Alþýðublaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 skoðanir Lifi Alþýöublaðið! Ekki fór það svo að útgáfa Alþýðu- blaðið legðist af á þessum vetri. Tek- in var syrpa um málið og það ekki í fyrsta sinn. Ákveðin tilraun er í gangi til hausts og þess freistað að tryggja áframhaldandi útgáfu. Miklu skiptir að auka fjölda áskrifenda og treysta þannig undirstöðumar. Nóg um það. Tilefni þess að ég set þessar línur á blað eru aðrar. Eg sat í þeirri undir- nefnd framkvæmdastjómar Alþýðu- flokksins sem skoðaði rekstur blaðs- Pallborð i Magnús M. Norödahl skrifar ins og tók þátt í að kortleggja þá leið sem nú er fetuð. Nefndin sýslaði með mikið af skjölum og talnarunum, deilt upp í debet og kredit, hagnað og tap. Ekki má heldur gleyma því, að hún sat undir stöðugri pressu frá velunnurum blaðsins, sem ýmist beittu skynsamlegum rökum eða hót- unum þegar framtíð blaðsins var rædd. Undir slíkum kringumstæðum er ekkert betra en að taka sér góða bók í hönd þegar heim er komið og láta hugann reika. Ég hafði fyrir nokkru verið að róta í bókasafni föð- ur míns. Mitt á milli Réttar og Rauðra penna rakst ég á bók Hendriks Ottós- sonar, Vegamót og Vopnagnýr. Þótti mér það fengur enda minnugur þess, að sögur hans um Gvend Jóns höfðu verið mitt uppáhald í æsku. Gvendur Jóns skipaði raunar sama sess í mínu lífi og ofurmennin skipa í hugum bama í dag. Tók ég því bókina til handargagns og hugði gott til. Að kvöldi þess dags, sem undirritun þeirra samninga lauk, sem tryggðu áframhaldandi útgáfu Alþýðublaðs- ins var ég akkúrat þar kominn þar sem Hendrik fjallar um Alþýðusam- bandsþingið 1926. Þá var Alþýðu- blaðið 7 ára, fjármál þess komin í óefni og málið til umfjöllunar á þing- inu. Jafnframt var til afgreiðslu, tillaga um inngöngu Alþýðu- sambandsins í Al- þjóðasamband sósí- aldemókrata, svo- nefnt 2. intemati- onale, sem laut stjóm sossanna á Norður- löndum og þá sér- staklega Dana undir forystu Th. Stauning. Þessi tillaga um samstarf við norræna sossa féll ekki að hug- myndum róttækari arms Alþýðusam- bandsins, sem heldur kaus inngöngu í 3.intemationale, sem stjómað var frá Moskvu. Hendrik Ottósson heldur því fram í fyrmefndri bók, að sam- bandsþingið hafi valið 2.intemationale og hafnað samvinnu við Moskvu sökum þess, að Th. Stauning hafi lofað veglegum styrk, sem tryggja myndi útgáfu Alþýðu- blaðsins. Þegar hér var komið sögu hlýtur mér að hafa rannið í brjóst, því skyndilega fannst mér ég staddur í hinni fomu borg Póllands, Stettin. Hana hafði ég nýlega heimsótt og orðið fyrir miklum áhrifum. Hvað um það, þá fannst mér ég virða fyrir mér að nýju, niðumíddar kirkjur þessarar frægu borgar, sem rísa eins og fom- aldareðlur upp úr skógi kolareiktra blokka, sem augljóslega hýsa enn í dag aragrúa pólskra verkamanna, þó raunar mér sýndust þær vart heyra til mannabústaða. Það skrýtna var að mér fannst ég staddur hér heima en ekki í Póllandi. Við það hrökk ég upp og leit út um gluggann og yftr blóm- legar byggðir Kópavogshálendisins með sóknarkirkjuna mína í forgrunni. Mér létti. Þá rann það upp fyrir mér, að ef til vill hefðu fjárhagsvandræði gamla góða Al- þýðublaðsins, sem rædd vom og út- kljáð á Alþýðu- sambandsþinginu 1926 forðað fs- landi úr bjam- arfaðmi Moskvu- valdsins og frá þeim örlögum sem síðar urðu Póllands. Svo áður en svefninn tók mig þetta kvöld vom glennumar hennar Kollu gleymdar og sálin sátt. Alþýðublaðið komið í höfn eina ferðina enn, reiðubúið með öll sín vandræði, gömul og ný, til að halda áfram að skapa íslendingum ör- lög enn um sinn. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Alþýöuflokksins. Þá rann þaö upp fyrir mér, að ef til vill hefðu fjárhagsvandræði gamla góða Alþýðublaðs- ins, sem rædd voru og útkljáð á Alþýðusam- bandsþinginu 1926 forðað Islandi úr bjarnar- faðmi Moskvuvaldsins og frá þeim örlögum sem síðar urðu Póllands. Því hefur veriö fleygt að á fundi útvarpsráös í næstu viku veröi tekinn fyrir Dagsljós þátturinn þar sem fylgst var meö Hjálmari Árna- syni og Margréti Frímannsdóttur sem voru gestir námsmanna í einn dag. Björn Bjarnason mennta- málaráöherra afþakkaöi boöiö en Jóhannes Kristjánsson eftir- herma fór meö hlutverk ráöherrans. Björn geröi sem kunnugt er athuga- semdir viö þetta á heimasiöu sinni á netinu en þar sem hann er æðsti yfirmaöur Sjónvarpsins kunna slík- ar snuprur að sýnast alvarlegar... Bæjarfulltrúa Alþýöubandalags- ins i Hafnarfiröi Magnús Jóm Árnason, eöa Magga svarta eins og hann er kallaður, dreymir um að komast aftur í bæjarstjórastólinn, þó engar líkur séu á því það sem eftir lifir þessarar aldar. Hann á líka undir högg að sækja vegna þess aö Lúövík Geirsson sem einnig er bæjarfulltrúi allaballa sækir fast til hærri metoröa og á hauk í horni þar sem er faðir hans, Geir Gunnars- son alþingismaður. Margir telja aö hann myndi skáka Magnúsi Jóni i prófkjöri. Lúðvík lét þó á dögunum teyma sig í viðtal þar sem hann lýsti áhuga sínum á aö veröa þingmaður Reyknesinga og því ekki útilokað aö hann reyni aö velta um koll nú- verandi þingmanni, en það er Sig- ríöur Jóhannesdóttir sem tók viö að Ólafi Ragnari þegar hann fluttist á Bessastaöi. Þinglosti Lúövíks, sem er bæöi hæfur og metnaöar- gjarn ungur maöur, gæti því bjargað Magga svarta í næsta prófkjöri... Aöstandendur listmunagallerís- ins Foldar gefa út lítinn og skemmtilegan Listapóst þar sem oft má lesa fróðleg viöhorf um list. Þar er stundum fjallaö um listfræöinga. Mikiö írafár varö síðastliðið haust í félagi þeirra yfir grein sem birtist þar í september. því lyktaöi meö snúö- ugu bréfi til gallerísins. Þar var þess vinsamlega óskað að eftirfarandi listfræðingar yröu teknir út af boðs- lista gallerísins: Þorgeir Ólafsson, (Vinnur hjá Bibl frænda.) Aöal- steinn Ingólfsson, Gunnar Kvar- an og Óli, stóri bróöir. Halldór B. Runólfsson, (þetta Ijós okkar á Al- þýðublaðinu sem aldrei móögast.) Kristfn Guönadóttir, Júliana Gott- skálksdóttir, Bera Nordal, Ellsa B. Þorsteinsdóttir, Hannes Sig- urðsson, Hrafnhiidur Schram, og Auöur Ólafsdóttir. Það var ekki nóg meö að hinir móöguöu listfræö- ingar viidu afmá sin æruveröugu nöfn af listanum, heldur kröföust þeir aö allar þær stofnanir sem þeir ynnu við, yröu teknar af listanum. Þarna er um aö ræöa stofnanir á borð viö Háskóla íslands, Ríkisút- varpiö, Myndlista og Handíöaskól- ann, sjálfa Norrænu ráðherranefnd- ina og meira aö segja Menntamála- ráðuneytið.. Þegar upp var staöiö voru þaö þó aðeins Geröuberg, Listasafn Einars Jónssonar, Lista- safn Kópavogs og Listasafn ís- lands, sem héldu því til streitu aö vera strikuð út af listanum. Sam- kvæmt þessu virðast viökomandi listfræðingar álíta að þessar stofn- anir séu prívatstofnanir viökomandi fræöinga en ekki menningarstofn- anir I eigu fólksins. Væntanlega munu forsvarsmenn þeirra aö sama skapi krefjast þess hið fyrsta aö þær verði strikaðar út af fjárlögum rikisins og viökomandi sveitarfé- laga. Þá er bara einni lítilli spurn- ingu ósvarað. Hver kostar styrjald- arrekstur listfræðingana gegn litlu galleríi meö óþægilegar skoöanir? Bréfið sem þeir sendu var stimplað meö frímerkjavél númer 3001. Það númer er skráö á opinbera stofnun, hvort er þaö nú Bibi frændi í ráðu- neytinu eöa Ráöhúsiö... hinamegin "FarSide" eftir Gary Larson Björn Heiðar Björnsson Guðmundur Björnsson sölumaður: sölumaður: “Ég hef ekki hugmynd um “Hann heitir Vaclav Klaus." það.“ Harpa Karlsdóttir skrifstof ustjóri: “Vaclav Klaus.“ Anna Lovísa Þórisdóttir nemi: “Hann heitir Vaclav K eitt- hvað.“ Stephanie Cleveland hermaður: “Ég heyrði það í fréttum í morgun en man ekki nafnið." m q n n Samband móður og barns er ekki eins náið á íslandi og í Bandaríkjunum og Japan sam- kvæmt samanburðarrannsókn- um. Baksíðufrétt, Mogginn i gær. “Gítarsóló - My Generaiiom, heitir þema þessarar sýningar og mun hún fjaila um hippa- kynslóðina og það sem hún hefur lifað og reynt.” Bjartmar Guðlaugsson er kominn heim, en hann er aö undirbúa rhyndlistarsýningu í Óðinsvéum. DT í gær. “Ekkert jafnast á við að koma sjálfum sér á framfæri í hinu skærtendraða Dagsljósi nema ef vera kynna að hossa sér og flissa í sófanum hjá Hemma.” Oddur ( DT I gær. Hún á líka vinnualka fyrir mann. Mann sem aldrei hættir fyrr en hann hefur fengið sínu fram. “Ég er mjög stolt af honum, tökum dúkkurnar sem dæmi. Ef hann hefði ekki barist fyrir þeim hefði aldrei orðið af þessu.” Karen Mulder, feguröardís er vel gift. DT í gær. Lík Dengs Xiaopings, æðsta leiðtoga Kína, sem lést í gær verður brennt í splunkunýjum ofni sem var sérstaklega keyptur fyrir hann til að koma í veg fyrir að aska hans bland- ist ösku óæðri manna, að því er kínverskir heimildarmenn sögðu í morgun. Mold varstu og æöri mold muntu aftur veröa. DV í gær. “Það er viss mannfyrirlitning í þeirri launastefnu sem fylgt er á íslandi. Laun er miðuð við að hvorki sé hægt af lifa af þeim né deyja. Aðeins að hrærast í sífelldum ótta.” Unnur Jónsdóttir skrifar í Lesendadálk DV í gær. Það væri því sskilegra að bar- dagaseggir nútímans væru manngleggri en raun ber vitni. Það setur fjölda saklausra í mikinn vanda ef trantaralýður þessi valsar um og lemur fólk af handahófi.” Dagfari fjallar um þegar þrír menn réöust inn á heimili manns og rændu honum og böröu síðan. Þeir reyndust hinsvegar hafa gripiö rangan mann. DV (gær. “Hvort viija yfirvöld að konur misnoti atvinnuleysisbæturnar eða fái lengra fæðingarorlof.” Fríöa Björk Másdóttir í Velvakanda Mogg- ans í gær. miLLÆminnm Núfinnst mér það allt svo lítið og lágt sem lifað erfyrir og barist er móti Þó kasti þeir grjóti og hati og hóti, við hverja smásál ég er í sátt. Brot úr Ijóöinu Norðurljós eftir Einar Bene- diktsson en Ijóöiö er Ijóö dagsins í bók Sigurbjarnar Einarssonar biskups en þar hefur Sigurbjðrn valið Ijóð og orð til íhug- unar fyrir hvern dag ársins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.