Alþýðublaðið - 05.06.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.06.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1997 Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Utgáfufélag Ritstjóri Auglýsingastjóri Auglýsingasími Auglýsinga fax Dreifing og áskrift Umbrot Prentun Ritstjórn Fax Alþýðublaðsútgáfan ehf. Össur Skarphéðinsson Ámundi Ámundason 562 5576 562 5097 562 5027 Guðmundur Steinsson ísafoldarprentsmiðja hf. Sími 562 5566 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Þetta er nóg Verkafólk á Vestfjörðum hefur átt í langvarandi verkfalli. Upp- hafleg krafa þess var að lágmarkslaun yrðu 100 þúsund krónur. Engar undirtektir fengust við þeirri kröfu og hefur því verið vikið frá henni. Samt sem áður er ekkert á fólkið hlustað og ekkert boð- ið á móti, nema sömu laun og Verkamannasambandið samdi um. Þrátt fyrir að ljóst er að verkafólk á Vestfjörðum er ekki reiðubúið að semja um þau laun. Til að fá þau ofan af réttmætum kröfum sín- um hefur ýmsum ráðum verið beitt. Það algengasta síðustu daga eru fullyrðingar um að fyrirtæki á Vestfjörðum geti ekki greitt hærri laun en máttur annarra fyrirtækja leyfir, það er fyrirtækja sem er staðsett annarsstaðar á landinu en á Vestfjörðum. Flest fyrirtæki í sjávarútvegi geta greitt hærri laun en 70 þúsund krónur á mánuði, flest fyrirtæki í landinu greiða hærri laun en 70 þúsund krónur á mánuði og önnur greiða hærri laun en 100 þúsund krónuer. Það er ekki við verkafólk á Vestfjörðum að sakast þó for- ystumenn Verkamannasambandsins og flestra verkalýðsfélaga hafi skrifað undir þá samninga sem gerðir voru. Það er heldur ekki hægt að trúa forystumönnum vinnuveitenda, sem hafið fengið forsætis- ráðherrann í lið með sér, þegar þeir segjast ekki geta greitt hærri laun, en þegar hefur verið samið um. Þess sést víða stað að máttur fyrirtækja er meiri en eigendur þeirra vilaj vera láta. Það er verið að sameina nokkur af þessum „vonlausu" fyrirtækjum á Vestfjörðum. Eigendur þeirra eru þegar famir að reikna sér hundruði milljóna í hagnað af sameiningunni. Hvers vegna geta þeir það? Jú, vegna þess að ríkisstjóm íslands hefur gefíð sterklega til kynna að þeim sé óhætt að höndla með veiðiheimildir eins og þeim sýnist. Þeir geta gert hvað sém þeir vilja með þessa sameign þjóðarinnar. Vestfirðingar vita manna best hvaða afleiðingar það hefur fyrir lífsafkomu þeirra þegar fjöreggið sjálft, það er kvótinn, er í höndum manna sem hugsa fyrst og fremst um eigin hag, og það í skjóli ríkisstjómarinnar. Það er verið að beita verkafólki á Vestfjörðum ofbeldi og því skal haldið áfram. Það er greinilega búið að ákveða að fólkið kom- ist ekki upp með að ætlast til að fá laun sem það getur lifað af. Það skal ekki ryðja brautina fyrir aðra. Það skal slegið niður. Það er vandamál fyrir þá sem era að verja núverandi fyrirkomu- lag að kvótinn blandast í málið. Þeir sem er verið að reyna að draga að samningaborði era einfaldlega hluti þeirra sem fá afhentar ómældar fjárhæðir frá ríkinu, það er kvótann. Umræðan getur orð- ið til þess að varpa kastljósinu óþægilega að staðreyndunum. Stað- reyndin er sú að það er verið, bæði fastmótað og ákveðið, að búa til ótrúlega yfirstétt, yfirstétt sem getur ekki orðið til af eigin ramm- leik, það þarf að ausa úr sameign okkar allra til að yfirstéttin fái að blómstra. Á sama tíma skulu aðrir vinna fullu vinnu þó svo að upp- skeran á mánuði sé ekki meiri en bankastjórafrú fær í vasapeninga fyrir það eitt að vera með bónda sínum erlendis í nokkra daga. Það era margar starfsstéttir sem era með lausa samninga og hafa verið með frá áramótum. Þeirra á meðal era flestir opinberir starfs- menn. Þessir hópar hafa ekkert komist áfram þar sem viðsemjend- ur þeirra, skósveinar fjármálaráðherra, hlusta ekki. Þetta er ekki viðunandi. Það er að verið komið hálft ár frá því samningar þessa fólks vora lausir, samt er ekki á það hlustað og því ekki boðið ann- að en móðganir. Það er komið nóg af misskiptingu. Það er komið nóg af ofbeldi. Það er komið nóg! ? u r Bylting í verðlaun Það er ekki hægt annað en að leggja út af íþróttura í vikunni þegar hand- boltalandslið og Everestfarar koma heim frá Kumamoto og Katmandu. Eg held mig við Asíu eins og framan- greindir afreksmenn þótt annars staðar sé í tíma og rúmi, en eins og ég boðaði í síðasta pistli ætla ég að segja lesendum undan og ofan af kínversku mannlífi fyrir tveimur áratugum eða svo, meðan Maó en ekki markaðurinn var enn mælikvarði allra hluta. Eg veit að mér verður svolítið tíðrætt um sjálf- an mig, en það er ekki af áberusýki eins og krakkamir segja - ég hefði þá væntanlega reynt að troða þessum pistlum í útbreiddara blað - heldur er það nú einu sinni drýgra að rekja sig út frá því sem maður þykist þekkja að einhverju marki. Almenningsíþróttir voru mál mál- anna þessi árin, og það ekki neitt huggulegt val heldur skylda. Upp úr klukkan sex rumskaði ég til að mynda við það alla morgna nema sunnudags- morgna að heilu námsbrautimar í skólanum mínum hlupu hjá. Ekki með skellum, heldur var þetta meira eins og Tvíhlgypar | '1)1 Sveinbjörnsson samfelldur dynur ótal fóta á sínum mjúku kínaskóm á malbikinu. Þennan mjúka dyn í svefnrofunum stimplaði ég svo rækilega inn þau fimm ár sem ég bjó þama að ég hugsa helst að ég sofni út frá honum þegar þar að kemur. Fram fram fylking? Skyldumæting tryggir að vísu þátttöku en ekki áhuga, og ósköp sýndist manni þau sum hver lítið áhugasöm um morgunhlaupið sitt og syfjuð í staðæfingunum sem á eftir komu. Eins og aðrir lagaði ég mig að íþróttasinnuðum tíðarandanum, en minn tími var seinnipartur dags. Flesta virka daga hljóp ég í klukkutíma eða svo á hlaupabrautinni umhverfts íþróttavöllinn eða bara um skóla- svæðið, yfirleitt milli klukkan fjögur og fimm. Ekki af einni saman vana- festu heldur var verið að stfla upp á heita vatnið í sturtunum, en það var að hafa í klukkutíma á dag, milli klukkan fimm og sex. Um vorið var haldið íþróttamót í skólanum og “útlendir vinir” hvattir til að vera með. Keppnisgreinamar voru kunnuglegar flestar hvetjar, nema helst handsprengjukastið. Eftir mitt daglega hlaup um veturinn ákvað ég að taka þátt í þrjú þúsund metra hlaupinu og vann það sem út af fyrir sig er ekki í frásögur færandi, en verðlaunin sögðu sitt. Fyrstu verðlaun voru ósköp venju- leg, árituð stflabók í rauðri hlífðarkápu úr plasti. Önnur verðlaun voru alveg eins stflabók, en í blárri plastkápu. Þriðju verðlaun voru eins, nema hvað núna var kápan græn. Viðurkenningin fyrir fyrsta sætið var því í rauninni litur byltingarinnar, ekki þessi tilfallandi stflabók sem hægt var að kaupa fyrir nokkra aura í næstu búð. Rauða stflabókin veitti mér keppnis- rétt í minni grein á sameiginlegu íþróttamóti háskólanna í Peking nokkr- um vikum seinna. Ég þekkti mín tak- mörk, en eins og aðrir lélegir hlauparar reyndi ég að bæta það upp með hausn- um sem vantaði upp á styrk og snerpu. Ég var langseinastur framan af, og ekki frítt við að stöku áhorfandi uppi á pöllunum flissaði að eina útlenda djöfl- inum í hlaupinu sem kominn var aftur úr öllum, eins og Jón Helgason orðar það í sínu kvæði. Síðan lánaðist mér að tína keppinauta mína upp, einn af öðrum, og var minnir mig búinn að ná öllum nema þremur í lokin. Síðasta hálfhringinn uppskar ég meira að segja hvatningu af áhorfendapöllunum fyrir útsjónarsemina. Heiðursverðlaunin í fyrra skiptið og hvatningin fyrir að leggja sig fram þó að af litlu væri að státa í seinna skiptið; hvorttveggja rímaði prýðilega við hið alltumlykjandi opinbera sjónarhom þessara tíma á íþróttir: Vinátta númer eitt, keppni númer tvö (you yi di yi, bi sai di er). Á þessum sannindum var klifað við öll möguleg og ómöguleg tækifæri og ýmsar helgisögur um drengskap, sam- hjálp og óeigingimi settar saman. Eng- in þessara uppbyggilegu sagna finnst mér þó komast í hálfkvisti við söguna sem við Islendingar eigum af einum mesta afreksmanni okkar í frjálsum íþróttum fyrr og síðar, Emi Clausen. Öm keppti í tugþraut á Evrópumeist- aramótinu í Bmssel árið 1950. Hann var annar að nlu greinum loknum og þurfti að sigra franskan höfuðand- stæðing sinn nokkuð afgerandi í loka- greininni til að hreppa fyrstu verðlaun. Síðasta keppnisgreinin var 1.500 m hlaup, og þar sem Öm var betri hlaup- ari en keppinauturinn vom horfumar góðar. Svo hefst hlaupið. Okkar maður leiðir en keppinauturinn fylgir honum eins og skuggi. Öm reynir hvað hann getur að hrista hann af sér en ekkert dugar. Þegar Erni þykir örvænt um að hann nái að stinga velfyrirkallaðan keppinaut sinn af og ná fyrsta sætinu snýr hann við blaðinu og réttir honum höndina. Þeir keppinautar og félagar takast í hendur og hlaupa saman síðasta spölinn í mark. Ég vitna í þetta eftir minni og bið afsökunar ef eitthvað hefur skolast til. Eftir stendur ljóslifandi, yfirþjóðleg dæmisaga um það að á íþróttavellinum er vinátta númer eitt, keppni númer tvö. Það þýðir víst lítið að ástunda sagnfræði í þáskildagatíð, en ef Öm hefði verið Kínverji hefði drengskapar- bragð hans gert hann að megastar og þjóðhetju í alþýðulýðveldinu á auga- bragði. Það er hlálegt að hugsa til baka og rifja upp þennan gamla kínverska íþróttamóral þar sem samheldnin og vináttan var allt en árangurinn ekkert, í ljósi þess að skömmu seinna komu kínverskir ofurhlauparar fram á sjónarsviðið í kippum, en þá var líka búið að gefa grænt ljós á að sam- keppnin ætti að fá að njóta sín á öllum sviðum. En áður en maður fer að harma uppgufaða samkennd verður að svara þeirri spurningu hvort vem- leikinn hafi alltaf passað við frasann um að vináttan skipti mestu máli. Þeirri spumingu langar mig að svara þótt með óbeinum hætti sé með lítilli sögu um fótboltaleik í Peking, en hann fór fram árið 1979 ef ég man rétt. Liðin sem áttust við vom Peking- úrvalið og breska liðið WBA sem var hærra skrifað þá en nú. Það var spilað á aðalleikvanginum í borginni, en hann tekur eitthvað um hundrað þúsund manns. Hvert sæti var skipað, enda ár og dagar síðan erlent félagslið hafði verið á ferðinni. Áhorfendur vom stilltir og horfðu steinþegjandi á leikinn, svipað og þeir væm að fylgjast með skákkeppni, en það er nokkuð sem ég er viss um að hefur komið flatt upp á Bretana. Fáeinir landar þeirra vom á vellinum til að hvetja sína menn - sendiráðsfólk og einhverjir nemendur - og heyrðist meira í þeim en innfæddu hundraðþúsundunum sem virtust fyrst og fremst hafa Chaplínska ánægju af leiknum; hlógu ef einhver datt á rassinn og þar fram eftir götunum. Leikur Pekingúrvalsins er mér þó enn minnisstæðari en áhorfendumir. Þetta vora bráðflinkir strákar og miklu teknískari en Bretamir, en samspilið var undarlega lítið. Þeir potuðust með boltann hver fyrir sig, sóluðu einn, tvo eða þrjá en alltaf endaði einspilið með því að þeir misstu tuðrana. WBA spilaði aftur á móti eins og Iið og vann leikinn. Meðan ég var að horfa á þetta sólóspil rifjaðist upp fyrir mér annar frasi sem mikið var í gangi fyrir austan þessi árin. Sá gekk út á bölvun einstaklingshyggjunnar. Og það var eins og blessuð skepnan skildi. Slag- orðin sem áróðursmenn stjómvalda létu sér detta í hug og komu í umferð vora vitaskuld ekki bara einhveijar velmeinandi og huggulegar yrðingar út í loftið, heldur viðleitni til að afhjúpa meintar skuggahliðar þjóðarsálarinnar og bregðast við þeim.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.