál sitt; hversu ótækt það væri að barnaskríllinn skyldi með slíku óforskammi ráðast á tökulið sjón- varps og trufla í sínu helga starfi. Datt manninum í hug að börn fagni sjónvarpsvélum á slfkri stund? Datt manninum í hug að börn vilji alltaf komast í sjónvarp? Jafnvel við hlið foreldra sinna handjárnaðra fyrir hnífsstungur og fíkniefnamál? Fréttamaðurinn klykkti út með því að „greinilega væri mikil ólga meðal ungmenna í þessu hverfi”. Rimahverfi varð Rimlahverfi. Er þetta kóngurinn að heimsækja þegna sína? Kóngurinn að hirta þegna sína. Er það ekki full langt gengið þegar fréttamenn eru farnir að skamma fréttaefni sín, fórnarlömb sín? ■ KO 22. nóvember Það er sama hvaða mælikvarði er notaður: íslenskar banka- stofnanir koma á allan hátt illa út í alþjóðlegum samanburði. Arð- semin er lítil þrátt fyrir ótæpilega gjaldtöku af viðskiptavinum, bæði í formi vaxta og þjónustugjalda. Samkeppni erlendis frá er því miður engin. Erlendir bankar sjá ekki ástæðu til að sinna þessum örsmáa peningamarkaði, en íslensk stórfyrirtæki reyna hinsvegar að hafa helstu bankaviðskipti sín í útlöndum, hjá ódýr- ari og betur reknum bönkum. En þótt stórfyrirtækin geti leitað út fyrir landsteinana eru litlu fyrirtækin og allur almenningur knúin til að skipta við illa reknu okurbúllumar. Það er síðan kaldhæðnislegt, að líklega standast ís- lenskir bankar samanburð við banka í nágrannalöndum í aðeins einu atriði: Kjörum bankastjóranna. Þannig er ríkisbönkunum stjómað af milljón króna mönnum sem eiga að heita í þjónustu fólksins í landinu. Ekkert er ijær sanni. ■ Atburðir dagsins 1718 Enski sjóræninginn Ed- ward „Svartskeggur" Teach drepinn. 1907 Giftar konur fengu kosningarétt og kjör- gengi til sveitarstjórna á ís- landi. 1907 Vegalög staðfest og ákveðið að vinstri umferð skyldi vera á íslandi. Það var einkum gert vegna ríðandi kvenfólks, sem notaði söðla og sat með báða fætur á vinstri síðu hestsins. 1916 Bandaríski rithöfundurinn Jack London deyr. 1963 John F. Kennedy Bandaríkjaforseti skotinn til bana í Dallas. 1980 Mae West, kynbomba kvikmyndanna á fjórða áratugnum, deyr. 1989 Forseta Líbanons, René Moa- wad, grandað með 250 kílóa sprengju. Afmælisbörn dagsins Benjamin Britten 1913, breskur tónsmiður. Bille Jean King 1943, bandarísk tennis- stjarna, vann 20 titla á Wim- bledonmótum. Boris Becker 1967, þýskur tenniskappi. Annálsbrot dagsins Sáust ókennilegir fiskar um vorið nálægt Jónsmessu fram undan Sölvahamri sunnan Jök- ul, einninn undan Fossárdals- bökkum vestan Jökul. Þeir voru hvítir að lit, en á vöxt við hákarl; fóru mikið grunnt, syntu mjög fljótt, sáust helzt af landi; varð og vart við þá við sjóinn annarsstaðar. Grímsstadaannáll 1744. Stelpa dagsins Hvur er þessi stóra stelpa? Eggert Stefánsson, um frelsisstytt- una í New York. Málsháttur dagsins Auðlærð er ill danska. Hollráð dagsins Lífið yrði svo margfalt ham- ingjuríkara ef við fengjum að fæðast áttræð og síðan smám saman nálgast það að verða átj- án. Mark Twain. Orð dagsins Sumir dagar eru hús sem við lcesum vandlega áðuren við kveðjum og hveifum út á vettvang áranna. Þorsteinn frá Hamri. Skák dagsins Hvíti riddarinn virðist í mestu ógöngum þarsein hvíta drottn- ingin er í skotlínu svarls bisk- ups ef riddarinn hreyfir sig. Dedes hefur hvítt og á leik gegn Makropoulos, og nær að snúa sig laglega úr þessu klan- dri - og sigra. Hvítur leikur og vinnur. 1. Rf5! og svarti eru bjargir bannaðar. Drepi hann drottn- inguna eða riddarann mátar hvítur með hróki á d8. Selaví. Góða helgi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.