Alþýðublaðið - 21.03.1997, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 21.03.1997, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 1997 fMBiini rBin Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýöublaösútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéöinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guömundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sfmi 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverö kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Helmingaskiptastjórnin Það er alkunna að íslenskt atvinnulíf hefur löngum miðast við helmingaskipti milli Framsóknar- og Sjálfstæðismanna. Ríkisvið- skiptabankakerfið hefur miðast við þessa reglu og bankastjórastöð- ur ráðast af pólitísku litrófi hvers tíma. Um áratuga skeið kom einn bankastjóri Landsbankans beint frá Sambandi íslenskra samvinnufélaga sem var langstærsta fyrir- tækjasamsteypa landsins. Hrun Sambandsins var örlagaríkt fyrir Framsóknarmenn en þeir hafa náð góðri stöðu aftur, meðal annars með öflugri stjómun á VÍS og Olíufélaginu (ESSO). A hinum vængnum era Eimskip og Sjóvá-Almennar í forystu. Þessi fyrirtæki era öflug en þau starfa öll á fákeppnismarkaði. Fá- keppni er eitt alvarlegasta mein í íslensku atvinnulífi og sífellt fær- ist meira fjárhagslegt vald á æ færri hendur. Jafnaðarmenn hafa lagt mikla áherslu á það í umræðu um einka- væðingu eða ríkisrekstur að tryggja samkeppni. Helmingaskipta- stjóm Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks gengur þvert á þessi sjón- armið. Allir muna hvemig þessir flokkar skiptu á milli sín verk- takastarfseminni á Keflavíkurflugvelli og tryggðu þar einokun og nokkram fjölskyldum úr flokkunum ómældan auð. Þessar tvær höfuðfylkingar í íslenskum stjómmálum á þessari öld hafa oft tekist harkalega á þrátt fyrir samvinnu á öðram svið- um. Margir muna áreksturinn þegar ríkið ætlaði að selja Útvegs- bankann, en þá mættu báðar fylkingar gráar fyrir jámum, önnur leidd að SÍS-aðilum og hinni stjómað að Kristjáni Ragnarssyni, formanni LÍU. Nú gerast aftur tíðindi. Landsbankinn, stærsti banki þjóðarinn- ar, kaupir 50 prósent í stærsta tryggingafélagi landsins. Þótt vita- skuld sé gott að íslenskir bankar fylgi eftir þeirri þróun erlendis að taka vaxandi þátt í tryggingum þá er hér ekki allt sem sýnist. Sam- keppni mun minnka á innlendum markaði. Hlutur ríkisins á fjármagnsmarkaði stóreykst við þessi kaup Landsbankans. Landsbankinn og Búnaðarbankinn munu aftur vera að 2/3 hlutum í eigu ríkisins að minnsta kosti næstu fjögur árin. Hér hefur ríkisstjómin breytt algerlega um stefnu og kom hún mörgum stuðningsmanni sínum í opna skjöldu. Furðu hefur vakið sá ágreiningur sem hefur birst um hvemig eiginfjárhlutfall Landsbankans er reiknað út að loknum þessum kaupum. Alþýðublaðið tekur undir þá kröfu sem kom fram á Al- þingi að Ríkisendurskoðun kanni sérstaklega þennan þátt. Það er að minnsta kosti óvanalegt að bankastjórar ríkisbankanna væni hvem annan um lögbrot. Tengsl stjómarflokkanna við þennan gjörning eru augljós. Ráð- herrar fylgdust með sölunni og henni var stýrt af formanni banka- ráðs Landsbankans sem jafnframt er framkvæmdastjóri Sjálfstæð- isflokksins. Ymsir telja að þetta skref stryki Framsóknarmenn í valdatafli stórviðskiptanna og þegar hafa fréttir borist af samræð- um annarra fyrirtækja. Ef þetta leiðir til enn meiri fákeppni á veik- burða fjármagnsmarkaði þá er illt í efni fyrir neytendur. Þegar Sjálfstæðis og Framsóknarflokkur hafa myndað ríkis- stjóm eiga sér ætíð stað einhver stórviðskipti þar sem flokkslegir hagsmunir sitja í fyrirrúmi. Eitt af framvörpum ríkisstjómarinnar sem liggur fyrir Alþingi gerir ráð fyrir að stofna nýjan ríkisbanka á granni fjárfestingarsjóðs atvinnuveganna. Þar er skilmerkilega skipt bankastjórastöðum og völd hagsmunasamtaka og stjómar- flokka era mjög vel tryggð. Þegar á reynir hefur Sjálfstæðisflokkurinn ætíð verið drýgstur allra flokka að blanda saman hagsmunum fyrirtækja sinna og ríkis- ins og ekki skirrst við ríkisrekstri þegar honum hentar. Sjálfstæðisflokkurinn hugsar fyrst og fremst um völd og áhrif fárra einstaklinga í okkar litla þjóðfélagi, en minna um hagkvæmni eða hagsmuni almennings. skoðanir Hagkaup kaupir kaupendur Sú var tíð að Hagkaup naut slfkrar ástsældar með þjóðinni að einkennis- búningur íslenskra húsmæðra var kenndur við þetta fyrirtæki. Þeim leið jafn vel í Hagkaupssloppunum og þeim leið í hálfköruðum verslun- unum; Hagkaup var verslun jóns&gunnu, og sjálf verslunin prjál- laust og sterkt tákn nýfrjálsrar þjóðar sem loksins fékk að búa þar sem hún vildi, frjáls undan ánauð stórbænda og svíðingslegra kaupmanna, danskra og hálfdanskra. Pálmi í Hag- kaup var sem kaupmaður kominn í beinan karllegg frá Þorláki Ó. John- son og öðrum þeim sem reyndu að starfa hér í anda hugsjóna Jóns Sig- urðssonar um frjálsa verslun fyrir frjálsa og þéttbýla þjóð. Hagkaup er tákn íslenska lýðveld- isins, hefur vaxið með þessu lýð- veldi, hefur ævinlega speglað líðan þess og ríkjandi hugarfar hverju sinni, allt frá því allt var í kössum í bráðabirgðahúsnæði og til þess að „flutt væri í stærra“ - ameríska draumsins um nýtt mall í nýjum mið- Príðji mqðurinn | Guömundur Andri Thorsson skrifar bæ í nýrri borg á nýrri öld. Fólkið treysti Hagkaup. Hagkaup var það sjálft, og.meira að segja þeg- ar loks um síðir var reynt að leiðrétta þjóðina í því hvemig hún skyldi haga beygingum á þessu fleirtöluorði tók hún dræmt í það: skilaboðin til menntamannanna voru: við ætlum sjálf að ráða því hvemig við beygjum okkar verslun... Nú virðist hins vegar svo komið fyrir þessari verslun að hún geti ekki lengur treyst þessum velvilja fólks- ins. Nú virðist sem Hagkaupsmenn telji svo komið að þeir þurfi að kaupa fólk með gylliboðum og blekkingum til að koma og versla hjá sér. Hver fjölmiðillinn á fætur öðmm - nú síð- ast Mogginn - hefur fengið óvilhalla hagspekinga til að reikna út fyrir sig hvað það taki venjulegan mann lang- an tíma að vinna sér inn fyrir utan- landsferð með því að nota nýja fyrír- tækjakortið sem Hagkaup á aðild að og allt ber þar að sama bmnni: fólk þarf að æða á milli Húsasmiðjunnar og Hagkaups og kaupa þar baki brotnu og margfylla bílinn með bens- íni frá Skeljungi ef það á að sjá fram á að komast í vetrarferð til Glasgow innan þeirra fjögurra ára sem tíma- mörk punktasöfnunar em. Kunnugir telja að þetta kunni að taka venjulega manneskju um það bil öld. í fyrsta sinn í sögu sinni virðist Hagkaup ætla að beita ómerkilegri sölubrellu. í fyrsta sinn í sögu sinni virðist Hagkaup ætla að missa tiltrú í fyrsta sinn í sögu sinni virðist Hagkaup ætla að beita ómerki- legri sölubrellu. í fyrsta sinn í sögu sinni virðist Hagkaup ætla að missa tiltrú fólks- ins. fólksins. Því hvemig sem reiknings- dæmið kann að líta út þá fer fyrir öðmm sem mér þegar þetta svokall- aða fríkort kemur upp í hendumar. Maður segir: Humm... I fyrsta sinn í sögu sinni hefur Hagkaup sent frá sér skilaboð sem ekki em skýr heldur loðin. Af hverju þarf ég að fara að kaupa einhverjar mublur í Húsasmiðjunni þó ég versli í Hagkaupi? Og fyrirtækið er svo seinheppið að senda frá sér slíkt kostaboð á tíma þegar margur er að átta sig á þeim dýrkeyptu sannindum að engin vara er ókeypis og það sem maður kaupir það þarf maður á endanum að borga. Ekki síst utanlandsferðir, sem Korts- menn flagga sem mest. Villan í þessu er að sjálfsögðu sú að okkur er sagt að með því að kaupa séum við að spara. Hitt mun þó vera öllu nær sanni: að með því að stilla sig um að kaupa megi spara. Grædd- ur er geymdur eyrir. Eftir hömluleysi fjölskyldna og fyrirtækja á umliðn- um áratugum er nú að renna upp tíð ráðdeildar og skynsemi í hugarfari þjóðarinnar. Og í fyrsta sinn í sögu sinni virðist Hagkaup ekki vera með á nótunum. Enda komið í samkrull við kolkrabbann. Ferð til útlanda er svo sem ekkert óskaplega dýr og reyndar er alls ekki erfitt að safna sér fyrir henni. Vilji er allt sem þarf. Maður verslar bara í Bónus og leggur til hliðar mismun- inn á verði vörunnar frá því sem ger- ist í Hagkaup - maður tekur strætó, labbar eða hjólar í vinnuna og leggur til hliðar þann pening sem ella færi í bensín hjá Skeljungi - maður pússar upp gamla stofuborðið og málar það fallega og leggur til hliðar þann pen- ing sem ella færi í mublur hjá Húsa- smiðjunni, og svo framvegis: og fyrr en varir getur maður farið ef manni sýnist til Sameinuðu arabísku fursta- dæmanna - með Atlanta.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.