Alþýðublaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 ¦ Háskóla- og blaðamaðurinn Robert Matthews efast um að heimilistölvur séu jafn nauðsynlegur þáttur í menntun og þroska barna og almennt er talið Gefið blessuðum börnunum bók- ekki tölvu Næsta kynslóð tölva er um það bil að koma á markaðinn. I þessari grein eru skilaboð til væntanlegra kaupenda: Sleppið því að kaupa. Á næstu vikum mun fjöldi manna fyrir varning sem þeir skilja ekki leggja leið sína í næstu tölvuversl- nema að afar takmörkuðu leyti. un, og greiða hundruðir þúsunda, Þessu fólki verður talin trú um að Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa Frá og með 15. janúar 1997 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1. flokk 3. flokki 1. flokk 2. flokkí 1. flokk 3. flokkí 1. flokk Lflokki 1. flokk 2. flokk 3. flokk 1991 1991 1992 1992 1993 1993 1994 1995 1996 1996 1996 20. útdráttur 17. útdráttur 16. útdráttur 15. útdráttur 11. útdráttur 9. útdráttur 8. útdráttur 5. útdráttur 2. útdráttur 2. útdráttur 2. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu, miðvikudaginn 15. janúar. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. C*3 HÚSNÆÐISSTOFNUN RIKISINS I I HÚSBRÉFAOEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKiAVÍK • SÍMI 569 6900 það margborgi sig að eyða nokkr- um þúsundum aukreitis í auka RAM, XGA skjá, aukið vinnslu- minni, án þess að hafa hugmynd um hvað það á að fyrirstilla. Og þegar heim er komið er krökkum allt niður í sex ára aldur fenginn þessi rándýri varningur til yfirráða. Þessi furðulega markaðslega fyr- irbæri sem kallast heimilistölva nær hámarki um þetta leyti árs. Þá eru eldri gerðir settar á útsölu til að rýma fyrir nýrri kynslóð tölva sem verða kynntar á næstunni. Nýlegar kannanir benda til þess að fimmta hvert heimili á landinu hafi yfir heimilistölvu að ráða, og sérfræð- ingar sjá ekki fram á að það hlutfall fari minnkandi. Ástæðan er einföld: Fjöldi for- eldra trúir því statt og stöðugt að með tölvukaupum sé verið að fjár- festa í menntun barna sinna. Upplýsingakapphlaup þjóðanna Samkvæmt könnun sem tölvufyr- irtækið Compaq stóð fyrir eru tveir þriðju foreldra sannfærðir notagildi tölva þegar menntun er annars veg- ar. En um leið og þrýstingur á for- eldra eykst hvað varðar að kaupa dýran og flókin tölvubúnað eru efa- semdir um hvort heimilistölvur eru þessi veigamikli þáttur í menntun barna að skjóta upp kollinum. Þessar efasemdir koma samhliða því að skólar eru hvattir til þess, af stjórnmálamönnum sem og einka- fyrirtækjum, að fjárfesta í tölvum og Internetbúnaði. Menntamála- ráðuneytið ver miklum fjármunum í tölvuvæðinguna og einn liður í því er sá að kennarar öðlist meira „ör- yggi" í nútímatækni og hæfni í að tileinka sér aðferðir þær sem nauð- synlegar þykja í upplýsingaþjóðfé- lagi framtíðarinnar. Allt er þetta þáttur í hinu svokallaða upplýsinga- kapphlaupi þjóðanna þó að tilgang- urinn með því sé óljós og ekki hafi verið skilgreint til nokkurrar hlítar hvert það stefnir. Foreldrar eru dregnir til aukmnar ábyrgðar í þessu kapphlaupi og lagt að þeim að koma upp Internetteng- ingu á heimilunum. En svo vísað sé til áðurnefndrar könnurnar viður- kennir helmingur foreldra að vita minna en afkvæmin um tölvur og margir uppeldisfræðingar hafa lýst yfir áhyggjum með til hvers þessi nýja tækni er notuð. Rangt svar meira spennandi Dr. David Squires, sem er yfir tölvukennslu í King's College í London, segir þá foreldra sem sjá í tölvunni einskonar staðgengil kenn- ara stefna í voða. „Hættan felst ekki í því sem er í hugbúnaði sem notaður er til kennslu heldur það sem vantar - tölva getur aldrei komið í stað kennara," segir Dr. Squires. Hann verulegur hluti kennsluhugbúnaðar sé vandaður en það verði seint sagt um hann í heild, bæði má finna galla í efni sem og nálgun viðfangs- efnisins, gallar sem foreldrum getur hæglega yfirsést en séu augljósir kennurum. Dr. Squiers nefnir sem dæmi vísindapakka sem sýnir raf- magn fara í hringi og fylla ljósa- peru þar til hún lýsir. „Rafmagn virkar ekki svona en kennslugögnin ýta undir þann misskilning." Sum kennslugögn í tölvutæku formi sem ætlaðar eru í heimilis- tölvur byggja á umdeilanlegum kenningum um kennslu að sögn Dr. Squires. Aðferð sem byggir á kenn- ingum svokallaðra „atferlisfræð- inga" um kennslu í þrepum og umbunum er vissulega hægt að nota við kennslu en hængurinn er sá að aðferðin getur útilokað ýmsa skap- andi þætti. Verra þó, er að hugbúnaður getur hvatt börn til að gera mistök. „Skilaboðin sem tölvan gefur þegar svarið er rangt er oft meira spenn- andi en þegar svarið er rétt." Ótti margar forelflra ^þess efnis að börn læri engu melra'af ymsum „kennsluhugbúnaði" en sápuóper- um í sjónvarpi er réttmætur að mati Dr. Squires. „Stór hluti kennslu- hugbúnaðar er mjög hlutlaus og þú endar oftar en ekki með barni þínu að fylgjast með grafískri atburðarás í tölvunni, sem er þakklátt efni því það krefst einskis." Stöðugt fleiri börn gleyma sér klukkustundum saman fyrir framan tölvuna og spurningar yakna um hvort það komi ekki hiður'a'íei^gs-i þroska þeirra. Margvíslégáf kannJ anir er lúta að sjónvarpsglápi barna hafa verið gerðar en fáar sem engar sem snerta tölvuneysluna. Og enn og aftur er það heimilistölvan sem veldur sérfræðingum áhyggjum. „Þegar tölvur eru notaðar af hópum geta þær reynst gagnlegar í félags- legum skilningi," segir Niki Davis prófessor við Kennaraháskólann í Exeter. „En það er hvorki vænlegt að setja tölvu né sjónvarp í herbergi bamsins. Foreldrar og börn eiga að umgangast tölvur líkt og bækur - sameiginlega." Það kann að skjóta skökku við en tölvufæð í skólum neyðir krakka til að sameinast um þær og ræða eiginleika þeirra sín á milli. Fæstir vita hvað þeir eru að kaupa Með því að hafa tölvurnar ~þar sem allir geta séð þær og notað, eiga foreldrar hægara með að fylgj- ast því hvað barnið er að fást við og hvað felst í þeim hugbúnaði sem börnum er boðinn uppá. Að sögn prófessors Davis getur ýmislegt leynst í kennsluhugbúnaði sem ekki er jákvætt og nefnir sem lítið dæmi að í kennslupakka sem fjallar um hvernig börn skipa sér í raðir fyrir utan kennslustofu sé aðferðum úr hernaði, skipunum liðþjálfa, beitt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.