Alþýðublaðið - 03.04.1997, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 03.04.1997, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRIL 1997 MMMIIII fÐID Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guðmundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Jafnréttismál fatlaðra Fatlaðir eru hópur, sem alltof oft verður útundan í þjóðfélaginu. í of ríkum mæli gerist það, að réttindi þeirra eru fyrir borð borin, og til þessa hefur það ekki verið forgangsverkefni nokkurrar ein- stakrar stofnunar, að gæta að því að lögskilin réttindi fatlaðra ein- staklinga séu vnt. Það leikur enginn vafi á því, að þetta leiðir í til- vikum fjölmargra til þess að fatlaðir ná ekki áttum í þeim frum- skógi laga og reglna sem þá varðar. Afleiðingin verður auðvitað oft á tíðum sú, að réttindi þeirra eru ekki virt, og líf þess, sem býr við fötlun, verður ekki jafn innihaldsríkt og það gæti ella verið. Þessu þarf að breyta. Réttur fatlaðra einstaklinga verður að vera skýr. Þeir verða að geta leitað til stofnunar, eða embættis, sem hef- ur það hlutverk með höndum að benda þeim á hver réttur þeirra innan samfélagsins er, - og aðstoða þá með oddi og eggju við að ná honum, ef þarf. Það er að sönnu dásamlegur styrkur að eiga sterka foreldra og góða fjölskyldu. An efa er það enn meiri fjársjóður í tilviki ungra fatlaðra íslendinga á leið út í lífið. Þeim ríður á styrk. Dæmin sýna líka, að styrkur venslamanna í slagsmálum ungra fatlaðra einstak- linga um rétt sinn gagnvart kerfínu, sér í lagi skólunum, hefur oft skipt sköpum. En fyrir ungan fatlaðan einstakling, sem er á leið út í lífið, má framtíðin ekki velta á því, hversu sterkir liðsmenn foreldrar og nán- ustu venslamenn eru í baráttunni við að vinna rétt og aðstoð úr vel- ferðarkerfínu. Það gildir nefnilega jafnt um fötluð ungmenni og aðra, að þau eiga ekki í öllum tilvikum sterka foreldra, og einsog gengur, í sumum tilvikum enga. Veikir og fátækir foreldrar, ef til vill beygðir af baslinu sem fylgir því stundum að sjá fatlað bam sitt bogna undan álaginu, megna lítt þrátt fyrir góðan vilja í átökum við kerfi, þar sem niðurskurður og spamaður era lykilorðin. Þetta er auðvitað löngu viðurkennt, bæði hér á landi og víða annars staðar. En þó skilningurinn sé að vakna hér á landi einsog erlendis, emm við enn komin svo skamman veg á leiðinni til æski- legra úrbóta. Við getum hinsvegar stytt okkur leið, einsog svo oft áður, með því að skoða hvaða leiðir hafa verið valdar hjá þeim þjóðum, sem em komnar lengst á þessu sviði. I Svíþjóð hefur verið valin sú leið, að skipa sérstakan umboðs- mann fatlaðra. Hlutverk hans er að veita fötluðum hverskyns ráð- gjöf um hvaða aðstoð velferðargrunnur samfélagsins á að veita þeim lögum samkvæmt, og veita þeim aðstoð við að ná rétti sínum. Umboðsmaðurinn tekur jafnframt á kvörtunum frá fötluðum um misrétti, sem þeir telja sig beitta, og hefur lagaskyldu til að gangast fyrir úrbótum. Svíum ber saman um, að þetta kerfi gangi nokkuð vel, og sé mikil réttarbót fyrir fatlaða. Frændur okkar Danir kusu hinsvegar að setja á stofn sérstaka stofnun jafnréttismála. í Danmörku er skammt síðan að þjónusta við fatlaða var flutt yfir til sveitarfélaganna. Danir telja, að við þann flutning hafi glatast ýmis sértæk þekking, og jafnframt yfir- sýn yfir afleiðingar og samspil ýmissa aðgerða stjómvalda, sem fatlaða varða. Jafnframt töldu þeir eftir á, að eftir flutninginn hafi komið í ljós, að framboð á þjónustu gagnvart fötluðum hafi reynst verða mismunandi milli sveitarfélaga, þannig að í raun hafi gætt nokkurrar mismununar. Stofnun þeirra á sviði jafnréttismála var einmitt sett á laggirnar til að skoða þetta, og koma á samræmdri þjónustu, þannig að ekki væri mögulegt að fatlaðir nytu mismun- unar, eftir því hvar þeir byggju. Frá sjónarhóli Islendinga er mikilvægt að skoða vel reynslu Dana. Hér á landi er sterk, þverpólitísk viðleitni til að flytja marg- víslega félagslega þjónustu yfir til sveitarfélaga, og ljóst, a reynsl- an frá Danmörku getur kennt íslendingum margt. En umfram allt er Ijóst, að hin nýja stofnun þeirra hefur reynst fötluðum sem einstak- lingum afar vel í persónubundinni baráttu margra þeirra við að ná þeim rétti, sem lögin mæla fyrir um. Það er enginn efi á því, að samsvarandi stofnun hér á landi gæti hentað fötluðum íslendingum afar vel. Bæði sem sjóður ráðlegg- inga og uppspretta móralsks stuðnings, en líka sem varðsveit og fótgöngulið í persónulegri baráttu þeirra um eigin réttindi. Þessvegna er það fagnaðarefni, að á Alþingi hefur nú Ásta B. Þorsteinsdóttir, sem er landsþekkt fyrir reynslu sína og óbilandi þrek í baráttu fyrir réttindum fatlaðra, haft forgöngu um tillögu um að hér á landi verði stofnun jafnréttismála hrint á laggir hið fyrsta. Hún getur skipt sköpum fyrir marga fatlaða einstaklinga, ekki síst ungt fólk á leið út í lífið, sem þarf dygga liðveislu til dæmis við að ná rétti sínum til menntunar. skoðonir Af kjarasamningum, sjónhverfing- um og loforðum ríkisstjórnarinnar! í umfjöllun um kaup og kjör á und- anfömum vikum hefur það orðið ljós- ara en áður að ríkið er stærsti láglauna- greiðandinn í landinu. Það kom einnig berlega í ljós að krafa verkalýðshreyf- ingarinnar um 70 þúsund króna lág- markslaun gilti í raun fyrir aðeins um 5 % launþega á almennum vinnumarkaði og aðrir launþegar sem þar starfa hafi fyrir löngu náð þessum lágmarkslaun- um. Sem er sannarlega gott til að vita, en getur ekki kallast nein ofrausn. Það er hinsvegar staðreynd að fjöl- margir hópar starfsmanna hjá ríkis- stofnunum fá greidd laun sem að grunni til eru vart hærri en 50 til 60 þúsund krónur á mánuði. Á þetta sér- staklega við um þær fjölmennu kvennastéttir sem sinna umönnun og ræstingum, m.a. á heilbrigðisstofnun- um og stofnunum aldraðra og fatlaðra. Þar eru þessi smánarlaun greidd, svo ekki sé talað um þá sem verða að lifa á klipptum og skomum elli- og örorku- lífeyri ! Það var þess vegna heldur hlá- Pqllborð | Ásta B. IR,- " t Þorsteinsdóttir 'jL skrifar í f. legt að heyra tóninn í formælendum vinnuveitenda, er þeir dæstu og stundu því upp með óttaþrunginni röddu að það myndi ríða stórfyrirtækjum, sem skila hundruð milljóna hagnaði á ári hverju, að fullu ef að þau yrðu látin sæta þeim afarkostum að hala þessi 5 %, sem enn hafa setið hjá, upp í 70 þúsund króna markið. Þetta hljómaði ekki sérlega trúverðuglega. Enda varð það fljótt ljóst að það voru aðrir sem gáfu tóninn, nefnilega stærsti láglauna- greiðandi landsins, erindreki ríkis- stjómarinnar í láglaunamálum, fjár- málaráðherrann Friðrik Sophusson. Sjónhverfingarnar hefjast! Þegar félagar í Dagsbrún og Fram- sókn höfðu sýnt forystumönnum sínum og vinnuveitendum að þeir hyggðust ekki hvika frá kröfunni um 70 þúsund króna lágmarkslaun fyrir alla og kol- felldu samninginn sem undirritaður hafði verið, hófust sjónhverfingar fyrir J alvöru. Nú var allt kapp lagt á það að koma samningsrammanum í þann bún- ing að það væri gulltryggt að hinar raunvemlegu launahækkanir sem um væri samið rötuðu ekki í launaumslög öryrkja- og ellilífseyrisþega. Til þess að ná 70 þúsund króna markinu er um það samið að launþegar fái svokallaða kaupauka, allt að 20 þúsund frá og með 1 janúar á næsta ári. Kauptaxtamir sjálfir breytast hins vegar eingöngu við hinar almennu prósentuhækkanir launa sem samið var um. Sé þetta sett í sam- hengi við ummæli forsætisráðherra Davíðs Oddssonar um að nú verði það skoðað hverjar meðaltals kauptaxta- hækkanir verða og elli-og örorkulífeyr- ir hækkaður í samræmi við það, skilur maður sjónhverfingamarað fullu. Lífeyrisgreiðslur eru laun Það bendir allt til þess að í nútíma- þjóðfélagi, þar sem tækniþróun getur gert nær öllum kleift að stunda vinnu af einhverju tagi, þrátt fyrir mikla fötl- un, að orsaka þess að fatlaðir fái ekki að aíla sér tekna á sama hátt og aðrir, sé að leita í félagslegum þáttum, póli- tískum vilja eða viljaleysi, sem og fjár- hagslegri og pólitfskri forgangsröðun. Sú kenning hefur verið sett fram á und- anfömum áratugum að líkja skuli greiðslum til elli- og örorkulífeyris- þega við launagreiðslur sem launþegar fá fyrir vinnuframlag, enda sé það for- gangsröðun eða vilji stjómvalda sem m.a. kemur í veg fyrir það að þessir þjóðfélagshópar fái að mennta sig eða skapa sér atvinnu við hæfi. Þvf beri að líta á greiðslur til lífeyrisþega sem gmndvallaðar á samningi sem gerður er á milli stjómvalda og lífeyrisþega á þann hátt að þar sé annars vegar verið að bæta upp umframkostnað sem af fötlun eða öldmn hlýst, og hins vegar er um að ræða laun vegna þess að þjóð- félagslegar aðstæður geri þessum hóp- um ókleift að afla sér tekna með, öðr- um hætti. Því eigi samtök þeirra að hafa sömu stöðu og hagsmunasamtök launþega og eigi að fara með samn- ingsrétt fyrir þeirra hönd. Hægt er að virða þennan rétt með þeim hætti sem hingað til hefúr verið gert, þ.e. að kauptaxtahækkanir sem samið er um af aðilum vinnumarkaðarins gildi einnig fyrir þessa hópa, eða að samtökum ör- yrkja- og ellilífeyrisþega verði skapað- ur formlegur sess í samningum um kaup og kjör. Hér á landi hefur sú þróun átt sér stað að heildargreiðslur til elli- og ör- orkulífeyrisþega einkennast æ meir af tekjutengdum bótum og hlutfall grunn- lífeyris í heildargreiðslum hefur farið sílækkandi, en tekjutenging og aðrar tekjutengdar bætur orðið æ stærra hlut- fall af heildarupphæð sem lífeyrisþeg- inn fær. Þessi þróun hefur rýrt kjör þessara hópa og gert þeim nær ómögu- legt að bæta kjör sín á eigin forsendum og því bundið marga þeirra á klafa fá- tæktar. Þegar núverandi ríkisstjóm lagði fram sín fyrstu fjárlög haustið 1995, varð hugur hennar til þeirra sem eiga erfitt með að verja kjör sín, þjóðinni ljós. Þá ákvað ríkisstjómin að aftengja bætur til elli- og örorkulífeyrisþega við almenna kaupgjaldsþróun í landinu. Fram að því höfðu öryrkjar og ellilíf- eyrisþegar búið við þá reisn að á þá væri litið sem launþega, sem samið væri við með samningum aðila vinnu- markaðarins. Með þessu fyrirkomulagi var það viðurkennt að öryrkjar og aldraðir hefðu að þessu leiti samnings- rétt á borð við vinnandi fólk. Með fyrstu fjárlögum núverandi ríkisstjóm- ar var rofin þessi þjóðarsátt sem tryggði það að elli- og örorkulífeyris- þegar ættu ömggt skjól í kjarasamning- um sem gerðir vom á hverjum tíma og að laun þeirra ( bætur) tæku þeim hækkunum sem um væri samið. Þessi gjömingur var í raun alveg ótrúlegur. I stað þess að vera metnir af sömu verðleikum og aðrir og eiga hlut- deild í samningum launamannsins vom þessir þjóðfélagshópar nú gerðir að ölmusufólki, sem hér eftir þurfa að eiga allt sitt undir geðþótta ríkisstjóma á hverjum tíma. Þessi ölmusuhugsun stríðir alfarið gegn nútíma mannrétt- indasjónaramiðum. Þarf Þymirós ekki að fara að vakna? Heilbrigðisráðuneyt- ið fer með samningsrétt við elli- og ör- orkulífeyrisþega og á að sjálfsögðu að koma fram við þá af sanngimi og rétt- sýni. Ekki hefur mikið heyrst þaðan í þessari samningalotu. Elli-og örorku- lífeyrisþegar eiga sér greinilega ekki marga málssvara hjá núverandi ríkis- stjómarflokkum, þrátt fyrir fagurgala þeirra fyrir síðustu kosningar. Þar ber núverandi heilbrigðisráðherra þunga ábyrgð og hefur ekki reynst sá máls- svari þessara hópa innan ríkisstjómar- innar sem orð hennar og loforð gáfu væntingar um fyrir kosningar. Nú er svo komið að þymigerðið í kringum heilbrigðisráðneytið er svo þéttriðið að að þangað berast ekki lengur fregnir af sárri fátækt fjölmargra hópa öryrkja og ellilífeyrisþega, og kjömm þeirra sem eiga erfitt með að vetja sig gegn þeim takmarkalausa skorti á réttsýni og sam- kennd sem einkennir störf ríkisstjóm- arinnar. Því er von að margir spyrji sig, hvort ekki sé tímabært að Þymirós verði vakin, þótt ekki séu liðin nema tvö ár síðan hún sofnaði á verðinum í hei lbrigðisráðuneytinu. Hvar var verkalýðs- forystan? Það er nú öllum orðið ljóst að ríks- stjómin hefur aldrei ætlað að láta ör- yrkja og ellilífeyrisþega njóta sam- bærilegra kjarabóta og um var samið í nýafstöðnum kjarasamningum, þrátt fyrir loforð í þá vem í aðdraganda kjarasamninga. Við þessu var þó að búast úr þeim herbúðum. Hinsvegar verða þessir hópar að geta treyst á að forysta Alþýðusambandsins og BSRB styðji þá réttlátu kröfu um að greiðslur til þeirra séu hækkaðar í samræmi við almennar kaupgjaldshækkanir og láti stjómvöld ekki þvinga sig til málamiðlana um kjör öryrkja og ellilífeyrisþega. Ásta B. Þorsteinsdóttir er vara- formaður Alþýðuflokksins- Jafnaðarmannaflokks íslands Segist vera fjarverandi „Ætli ég liggi ekki bara á meltunni, eða segist vera fjarver- andi. Ég tek alla vega ekki á móti gestum," sagði Garðar Sig- ursteinsson læknir, en hann er 40 ára í dag. Garðar er læknir á geðdeild Landspítalans og hefur verið það síðastliðinn tíu ár. „Ég man ekki hvenær ég ákvað að verða læknir, en það var snemma, og ég man ekki heldur hvemig stóð á því að ég valdi þetta starf. Ég er sáttur við að hafa orðið læknir. En á afmælisdaginn verð ég í fríi svo að ég verð ekki í vinnunni,“ sagði Garðar Sigursteinsson. Garðar Sigursteinsson er fertugur í dag. Hann ætlar ekki að halda upp á afmælið, nema þá með sjálfum sér. Þegar myndin var tekin var hann að fara í útreiðatúr.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.