Alþýðublaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 21. MAl' 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 oz I i n Þó löggan sem stoppaði mig hafi verið upptekin af því að passa að aðr- ir ökumenn færu ekki yfir á grænu, var samt ekki hægt að gefa í og skjóta sér inni í röðina, allavega hafði ég ekki kjark til þess. Það voru nefnilega tvær eða þrjár aðrar mótor- hjólalöggur að passa upp á sérvitr- ingaröðina endalausu. Og allar blikk- uðu löggumar bláum ljósum. Það var greinilega alvara á ferð, sérvitring- arnir voru jú á rúntinum. Ég hef verið í líkfylgd, en undir þeim kringumstæðum þykir ættingj- um skemmtilegra að halda röð á eftir líkbflnum. Það er bara ekki hægt, það er ef í röðinni eru fjórir, fimm bflar eða fleiri. Hér eftir er til einföld lausn, hringja í lögguna og þá koma nokkrar mótorhjólalöggur og passa upp á röðina og rugla litakort götu- Það er greinilegt að ef fólk vill rúnta hvert á sínum bíl og vill helst af öllu vera í samfelldri röð þá er nóg að hringja í lögguna og spyrja hvort ekki sé í lagi að fá löggufylgd til að komast yfir á rauðu og passa að aðrir komist ekki yfir á jrænu. Löggan segir já. Eg var á ell- efu ára gömlum amerískum og var að hugsa um að skutl- ast inn í röðina og þykjast vera sérvitringur til að kom- ast leiðar minnar, mér og vinnufélögunum lá nefnilega talsvert mikið á. vitanna. Bara að biðja lögguna, hún segir greinilega já. Eftir að hafa setið af mér, undir gæslu leðurklæddrar löggu, þrenn græn ljós komst ég loks af stað og tókst að ljúka erindi mínu, eðlilega ekki á tilsettum tíma. Á leið minni til baka ákvað ég að fara aðra leið, ekki í miðbæinn, þangað sem röðin enda- lausa stefndi nokkrum mínútum fyrr. Óheppnin og vald löggunnar elti mig þennan dag. Þegar ég kom að grænu ljósi á mótum Hverfisgötu og Snorrabrautar og ætlaði yfir kom mótorhjólalögga á svaka ferð, negldi niður og veifaði framan mig í flötum lófa, sem þýðir hingað og ekki lengra. Röðin endalausa kom aftur. Ég man að síðasti bflinn í röðinni var forljótur pickup. Löggan og sérvitringarnir Það var bjart og fallegt veður í Reykjavík á annan í hvítasunnu. Sá sem þetta skrifar varð að vera í vinn- unni, og naut því ekki veðurblíðunn- ar sem skyldi. Álagið var talsvert og miklu skipti að vera fljótur á milli staða, þó innan hraðatakmarkanna. Það er jú einu sinni svo, að okkur ber að fara að lögum og reglum, jafnt í umferðinni sem annarsstaðar. Óneitanlega rak mig í rogastans þegar ég kom að gatnamótum þar sem við mér blasti grænt ljós. „Nei, ekki yfir góurinn.“ Lögga á mótor- hjóli kom aðvífandi og bannaði öll- um að aka yfir á græna ljósinu. Ekki vissi ég um neina opinbera heimsókn eða neitt ámóta. Það ber að hlýða löggunni, og ég stansaði þrátt fyrir að vera að flýta mér, þar sem nokkrir vinnandi menn biðu þess að ég kæmi í tæka tíð, og þrátt fyrir að grænt um- ferðarljós, sem venjulega segir mér að ég megi aka yfir, blasti við mér. Hvað var að gerast? Jú, svarið kom innan tíðar. Þijátíu til fimmtíu sérvitringar höfðu ákveð- ið að fara í bfltúra, hver á sínum bfl og þeir vildu aka í röð og gæta þess sérstaklega að enginn kæmist inn á milli. Mig grunar að sérvitringamir eigi það sameiginlegt að hafa gaman af gömlum bflum. Reyndar voru margir bflanna í röðinni endalausu ósköp venjulegir bflar, svo sem ljótur Broncojeppi, svo eitt dæmi sé tekið. Það er greinilegt að ef fólk vill rúnta hvert á sínum bfl og vill helst af öllu vera í samfelldri röð þá er nóg að hringja í lögguna og spyija hvort ekki sé í lagi að fá löggufylgd til að komast yfir á rauðu og passa að aðr- ir komist ekki yfir á grænu. Löggan segir já. Ég var á ellefu ára gömlum amenskum og var að hugsa um að skutlast inn í röðina og þykjast vera sérvitringur til að komast leiðar minnar, mér og vinnufélögunum lá nefnilega talsvert mikið á. Einn af ástsælustu foringjum villta vinstursins er læknirinn Sveinn Rúnar Hauksson sem á dögunum hélt upp á fimm- tugsafmæli sitt með því að fylla stóra salinn í Borgarleikhúsinu með gestum sínum. Óvænt uppákoma í afmælinu fólst í því að Birna Þórðardóttir og fleiri gamlir herstöðvaandstæðingar marseruðu í salinn undir slag- orðinu gamla: ísland úr Nató- herinn burt sem er enn helsta baráttumál Sveins Rúnars. Gamlir baráttufélagar og sjúk- lingar sem hafa notið læknis- hæfileika Sveins fluttu honum heillaóskir með margvíslegum hætti. Einn þeirra var píanóleik- arinn og tónskáldið Örn Magn- ússon sem lýsti aðdáun sinni á færni Sveins Rúnars við að lækna kveisur með því að til- einka honum nýja tónsmíð, sem hann nefndi af því tilefni Elegia antibiotica... Sá eini sem fékk að halda af- mælisræðu í Borgarleikhús- inu í fimmtugsafmæli Sveins Rúnars Haukssonar var Gest- ur Guðmundsson, frægur fyrir skrif sín um 68-kynslóðina og að bera ábyrgðna á því að koma bæði ritstjóra Alþýðu- blaðsins og borgarstjóranum í Reykjavík í pólitík á sínum tíma. Gestur flutti ræðuna með elegans, en hann átti raunar fleiri stórleiki í sömu viku. Hún byrjaði nefnilega með því að gamli landsprófsbekkurinn hans úr Hagaskóla kom saman og hélt upp á að 30 ár voru liðin frá því bekkjarsystkinin tóku landspróf, og í afmælishófinu í KR-heimilinu var lesið leikrit eft- ir Gest, sem fjallaði um bekkjar- félagana. Vikunni lauk síðan með dúndrandi erindi Gests á ráðstefnu stjórnarandstöðu- flokkanna í Rúgbrauðsgerðinn- in, sem menn luku miklu lofs- orði á... r Ileikriti Gests Guðmundsson- ar um landsprófsbekkinn fyrir 30 árum var núverandi formað- ur þingflokks Sjálfstæðismanna Geir Hilmar Haarde ein aðal- hetjan. Þeir Gestur og Geir hafa löngum verið andstæðing- ar í pólitík og Gestur þóttist launa Geir í eitt skipti fyrir öll með því að láta hann drepast í leikritinu, - úr hlátri! Geir veit hinsvegar að sá hlær best sem síðast hlær, og allar líkur benda til að innan skamms rekist Gestur á fornvin sinn Geir skellihlægjandi í stóli fjármála- ráðherrans... Hinn gamli ritstjóri Alþýðu- blaðsins, Hrafn Jökulsson, gerir það ekki endasleppt með tímaritið Mannlíf. Eftir hið fræga tölublað um athafnaskáldið Franklín Steiner, sem seldist upp, héldu flestir að salan myndi dala. Næsta tölublað seldist þó upp, og auglýsinga- sölumenn Fróða, sem flestir eru á prósentum, geta ekki dulið ánægju sína með hvernig gengur að selja auglýsingar í þriðja tölublaðið undir stjórn Hrafns. Nú heyrum við að innan skamms sé von á fleiri greinum frá Hrafni, sem líklegar eru til að vekja mikla athygli og skekja voldugar stofnanir og fyrirtæki í þjóðfélaginu... 'FarSide" eftir Gary Larson hinumggin f i m m á förnum vcgi Hvað gerðir þú um helgina? Drífa Uright, söngkona: “Ég gerði ýmislegt skemmti- legt.“ Brynjar Hartmansson, nemi: “Lærði og lærði.“ Sigyn Blöndal, nemi: “Fór í partí og lærði.“ Bjarni Johonnesson, nemi: Halldór Gunnlaugsson, “Var í teiti." nemi: “Á föstudag fór ég í teiti og í sveitina á laugardaginn." v i t i m <2 n n “Bjarnastaðabeljurnar þær baula mikið núna.“ Víkverji Moggans. “Við veltum þvf hins vegar sjaldan fyrir okkur, hvaða hlutverki mjólkurkýrin gegnir í þjóðarbúskap okkar." Víkverji Moggans. “Búkolla lætur sannarlega sitt ekki eftir liggja í íslenskum þjóðarbúskap." Víkverji Moggans. “Bjarnastaðabeljurnar þurfa ekki að afsaka það þó þær bauli smávegis af og til!“ Víkverji Moggans. “Þeir eru í ansi skemmtileg- um búningum, bláum með gulum slettum." Ingólfur Hannesson i Ríkissjónvarpinu. “Hjól eru í reiðuleysi á víð og dreif um bæinn eftir þessi æv- intýri.“ Löggan á ísafirði í Mogganum. “Það er orðið þannig núna að menn líta á það sem sjálfsögð þægindi, sjálfsögð mannrétt- indi að hafa rafmagn og þá veltir fólk því síður fyrir sér hver á orkuna eða hvaðan hún kemur.“ Kristján Jónsson RARIK-stjóri i Moggan- um. Eitthvað er hann að misskilja hlutina. Hver er það sem ekki hugsar um hver á rafmagnið þegar hann kveikir Ijós eða hell- ir upp á könnuna. Það eru nú einu sinni svo, að það skiptir höfuðmáli hver á raf- magnið, eða er sá eigandi sá sem borgar rafmagnið, það er ég og þú. Þegar þú komst í heiminn gréstu en þínir nánustu voru glaðir. Lifðu þannig, að þegar þú ferð gráti þínir nánustu en sjálfur sértu glaður. Sören Kirkegaard

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.