Alþýðublaðið - 03.04.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.04.1997, Blaðsíða 1
MMÐUBLMD Fimmtudagur 3. apríl 1997 Stofnað 1919 42. tölublað - 78. árgangur Margrét Frímannsdóttir um Vikartind Eitt klúður frá upphafi "Ég er mjög ósátt með allan frá- gang og hreinsun á rusli. Þetta er eitt klúður frá upphafi. Að það skuli ger- ast, þegar mánuður er frá slysinu, að menn séu enn vera að velta ábyrgð- inni á milli sín og benda hver á ann- an," sagði Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins og þingmaður Sunnlendinga, um að- gerðir eða aðgerðarleysi vegna Vik- Loksins! - lyf sem vinnur gegn skalla! Pilla bælir virkni hormóns sem rýrir hárfrumur. Auka- verkanir geta leitt til dvínandi kynhvatar og minni reisnar. Pilla, sem eykur verulega hárvöxt á sköllóttum körlum var páskagjöf bandaríska fyrirtækisins Merck og Co. til þeirra, sem eiga þá ósk heitasta að sjá skalla sinn hverfa í beðju nýrra hára. Um 48-65 prósent þeirra sem tóku lyfið fengu aukinn hárvöxt, en aðeins um 7 prósent þeirra sem fengu gervipillur. Fyrir þá sem æskja aukins hárvaxt- ar til að ganga í augum hins kynsins hefur pillan þó dapurlegar aukaverk- anir, sem geta birst í minni kynhvöt og erfiðleikum við að ná fullri reisn þegar mest liggur við. Niðurstóðurnar voru kynntar fyrir skömmu á stórum fundi amerísku húðfræðisamtakanna af Keith Kaufman, sem starfar fyrir Merck og Co. Niðurstóðurnar byggja þó ekki aðeins á mati fyrirtækisins, heldur staðfesti skoðun vinnuhóps óháðra vísindamanna ályktanir Kaufmans. í rannsókninni var tattórveraður 2,5 sentímetra breiður hringur á höf- uðleður 1,550 karla undir 45 ára aldri, og að meðaltali spruttu 107 hár innan hringsins. Þetta er mun betri árangur en nokkurt fyrri skallalyfja getur státað af. Lyfið, sem heitir finasteride, bæl- ir virkni hormónsins, sem leiðir til rýrnunar frumunnar, sem hárið vex úr. Það er því einstakt meðal skalla- lyfja, sem fæst hafa virkað til þessa, að því leyti að það hamlar framvindu þeirra líffræðilegu ferla, sem eru frumorsök skalla. artindsslyssins. "Það sem við getum lært af þessu er, að til verður að vera, viðbragðsá- ætlun fyrir allt landið og öll tvímæli verði tekin af hver getur tekið af skarið. Margrét segir þetta mál vera fjórþætt, ruslið í fjörunni, björgun farmsins, olían í skipinu og skips- flakið. Hún segir enga yfirstjórn vera yfrr málinu. „Ég hélt að þetta væri hlutverk viðbragðsnefndarinnar, sem Eiður Guðnason skipaði 1991 í fram- haldi af mengun sem þá varð, að bregðast við nú. En nefndin var ekki kölluð saman fyrr seint og um síðir. Ég hlýt að vera mjög ósátt með allan framgang þessa máls." Margrét segir sjávarmengunar- deild Hollustuverndar hafa unnið að málinu, en í deildinni eru aðeins þrír menn. Hún segir yfirstjórnina vanta, en að ábyrgðin sé umhverfisráðherra og hans ráðuneytis. "Menn hafa örugglega haldið nógu marga fundi og vísað hver á annan. Niðurstaðan er að engu að sfður sú, að mánuði eftir slysið, er þetta ekki enn í lagi og það er óviðunandi." Mikið rask hefur verið í miðbænum, þar sem Austurstræti er sundurgrafið, það er frá Lækjar- götu að Pósthússtræti. Framkvæmdum verður ekki lokiö fyrr en 7. júní, það er samkvæmt áætlun. umhium - bg Leikfléttur í lífeyrismálum Hvorki trúnaðarmál né tilviljanir Eins og alkunna er, eru flest al- menningshlutafélög á Islandi meira og minna í eigu annara almennings- hlutafélaga, sem oft eru bankar, líf- tryggingafélög og verðbréfafyrir- tæki, sem aftur eru í eigu hlutafélaga, sem tiltölulega fáir og útvaldir eiga. A.m.k. eiga þeir nóg til að stjórna þeim, því alveg er það dæmalaust hve mikið af eigendum og stjórnend- um síðastnefndu félaganna situr í stjórnum allra hinna félaganna. Stundum er þetta eignarhald í ís- lensku atvinnulífi kallað Kolkrabb- inn. Þetta segir meðal annars í grein sem Magnús Norðdahl, skrifar um lífeyrismál og er á bls. 7. Hér á eftir fer hluti greinarinnar. Málið er, að tilvist lífeyrissjóðanna og rekstur þeirra eru málefhi kjara- samninga og þeim stjórnar Krabbinn ekki. Að minnsta kosti ekki fyrr en honum tekst að leysa verkalýðs- hreyfinguna upp í frumeindir sínar. Það var reynt þegar einn heimilis- kötturinn, ættaður af Höllustöðum, keyrði í gegn restarnar af nýju vinnu- löggjöfinni. En það má reyna ýmis- legt annað og sérstaklega ef fylgispök og hentug ríkisstjórn situr. Þá er ekki útséð um, að hægt sé að krækja sér í væna sneið af lífeyris- sparnaði almennings. Nú undir páska, eða rétt í þann mund er pennarnir fóru á loft til þess að skrifa undir kjarasamninga láku þær fréttir út, að fjármálaráðherra væri að leggja síðustu hönd á nýtt frumvarp til laga um lífeyrissjóði. Þar skyldi einkavæða lífeyriskerfið að nokkru eða verulegu leyti. í frum- varpinu, sem forsætisráðherra dreifði sem trúnaðarmáli vítt og breytt, er ráð fyrir því gert að horfið sé af braut samtryggingar í lífeyrismálum inn á braut séreignarlífeyrissjóða. Samtryggingin, sem er skyldubund- in, fer nú fram í lífeyrissjóðum verkalýðshreyfingarinnar en sér- eignasjóðirnir, sem eru frjálsir eru myndaðir í bankakerfinu. Skv. trún- aðarmálinu munu bankar, sparisjóðir, líftryggingafélög og verðbréfafyrir- tæki fá einkarétt á rekstri séreignalíf- eyrissjóða. Þessir aðilar fá jafnframt heimild til þess að hefja rekstur samtrygg- ingasjóða. Lífeyrissjóðir verkalýðs- hreyfingarinnar eru aftur á móti vængstífðir. ¦ Ríkisstjórnin Sammála um að gera ekkert Skortir ekki lagaheimildir til aö taka stjórnina af eigend- um skipsins "Það má sjálfsagt gagnrýna ýmsa hluti í framkvæmdinni og hvernig til hefur tekist. Stjórnvöld heima fyrir og í ráðuneytum hafa lýst óánægju sinni með framkvæmdina og seinaganginn. Eg get ekki sagt að ég sé kátur með hvernig hefur gengið," sagði Guð- mundur Bjarnason umhverfisráð- herra, þegar hann var spurður um vandræðaganginn varðandi Vikartind og framkvæmdir á strandstaað. "Þau ráðuneyti sem að málinu koma, það er dómsmálaráðuneyti og umhverfisráðuneyti, hafa verið sam- mála um það að það bæri að láta skipafélagið og tryggingafélag þess bera ábyrgð á þessu og annast fram- kvæmdina. Á fyrsta fundi, eftir að ég byrjað að hafa afskipti af þessu máli, var yfirlýsing frá þeim um þeir tækju ábyrgð á að hreinsa ruslið, losa olíuna úr skipinu og farminn og að auki að fjarlægja skipið. Þetta höfum við frá þeim og þeir hafa, þó okkur hafi þótt ganga bæði seint og illa, samið við verktaka um að hreinsa ruslið, um að losa farminn og eins hafa þeir sjálfir unnið að því að ná olíunni úr skipinu. Meðan allt þetta hefur verið í gangi, og ekki orðið meiri áföll en orðið hafa, höfum við verið sammála um að grípa ekki inn £. Skortir ykkur lagaheimildir til að grípa inn í? "Nei, það skortir ekki lagaheimild- ir. Við höfum talið að það sé betra að láta þá annast þetta og bera kostnað- inn. Það er ljóst að þegar og ef við tökum málið yfir, þá segðu þeir gott og vel hafið af þessu allan veg og vanda. Það má vel vera að það hafi verið röng afstaða að gera það ekki strax og láta íslensk fyrirtæki og fs- lendinga annast málið. Þetta var nið- urstaðan og er enn. Ég vona að innan tveggja daga verði olían áfallalaust komin úr skipinu og hreinsunarstarf er í gangi, þó mönnum þyki það ganga hægt. Mér þykir leitt að heima- menn hafi lent í innbyrðiskarpi um eignarhald og fleira, en ég ræð ekki við það. Ég vona að aðgangur starfs- manna sé tryggður." Hefur verið rætt í ríkisstjórninni að íslensk stjórnvöld taki málið yfir? "Það hefur tvívegis verið rætt í rík- isstjórninni og í bæði skiptin höfum við verið sammála um að gera það ekki. Það hefur verið sameiginleg af- staða okkar. Við höfum verið sam- mála um að þeir sem ábyrgðina bera standi við sínar yfirlýsingar. Reyndar höfum við ekki rætt þetta allra síðustu daga." Sjómenn til sátta Sjómannafélag Reykjavíkur og viðsemjendur þeirra hafa vísað kjara- viðræðum sín á milli til ríkissátta- semjara, það er þeim hluta sem lýtur að farmönnum. "Við fórum upphaflega fram með þá kröfu að lægstu laun hækkuðu úr 57 þúsund krónum í 90 þúsund.en nú förum við fram á 70 þúsund í lág- markslaun, en því hefur alfarið verið hafnað. Það var því ekkert annað að gera en vísa málinu til sáttasemjara. Hann hefur ekki boðað til fundar," sagði Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.