Alþýðublaðið - 03.04.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.04.1997, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 s k o ö u n Leikfléttur í lífeyrismálum Það mun vera haft fyrir satt, að í stjómmálum séu ekki til trúnaðarmál eða tilviljanir. Ekki veit ég hvort það er rétt. Ég trúi því hins vegar að leki póli- tískra trúnaðarmála sé hluti stjóm- kænsklegrar leikfléttu og engin tilvilj- un. Um það er þessi grein. Eins og alkunna er, em flest al- menningshlutafélög á íslandi meira og minna í eigu annara almenningshluta- félaga, sem oft em bankar, líftrygg- ingafélög og verðbréfafyrirtæki, sem aftur em í eigu hlutafélaga, sem tiltölu- lega fáir og útvaldir eiga. A.m.k. eiga þeir nóg til að stjóma þeim, því alveg er það dæmalaust hve mikið af eigend- um og stjómendum síðastnefndu félag- anna situr í stjómum allra hinna félag- anna. Stundum er þetta eignarhald í ís- lensku atvinnulífi kallað Kolkrabbinn. Ég held að hann sé því miður að hreiðra um sig allt of víða í okkar litla samfélagi. Eftir að hann er búinn að ná og treysta yftrráð sín á sem næst öllum samgöngum milli íslands og umheims- ins, bæði á sjó og í lofti, hasla sér ör- uggan völl í vátryggingum, sölu á bensíni og olíum, að ég tali nú ekki um fjárfestingu í fiskistofnunum þá er fátt eftir, sem hann ekki á eða ræður. Eyrr- um brjóstvöm almennings í landinu, Samvinnuhreyfmgin, er að hverfa og verða að lítilli Krabbadeild og Fram- sóknarflokkurinn, þetta gamla sam- vinnuljón, orðið að malandi heimilsk- etti á góðbúi Sjálfstæðisflokksins. Og hvað er þá eftir. Jú. Krabbinn veit og þolir ekki, að lífeyrissjóðimir í land- inu, sem stofnaðir vom af verkalýðs- hreyftngunni og sem stjómað er að hálfu af henni, áttu hvorki meira né minna en 262,6 milljarða króna við árslok 1995. A því sama ári numu ið- gjöld til þeirra 17 miljörðum króna. Þessum Ijármunum vill hann ráð. Gall- inn á öllu er sá, að það er ekki fram- kvæmanlegt að ná meirihluta í stjóm lífeyrissjóðanna. Þar em engin hluta- bréf til sölu og engin einkavinavæðing á dagskrá. Málið er, að tilvist lífeyrissjóðanna og rekstur þeirra em málefni kjara- samninga og þeim stjómar Krabbinn ekki. Að minnsta kosti ekki fyrr en honum tekst að leysa verkalýðshreyf- inguna upp í frumeindir sínar. Það var reynt þegar einn heimiliskötturinn, ætt- aður af Höllustöðum, keyrði í gegn restamar af nýju vinnulöggjöfinni. En það má reyna ýmislegt annað og sér- staklega ef fylgispök og hentug ríkis- stjóm situr. Þá er ekki útséð um, að hægt sé að krækja sér í væna sneið af lífeyrisspamaði almennings. Það er þekkt flétta í skáldsögum og einnig í mannlegum samskiptum, að þar sem sannfæra þarf einhvem um eitthvað og helst ef hafa þarf eitthvað af honum í leiðinni, að þá er teflt fram þremur manntegundum og sjónarmið- um. Illmenni, góðmenni og þeim sak- lausa. Hinum síðast talda er ætlaður lokahnykkurinn og skal sannfæra fjórða þátttakandann í fléttunni, sem raunar veit ekki að hann er þátttakandi. Þessi íjórði þátttakandi er með öðmm orðum fómarlambið og sá, sem eitt- hvað þarf að hafa af. Spuming dagsins er þessi. Er svona leikflétta um lífeyr- ismálin í gangi núna? Að minnsta kosti koma saman margar tilviljanir, grun- samlegir trúnaðarbrestir og klisju- kenndir karakterar í einu og sama mál- inu. Kíkjum á það að gamni. Nú undir páska, eða rétt í þann mund er pennamir fóra á loft til þess að skrifa undir kjarasamninga láku þær fréttir út, að fjármálaráðherra væri að leggja síð- ustu hönd á nýtt frumvarp til laga um lífeyrissjóði. Þar skyldi einkavæða líf- eyriskerfið að nokkru eða veralegu leyti. í framvarpinu, sem forsætisráð- herra dreifði sem trúnaðarmáli vítt og breytt, er ráð fyrir því gert að horfið sé af braut samtryggingar í lífeyrismálum inn á braut séreignarlífeyrissjóða. Sam- tryggingin, sem er skyldubundin, fer nú fram í lífeyrissjóðum verkalýðs- hreyftngarinnar en séreignasjóðimir, sem era frjálsir era myndaðir í banka- kerfinu. Skv. trúnaðarmálinu munu bankar, sparisjóðir, líftryggingafélög og verðbréfafyrirtæki fá einkarétt á rekstri séreignalífeyrissjóða. Þessir að- ilar fá jafnframt heimild til þess að hefja rekstur samtryggingasjóða. Líf- eyrissjóðir verkalýðshreyfingarinnar era aftur á móti vængstífðir. Iðgjöld til þeirra mega ekki fara umfram 10% af launum eða 10.000.00 á mánuði. Þeim era lagðar lífsreglur í fjárfestingum þannig að öruggt verði að kröftum þeirra verði sem allra mest dreift. Þeim er að sjálfsögðu bannað að reka sér- eignasjóði. I þessari grein er of langt mál að fara út í það með hvaða hætti þetta skipulag veikir framtíðarstöðu lífeyrissjóða verkalýðshreyftngarinnar, margfaldar kostnað, eykur líkur á tapi lífeyrisréttinda og breytir í grandvall- aratriðum lífeyriskerfi landsmanna, sem allir era sammála um að sé eitt það besta í heiminum. Það bíður betri tíma. Nú. Fréttir af þessu trúnaðarfram- varpi láku beint ofan í fréttir þess efn- is, að Landsbankinn, þrátt fyrir þröng- an fjárhag, hefði keypt væna sneið af Vátryggingafélagi íslands. Það era Réttum aðilum eru með því tryggð völd á réttum stöðum. Lífeyr- issjóðir verkalýðs- hreyfingarinnar, sem lögin útiloka frá því opna bás í fjármála- stórmarkaði bankaráðs formannsins visna og deyja. Þegar um lýkur munu 17 milljarðar renna á hverju ári beint og hindrunar- laust til uppbyggingar Kolkrabbans og þess pólitíska valds, sem hann hefur og beitir miskunnarlaust. einmitt bankar, sparisjóðir, líftrygg- ingafélög og verðbréfafyrirtæki, sem trúnaðarframvarpið l'ærir einkarétt á gerð samninga um séreignalffeyris- sparnað. Hreint voðaleg tilviljun að bera skuli upp á sama tíma. Formaður bankaráðs Landsbankans og fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sá mæti maður Kjartan Gunnarsson, lýsti í viðtali vegna ofangreindrar tilviljunar og leka á trúnaðarfrumvörpum, fram- tíðarsýn sinni um rekstur banka á Is- landi. Hann sá fyrir sér, að bankar tækju á sig mynd fjármálalegs stór- markaðar. Þar fengi almenningur lána- fyrirgreiðslu, ýmsa þjónustu og því ekki lífeyrisþjónustu. A sama tíma hamaðist forsætisráðherra við að gefa út yfirlýsingar til eigenda lífeyrissjóð- anna, að í þessu nýja trúnaðarfram- varpi fjármálaráðherra ( sem forsætis- ráðherra annaðist dreifíngu á ) muni ekki verða hróflað við forræði almennu lífeyrissjóðanna á 10% sameiginlegu framlagi launþega og launagreiðanda. A sama tíma leggur Þórarinn V. undir flatt. Gott ef hann er ekki bara á móti þessu öllu saman. Almenningur veltir því fyrir sér hvað sé eiginlega í gangi. Talast þeir Friðrik og Davíð ekki við eða hvað. Era þeir fóst- og skólabræð- ur, Kjartan Gunnarsson og Þórarinn V. ekki lengur í talsambandi. Hver ræður eiginlega Sjálfstæðisflokknum? For- maðurinn, varaformaðurinn, fram- kvæmdastjórinn, VSÍ eða bara hver. Hefur ekkert verið rætt við....Hann borgar jú drýgstan hlutann af þessum 17 miljörðum á ári til lífeyrissjóðanna. Ætli þessir aðilar séu bara virkilega hættir að hittast og talast við? Varla. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að rústa lífeyriskerfi verkalýðshreyfingar- innar og tappa miljörðum á Kol- krabbann er ekki treyst á tromplausar hendur. Hér er unnið skipulega og hér kemur fléttan. Markmið hennar er, að þegar nokkr- ir minniháttar agnúar hafa verið sniðn- ir í burtu, standi eftir löggjöf, sem búið hefur til nýtt landslag í lífeyrismálum og opnað „frjálsa" markaðnum lögvarða leið í pyngjur launamanna. Réttum aðilum era með því tryggð völd á réttum stöðum. Lífeyrissjóðir verkalýðshreyfingarinnar, sem lögin útiloka frá því opna bás í fjármálastór- markaði bankaráðs formannsins visna og deyja. Þegar um líkur munu 17 milljarðar renna á hverju ári beint og hindranarlaust til uppbyggingar Kol- krabbans og þess pólitíska valds, sem hann hefur og beitir miskunnarlaust. En áfram með fléttuna. Fyrst þarf að útbúa frumvarp. Það gerir „illmennið" í fjármálaráðuneytinu. Þar er fyrirfram plantað inn ákvæðum, sem munu ör- ugglega fá verkalýðshreyfinguna til þess að rísa upp á afturlappimar. 10.000.00 kr. múrinn, sem engu máli skiptir í heildarmyndinni ber þar hæst og nokkur önnur minniháttar ákvæði, sem skipta litlu þegar hugsað er til langrar framtíðar. Miklu skiptir hins Fyrrum brjóstvörn al- mennings í landinu, Samvinnuhreyfingin, er að hverfa og verða að lítilli Krabbadeild og Framsóknarflokkur- inn, þetta gamla sam- vinnuljón, orðið að malandi heimilsketti á góðbúi Sjálfstæðis- flokksins. vegar að upp í frumvarpið séu tekin at- riði, sem verkalýðshreyfingin samdi fyrst um á árinu 1969 og fékk síðast staðfest í kjarasamningi 12.12 1995. Það verður að vera gott með illu, ann- ars gengur fléttan ekki upp. Hér kemur „góðmennið" í forsætisráðuneytinu til sögunnar. Það tekur að sér að leka fyr- irætlunum „illmennisins" til þess „sak- lausa“ og „fórnarlambsins". „Góð- mennið" leikur um hinn góða og grandvara, sem ekkert illt má sjá og allra vinur er. „Góðmennið" kýs þess vegna að eyða öllum ásökunum um að einkavinur hans, undirmaður og ráð- gjafi, formaður bankaráðsins hafi nokkuð frétt frá sér um fyrirætlanir „illmennisins" sem N.B. er náinn sam- starfsmaður „góðmennisins“. Þeir sitja nefnilega saman í ríkisstjóm og fara saman með stjóm á Sjálfstæðisflokkn- um, þar sem fyrmefndur bankaráðsfor- maður er framkvæmdastjóri. Þá kemur að þeim, sem leikur þann „saklausa“. Það er fulltrúi VSÍ. Annað hvort verð- ur það Þórarinn V., sem ekki er nú beint sakleysislegur eftir þras og vökur, nú eða þá einhver annar, t.d. Víglundur, sem hefur á sér mildari mynd. Sá „sak- lausi“ tekur einarða afstöðu gegn fyrir- ætlan „illmennisins" ( 10.000.00 kr. múmum og hinum smáatriðunum ) og einhendir sér í að fá „góðmennið“ til þess að koma böndum á „illmennið" sem auðvitað tekst. Agnúamir sníðast af einn af öðram. Fjendur, blóðugir upp fyrir axlir eftir harðvítug kjaraátök standa saman. Þetta gæti gott ef ekki átt að enda eins og besta sápuópera með tilheyrandi faðmlögum, heit- strengingum og „við stöndum nú alltaf saman strákar“ yfirlýsingum. Þetta faðmlag þess „saklausa" og „fómar- lambsins" undir blessun „góðmennis- ins“, sem ekki kann að passa trúnaðar- mál, á að tryggja að fléttan gangi upp og að lögin gangi í gegnum Alþingi með aðstoð heimiliskattanna fyrir vor- ið. Kjarasamningar era komnir á og skulu standa þó undirstöðunum sé kippt undan lífeyriskerfinu. Krabbinn á að fá sitt og sína milljarða og getur síðan selt hlutabréf í öllu draslinu á opna markaðnum. Það er bara einn galli á þessu öllu saman. Það fólk, sem margt hvert kom að verki þegar homsteinar samtrygg- ingar launafólks vora lagðir í kjara- samningunum 1969, og núverandi leið- togar verkalýðshreyfingarinnar, sem margir hverjir hafa tekið þátt í upp- byggingu lífeyrissjóðanna á síðustu áram og skila þeim nú sem einu besta lífeyriskerfi heims, láta ekki blekkjast. Þeir þekkja sína leikbræður, leyndar- mál þeirra og leikfléttur. Þeir vita og, að í verkalýðs- og stjómmálum leka trúnaðarmál aldrei. Þeim er bara lekið. Og að ekkert gerist á þessu sviði fyrir tilviljun, einungis fyrir skipulagðar að- gerðir. Vonandi fær þessi lífeyrissjóða- leikflétta ekki að ganga upp. Magnús M. Norðdahl hrl, fonnaður frkv.stjórnar Alþýðuflokksins. Aðalfundur Fulltrúa- ráðs Alþýðuflokksfé- laganna í Reykjavík Fundurinn verður haldinn í Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerð- inni), fimmtudaginn 3. apríl 1997, kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Reykjavíkurlistinn og málefni framboðs til borgarstjórn- ar Reykjavíkur vorið 1998. 3. Tillaga um lagabreytingar. 4. Önnur mál. Þeir aðalfulltrúar sem af einhverjum ástæðum geta ekki komið því við að mæta eru eindregið hvattir til að láta skrifstofu flokksins vita hið fyrsta. Allsherjaratkvæða- greiðsla um kjarasamn- inga Vmf. Dagsbrúnar og Vkf. Framsóknar Allsherjaratkvæðagreiðsla um kjarasamninga og sérkjara- samninga milli Vmf. Dagsbrúnar og Vkf. Framsóknar ann- ars vegar og viðsemjenda hins vegar fer fram dagana 8., 9., og 10. apríl 1997. Atkvæðagreiðslan fer fram í húsnæði Vmf. Dagsbrúnar í Skipholti 50 1. hæð í vesturenda hússins. Aðalkjarasamningur og viðkomandi sérkjarasamningur verða sendir félagsmönnum á næstu dögum ásamt öllum fylgigögnum. Kjörstaður er opinn frá kl. 9 - 19 alla dagana. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofum félaganna frá mið- vikudegi 2. apríl. Kærufrestur vegna kjörskrár er til loka kjörfundar 10. apr- íl kl. 19.00. Kjörnefnd

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.