Alþýðublaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 1
MÞYÐWBIÐ Föstudagur 21. mars 1997 Stofnað 1919 39. tólublað - 78. árgangur Upplýsingatregða Halldórs Blöndal á Alþingi Ráðherra á röngum fundi sagði Guðmundur Arni Stefánsson. Upplýsingar um laun æðstu starfs- manna Póst og síma voru enn og aft- ur til umræðu á Alþingi í gær. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir spurði Davíð Oddsson um hann skilning á hvort Halldóri Blöndal hafi verið stætt á neita að upplýsa um laun starsmannanna. Sérstaklega þar sem Finnur Ingólfsson hafði sagt að hann hefði annan skilning á skyldu ráð- herra í sambærilegu máli. Davíð sagðist meta málið á þann veg, að ekki væri skylt að upplýsa um launakjörin, sérstaklega þar sem í svarinu kæmu fram einkahagsmunir ¦ Stærra vandamál á íslandi en talið er Heimilisofbeldi ekki skilgreint ílögum Claire Ann Smearman, bandarískur lögfræðingur, hefur unnið tillögur til úr- bóta hvað varðar réttarúr- ræði sem snúa að heimilis- ofbeldi á íslandi. Heimilisofbeldi er ekki skilgreint hugtak í íslenskum lögum. Nýlega kom út skýrsla um umfang heimilis- ofbeldis á íslandi en þar kemur fram að heimilisofbeldi er stærra vanda- mál en menn hafa ætlað hérlendis. Með skýrslunni fylgja þó engar til- lögur til úrbóta í réttarkerfinu. Claire Ann Smearman er banda- rískur lögfræðingur, sem starfar að lögmannsstörfum í Baltimore og kennir femískar lagakenningar við háskóla. Hún hefur rannsakað banda- rískt réttarfar og meðal annars bent á að konur fái almennt mun hærri dóma fyrir ofbeldi gagnvart karl- mönnum en karlar fyrir ofbeldi gegn konum. Hún mun flytja fyrirlestur um heimilisofbeldi í Odda 25. mars næstkomandi á vegum Kvenréttinda- félags íslands og Rannsóknarstofu í Kvennafræðum og Lagadeildar Há- skólans. Claire segir að rót vandans sé að finna í lögunum en ekki þýði að að deila um dómana. Hún nálgast lögin með femínískum aðferðum og gengur út frá því í rannsóknum sin- um að andi laganna sé karlkyns og við breytingar á lögum þurfi að taka tillit til þess. Hún var stödd hér á landi fyrir tveimur árum og kenndi þá á námskeiði hjá Rannsóknarstofu í Kvennafræðum. Hún gerði þá samanburðarrann- sókn á íslenskum réttarúrræðum hvað varðar heimilisofbeldi og bandarískum og upp úr rannsókninni hefur hún unnið tillögur til úrbóta, þær snúa aðallega að skilgreiningu hugtaksins, rannsóknarferlinu, en þessi mál koma afar sjaldan til dóm- stóla, úrræðum ákæruvaldsins, svo sem nálgunarbanni, og hjúskaparlög- unum og forsjá barna. starfsmannanna. Halldór Blöndal kom í ræðustól og las upp atriði sem varða ráðningarsamninganna, svo sem að um er að ræða föst mánaðar- laun, að ekki sé greidd risna og að fimm starfsmenn hafa bfla til um- ráða. "Samgönguráðherra er á vitlausum fundi," sagði Guðmundur Arni Stef- ánsson, og sagði að ekki hafi verið spurt um það sem ráðherra gerði að umtalsefni. Guðmundur Arni benti ráðherra á að gera yfirbót og svara því sem þingmenn vildu vita. Guð- mundur Arni bætti við að verið væri að ræða stórpólitískt mál. Hann spurði hvort skilaj mætti svo, að þeg- ar ríkisfyrirtækjum er breytt í hluta- félög, lokist allar dyr, engar upplýs- ingar verði hægt að fá. „Við verðum að fá skýr svör um þetta áður en um- ræðan um breytingu ríkisviðskipta- bankanna í hlutafélög verður á dag- skrá. Lúðvík Bergvinsson tók í sama streng og Guðmundur Arni og sagði að auki að svörum Davíðs Oddsson- ar, mætti skilja að hann líkti þing- mönnum við hluthafa í venjulegu hlutafélagi. Sungið til heiðurs Gylfa Það verður mikið um dýrðir í íslensku óperunni næstkomandi laugardag kl. 17. Þar til heiðurs Gylfa Þ. Gíslasyni, sem varð áttræður fyrr á þessu ári. Flutt verða lög eftir þekktustu ljóðskáld okkar. Einnig verða flutt þjóðlög og óperukórar. Meðal flytjenda ar, Fóstbræður, Garðar Cortes. Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sigríður Ella Magnúsdóttir dóttir. Björn Bjarnason, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson flytja upplestur sjá Einar Már Guðmundsson, Gunnar Eyjólfsson, Guðrún Þ. Stephensen og verður flutt hátíðardagskrá Gylfa við texta eftir mörg eru Kór íslensku óperunn- og Rannveig Fríða Braga- ávörp á samkomunni. Um Helgi Hálfdánarson. ¦ Eina sérhæfða deildin fyrir brunasjúka opnuð aftur Komnar 30 milljónir Rannveig Guðmundsdóttir bakkar bað þrýstingi Búið er að ákveða að opna á ný, einu sérhæfðu sjúkradeild landsins, þar sem aðstaða er til að annast brunasjúklinga. Deildin hefur verið lokuð í meira en eitt ár. Rannveig Guðmundsdóttir og Össur Skarphéð- insson lögðu fram fyrirspurn til Ingi- bjargar Pálmadóttur heilbrigðisráð- herra vegna deildarinnar. Degi áður en átti að ræða fyrirspurnina á Al- þingi veitti ríkisstjórnin 30 milljón- um króna til deildarinnar. Fyrir- spurnin var svohljóðandi: "Hvað lýður úrbótum á aðstöðu fyrir brunasjúklinga á Landspítala? Hve miklu fé hyggst ráðherra veita til þeirra? Hvenær má vænta þess að eina sérhæfða brunadeild landsins, sem nú hefur verið lokuð í rúmt ár, verði opnuð á ný?" "Ég hef fengið þær gleðilegu upp- lýsingar, ofan af Landspítala, að fjár- veiting upp á 30 milljónir króna hef- ur komið til deildarinnar. Fjármagni hafði verið lofað síðan í haust, en það hefur hamlað öllum möguleikum um opnun deildarinnar. Ekki var vitað hvenær fjármagn kæmi og ekki hver upphæðin yrði. Nú er fjárveitingin komin að mér skilst og búið að aug- lýsa eftir starfsfólki. Eg lít svo á, að við ýttum við mál- inu með fyrirspruninni, hafi haft þau áhrif að gengið var frá fjárveiting- unni. Eg fagna þessari niðurstöðu." ¦ Þjóðvakablaðið Kemur ekki út oftar Blað Þjóðvaka, sem kom út í gær, var það síðasta. Akveðið hefur verið að hætta útgáfu blaðsins og munu margir þeirra sem í það blað skrifuðu, birta greinar sínar í Alþýðublaðinu hér eftir. Alþýðublaðið fagnar sam- starfinu við penna Þjóðvaka- blaðsins og væntir mikils af þeirra framlagi í þeirri sókn sem Alþýðublaðið er í. X J ¦ Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir spyr dómsmálaráðherra um strand Vikartinds Eiga peningar að ráða björgun skipa Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður jafnaðarmanna, gerði samskipti Landhelgisgæslunnar og útgerðar Vikartinds, að umræðuemi á Alþingi. Hún sagði meðal annars, að áður en Vikartindur strandaði, hafi verið leitað eftir því hvort Landhelg- isgæslan væri fáanleg til að bjarga skipinu, áður en í óefni var komið, fyrir fast gjald. Hún sagði að ef það hefði verið gert, þá hefði verið hægt að komast hjá því sem við stöndum frammi fyr- ir í dag. „Hefði Landhelgisgæslan ekki gefíð þau svör sem hún gaf, hefði sjálfsagt verið leitað frekar eft- ir slíkum samningi," sagði Ásta Ragnheiður meðal annars. En eins og kunnugt er liðu klukkustundir frá því bilun varð í aðalvél Vikartinds og þar til reynt var að bjarga skipinu skömmu áður en það strandaði, og áður var leitað til Landhelgisgæsl- unnar um hvort möguleiki væri á gera samning um fast verð fyrir að- stoð við Vikartind. "Það er afleitt að það skuli annað- hvort vera komið undir fjárhagsleg- um útgjöldum eigenda skipa eða tryggingafélaga eða fjárhagslegur hagur Landhelgisgæslunnar, sem hafi áhrif á hvenær er kallað á aðstoð í björgun," sagði Ásta Ragnheiður og bætti við að Landhelgisgæslan hefði synjað að draga Vikartind fyrir fast gjald. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra sagði það hvorki stefnu Land- helgisgæslunnar né ráðuneytisins að gera björgunarsamninga fyrirfram um björgun flutningaskipa, en sagði þó einstök frávik kunna að vera á þeirri reglu. Hann upplýsti einnig að Landhelgisgæslan hefði bent á, að samninga sem gerðir væru fyrirfram, væri hægt að ógilda og bent var á að áhöfn varðskipsins ætti einnig þátt í málinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.