Alþýðublaðið - 17.12.1996, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 17.12.1996, Qupperneq 1
■ Hlutur íslendinga úr norsk-íslenska síldarstofninum minnkar um einn tíunda í nýja samningnum Blóðugur samningur - segir Össur Skarphéðinsson alþingismaður. „Þetta er undanhald samkvœmt áætlun. I stíl við fyrri samninga um norsk-íslenska sfldarstofninn fallast nú íslensk stjómvöld á að Evrópusambandið fái 125 þúsund tonn, og sé þarmcð meira en hálfdrættingur á við okkur íslendinga. Þetta er þeim mun blóð- ugra þar sem ekki er hægt að færa rök fyrir því að þeim beri meira en 20-30 þúsund tonn. Enn blóðugra er að sjá hlutdeild ís- lendinga lækka úr 17,2 prósentum niður í 15,7 prósent, eða næstum um einn tíunda hluta. Ríkisstjómin kveður þetta hafa verið nauðsynlegan fómarkostnað til að ná tök- um á veiðum úr stofninum, og séð það rétt er það einfaldlega vegna þess að hún hafði komið íslendingum í kastþröng með stöð- ugri cftirgjöf," sagði Össur Skarphéðinsson fulltrúi jafnaðarmanna í utanríkismála- nefnd þingsins í samtali við Alþýðublaðið. í samningi um norsk-íslenska síldar- stofninn lækkar hlutdeild íslendinga um næstum tíunda part, þó leyfflegur hámarks- afli úr stofninum aukist vegna góðrar af- komu síldarinnar. Össur segir að miklu verri mistök hafi þegar verið gerð við fyrri samninga, sem þessi byggir á. „Við verð- launuðum Norðmenn fyrir að hafa drepið niður stofninn á sínum tíma með gengdar- lausri rányrkju með því að samþykkja til þeirra um 70 prósent af heiidaraflanum. Við verðlaunuðum Rússa l'yrir að taka ekki upp fullkomlega siðlausar veiðar á smásfld með því að veita þcim einhliða aðgang að efnahagslögsögunni, sem er fáheyrt for- dæmi. Þrátt fyrir að söguleg veiðireynsla og söguleg dreiftng fullorðnu síldarinnar spegli ljóslega að okkur ber að minnsta kosti þriðjungur af henni, þá féllumst við á aðeins 17 prósenta hlutdeild fyrir okkur, sem nú hefur enn verið lækkuð. Það er að vísu fullyrt af ráðherrum, að sú hlutdeild væri ekki fordæmi, sem lfldega er grátbros- legasta staðhæfing úr millríkjasamningum Islands fyrr og síðar. Þeir vísa líka til bók- unar við samninginn í fyrra. sem segir að hugsanlega verði skipting sfldarinnar end- urskoðuð ef dreifing hennar breytist, og meira kemur inn í íslensku lögsöguna. En halda menn að það gangi betur að ná fram endurskoðun í krafti þess ákvæðis, sem er afar loðið og veikt, þegar Evrópusamband- ið er í krafti hreinnar valdbeitingar búið að fá svo stóran kúf ofan af þeim afla, sem löndin ljögur, Rússland, Noregur, Færeyjar og ísland, skipta með sér? Það er skrítin pólitík," segir Össur, sem hefur frá upphafi gagnrýnt ríkisstjómina mjög harkalega fyr- ir ranga taktík í alþjóðasamningum um fiskveiðar, og telur að nýjasta vendingin í þeim efnum sé fráleilt sú versta. ■ Samstarf Alþýðuflokks og Alþýðubandalags í Reykjanesbæ Sýnum í verki það sem aðrir hafa talað um „Á flokksþinginu samþykktum við ályktanir í jafnréttisátt og munum koma frekar á óvart í náinni framtíð fyrir stórstígar framfarir í þá áttina," segir Valgerður Sverrisdóttir formaður þingflokks Framsóknarmanna. „Ég er því mjög ánægð með stöðu flokksins í fortíð og bjartsýn á framtíð- ina." ■ Þingflokkur Framsóknar fagnaði áttræðisafmæli flokksins Sátt við stjórnarsamstarfið - segir Anna Margrét Guð- mundsdóttir oddviti Alþýðu- flokks í Reykjanesbæ. „Við erum vissulega að skerpa línumar milli meirihluta og minnihluta með þessu. Einsog staðan er í dag skipa Sjálfstæðis- menn og Framsóknarmenn meirihluta með 6 fulltrúa á móti 5. Alþýðuflokkur og Al- þýðubandalag hafa 5 fulltrúa en þess má geta að sé tekið mið af síðustu kosningum dygði sameiginlegt atkvæðamagn A-flokk- anna til sex fulltrúa," segir Anna Margrét Guðmundsdóttir í samtali við Alþýðublað- ið. Á blaðamannfundi á laugardag kynntu oddvitar Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags fyrirhugað sainstarf í Reykjanesbæ. Anna Margrét segist enn ekki hafa fcngið viðbrögð en samkvæmt heiinildum blaðs- ins er talsvcrður titringur meðal meirihlut- ans með ráðahaginn. Miklar umræður hafa átt sér stað í „gras- rótinni" á Suðurncsjum og Anna Margrét segir þetta skref vera í fullu samráði við alla þá aðila. Hún leggur jafnframt áherslu á að hvert skref verði stigið þannig að menn séu sáttir. f tilkynningu sem oddvitar flokkanna sendu frá sér á blaðamannafund- inum segir að næstu skref verði samstarf við gerð fjárhagsáætlunar, sameiginlegir fundir með bæjarfulllrúum og nefndarfólki, sameiginlegir bæjarmálafundir og stofnun framkvæmdanefndar sem hefur það hlut- verk að skipuleggja og annast undirbúning þessa samstarfs. Anna Margrét segir ómögulegt um það að scgja á þessari stundu hvort þetta sam- starf hafi áhrif útfyrir bæjarfélagið. „Miðað við skoðanakannanir er þetta það sem fólk- ið vill: Að jafnaðarmenn leiði saman krafta sína. Við hér í Reykjanesbæ erum að leggja okkar lóð á vogaskálarnar til að svara því. Sýna í verki það sem aðrir hafa talað um,“ segir Anna Margrét. - sagði Valgerður Sverrisdóttir formaður þingflokks Fram- sóknar en Framsóknarmenn buðu öðrum þingmönnum að gleðjast með þeim. „Mér er efst í huga á þessum tímamót- um hvað flokkur okkar hefur haft mikil áhrif á þróun mála á miklu breytingaskeiði íslensks þjóðfélags og hefur enn,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir en þingflokkurinn hélt uppá áttatfu ára afmæli flokksins í þinginu í gær. „Ég er sátt við stjómarsam- starf okkar við Sjálfstæðisflokkinn í dag og tel að við séum að koma mörgu til leiðar af okkar baráttumálum. Við héldum uppá af- mælið í tengslum við flokksþingið og vor- um þá með fjölmenna samkomu," sagði Valgerður í samtali við blaðið í gær. „I dag erum við hinsvegar að minnast þess að flokkurinn var upphaflega stofnaður sem þingtlokkur og erum því með uppákomu í þinginu og buðum þingmönnum, bæði úr stjóm og stjómarandstöðu að koma til okk- ar og gleðjast með okkur. Það er opið hús á skrifstofunni en engin formlegheit enda viljum við ekki tmfla störf þingsins á anna- tímum. Ég vil bæta því við að þótt flokkur- inn sé orðinn áttræður em engin ellimerki á honum heldur þvert á móti. Á flokksþing- inu samþykktum við ályktanir í jafnréttisátt og munum koma frckar á óvart í náinni framtíð fyrir stórstígar framfarir í þá áttina. Ég er því ntjög ánægð mcð stöðu flokksins í fortíð og bjartsýn á framtíðina." ■ Internet á íslandi Fjórðungur íslendinga not- ar Internetið í Gallup-könnun sem tímaritið Tölvu- heimur lét gera kemur fram að fjórðungur fslendinga, eða 24,9 prósent, notar Inter- netið. Samkvæmt þessu er ísland í hópi tölvuvæddustu landa heims, aðeins Finnar virðasl vera á svipuðu róli. 1 könnuninni var notkunin meðal annars greind eftir kyni og kemur í Ijós að karlar em virkari á Inter- netinu en konur, 32,2 prósent karla nota lnternetið á móti 18 prósentunt kvenna. Virkasti aldurshópurinn er 15 til 24 ára eða 37,4 prósent Internetsnotenda, síðan minnkar notkunin jafnt og þétt en notendur á aldrinum 55 til 75 em 9,4 prósent. Fjöl- margir aðrir þættir voru kannaðir og í Tölvuheimi segir að könnunin leiði í ljós að notkun Intemetsins á fslandi sé greinilega háð kyni, aldri, búsetu, tekjum og mennt- un/starfi. Þannig sé hinn dæmigerði not- andi háskólamenntaður, tekjuhár karlmað- ur á þrítugsaldri, búsettur á höfuðborgar- svæðinu. ■ Ný þingsályktunartil- laga um stöðu drengja Staða drengja í skólum grunn- skólum bágborin Drengir em 70% nemenda sem taldir em þurla sérkennslu, ráðgjafar og sálfræði- þjónustu í gmnnskólum. Þeir eiga við flciri félagsleg vandamál að strfða og námsár- angur stúlkna í þessum aldurshópi er, yfir heildina litið, betri en drengja. Þetta kemur fram ( greinargerð með þingsályktunartil- lögu sem þingmennimir Svanfríður Jónas- dóttir, Siv Friðleifsdóttir, Guðný Guð- björnsdóltir, Bryndís Hlöðversdóttir og Guðmundur Árni Stefánsson, hafa lagt fram en hún kveður á um að kannaðar verði orsakir aðlögunarvanda drengja í grunnskólum og bent á leiðir til úrbóla. Ástir og örlög stórurriðans í Þingvallavatni Urriðinn í Þingvallavatni var á sínum tíma einstæður í samfélagi fiska og setti svip sinn á allt mannlíf í Þingvallasveit. Svo kom Sogsvirkjun ... í þessari bók fæst líffræðingurinn Össur við þessa undraskepnu, feril hennar, ástir og örlög og birtir merkar Ijósmyndir af Þingvallaurriðanum og góðvinum hans á landi. „Mesta afrek hans er þó að skrifa textann á þann veg að saman fer fræðandi, skemmtileg, jafnvel spennandi lesning." Sigurdór Sigurdórsson/DV Mál og mennlng Laugavegl 16 • Slml: 6S2 4240 Slðumúla 7-9 • Slml: 668 8677 iiiiill»iiiiill!im!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.