Alþýðublaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 8
Mmiiiiímiin Fimmtudagur 24. apríl 1997_ 52. tðlublað - 78. árgangur_ Verö í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Kúla, pýramídi og skel í Ásmundarsafni Kaldir karlar hamra járn Hallsteinn Sigurðsson: „Ryðgaðar járnmyndir eru vonandi ekki jafn vondar og þær líta út fyrir að vera. Mark Twain sagði: Tónlist Wagners er betri en hún hljómar." “Jámið á afskaplega vel við mig,“ segir Hallsteinn Sigurðsson mynd- listarmaður en hann sýnir um þessar mundir í rfki föðurbróður síns, Ás- mundarsafni við Sigtún, þetta er í þriðja sinn sem myndlistarmanni er boðið að sýna verk sín innan um verk Ásmundar Sveinssonar. “Það er kannski munurinn á massífu verki og grind sem er heill- andi við jámið,“ heldur Hallsteinn áfram. „Eg hef svo gaman af rýminu innan verksins." Hann gengur að einu verkanna og segir: „Ef þetta verk væri stærra væri hægt að ganga undir það og öðlast al- veg nýja sýn á verkið. Ég sé verkin mín yfirleitt fyrir mér mun stærri þegar ég fæ hugmyndimar. Jámið hefur mikla möguleika, en fólk veltir gjaman fyrir sér hvort það sé ekki hart og kalt efni. Einu sinni var ég spurður hvort það væm ekki kaldir karlar sem smíðuðu úr jámi. En ég næ að móta jámið á minn hátt, það lætur að vilja mínum, hvort sem um er að ræða skeljar eða pýramída. Ég er þó ekki ókunnur timbri, pabbi minn var góður trésmiður, það em margir bátasmiðir í fjölskyldunni og ég bý í timburhúsi. En jámið er mitt efni. Ég hef unnið úr jámi í þijátíu ár, og finnst ég vera óttalegur klaufi við smíðar þótt mér hafi farið fram. En fyrir tíu ámm síðan tókst mér að bækla á mér aðra hendina og þoli illa leirmótun og gipsvinnu síðan þá. Jámsmíðin og verkfærin sem fylgja henni fara vel með mig.“ Eins og áður sagði er Hallsteinn ekki ókunnur safninu né Ásmundi Sveinssyni, því Ásmundur var föður- bróðir hans: “Ég man eftir að hafa komið hing- að í jólaboð sem bam. Það var Ás- mundi sérstakt metnaðarmál að jóla- tréð næði upp í kúluna á þakinu og síðan var dansað í kring um það. Ég man að ég varð logandi hræddur við bergmálið og forðaði mér niður í næstneðstu tröppuna þar sem ég sat gagntekinn og undrandi." Lifandi persóna “Asmundur var afskaplega lifandi persóna," segir Hallsteinn. „Hann var mikill sögumaður og honum iá hátt rómur. Hann var alltaf að segja sögur í verkum sínum og um mynd- ina Eva yfirgefur Paradís sagði hann: „Ég trúi því ekki að Eva hafi yfirgef- ið Paradís þegjandi og hljóðalaust.“ Hann var þrekskrokkur og hafði mik- ið úthald og ótrúlegt vinnuþrek. Hann vann þindarlaust og eins og hjá öðram í föðurijölskyldu minni vom ekki virtir neinir helgar eða frí- dagar. Allir dagar vora vinnudagar. Á áttræðisaldri var hann enn að og gerði verkið Tónar hafsins, heljar- mikið verk. Það var mikill vinátta milli bræðr- anna, föður míns og Ásmundar. Ég gekk í Lauganesskólann sem strákur og stundum kom fyrir að ég missti af bflnum og þurfti að ganga heim til mín á Bústaðarveginn og þá lá leiðin framhjá heimili Ásmundar í Sigtúni. Aldrei leit ég þó inn til fjölskyldunn- ar á þessu ferðalagi. Ég veit ekki af- hverju. Ég varð því ekki fyrir miklum áhrifum af verkum Ásmundar sem barn þótt foreldrar mínir ættu ein þrjú heima við. Áhrifin voru óbein. Ég teiknaði lítið sem strákur en þeg- ar ég var kominn upp í Gagnfræða- skóla fór ég að klippa út í pappír og árið 1962 er ég farinn að móta í leir. Þá kem ég hingað til Ásgríms og að- stoða hann við að stækka verk, fyrst Sonatorrek, síðan Tröllkonuna og loks Helreiðina. Hann var því minn fyrsti gagnrýnandi og kennari. Því valdi ég þessum verkum stað hér í ytri salnum meðan sýningin mín stendur yfir en það er hugsað sem svo að hálfu forsvarsmanna safnsins að sá sem sýnir sé einskonar sýning- arstjóri í safninu á meðan,“ segir Hallsteinn að lokum en sýningin stendur út maímánuð. STEFANSBLOM SKIPHOLTI 50 B - SÍMI 561 0771 Hallstelnn Sigurðsson er ekki ókunnur Asmundi Sveinssyni Hann var föðurbróðir hans og jafnframt fyrsti kennarinn. Kúla, Pýramídi og skel nefnist sýning Hallsteins í Ásmundarsafni. REYKVÍKINGAR BORGARSTJÓRINN I REYKJAVÍK r.lin.nl mengun M.i.nn.i .hávaöi Minni gatnaske m.mcii.r ]

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.