Alþýðublaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 stúdenta Magnús Árni Magnússon hitti Vilhjálm H. Vilhjálmsson formann Stúdentaráðs og ræddi við hann Menntastefna íslenskra stjórnvalda er ekki til Vilhjálmur: “Þaö má miklu breyta og eina leiðin sem ég sé til að svo megi veröa er að þaö verði hér til stór jafnaðarmannaflokkur." Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er laganemi við Háskóla Islands og hef- ur gegnt starfi formanns Stúdenta- ráðs í vetur. Hann hefur auk þess ver- ið nokkuð virkur í landsmálapólitík- inni og tók mikinn þátt í stofnun Grósku, samtaka jafnaðarmanna og félagshyggjufólks nú á dögunum og situr í fyrstu stjóm þeirra samtaka. Einnig hefur Vilhjálmur þótt æði skeleggur baráttumaður fyrir hags- munum námsmanna og hefur ákveðnar skoðanir á því hvað þarf til að koma menntamálunum í skikk á íslandi. Kosningum í Háskólanum er nýlokið og Vilhjálmur mun láta af störfum fljótlega. Fyrst um úrslit kosninganna, hver eru viðbrögð þín? “Ég er að sjálfsögðu afskaplega ánægður. Þetta er stærsti sigur Röskvu á Vöku síðan samtökin buðu fyrst fram 1988. Raunar er þetta minnsta fylgi sem Vaka hefur fengið síðan félagið var stofnað 1935. Það hljóta að teljast ótvíræð skilaboð um það að starf Röskvu hefur skilað ár- angri. Ekki hvað síst í baráttunni um breytingar á Lánasjóðnum. Stefna Röskvu í lánamálum er skýr og mik- il vinna liggur að baki. En baráttan stendur enn og þess vegna er það mikill styrkur að vita til þess hversu afdráttarlaus stuðningur stúdenta er. Sigurinn er jafnframt gríðarleg hvatning fyrir það fólk sem nú kem- ur nýtt inn í starfið, en framboðslisti Röskvu í ár var geysilega vel mann- aður. Eins held ég að Vaka þurfi að draga af þessu ákveðinn lærdóm. Undir lok kosningabaráttunnar fóru þeir út af sporinu og fylltu skólann af ómerkilegum óhróðri sem þeir geta ekki staðið við núna örfáum dögum seinna. Úrslit kosninganna sýna að stúdentar hafna slíkum vinnubrögð- um.“ Og hver verða helstu áherslumál- in? “Starf SHÍ hefur verið blómlegt og mikið hefur áunnist og mikið af nýj- um mikilvægum málum sem við vilj- um hrinda í framkvæmd. Sem dæmi má nefna atvinnumiðstöð sem væri eins konar heils árs atvinnumiðlun. Eins og staðan er í dag er hlutastarfa- miðlun námsmanna þannig að þeir sem vantar menn í vinnu hringja í okkur, en ef þessi hugmynd nær fram að ganga myndum við leita að laus- um störfum. Svo er það tilraunasam- félag í háskólanum þar sem verður skoðuð sérstaklega staðan í jafnrétt- ismálum. Það verða gerðar kannanir og í framhaldi lagt fram aðgerðaplan til úrbóta. Eitt í viðbót sem vert er að nefna er umræðan um aðstöðumun kyn- slóða. Við höfum nú fengið upp á borðið yfirlýsingu forsætisráðherra um að taka beri upp samtímagreiðsl- ur námslána og lækka skuli endur- greiðslubyrðina. Það er vel, en það er ekki nóg. Nú þarf að snúa sér að hús- næðismálunum og skattkerfinu, útfrá umræðunni um jaðarskatta og sam- spili þessara þriggja kerfa, námslána- kerfisins, húsnæðiskerfisins og skatt- kerfisins. Auðvelda þarf ungu fólki að koma undir sig fótunum.” Hver hafa verið helstu verkefni formanns SHI í vetur? “Þau hafa verið mýmörg. Það þarf að að halda utan um alla þessa starf- semi, Stúdentaráðið sjálft og starfið í undimefndum þess. Einnig hefur mikill tími farið í lánasjóðsumræð- una og vinnuna í kringum hana. Þeg- ar nefndin sem átti að endrskoða lög- in um Lánasjóð íslenskra náms- manna var sett á laggimar ákváðum við að fara í mikla heimildaöflun og vinna umræðuna í nefndinni á rök- um. Þegar öllu var á botninn hvolft virtust þau hinsvegar ekki bíta á full- trúa Sjálfstæðismanna í nefndinni, þegar við lögðum fram niðurstöðum- ar sem bentu til að bamafólk hrökkl- aðist úr námi og sem sýndu mikla erfiðleika við fjármögnun húsnæðis fyrir þá sem skulda námslán. Því breyttum við um taktík og héldum tjaldþing um menntamál. Við söfnuðum 15.000 undirskriftum þar sem skorað var á stjómvöld að breyta lögunum. Einnig stóðum við fyrir útifundi þar sem undirskriftimar Um Björn Bjarnason: “Mér finnst ákaflega einkennilegt að mennta- málaráðherra sitji uppi í ráðuneyti og dúndri tundurskeytum á hina ýmsu aðila eins og til að mynda undirmenn sína og þá sem stýra stofnunum sem heyra undir ráðu- neytið.” vora afhentar. Síðan kynntum við skýrslu sem Dagur B. Eggertsson vann að beiðni menntamálanefndar Alþingis um áhrif breyttra laga á LIN. Við klikktum út með henni og í kjölfarið kom yfirlýsing frá forsætis- ráðherra, eins og áður segir. Þessi at- burðarrás sýnir manni að það gerðist ekkert í þessum málum fyrr en náms- menn gripu til sýnilegra aðgerða. Við getum séð framfaraskrefin með hverri aðgerð. Við stóðum einnig fyrir söfnun á kennslugögnum fyrir stríðshrjáða stúdenta í Bosníu. Við skrifuðum undir samning við Dagvist bama um forgang fyrir böm stúdenta á leik- skólum borgarinnar og ýmislegt fleira.”. Nú átt þú sœti í stjórn Grósku hinnar nýstofnuðu og hefur þwft að sitja undir ásökunum um að verafull pólitískur í starf formanns Stúdenta- ráðs. Hverju viltþú svara slíku? “Röskva varð til sem samfylking vinstri manna í Háskólanum og er samtök félagshyggjufólks. Þar hefur maður tekið eftir því að þetta sam- starf er farsælt. Ég get ekki hugsað mér að fara að starfa í andstöðu við þetta fólk, sem ég hef unnið svo náið með, í framtíðinni. Menntastefna ís- lenskra stjómvalda er einfaldlega ekki til. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið þessu undanfarið og mun gera það fram á næstu öld ef ekki kemur eitthvað til. Maður hefur haft tæki- færi til þess að fylgjast með stjóm þessara mála úr návígi sem formaður Stúdentaráðs. Það má miklu breyta og eina leiðin sem ég sé til að svo megi verða er að það verði hér til stór jafnaðarmannaflokkur sem “for- gangsraðar í þágu menntunar”, eins og segir í landsfundarályktun Sjálf- stæðisflokksins.” Hvað sérðu fyrir þér í framtíð Grósku? Er þetta farvegur sem þeir sem hafa verið að bíða eftir að eitt- hvað gerist í uppstokkun á vinstri vœng geta sœtt sig við? “Já, maður sér tvímælalaust fram- tíð í Gróskunni. Þar er nú að fara í gang öflugt málefnastarf og ég bind miklar vonir við að það skili miklu. Auðvitað er Gróskan fyrst og fremst samræðugrundvöllur vinstri manna og ég held að þetta eigi eftir að skila þeim árangri að þessir fjórir flokkar, Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, Kvennalisti og Þjóðvaki, bjóði fram saman við næstu kosningar og þá er tilgangnum náð. Hinsvegar vildi ég sjá fólk úr Framsóknarflokknum koma meira inn í þetta starf því það er tvímælalaust stór hópur þess sem á samleið með jafnaðarmönnum. Ég segi það við unga Framsóknarmenn að þeir eiga fulla samleið með okk- ur.” Það hefur komið þannig út í fjöl- miðlum að milli ykkar Björns Bjarnasonar séu ekki miklir kœrleik- ar. Hvernig hefur samskiptum for- manns Stúdentaráðs og menntamála- ráðherra verið háttað í vetur? “Ég fór á fund hans fljótlega eftir að ég tók við störfum og reyndi að ræða efnislega við hann. A þessum fyrsta og raunar eina, fundi okkar vora lánamálin til umræðu, fjárveit- ingar til háskólans og Nýsköpunar- sjóður og það er skemmst frá því að segja að það koma ekkert út úr þess- um fundi og ég skynjaði það mjög sterkt að hann vildi ekkert við okkur “kommúnistana í háskólanum” tala. Við höfðum reynt það árið áður, þeg- ar forveri minn Guðmundur Stein- grímsson var í starfi að hafa gott samstarf við ráðuneytið og ná málum fram þannig, en það skilaði engu. Því þurfti að leita nýrra leiða. Við höfum staðið fyrir áðurgreindum aðgerðum til að ná okkar fram. Svo hefur maður fengið ýmsar glósur á vefsíðu ráðherrans á Inter- netinu, eins og raunar fleiri. Mér finnst ákaflega einkennilegt að menntamálaráðherra sitji uppi í ráðu- neyti og dúndri tundurskeytum á hina ýmsu aðila eins og til að mynda undirmenn sína og þá sem stýra stofnunum sem heyra undir ráðu- neytið. Hann virðist ekki geta skilið á milli samskipta sem hann á sem menntamálaráðherra og annarra sam- skipta og tekur allt mjög persónuiega sem að honum er beint sem stjóm- mála- og ráðamanni. Það er vondur eiginleiki stjómmálamanns.” Nú ert þú laganemi og hefur haft á orði að það verði kærkomið að geta snúið sér að náminu á nýjan leik eft- ir miklar annir sem formaður Stúd- entaráðs. Ertu að halda því fram að þér líki lagastaglið betur en pólitík- in? “Lögfræði er afskaplega áhugavert fag. Kannski era þó þær kennsluað- ferðir sem era viðhafðar við laga- deildina hálf fomeskjulegar. Ég held ekki að besta aðferðin til að kenna lög sé að hrúga fólki í kennslustofur og messa yfir því. Menn skrifa það sem kennarinn segir orðrétt upp og læra það utanbókar og setja síðan fram með nákvæmlega sama hætti á prófum. Svo finnst mér að réttarsögu og réttarheimspeki mætti gera betri skil. Þegar ég var á fyrsta ári í Heim- spekilegum forspjallsvísindum hjá Páli Skúlasyni, þá kom einn nemand- inn út úr kennslusalnum og sagði: “Hvaða fjas er þetta um réttlæti, ég hélt ég væri að læra lögfræði”. Það háir einnig dálítið faginu að menn innan þess era fremur lítið sigldir eins og sjá má á lögfræðingunum í ríksisstjóminni. Það vantar víðsýni í fagið.” Segðu lesendum Alþýðublaðsins aðeins afþínum persónulegu högum. Hefurðu einhvern tíma fyrir fjöl- skyldulíf? “Þú þyrftir helst að spyrja sambýl- iskonu mína Þórdísi Guðmundsdótt- ur að því. Auðvitað hefur verið lítill tími þetta árið og allra minnstur í kringum þessar kosningar. En Þórdís er skilningsrík. Ég var búinn að segja henni það áður en við byrjuðum að búa saman að hún myndi ekki sjá mig mikið þetta árið og hún skrifaði upp á það, en ég hef lofað bót og betrun þegar ég læt af störfum um miðjan mars.” Viðtalstímar á flokksskrifstofu Nú er að mestu lokið við fyrsta áfanga endurbóta, sem unnið hefur verið að á skrifstofu Alþýðuflokksins á annarri hæð í Al- þýðuhúsinu við Flverfisgötu í Reykjavík. í framhaldi af því verða teknir upp fastir viðtalstímar forystumanna á flokksskrifstofunni. Formaður Alþýðuflokksins, Sighvatur Björgvinsson, verður með viðtalstíma á flokksskrifstofunni í dag, föstudaginn 21. febr- úar kl. 10-12 fyrir hádegi. Síminn á skrifstofunni er 552-9244. Alþýðuflokkurin Aðalfundarboð Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur heldur aðalfund sinn miðvikudag- inn 26. febrúar næstkomandi í Kornhlöðunni, Bankastræti. Fundurinn hefst kl. 20.30. Niðurstaða uppstillingarnefndar liggur fyrir á skrifstofu Alþýðu- flokksins. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta. Stjórnin Félagsfundur Grósku Fyrsti félagsfundur Grósku verður haldinn næstkomandi laugardag 22. febrúar í Bræðraminni, Kiwanishúsinu við Engjateig 11 og hefst fundurinn kl. 14.00. Dagskrá: 1. Steinunn V. Óskarsdóttir talsmaður Grósku ávarpar fundinn. 2. Hrannar B. Arnarson greinir frá málefnahópum og starfinu framundan. 3. Umræður um samtökin og framtíðina. 4. Fjöldasöngur. Fundarstjóri er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Stjórnin Fundur á Húsavík Alþýðuflokksfélag Húsavíkur efnir til almenns stjórnmálafundar á Hótel Húsavík sunnudaginn 23. þessa mánaðar kl. 16:00. Gestur fundarins verður Sighvatur Björgvinsson, formaður Al- þýðuflokksins. Fundurinn er öllum opinn. Stjórn félagsins

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.