Alþýðublaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ1997 s k o ð a n i r flÞYHUKIilllll Þverholti 14 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Fróttastjóri Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot HBK Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Ófremdarástand vegna lokana geðdeilda Það er átakanlegt hversu mikill fjöldi fólks á ári hverju verður fyrir miklu álagi og óþægindum vegna sumarlokana sjúkrahúsa. Þessar lok- anir bitna ekki hvað síst á geðfötluðum og aðstandendum þeirra. Þetta er eitt birtingarform af mörgum á því ástandi sem linnulaus niður- skurður á sjúkrahúsum landsins hefur haft í för með sér. Tölulegar upplýsingar Þjóðhagstofnunar eru til marks um það hve þrengt hefur verið að sjúkrahúsunum í landinu undanfarin ár. Þau fengu af opinberu fé sem nemur 62.000 kr. á hvem íbúa landsins árið 1995 en 69.500 kr. árið 1988. Þetta þýðir að spítalana vantaði um 2 milljarða kr, árið 1995 til að hafa eins mikið opinbert fjármagn til ráð- stöfunar miðað við íbúafjölda og þeir höfðu árið 1988. Bráðabirgðatöl- ur Þjóðhagsstofnunar fyrir síðasta ár sýna enn frekari lækkun, en þá var opinbert fé til sjúkrahúsa landsins komið niður í sem nemur 60.500 kr. á hvem íbúa. Afleiðingar þessa niðurskurðar em margvíslegar og segja má að það hafi orðið allt að því eðlisbreyting á þjónustu sjúkrahúsanna á síðustu ámm. Sjúklingamir fá sífellt verri þjónustu, þeir em sendir heim mun fyrr en áður og oftsinnis alltof snemma. Heimilin er oft og tíðum ekki í stakk búin til að sjá um aðhlynningu sjúklinga og endurinnlagnir sjúklinga verða algengari. Álag á starfsfólk er gífurlegt og vaxandi. Á sjúkrahúsunum gætir orðið vaxandi örvæntingar meðal starfsfólksins. Hér hefur verið tæpt á afleiðingum niðurskurðarins almennt. En einna sárast hefur spamaðurinn bitnað á geðfötluðum og aðstandend- um þeirra. Og er ekki á bætandi. Þess er skemmst að minnast að Valgerður Baldursdóttir forstöðu- læknir BUGL, -Bama- og unglingageðdeildar Landsspítalans, taldi sig nauðbeygða til að segja upp störfum, því hún væri búin að fá nóg af því að vera varðhundur ríkisvaldsins og treysti sér ekki til að neita geðfötluðum bömum og foreldrum þeirra um sjálfsagða og nauðsyn- lega þjónustu. Þannig er ástandið í geðvemdarmálum bama og unglinga ömurlegt. Og nú horfumst við í augu við árvissar lokanir geðdeilda sjúkrahús- anna í Reykjavík. Afleiðingamar em geigvænlegar. Aðstandendur kvíða oft sumrinu einungis vegna þessa, því stundum er þeim svo erfitt að annast sjúk- linginn heima. Sumir sjúklingar lenda á flækingi, á milli ættingja og vina, eða milli gistiheimila í borginni sem þeir greiða fyrir með ör- orkubótum. Geðhjálp, samtök aðstandenda, áhugafólks og geðfatlaðra reka fé- lagsmiðstöð sem verður enn fjölsóttari á þessum lokunartímum. Þang- að leita bæði sjúklingar og aðstandendur í örvilnan. Lokanimar em sagðar vera í spamaðarskyni, en margir efast um að það markmið náist. Sumir sjúklingar lenda beint inn á öðmm deildum sjúkrahúsanna, aðrir sjúklingar fá bakslag og em lagðir inn veikari en áður með tilheyrandi aukakostnaði. En það em auðvitað fyrst og fremst almenn mannúðarsjónarmið sem hrópa og kalla á samborgarana og stjómvöld í þessu máli. Rétt er að geta þess að lokanir skýrast ekki einungis af fjárskorti heldur og vegna skorts á fagmenntuðu starfs- fólki. Hins vegar segjast stjómendur geðdeilda geta leyst málin að mestu leyti komi meira fjármagn til þessarar starfsemi. Samfélagið þarf allt að taka þátt í að leysa vanda sem skapast við þessar aðstæður þegar bræður og systur okkar þarfnast aðhlynningar og betri aðbúnaðar. Ábyrgðin af geðfötluðum er ekki einvörðungu stjómvalda, heldur okkar allra. Geðsjúkdómar fara ekki í manngrein- arálit og það er ekki hægt að fresta veikindunum. Þrátt fyrir að vel flestar fjölskyldur í landinu þurfi að fást við geðsjúkdóma af einhverju tagi einhvem tímann á lífsleiðinni era ríkjandi fordómar gagnvart geð- sjúklingum. Það er mikið starf óunnið til að yfirvinna þá fordóma. Ljóst er að ástandið í málefnum geðfatlaðra almennt er afar slæmt og íslenska þjóðin verður að taka sér tak. Það verður að koma í veg fyrir hinar viðamiklu árvissu lokanir geðdeilda og koma upp hjálpar- kerfí fyrir sjúkiinga og aðstandendur þeirra meðan ófremdarástandið Það er engin þörf að bíða Það hefur verið töluverð gróska í sameiningarmálum jafnaðarmanna og félagshyggjufólks að undanfömu. Mörg skref hafa verið stigin í sam- einingarferlinu og má nefna atriði eins og sameiningu þingsflokks Þjóðvaka og Alþýðuflokks, yfirlýs- ingar forystu Alþýðuflokksins og ýmissa forystumanna Alþýðubanda- lags, ftumkvæði ungs fólks með stofnun Grósku og margítrekaðan vilja kjósenda í skoðanakönnunum. Allt talar þetta einum og sama rómi. Tvær meginfylkingar Á lýðveldistímanum hafa tvær meginfylkingar verið að takast á í ís- lenskum stjómmálum; hin borgalega breiðfylking Sjálfstæðisflokksins og síðan smáflokkafjöld á vinstri vængnum. Breiðfylking Sjálfstæðis- flokksins hefur aldrei verið vemlega einsleit pólitískt, hún hefur spannað vídd langt til hægri og töluvert yfir á vinstri kantinn. Nú hefur þessi breiðfylking Sjálf- stæðisflokksins aldrei verið langtím- um saman fjölmennari en flokkar og hópar sem att hafa kappi við hann. En í skjóli þeirrar sundrungar sem rfkt hefur á vinstri vængnum hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið nær sam- fellt með völdin í landinu seinni hluta þessar aldar. Forsendur flokkaskipun- ar brostnar Á fyrstu áratugum aldarinnar var hatrömm pólitísk barátta í landinu, stéttabarátta og þjóðemisbarátta sem tók á sig ýmsar myndir. Flokkamir grófu sig í skotgrafir sem um hnð urðu svo djúpar að það virtist engin leið liggja upp úr þeim. Á síðustu ámm og misseram hafa þær grafir smám saman verið að fyll- ast og segja má að hópar og flokkar á vinstri vængnum standi nú á jafn sléttu landi og hafa allar forsendur til að taka höndum saman. Þær forsendur sem vom fyrir flokkaskiptingunni em að flestar brostnar í dag. Enda verður flokks- múramönnum svarafátt þegar á að réttlæta flokkaskiptinguna gagnvart almenningi. Múrarnir em að molna. Sem betur fer vilja margir taka þátt í að brjóta þá múra sem legið hafa milli flokka og hópa í stjómmálunum og hafa tafið fyrir því að þeir ynnu saman sem sameiginlegar eiga hug- sjónir og hagsmuni. Markmið jafnaðarmanna dagsins í dag í skipulagsmálum em stór sam- eiginleg samtök allra þeirra sem nú styðja samtök og flokka sem nú mynda stjómarandstöðu á Alþingi og reyndar mun fleiri. Þannig er hvatt til uppstokkunar flokkakerfisins og að jafnaðarstefnan verði mótandi þjóðfélagsafl á íslandi í byrjun 21. aldarinnar. Hröðum sameiningunni En hvað dvelur Orminn langa? Kjósendur hafa sí og æ látið í ljósi þann vilja sinn að flokkamir samein- ist, en flokksþrásetumenn sitja enn keikir í rúmi og reyna að heyra ekki söng tímans. Sá sem hér heldur á penna hefur tekið þátt í fjölmörgum tilraunum til Pqllbord | Óskar Guðmunds- son skrifar Ég játa hreinskilnislega að ég kenni nokkurrar óþolinmæði í eigin brjósti, ég á sífellt erfið- ara með að sjá eftir hverju er verið að bíða. Það er reyndar auðsætt að eftir því sem samein- ingin dregst á langinn verður töf á því að jafn- aðarmenn komist til þeirra áhrifa í íslensku þjóðfélagi sem raun- verulegt fylgi þeirra gerir kröfu til að efna til uppstokkunar íslenska flokkerfisins og sameiningar jafnað- armanna á síðustu ámm. Ég játa hreinskilnislega að ég kenni nokkurr- ar óþolinmæði í eigin brjósti, ég á sí- fellt erfiðara með að sjá eftir hverju er verið að bíða. Það er reyndar auð- sætt að eftir því sem sameiningin dregst á langinn verður töf á því að jafnaðarmenn komist til þeirra áhrifa í íslensku þjóðfélagi sem raunvem- legt fylgi þeirra gerir kröfu til. Það mæla því öll rök með því að hraða nú því sameiningarferli sem hafið er, þannig að sem fyrst verði myndaður sá valkostur í íslenskum stjómmálum sem beðið hefur verið eftir fyrir jafnaðarmenn og annað fé- lagshyggjufólk. Látum ekki formsatriðin þvælast fyrir Auðvitað getur jafn stór uppstokk- un og hér er í augsýn ekki orðið öðmvísi en einhverjir einstaklingar verði ósáttir við framvindu mála. Þeir örfáu sem þæfast gegn þróun- inni reyna að búa til flóttaleiðir eins og að vísa til næstu og þamæstu kosninga, landsfunda eða ijögurra ára plans eða sex ára áætlunar, allt eftir því hvemig vindurinn blæs. En sftkur fyrirsláttur hefur ekkert með vemleikann að gera, vemleikann sem krefst sameiningar jafnaðar- manna núna. Eðlilega er blæbrigðamunur á af- stöðu einstaklinga til ýmissa smáat- riða í þróunarferlinu. Svo dæmi sé tekið hefur forysta Þjóðvaka annars vegar lýst því yfir að hlutverki hans sem sjálfstæðs framboðsafls í ís- lenska flokkakerfinu sé lokið þó Þjóðvaki hafi hins vegar alls ekki lokið hlutverki sínu í íslenskum stjómmálum. Fyrir mér er nánast út- færsluatriði, framkvæmdaatriði, með hvaða hætti núverandi flokkar leggja sig niður sem framboðsafl. Þeir þurfa allir að fóma einhverju af „sjálf- stæðri framboðsímynd, sinni til að sameining verði í höfn. Miklu skiptir að ytri tákn og formsatriði þvælist ekki fyrir. Engin leið til baka Sameining jafnaðarmanna er í augsýn, það er engin leið til baka. At- hyglisverð vom þau pólitísku áhersluatriði sem fram komu í ræðu formanns Alþýðuflokksins á fundi jafnaðarmanna í Eyjafirði 4. maí sl. og sú aðferð sem hann leggur til að sameiginlegt framboð jafnaðar- manna efni til almenns prófkjörs þar sem fólk getið valið á framboðs- listana á jafnræðisgrandvelli. Vinstri menn á íslandi hafa margt af íslandssögunni að læra. Stefna þeirra hefur löngum notið meiri- hlutafylgis meðal þjóðarinnar á þess- ari öld en þeir hafa ekki borið gæfu til að skipuleggja sig í einum stómm samtökum í stað margra flokka og samtaka. Nú er það hins vegar svo að ámm saman hefur mikill meirihluti stuðn- ingsmanna allra vinstri flokkanna ít- rekað lýst yfir þeim vilja sínum að flokkamir og samtökin verði samein- uð. Nú síðast í skoðanakönnun fyrir örfáum vikum. Því leyfir maður sér að spyrja: Á meirihlutinn að fá að ráða hraðanum - eða hvað réttlætir að fámennur hópur andstöðufólks ráði ferðinni? vartr.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.