Alþýðublaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 MímeiiBiH Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guðmundur Steinsson Prentun (safoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Almannavæðing bankanna Bankastjórar ríkisbankanna virðast geta skammtað sér laun og starfskjör að eigin vild. Það er niðurstaða Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns jafnaðarmanna, eftir að hún fékk í hendur svör við spumingum sínum um kjör þeirra. Upplýsingamar í svömnum kalla aðallega fram eitt orð í huga þess sem les: Græðgi. Eftir þá umræðu sem varð fyrr í vetur um kjör bankastjóra, þá er á vitorði þjóðarinnar, að sumir bankastjórar geta fengið í föst laun í kringum hálfa milljón á mánuði. Þegar búið er að spyrja ofan á það ýmsum þóknunum fyrir stjómarsetu og bankaráðsfundi, sem þeir vinna að sjálfsögðu í vinnutímanum þá era dæmi um að tekjur þeirra á mánuði nálgist eina milljón króna. I einstökum tilvikum skríða þær yfir milljón á mánuði. Þetta gerist á sama tíma, og elcki náðist að semja um 70 þúsund króna lágmarkslaun. Svona er einfaldlega ekki hægt að líða. Starf bankastjórans er erfitt og ok ábyrgðarinnar sem hvílir á þeirra herðum sannarlega mikið. Við sérhvert fótmál dokar freistnin, og það þarf sterk bein og góða menn til að vísa henni frá sér. Ut af öllu þessu er eðlilegt og sjálfsagt að greiða þeim mjög góð laun. Það er í senn réttlát umbun fyrir mikið starf, og dregur um leið úr líkunum á því að spilling í formi keyptra greiða geti fest rætur, líkt og dæmi em um sumstaðar erlendis. En það launakerfi, sem verið hefur við lýði, og stappar nærri sjálftöku, er óþolandi. Það misbýður einfaldlega sómakennd ærlegra vinnandi manna. Nú blasir það við, að sagan frá í vetur var elcki sögð nema að hálfu leyti. Ofan á hin gríðarlegu laun og aukalaun bankastjóranna njóta þeir fáheyrðra fríðinda í formi ferðapeninga, þar sem jafnvel mak- ar bankastjóranna ferðast mörgum sinnum á ári á kostnað skatt- borgaranna. Makamir fá meira að segja eldd aðeins ferðalögin greidd, heldur dagpeninga líka. í svarinu til Jóhönnu Sigurðardóttur kom fram, að á ámnum 1994- 1996 var ferðakostnaður vegna bankastjóranna til útlanda samtals 78,5 milljónir króna. Þá er meira að segja ekki talinn með risnukostnaður eða símareikningar, sem bankastjórarnir fá eigi að síður greidda ofan á annan ferðakostnað. Það sem í fljótu bragði orkar vemlega tvímælis, eru þau hlunnindi, sem makar bankastjór- anna hafa á kostnað skattborgaranna. f Landsbankanum fá makar bankastjóranna greitt fyrir sig far- gjald, gistingu og hálfa dagpeninga. í Seðlabankanum eru þær skorður reistar við ferðalögum makanna, að þeir mega einungis ferðast á kostnað bankans tvisvar á ári, og aðeins hjá Búnaðarbank- anum er ekki greitt fyrir maka. Sérstaða Búnaðarbankans vekur at- hygli í þessu máli. í dag er að ljúka hörðum kjaradeilum á vinnumarkaði, þar sem meginátökin hafa snúist um, hvort greiða eigi 70 þúsund krónur í lágmarkslaun á mánuði. í því samhengi er auðvelt að skilja þau hörðu viðbrögð sem upplýsingar um sposlur bankastjóranna hafa vakið. Þær em satt að segja áfellisdómur yfir ríkisbönkunum. Það hefur áður verið bent á, að kerfið sem stjómar launum bankstjór- anna er meingallað. Laun ríkisbankastjóranna hafa einfaldlega ver- ið ákvörðuð þannig, að hin þingkjömu bankaráð hafa ákveðið þau, en þóknun bankaráðanna er síðan hlutfall af launum bankastjór- anna. Þetta kerfi er einfaldlega fráleitt, í því felst innbyggður hvati til hækkana, enda var almennur vilji á Alþingi fyrir að breyta því. Það verður hinsvegar að setja alla hluti í samhengi. Sú ófor- sjálni með fjármuni skattborgaranna, sem Jóhanna Sigurðardóttir velur orðin „subbuskapur og hneisa,“ stafar af því, að bankarnir sæta ekki nógu ströngu aðhaldi. Einungis aðhald markaðarins, beinna eigenda, er trygging fyrir því að fjármunum fjöldans sé ekki sóað með þessum hætti. Það er skoðun Alþýðublaðsins, að þær upplýsingar, sem birtast í svömnum til Jóhönnu Sigurðardóttur séu enn ein röksemdin fyrir því, að bankana beri að almannavæða, með því að koma þeim á markað undir formerkjum dreifðrar eignarað- ildar. skoðanir Svikist undan merkjum? Það hefur nokkuð verið rætt og rit- að um þá ákvörðun formanns ung- liðahreyfmgar Alþýðubandalagsins að styðja ekki sinn flokk, bjóði hann fram einn og sér í næstu alþingis- kosningum. Og í stað þess að taka ofan fyrir þeim sem hefur þor og kjark til að standa við sína sannfær- ingu, þá heyrast óánægjuraddir og einhvers konar „svik við flokkinn" - tónn. Staðreyndin er hins vegar sú að Gróska, þar sem undirrituð og fyrr- nefndur formaður eiga bæði sæti i stjóm, hefur það að markmiði sínu að sameina jafnaðarmenn og að af sam- eiginlegu framboði verði strax í næstu alþingiskosningum. Þrátt fyrir að vera félagi í Alþýðuflokknum og varaformaður Sambands ungra jafn- aðarmanna, þá get ég alveg lýst því yfír að ég mun ekki vinna með þeim flokki einum og sér í næstu kosning- um. Annað væri svik við þá einlægu sannfæringu mína að jafnaðarmönn- um sé best borgið í einum flokki og að íslenskt þjóðfélag þurfi á þeim flokki að halda sem allra fyrst. Eg tel Pqllbord | Þóra Arnórsdóttir skrifar Alþýðuflokkinn samt hafa bestu stefnu þeirra flokka sem nú eru við lýði og vissulega yrði erfitt að ganga framhjá honum þegar inn í kjörklef- ann væri komið. Ég ætla hins vegar ekki að hafa áhyggjur af því fyrr en á það reynir og gef ekkert út um það hvort kjörseðillinn verði auður eða ekki. Enda veit ég það ekki enn. En kosningaskrifstofan myndi mjög ólíklega njóta krafta þeirra sem nú eru í forystu SUJ. Og flokkur án ungs fólks er varla vænlegur kostur. Helmtufrekja? Við Gróskufólk gerum okkur fylli- lega grein fyrir því að það gerist svo sem ósköp lítið ef stjóm samtakanna fer í setuverkfall ef ekki næst að berja saman einn lista jafnaðar- manna. En Gróska er sívaxandi fé- lag, henni bætist liðsstyrkur daglega. Ef allt það fólk, ungt og gamalt, sest niður með okkur, þá hljóta skilaboð- in að verða það sterk að flokksforyst- ur sem hafa látið stór orð falla, bæði á flokksþingum og víðar, verða knúðar til að standa og falla með því. % * "i-C'S', .'*í L W| Enda em þær meira og minna félag- ar í samtökunum og aðhyllast því þessi hin sömu markmið. Grasrótum flokkanna hefur verið mglað saman og það unga fólk sem stóð að stofnun Grósku mun standa að stofnun sterks jafnaðarmanna- flokks. Spumingin snýst einungis unt tíma og með hverjum verður unnið. Ég trúi því ekki, eins og sumir vilja halda fram, að þörf sé á kynslóða- skiptum áður en til þess kemur. Þess- ar yfirlýsingar forystumanna ung- liðahreyfinga A-flokkanna eiga ekki að vera mistúlkaðar sem hótanir eða afarkostir, heldur eingöngu sem stað- Þrátt fyrir að vera fé- lagi í Alþýðuflokknum og varaformaður Sam- bands ungra jafnaðar- manna, þá get ég al- veg lýst því yfir að ég mun ekki vinna með þeim flokki einum og sér í næstu kosning- um. festing þess að okkur sé full alvara með þeirri vinnu sem við stöndum í núna og ætlumst til þess að sjá hana bera ávöxt. Á „minjasafni vinstri hreyfingar á Islandi", sem Gróska er að þróa þessa stundina, má sjá alltof mörg dæmi þess að þess háttar vinna hafi verið unnin fyrir gýg. Gróska norðan heiða Flokkamir eru að stíga skref í rétta átt. Sameiginlegur miðstjórnar- og flokksstjómarfundur, sameiginlegt 1. maí kaffi í Reykjavík og eflaust víð- ar, sameiginleg ráðstefna 10. maí - allt er þetta vísir að því sem koma skal og ekki hægt annað en að fagna þessum smáu, en mikilvægu skref- um. Það sem helst er þrefað um, er að málefnin vanti. Gróska stendur nú fyrir víðtækri málefnavinnu þar sem ekki er hafist handa við að plægja stefnuskrár flokkanna og reyna að samræma þær, heldur mæta áhuga- samir einstaklingar með jafnaðar- stefnuna að grunni og byrja með hreint borð. Enda er þetta skemmti- legasta málefnavinna sem undirrituð hefur komið nálægt. Hugmynda- auðgi, sköpunargleði og vilji til að breyta þjóðfélaginu ráða ríkjum. Málefnanefndir flokkanna munu síð- an eflaust starfa með að mótun hinn- ar „opnu bókar“ Grósku, sem vonir standa til að verði tilbúin á haustdög- um og verði grundvöllur að samstarfi jafnaðarmanna í komandi kosning- um. Um leið er ánægjulegt að sjá hvernig starf hjá ungu fólki með áhuga á stjómmálum blómstrar nú víðar en í Reykjavík. Öflugur hópur ungra jafnaðarmanna úr öllum flokk- um vinnur nú að undirbúningi Gróskufélags á Norðurlandi, sem stofnað verður með ponipi og pragt á frídegi verkalýðsins, 1. mat næst- komandi. Það er full ástæða til að óska þeim til hamingju með framtak- ið, óska þeim góðs gengis í starfi og hverja Norðlendinga til að fjölmenn í Borgarbíó á 1. maí.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.