Alþýðublaðið - 07.03.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.03.1997, Blaðsíða 3
FOSTUDAGUR 7. MARS 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 ónarmið Mun sakna Alþýðublaðsins Á heimasíðu sinni fjallar Björn Bjarnason menntamálaráðherra um Alþýðublaðið: “Össur Skarphéðinsson hefur tekið til við að setja svip sinn á Al- þýðublaðið. Er augljóst, að hann ætlar sér að láta blaðið endurspegla málflutning sinn og áhugamál á Al- þingi. Sá ég þetta á forsíðufrétt, sem endurómaði boðskap Össurar í umræðunni um frumvarp til laga um Bókasafnsjóð rithöfunda, sem ég kynnti með framsöguræðu á Al- þingi þriðjudaginn 18. febrúar. Þá taldi Össur alltof naumt skammtað að hækka fjárveitingar í þessu skyni um tæpar 5 milljónir króna úr, rúmlega 12 í 17 m.kr. Hringir Össur síðan í Ingibjörgu Haralds- dóttur, formann Rithöfundasam- bands íslands, sem tekur undir með ritstjóranum og segir á forsíðu Al- þýðublaðsins, að þessi hækkun á útgjöldum ríkisins um 5m.kr. sé alltof lítil. Vikupistill minn frá 17. febrúar vakti nokkrar umræður í fjölmiðl- um vegna gagnrýni minnar á þá að- ferð, sem sjónvarpið og hljóðvarp ríkisins beittu í tveimur tilvikum, þar sem ég átti í hlut. Össur Skarp- héðinsson skrifar leiðara í Alþýðu- blaðið og byggir málflutning sinn á því, að úr því að ég gegni starfi menntamálaráðherra megi ég ekki lýsa skoðun minni á einstökum þáttum í Ríkisútvarpinu á heima- síðu minni. Hann gengur þannig í björg með gömlu flokkssystkinum sínum í Alþýðubandalaginu, þeim Guðrúnu Helgadóttur og Svavari Gestssyni, sem bæði hafa viljað leggja stein í götu þess, að ég not- aði þennan ágæta miðil, sem tölvan er, til að nýta mér þau borgararétt- indi, sem felast í málfrelsi. I því efni hefur ráðherrastarfið á engan hátt þau áhrif, að ég megi ekki viðra skoðanir mínar. Ætla ég ekki að láta þessa þrjá ríkis- og for- sjársinna segja mér fyrir verkum í því efni. Þá er það alrangt hjá Öss- uri, að í þessum umrædda pistli hafi ég í fyrsta sinn sest í stól fjöl- miðlagagnrýnandans, þetta hefur þvert á móti verið eitt af þeim efn- um, sem setja svip á þessa vikupistla mína frá upphafi. Eg er einn þeirra, sem myndi sakna þess, ef Alþýðublaðið hætti að koma út. Vona ég, að Össuri tak- ist að standa þannig að málum, að blaðið lifí áfram.” Ólögmætar aðgerðir 1 Neytendablaðinu skrifar Jón Magnússon varaformaður Neyt- endasamtakanna um tolla sem Jón Helgason, fyrrverandi land- búnaðarráðherra, lét setja á inn- fluttar unnar kartöflur, og Hæstiréttur dæmdi ólögmæta: “Neytendur hafa orðið fyrir verulegu tjóni vegna þessara ólög- mætu vemdaraðgerða ráðherrans, en tekið skal fram að í raun bera þeir ábyrgð með honum sem sátu í ríkisstjóm og létu þetta viðgangast átölulaust. Neytendur þurftu að kaupa kartöflur á margföldu verði vegna stuðningsaðgerða ráðherrans við iðnfyrirtæki í kjördæmi hans. Neytendur þurftu líka að greiða hærri afborganir og vexti af lánum vegna þess að hækkunin á kartöfl- um sem vemdaraðgerðirnar ollu hækkaði um leið viðmiðunarvísi- tölu lána. Innflytjendur urðu sumir gjaldþrota og gripu til vamarað- gerða sem dæmdar voru ólöglegar og var þeim refsað fyrir, meðal annars með fangelsisvist. Þeir eiga nú væntanlega endurkröfu á hendur ríkinu vegna greiðslu hins ólög- mæta gjalds og hugsanlega fleiri kröfur? En neytendur, hvaða kröfu eiga þeir? Geta þeir krafist endur- greiðslu ólöglega tekins kartöflu- verðs og of hárra lána? Nei. Neyt- endur bera tjónið. Hver er svo ábyrgð ráðherrans, sem hefur beitt ólögmætum aðgerðum? Verður hann látinn bera ábyrgð? Mun verða höfðað refsimál á hendur honum? Mun hann þurfa að líða með sama hætti og sumir þeirra sem urðu harðast fyrir barðinu á ólögmætum aðgerðum af hans hálfu? Svarið er einnig nei. í lýð- ræðisþjóðfélagi á þetta ekki að geta gerst. En það gerist þegar þeir sem kjömir em til að gæta hagsmuna al- mennings láta stundarhagsmuni, stjórnarsamstarf og pólitíska fyrir- greiðslu fyrir hina fáu ráða meiru en almenna skynsemi og eigin samvisku. Ég er einn þeirra, sem myndi sakna þess, ef Ai- þýðublaðið hætti að koma út. Vona ég, að Öss- uri takist að standa þannig að málum, að blaðið lifi áfram. Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélagsins, er ekki par vinsæll meðal margra félagsmanna sinna þessa dagana. Helga hefur tekist að vera ósammála flestum öðrum talsmönnum sjómanna í deilu þeirra við útgerðarmenn vegna fram- sals á kvóta. Enn hallar und- an fæti hjá Helga eftir að hann stefndi sínum fyrrum fé- lögum í Farmanna- og fiski- mannasambandi íslands og tapaði málinu. Helgi reyndi aö fá til Vélstjórafélagsins hluta af eignum Farmanna- sambandsins, sem hann klauf Vélstjórafólagið út úr, fyrir fáum árum. Hrakföllum Helga fjölgaði, hann tapaði málinu bæði í héraði og Hæstarétti. Eftir frægan sigur Ólafs Ragnars Grímssonar í forsetakosningunum hefur vegur þeirra sem sáu um áróðursmálin fyrir Ólaf vaxið mjög. Einar Karl Haralds- son, fyrrum framkvæmda- stjóri Alþýðubandalagsins hefur stofnað fyrirtækið Inn- form efh, sem er eftirsótt til kynningarstarfa. Einar hefur á stuttum tíma tekið að sér jafn ólík fyrirtæki og kirkjugarða og verðbréfastofnanir. Með Innform starfar einnig Guðný Aradóttir sem að tjaldabaki kom mjög við sögu framboðs Ólafs. Ekki væsir heldur um Gunnar Stein Pálsson sem almennt var álitinn höfuðið á bak við velheppnaða baráttu forsetans. í bransanum er sagt að biðröð sé við dyrnar hjá fyrirtæki hans. Nýlega festi hann kaup á glæsilegu húsnæði í Brautarholti 8 undir fyrirtækið, og þessa daga eru iðnaðarmenn í óða önn að koma öllu sem haganlegast fyrir, en starfsmennirnir eru þegar mættir til starfa. Það er efalítið einskær tilviljun en nágrannar Gunnars Steins á hæðinni er fyrirtækiö Inn- form... Best varðveitta leyndarmál stjórnmálanna þessa dagana er hvert Jón Baldvin Hannibalsson heldur þegar líður á árið. Jón er um þessar mundir afar eftirsóttur af fjöl- miðlum landsins. Þessa dag- ana stendur hann fyrir spjall- þætti á Stöð 2, þar sem hann birtist á rauðum axlaböndum og er sannkallaður Larry King íslands. Fleiri en eitt bókaforlag hefur einnig borið í hann víurnar og heyrst hef- ur að í bígerð sé samstarf Jóns og þekkts rithöfundar frá síðustu jólabókavertíð. Næsta verkefni hans á sviði fjölmiðlunar birtist svo lands- mönnun á morgun, þegar hann skrifar í DV um erlend málefni. Vegir stjórnmálanna eru órannsakanlegir, því einsog lesendur DV hafa tek- ið eftir er sá sem Jón leysir af um helgina enginn annar en Bíbí frændi, okkar ástæli Björn Bjamason mennta- málaráðherra... Mikið fjör var í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær, þegar mál gegn Franklin Steiner var tekið fyrir. Fjöl- miðlar höfðu komið sér fyrir, í þeim tilgangi að mynda þenn- an fræga mann. Þrátt fyrir fyrirhöfnina tókst ekki nema einum að mynda Franklin, en það var Björn Blöndal sem var að mynda fyrir Mannlíf, en Hrafn Jökulsson ritstjóri, er að skrifa grein um Frank- lin. Ástæða þess að illa gekk að mynda Franklin var að hann fékk að nota dyr sem eru ætlaðar dómurum réttar- ins. Fjölmiðlamönnum þótti kyndugt að Franklin hefði for- réttindi fram yfir. Sumir höfðu á orði að nóg væri komið að forréttindum til handa Frank- lin. Síðasti Móhíkaninn Haukur Tómasson, rafvirkji: “Ég ætla að slappa af í heima- högum.” Ásgeir Ólafsson, nemi: “Ég ætla að vera heima f ró- legheitum.” Aðalheiður Þorsteinsdóttir, starfar við heimilishjálp: “Ég verð að sinna bömunum mínum.” Magnús Sigurbjörnsson, rafvirkji: “Ég ætla á skíði í Bláfjöllum.” Sigrún Valdimarsdóttir, Ijósmóðir: “Ég verð aðallega í að taka á móti bömum.” v i t i m e n n “Það get ég ekkert sagt tii um. Það er nú mín reynsla að þetta sé flór sem aldrei þorn- ar. Þannig að þó maður moki, þá er ekki þar með sagt aö allt verði fínt á eftir.” Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknar- stjóri f DT þar sem hann ræddi “rekstur" veitingahúsa. “Ég var með skegg frá tvítugu fram yfir þrítugt á veturna og rakaði mig á sumrin. Síðan fór ég í pólitíkina hef ég ekki verið með skegg. Þeir segja að það rugli kjósendurna ef maður breytir um útlit.” Árni M. Mathiesen alþingismaður að ræða um eigið útlit f DT. “Alla mína hundstíð, þá hef ég verið umkringdur af ein- hverju batteríi af höfuðsnill- ingum sem hafa passað að ég færi mér ekki að voða. Ég minnist sérstaklega Eysteins Jónssonar, Hermanns Jónas- sonar og Steingríms sonar hans, Ólaf Jóhannessonar, Halldórs E. Sigurðssonar, Guðna Ágústssonar, og núna Sivjar.” Halldór Jónsson, verkfræðingur í Moggan- um. “Akureyringar eru íhaldssam- ir, ragir við breytingar.” Ásta Sigurðardóttir, formaður skólanefndar á Akureyri, í Mogganum. “í því dæmi, sem hér hefur verið rakið, var það ekki gert. Sein viðbrögð, kattarþvottur og yfirklór eru hæfileg orð um það, sem gert var.” Jón Sigurösson Grundartangaforstjóri að lýsa yfir óánægju sinni með samskipti sfn við fréttastofu Útvarps og sérstaklega Kára Jónasson fréttastjóra. “Hvers vegna verða konur ekki verkfræðingar og múrar- ar? Hvers vegna verða karlar ekki kennarar og sjúkraliðar? Flæmski hatturinn og norska smugan ku vera giska notaleg- ur kimi í tilverunni.” Arnar Sverrisson, samfélagsfræðingur og ráðgjafi, (DV. “Þetta var mun auðveldara en ég átti von á. Vörnin var sterk og kúabjöllurnar virkuðu vel á okkur.” Bergsveinn Bergsveinsson handbolta- markmaður að loknum sigri í 1. deildinni, í DV. Og svo flaug hann á burt með mitt vor yfir heiðar og hlíðar, með höll mína, tign mína og ríki, - ég vissi það síðar, með hið fegursta og besta sem að- eins að afspurn ég þekki. - Og ég átti það, átti það allt, en ég vissi það ekki. Úr Ijóöinu Raddir sem aldrei hljóöna, eftir Guðmund Böðvarsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.