Alþýðublaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Linda Vilhjálmsdóttir Ijóðskáld kaus að gefa bókina sína út í bláu flauelisbandi sem er mjög smátt og hún kallaði áður litla flauelisdraslið áður en henn- ar bók fór í þann flokk. Bókin er seld í bókabúðum og sumum blómaverslunum. Bókin er ódýrari en flestar nýjar Ijóðabækur. Kostar einungis rúmlega sjöhundruð krónur. ■ Ljóðabókin Valsar úr síðustu siglingu, kom nýlega út í nýstárlegu bandi. Ljóðið er ýmist á stalli eða ruslakista - ségir Linda Vilhjálmsdóttir Ijóðskáld í samtali við Póm Kristínu Ásgeirsdóttur. Hún er ekki skúffuskáld en buguð af kröfunni um að vera sífellt að gera eitthvað. Linda Vilhjálmsdóttir var 24 ára göm- ul þegar hún birti í fyrsta sinn ljóð opin- berlega. Það var reyndar fyrsta ljóðið sem hún orti. „Mér fannst ég verða að sýna það. Ég fór á ritstjóm Máls og menningar með ljóðið og sýndi það Þor- leifi Haukssyni og hann birti það. Ljóðið hét Orka og ávextir. Það fjallaði um reynslu mína af hinum ýmsu störfúm. Það endaði svona: Skítavinna, skítakaup. Síðan þetta gerðist segist Linda hafa birt öll ljóð sem hún hafi ort. ,JÉg er ekki af- kastameiri en það. Ég er ekki skúffu- skáld og fyllist alltaf sterkri þörf til að sýna það sem ég skrifa.“ „Ég held að mér hafi fundist að ég væri ákaflega pólitísk í þessu fyrsta ljóði mínu og á þessum tíma fannst mér ljóð eiga að vera pólitísk. Mér datt ekkert annað í hug,“ segir Linda eftir að við er- um sestar inn á Kaffibarinn en ætiunin er að ræða skáldskap f tilefni nýjustu ljóðabókar Lindu sem nefnist: Valsar úr síðustu siglingu. Hún rifjar upp þegar hún reyndi aðfá fyrstu bók sína útgefha og segist oft hafa flaskað á tímasetningum í lífinu. „Ég fór með handritið niður á forlagið Svart á hvítu, skömmu eftir jólabóka- flóðið sem fór frekar illa með þá. „Ég kom blaðskellandi inn en útgefendumir sátu hm'pnir á bókastöflum og það lak af þeim þunglyndið. Ég sagðist vera með handrit af ljóðabók og var mjög hress. Þeir gripu um höfuðið og sögðust ekki geta gefið það út. Þeir buðust hinsvegar til að lesa það yfir og koma með ábend- ingar. Ég hélt nú ekki.“ Hvenœrfórstu að lesa Ijóð? Ég hafði alltaf áhuga á ljóðum. Ég man þó að skólaljóðin fóm í taugamar á mér, allt þar til kom að Steini Steinarri og Jóhanni Sigurjónssyni og öðmm sem ortu undir nýja forminu. í landsprófi máttum við ráða hvort við skrifuðum rit- gerð eða útskýrðum ljóðið Sorg. Ég valdi síðamefnda kostinn. Ég ætlaði að verða rithöfundur þegar ég var unglingur og ég skrifaði alllaf ákaflega mikið þó svo að þetta hafi verið fyrsta eiginlega ljóðið sem ég orti. En ég las mikið af Ijóðum, til dæmis var ég mjög hrifin af Sigfúsi Daðasyni um það leyti sem ég var að bytja. Ég barðist líka við að lesa höfunda eins og T.S Eliot og Sylvíu Plath mjög ung og vissi að þetta var mikill skáldskapur en hafði ekki náð nægilegum þroska til að skilja hann. Það vissi ég þó fyrst þegar ég las þau aftur mörgum ámm seinna. Það er allt í lagi því að ljóð em þannig. Fyrst er að hrífast en skilningurinn kemur á eftir." Lestu mikið afljóðum i dag. „Ég er næmur ljóðalesandi. Ég les ekki mikið en les það vel. Þegar ég var að byrja að skrifa forðaðist ég að ein- beita mér að einum höfúndi umfram aðra. Ég var dauðhrædd við að stela eða stæla. Lengi vel þorði ég ekki að sinna þessu í alvöru. Ég er úthaldslítil mann- eskja og fann mér ýmsar afsakanir. Var viss um að ég væri ekki nógu fær í mál- fræði og að stafsetningarreglumar yrðu mér til trafala. Það em margir sem hugsa á þennan hátt. Tungan hræðir fólk, kannski vegna þess hversu umræðan er háfleyg og mikil áhersla er lögð á að hún sé erfið. Tungumálið ber umræðu í land- inu ofúrliði og stjómar fólki en ekki öf- ugt. Stjómmálamenn tala í frösum og fólk nennir ekki að efast um ffasana. Menn komast upp með að svara: Það var góður andi á fundinum eða það á eftir að koma í ljós. Það er látið gott heita. Mér fannst lfka að yrkisefnin þyrftu að vera óskaplega merkileg." Deyr Ijóðið við slíkar kringumstœður. Erfólk ekki alltafað funda um að Ijóðið sé dautt? Þetta er eins og sameining vinstri manna. Eilíf umræða sem ekki leiðir til neins. Gott ljóð deyr ekki ogþað verður alltaf til fólk sem yrkir ljóð. Eg held þó að Ijóðið muni leita aftur inn í hefðbund- ið form. Hrynjandin leiðir það ósjálffátt þangað. Eftir þvr sem hrynjandin eykst í ljóðunum mínum verða þau ósjálfrátt meira stuðluð án þess þó að ég ætli mér það.“ Þú birtir sonnettu í einni af bókum þínum? „Ég orti sonnettuna til að storka Hall- dóri Guðmundssyni en hann sagði í út- varpsviðtali að hann ætti eftir að sjá ung- skáld glíma við sonnettuformið. Ég hef lrka ort undir fomyrðislagi og mig lang- ar til að fást við dróttkvæðan hátt en þetta em meðvitaðar tilraunir. Ég vil ekki láta formið bera innihaldið yfirliði. Formið á að þjóna efninu." En er ekki hœtt við að það gerist ef Ijóð leita í sömu viðjar og þau þurftu að brjótast úr? Sjálfsagt mun ljóðið ekki leita í sömu hættina. Rímið kemur fyrst inn í okkar ljóðahefð með engilsaxneskum áhrifum. Stuðlar og höfuðstafir em okkar aðferð við að skapa hrynjandi og kannski verð- ur Linduháttur einhvem t£ma skilgreind- ur. Hver veit.“ Hvað er Ijóð og hvað þarfgott Ijóð að Imfa til að bera ? „ Aðaleinkenni Ijóðs er hrynjandi. Það er ekki ljóð án hrynjandi. I Ijóði er- oft verið að segja segja ffá mikilli reynslu í fáum og hnitmiðuðum orðum. Frá því að ég fór að fást við að yrkja frnnst mér að ég hafi orðið vör við þann misskilning að hrynjandi sé ekki nauð- synlegur þáttur við ljóðagerð. Annars vegar er ljóðið hafið upp til skýjanna í umræðunni sem svo háfleygt og illskilj- anlegt að gáfumenni hafa þau ekki einu sinni r efstu hillunni í bókaskápum held- ur ofan á honum þar sem enginn nær til þess. Hins vegar er það ruslakista fyrir allt sem fólk getur ekki flokkað undir aðrar bókmenntagreinar.“ Hafa Ijóðskáld ekki sjálfbúið til þessa mýtu með að hjálpa til við að lyfta Ijóð- inu á stallinn? „Sjálfsagt hafa skáldin tekið þátt í að hefja ljóðið á þennan stall vegna þess að þau hafa átt undir högg að sækja gagn- vart öðmm bókmenntagreinum. Það á að vera svo mikil upphefð að vera skáld, meiri en að vera rithöfundur. En ljóðið þarf ekki þennan stall og það er mis- skilningur að það krefjist endilega tíma og næðis að lesa ljóð. Fólk gleypir við ógrynni af texta á hveijum degi. Það er nóg að benda á auglýsingar og leiðbein- ingar alls konar. Það fer minni tími í að melta eitt ljóð. „ Með því að hlaða sífellt undir stall- inn þar sem Ijóðið trónir verður til- hneigingin til að yrkja dálítið háðsk. Okkur hættir kannski til að snobba hlut- ina upp í slfkar gólanhœðir að eftirsókn eftir þeim verður hlægileg ogfólkferað afhausa saklausa þörffyrir að yrkja sem svívirðilegt athœfi efþvífmnst í réttsýni sinni að það hafi orðið vart við „vondan skátdskap ?“ „Ég hef sagt við fólk sem kemur til mín og vill mæra þennan yndislega hæfileika til að skrifa að mér finnist al- veg jafn merkilegt þegar systir mín saumar fallegan kjól. Ég hræddist þetta starfsheiti lengi vel og sagðist vera sjúkraliði. Ég þorði ekki að taka mér þetta orð í munn, „skáld“ Ein vinkona mín sem er að skrifa verður alltafbljúg og óttaslegin á svip- inn þegar hún neyðist til að stynja upp hvað hún sé að gera þegarþetta venju- lega jólaboðafrœnkukjafiœði ber á góma. ,,Fólk þrýstir manni hiklaust í þetta far með spumingum og orðalagi. Það segir ekki: „Hvemig hefurðu það,“ heldur: „Hvað ertu að gera.“ Ég var sífellt að fara undan í flæmingi: ,Ja.. það á að heita sem svo að ég sé að skrifa." Þetta er sérstaklega algengt hjá listamönnum en þó ekki einhlrtt. Ég hitti frænku mína um daginn sem er með íjögur böm og henni fannst hún þufra að afsaka sig yfir því að vera ekki að gera neitt. Helgi Skúlason leikari sagði mér einu sinni að fólk hefði enn verið að spytja hann þeg- ar hann var orðinn fimmtugur: Ertu ekki að gera neitt Helgi.“ Ég man eftir sem- ingu úr leikriti eftir Joe Orton sem lýsir þessu ágætlega. Þar er maður sem er að fara á eftirlaun en hann fékk ekki gullúr í gjöf frá fyrirtækinu með þakklæti fyrir unnin störf, heldur ristavél, hún var bil- uð í þokkabót. Þessi maður hittir bama- bam sitt og spyr hvað það sé að gera og það svarar: „Ég er bara að skemmta mér.“ Hann horfir á það og segir: „Það er alveg ferlegt, hræðilegt." En þurfa Ijóðskáld ekki að vera óhamingjusöm ? „Nei, það hugsa ég ekki. Ég er alla- vega ekki með samviskubit yfir að vera það ekki. Hef ég þó samviskubit yfir flestu.“ Talandi um leikrit. Þú hefur verið að fást viðþaðform? , Já, ég er í Höfundarsmiðjunni og er mjög hrifm af leikritun og það form hentar mér mjög vel. Ég hef reynt að skrifa smásögur og meira að segja skáld- sögu en kann það ekki.“ En erþað ekki óttaleg pressa á Ijóð- skáldum að allir búast við að Ijóðið sé aðeins áfangi að stcerra verki? „Það hefur verið þannig og pressan er frá útgefendum og launasjóðnum. Ljóðabækur seljast lítið og það liggur við að höfundamir þurfi að borga með ljóðunum sínum. Þá fer fólk að horfa í aðra átt. Það er auðvitað út £ hött að ljóð- skáld séu á sama samningi og skáld- sagnahöfundar. “ En þúfórst til Frakklands til að reyna að gera eitthvað? „Ég fór með skipi til Frakklands og dvaldi £ rúmlega mánuð hjá systur minni sem vinnur þar við að selja fisk. Þetta var 4000 manna sveitaþorp og ég komst að þvf að sveitavargurinn £ Frakklandi er enn verri en á íslandi. (Æ nú fæ ég landsbyggðina upp á mód mér. Eigum við nokkuð að hafa þetta með í viðtal- inu. Mér varð á að segja einhvem tím- ann í viðtali að lífið væri fábreytt á Stöðvarfirði og Reyðarfirði. Siðan þá er ég búin að svara öllum íbúum þeinra staða persónulega um áht mitt á þeim og almennum forsendum fyrir þessari yfir- lýsingu.) En þú reyndir að halda skipsdagbók ( ferðinni? , Já, það gekk r tvo daga. Ég er mjög hrifin af dagbókum og finnst svo gaman að lesa þær. Fólk er alltaf að gera eitt- hvað sem er svo skemmtilegt. En mfnar dagbækur hafa alltaf orðið svo tilbreyt- ingarhtlar að ég gefst upp. Þær verða einhvem veginn svona: „Fór i Hagkaup og verslaði. Kom aftur heim. ískalt í fbúðinni." Fylgistu mikið með umrœðu (þjóðfé- laginu? „Á tímabili keyptum við öll blöð og ég eyddi mörgum klukkutímum á dag í að lesa dagblöð og bækur. Ég hætti að kaupa blöðin og fyrst f stað var ég hrædd og fannst ég vera að missa af einhverju. Síðan var mér stórum létt. En einn óvani tekur við af öðmm. Ég er orðinn ástríðu- fullur sjónvarpsglápari og horfi á allar stöðvar. Stundum stend ég mig að því að hugsa þegar ég sé sömu leikaraandhtun- um bregða fyrir £ hverri B myndinni á fætur annarri, afhverju fara mennimir ekki að gera eitthvað annað.“ En tókst þér að gera eitthvað f Frakk- landi? „Ég var búin að vera á starfslaunum f ár frá launasjóði listamanna en mín rit- störf vom aðallega fólgin í því að skrifa löng og grátbólgin afsökunarbréf til launasjóðs þar sem ég fór hörðum orð- um um sjálfa mig fyrir að vera ekki að gera neitt. f Frakklandi skrifaði ég póst- kort til Einars Karls Haraldssonar þar sem ég sagði mig úr Alþýðubandalag- inu. Ég lét einhvem tímann toga mig þangað inn til að kjósa Össur Skarphéð- insson í prófkjöri en þá tóku við tíu ára samfelld leiðindi. Ég gerði mér aldrei grein fyrir þvf áður hvemig maður getur smám saman farið að hata fólk sem maður þekkir sama og ekkert. Þetta var þarft verk en því miður það eina sem ég skrifaði í þessari ferð.“ Þú hefðir átt að vera lengur? ,JÉg hafði hugsað mér að vera lengur. Ferðin hófst í byrjun nóvember og það stóð jafnvel til að ég yrði fram að jólurn. En sjö ára bam systur minnar var farið að horfa einkennilega á mig og segja mér upp úr eins manns hljóði að það væri óhollt að liggja í leti og slæpast. Hún spurði lrka hvort ég ætlaði ekki að fara að gera eitthvað. Það varð til þess að ég pakkaði saman og fór. Þegar starfslaunin mín vom útmnnin og ég var að fara að byija að vinna aftur sem sjúkraliði brá svo við að ljóðin fóm að renna áreynslulaust í gegnum pennann. Einn daginn skrifaði ég níu ljóð. Af- raksturinn af þeim tíma er að finna í bókinni minni. Ég hef hinsvegar ákveðið að vinna áfram á sjúkrahúsinu, ekki síst vegna þess að ég þarf á þvr að halda að vera innan um annað fóík. Ég er í hálfú starfi og það hentar mér ágætlega að skrifa þannig. En auðvitað hlýtur að koma að því að ég sæki um starfslaun aftur. En mér finnst það ekki heilög skylda að sækja um starfslaun á hveiju ári, ég hugsa að umsókn mín verði frek- ar tekin alvarlega ef ég geri það ekki.“ En segðu mér eitt að lokum. Þurfa Ijóðskáld ekki þennan tíma sem aðfer í að gera ekki neitt. (Kaffibarinn er að fyllast aðfólki og (þessum töluðu orðum kemur maður að borðinu og segir. „Hvað eruð þið að gera stelpur. Við er- um bara að reyna að skrifa, segjum við. „Hvað er að ykkur, ég er ekkert að reyna við ykkur, segir hann. “) „Jú, ég hugsa að ég hafi verið búin að yrkja þessi ljóð í undirmeðvitundinni þegar ég skrifaði þau niður. Ég vinn líka á þann hátt að hugmyndin er til í kollin- um á mér þegar ég sest niður til að skrifa. Stundum á ég handskrifaðar stíla- bækur fullar af orðum. Hugmyndum og setningum sem ég gríp upp að götunni. Saman verða þær kannski að einu litlu ljóði.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.