Alþýðublaðið - 21.02.1997, Page 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997
skoðanir
MMIIIIKIAIIIII
21254. tölublað
Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566
Útgáfufélag Alþýöublaösútgáfan ehf.
Ritstjóri Össur Skarphéöinsson
Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason
Auglýsingasími 562 5576
Auglýsinga fax 562 5097
Dreifing og áskrift 562 5027
Umbrot Guömundur Steinsson
Prentun ísafoldarprentsmiöja hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Áskriftarverö kr. 1.500 m/vsk á mánuði.
Fyndni forsætisráðherrann
Á miðvikudaginn hélt Davíð Oddsson, forsætisráðherra, ræðu á
ráðstefnu um einkavæðingu. Ráðstefnan var vel sótt af burðarásum
þjóðlífsins, enda kostaði fimmtán þúsund krónur inná hana. Há-
punktur hennar var þegar ráðherrann birtist í beinni útsendingu á
Stöð 2 og tilkynnti stofnun sérstaks Framkvæmdabanka, upp úr
nokkrum opinberum lánasjóðum. Þetta var augljóslega hátíðleg
stund, enda var hinn glaðsinna forsætisráðherra ábúðarfullur þegar
hann kynnti áformin. Einkavæðing er alvörumál á stjómarheimil-
inu.
Eða hvað? Er einkavæðingin kannski, þegar grannt er skoðað, í
ætt við einn af bröndumm forsætisráðherrans? Fundarstaðurinn
bendir satt að segja til þess. Hvar var einkavæðingarráðstefnan
haldin? f Perlunni. Hún var einsog kunnugt er byggð af borgar-
stjóra, sem sólundaði til þess almannafé. Byggingarkostnaðurinn
fór langt fram úr áætlun, og borgarbúar em enn að súpa seyðið af
því. Ein af stofnunum borgarinnar, Hitaveita Reykjavíkur, varð að
taka á sig skuldina og að lokum var það almenningur í borginni
sem borgaði brúsann í gegnum hækkað verð á heitu vatni. Aðstað-
an í Perlunni var að sjálfsögðu leigð út til einkaaðila, fyrir brot af
því sem það kostar að reka hana. Það hljómar því einsog lélegur
brandari, þegar þessi sami borgarstjóri kemur nú fram í öðm gervi
í Perlunni, og rómar mikilvægi þess að koma bæði þjónustu og
rekstri opinberra stofnana í hendur einkaaðila!
Sjálf einkavæðingarhugmyndin sem Davíð Oddsson rómaði
mest í útsendingunni á Stöð 2, hinn nýi Framkvæmdabanki, er enn
verri brandari. Hver á að eiga meirihlutann í honum? Ríkið! í fullri
vinsemd leyfir Alþýðublaðið sér að spyrja máttarvöldin: Er það
rökrétt að þegar menn ræða nauðsyn þess að einkavæða ríkisbank-
ana, þá leggi forsætisráðherrann til að það verði byrjað með því
stofna enn einn ríkisbanka?
Er þetta alvara, eða bara enn einn brandarinn hjá forsætisráð-
herranum?
Reykjavíkurflugvöllur
Ingibjörg Sólrún Gísladótti borgarstjóri hefur lagt kapp á að
Reykjavíkurflugvöllur verði endurbyggður hið fyrsta. Með því hef-
ur hún slegið á raddir þeirra, sem telja rétt að flytja flugvöllinn frá
Reykjavík. Það var satt að segja tímabært, því meðan Sjálfstæðis-
flokkurinn réði borginni drabbaðist völlurinn niður. Engu skipti þó
flokkurinn ætti líka samgönguráðherrann. Það var einfaldlega
einsog Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki áhuga á að byggja upp
flugvöllinn.
Skeytingarleysi fyrri meirihluta í borginni um Reykjavíkurflug-
völl leiddi til þess að hugmyndir um lokun vallarins fengu byr und-
ir báða vængi. Fram á sviðið stigu pótintátar af ýmsum sortum, sem
vildu flytja innanlandsflugið til Keflavíkur. í því fælist að sjálf-
sögðu gríðarlegt óhagræði fyrir alla þá sem þurfa að sækja þjónustu
til Reykjavíkur, og væri því reiðarslag fyrir fólk af landsbyggðinni.
Atvinnulífi í borginni væri um leið greitt þungt högg.
Enn er stiginn fram pótintáti á Alþingi Islendinga sem vill að
Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður og fluttur til Keflavíkur.
Hann telur jafnframt, að einungis sé spuming um tíma, hvenær það
verður gert. Þetta er Kristján Pálsson, þingmaður Sjálfstæðismanna
í Reykjanesi. í þessum efnum er Kristján ekki venjulegur þingmað-
ur, heldur hafa orð hans þunga vigt. Hann er nefnilega fulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins í samgöngunefnd Alþingis. Hann flytur stefnu
flokksins í samgöngumálum.
í þessu sambandi er rétt að rifja upp, að Halldór Blöndal sam-
gönguráðherra hefur skorið þær 117 milljónir sem áttu að fara í
endurbætur á vellinum niður í aðeins 27 milljónir. Getur verið, að
Kristján Pálsson hafi rétt fyrir sér og Sjálfstæðisflokkurinn sé í
fullri alvöru að velta fyrir sér að loka Reykjavíkurflugvelli og færa
innanlandsflugið til Keflavíkur?
Hvar eru borgarfulltrúar flokksins í Reykjavík? Hafa þeir ekki
skoðun á niðurskurði flokksmanna sinna í ríkisstjóm?
NATÓ og ESB austan Elbu
Paö er eldmóöur og hugsjónaandi yfir sjónarmiöum þessarar konu sem
runnin er upp úr miðjum hildarleik styrjaldarátaka í Evrópu. Evrópusinnar og
áhugamenn um nýja öryggisskipan í álfunni eru hugsjónafólk okkar tíma.
“Ég verð að vera fullur eldmóðs, því
að allt í kringum mig eru ísjakar sem
þarf að bræða,” sagði William Lloyd
Garrison þegar hann var eitt sinn
skammaður fyrir æsing. Þannig er
þetta í Evrópu. Án eldmóðs bráðna
seint klakamir sem eftir eru úr kalda
stríðinu og vonin um nýja samskipta-
hætti kólnar áður en varir.
Gamlir NATÓ-andstæðingar á fs-
landi eru hættir að andæfa gegn “gamla
NATÓ” enda nennir enginn að fjasa
við þá lengur hvort það hafi tekið eðl-
isbreytingum eður ei. Nú er búið að
setja “nýja NATÓ” svo rækilega á dag-
skrá að þeir sem vilja kyrrstöðu í al-
Pallborð
RP Einar Karl
Haraldsson
r 'f' skrifar
þjóðlegum samskiptum íslendinga
munu eiga fullt í fangi með að andæfa
gegn því. Og þá kemur upp þessi ein-
kennilega þversögn í lífi kyrrstöðu-
mannsins, að allt sem hann var á móti í
gær er gott í dag svo ffemi að það sé
hægt að koma í veg fyrir að morgun-
dagurinn breyti heimsmynd með
þekktum stærðum.
Aöferö sem skilar
árangri
Þegar litið er yfir sögu Evrópu síð-
ustu áratugina verður ekki annað sagt
en að sú aðferð að setja sér markmið og
tímamörk hafi borið ríkulegan ávöxt.
Allt frá stofnun stál- og kolabandalags-
ins á sjötta áratugnum hefur Vestur-
Evrópa færst nær efnahagslegum sam-
runa með þessari aðferð. Smáatriðin í
þróuninni valda að vísu endalausum
deilum, vaxtaverkjum og ósigrum en
markmiðin nást og tímamörkin halda
nokkum veginn. Enda þótt hrikti í á
flestum stöðum út af áformum um
sameiginlegan gjaldmiðil innan Evr-
ópusambandsins standa markmiðin og
tímasetningin 1999 óhögguð. Kohl
kanslari ákvað að sameina Þýskaland
með hraði enda þótt það væri kannski
ekki efnahagslega skynsamlegt eftir á
að hyggja. En einungis þannig er hægt
að halda eldmóðinum við. Það er að
segja með því að ákveða fyrst hin póli-
tísku markmið og snúa sér síðan að því
að koma þeim lifandi gegnum samn-
ingaþóf, smáatriði, tæknilega vankanta
og linkind í skriffinnskubáknum.
Það er búið að setja upp markmiðin
í Evrópu. Evrópusambandið verður
stækkað. Atlantshafsbandalagið verður
stækkað. Evróið verður að veruleika
með einhverjum hætti. Nýtt öryggis-
kerfi í Evrópu með þátttöku allra lýð-
ræðisríkja sem hafa markaðssamskipti
og mannréttindi að leiðarljósi er
framundan. Nýr utanríkisráðherra
Bandaríkjanna hefur á elskulegan hátt
boðið fram öryggistryggingu Banda-
ríkjanna til handa öllum Evrópuríkjum
sem uppfylla áðurgreind skilyrði.
Rússum er boðið upp í dansinn eins og
öðrum en neitunarvald fá þeir ekki og
það er vel. Gamla NATÓ býðst til þess
sem nýtt NATÓ að veita Austur-Evr-
ópuríkjum seint um síðir þá öryggis-
kennd sem þurfti til þess að reisa Vest-
ur-Evrópuríki úr rústum síðari heims-
styrjaldar.
Umræður í stað
þrætubókar
Það heyrist sú skoðun hér á íslandi
að ekki beri að stækka NATÓ og Evr-
ópusambandið vegna þess að slíkt geti
egnt Rússa og valdið ójafnvægi í álf-
unni. Slík jafnvægisfræði minna á ógn-
arjafnvægisþusið sem stóð áratugum
saman. Islendingar ættu að setja sig í
spor Pólverja, Tékka, Slóvaka, Ung-
verja, Letta og Litháa. Ekkert er þess-
um þjóðum fjær heldur en að setja sig
sjálfviljugar enn og aftur í hlutverk
þröskuldsins milli stórvelda, einskis-
mannslandsins sem ávallt er gjöreytt í
öllum átökum efnahagslegum, póli-
tískum og hemaðarlegum. Auðvitað
vilja þessar þjóðir koma inn í hita lýð-
ræðis, markaðssamskipta og framþró-
unar eftir fjóra áratugi í sífrera kalda
stríðsins.
Þeir sem lásu ræðu Madeleine Al-
bright utanríkisráðherra í síðasta hefti
Economist og fylgdust með fréttum af
henni á NATÓ-fundinum í vikunni
hljóta að viðurkenna að það er eldmóð-
ur og hugsjónaandi yfir sjónarmiðum
þessarar konu sem runnin er upp úr
miðjum hildarleik styrjaldarátaka í
Evrópu. Evrópusinnar og áhugamenn
um nýja öryggisskipan í álfunni eru
hugsjónafólk okkar tíma. Og svo auð-
vitað Clinton kallinn sem veit með
vissu að helsta hagvaxtarsvæði Evrópu
í náinni framtíð er austan Elbu _ Sax-
elfar. Bandaríkjamenn hafa allt frá
Marshalláætluninni gert sér grein fyrir
að það fyrsta sem ber að gera fyrir vini
sína er að hjálpa þeim til nokkurs
kaupmáttar svo að þeir megi taka þátt í
viðskiptalífinu.
Á Islandi er ekki mikil þörf á því að
ræða hvort við erum með eða á móti
þeim tveimur samrunaferlum sem í
gangi eru í álfunni, það er að segja
efnahags- og öryggissamrunanum.
Slíkar umræður enda venjulega á ára-
löngum þögnum eftir að allir eru orðn-
ir uppgefnir á þrætubókarlotum í með-
eða- móti stfl. Við ráðum ekki ferðinni
í Evrópu þó að við ráðum að sönnu
eigin ákvörðunum um formlega aðild
að samrunanum. En hvað sem aðild
líður er nauðsynlegt að tala miklu
meira um það en gert hefur verið hvaða
áhrif þessi ferli hafa á efnahag og póli-
tík á Islandi og hvaða möguleikar fel-
ast í þeim fyrir okkur. Á slíkum unt-
ræðum er rnikið að græða.