Alþýðublaðið - 27.06.1997, Page 6

Alþýðublaðið - 27.06.1997, Page 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNl' 1997 lesninc ■ í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar skrifar Jón Yngvi Jóhannsson grein um skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar Fyrirgefningu syndanna og útgáfu hennar á ensku: Absolution. í samtali við Al- þýðublaðið segir Jón Yngvi frá þessum ólíku bókum Umbætur eða vörusvik? Segðu mér fyrst frá því hver kveikjan er að þessari grein þinni í TMM? „Kveikjan að þessari grein er við- tal sem birtist í Morgunblaðinu en þar sagðist Olafur Jóhann hafa snurfusað Fyrirgefningu syndanna fyrir Bandaríkjamarkað, en þó ekki meira en tíðkast með endurútgáfur hér heima og ytra. Mig langaði til að vita hvemig maður fer að því að snurfusa bók fyrir Bandaríkjamark- að. Meðal spuminganna sem ég vildi spyrja vom: Verða miklar breytingar á verkinu, hvaða breytingar eru þetta, og hvað segja þær okkur um ólik við- horf til skáldskapar og til bókmennta ólíkra þjóða? Svo er um að ræða höfund sem hefur verið mikið í umræðunni og yf- irleitt fengið góða dóma erlendis en ekki eins góða hér heima. Mig iang- aði til að kanna hvort einhver tengsl væru milli upphaflega verksins og þýðingarinnar og þeirra ólíku dóma sem hafa komið hér heima og erlend- is.“ Hvað breyttist með þýðingunni? „Aður en ég svara þessari spum- ingu þá er kannski rétt að taka fram að í bandarísku útgáfunni er þýðanda bókarinnar, Bemards Scudder, hvergi getið. Að mínu mati er skýr- ingin sú að þýðingar eiga ekki greið- an aðgang að bandarískum bók- menntamarkaði. Inni á bókarkápu stendur síðan „In his dazzling liter- ary debut in the English language" og með þeim orðum finnst manni að jafnvel sé verið að gefa í skyn að Olafur Jóhann hafi frumsamið skáld- söguna á ensku. Sumir ritdómarar virðast líka hafa haldið að hann hafi gert það og aðrir halda því fram að Ólafur hafi sjálfur þýtt bókina. Þannig sleppur verkið, ólíkt mörgum evrópskum bókum, undan þeim ör- lögum að vera þýðing og á því meiri möguleika til velgengni á bandaríska markaðnum. En það sem mér finnst einna merkilegast við þessa þýðingu er að frásagnaraðferðinni er breytt. í ís- lensku gerðinni er sögumaður Islend- ingur í New York sem fær í hendur handritabunka, fer að skoða hann og endar með að skrifa það upp. I bandarísku gerðinni þýðir sögumað- ur handritið. Þannig er þýðingin á bókinni flutt inn í frásagnaraðferð- ina. Gagnvart lesandanum virkar þessi Iistræna blekking þannig að bókin sé skrifuð á ensku af því tungumál sögumannsins er enska, ekki íslenska eins og í upprunalegu gerðinni. I ensku þýðingunni er stíllinn knappari og ljóðrænar setningar sem hægja á frásögninni eru strikaðar út og reynt er að gefa í, stíllinn verður harðsoðnari, eins og stundum þykir hæfa í bandarískum skáldsögum. Þessi breyting á stflnum hefur víðtæk áhrif á verkið. Sagan er fyrstu per- sónu frásögn þar sem Pétur Péturs- son segir frá ævi sinni. Þegar stíll hans breytist, verður hraðari og bein- skeyttari þá breytist persóna hans. Aðalatriði sögunnar er glæpur sem Pétur telur sig hafa framið á yngri árum. I íslensku gerðinni hvflir glæp- urinn eins og mara á Pétri. Hann er Glæpurinn með stórum staf og greini. I ensku gerðinni er glæpurinn hinsvegar „my little crime“. Þar er Pétur frá upphafi miklu meðvitaðri um smæð þessa atviks sem hann kallar glæp. Um leið hefur glæpurinn hann ekki eins yfir samferðarmenn eins og í íslensku útgáfunni. Þessi breyting verður til þess að Pétur virk- ar að sumu leyti betur sem persóna. Sögumaðurinn breytir einnig um gervi í þýðingunni. Hann er kominn í eins konar spæjarahlutverk. I um- hverfi hans er þrúgandi hiti, að hon- um stafa vandræði í einkalífi, svo hringir lögfræðingurinn í hann og segist vera með mál sem þurfi að rannsaka. Sagan verður með þessu nokkurs konar afbrigði af spæjara- sögu, en Ólafur Jóhann skrifaði ís- lensku gerðina sem gamaldags, raun- sæja skáldsögu með sögumanni sem dreymdi um að verða rithöfundur. Þessi sögumaður er kunnuglegur úr íslenskum bókmenntum, rétt eins og spæjarinn úr þeim amerísku." Af hverju gerir Ólafur Jóhann þessar breytingar? „Mér sýnist að breytingamar mið- ist að því að laga bókina að banda- rískum markaði, að gera bókina les- endavæna. Það er mín niðurstaða. Nú gæti Ólafur Jóhann eða útgefandi hans auðvitað sagt að verkið sé ein- faldlega betur heppnað í þessu nýja formi og að gengið hafi verið frá ensku gerðinni til þess. En það breyt- ir í sjálfu sér ekki niðurstöðum mín- um. I þýðingunni hafa orðið ákveðn- ar breytingar frá frumgerðinni. Þær eru ekki tilviljanakenndar. Það hefur verið unnið markvisst með textann til þess að breyta stíl og frásagnaraðferð og um leið breytist persónusköpunin. Sagan verður að sumu leyti önnur og auðvelt að komast að ólíkri niður- stöðu um hana. Ég get nefnt dæmi. í ritdómi Áma Bergmann í Þjóð- viljandum, sem var fremur jákvæður, fann hann þann galla á verkinu að Pétur Pétursson væri persóna sem höfundi tækist ekki að vekja samúð með og lesandanum sé á endanum al- veg sama um hann. I New York Review of Books kemst Brad Leit- hauser að þeirri niðurstöðu að það sé einn af kostum bókarinnar að þrátt fyrir allt sé persóna Péturs slík að hún öðlist samúð lesandans. Auðvitað þarf alltaf að gera fyrir- vara um einstaka gagniýnendur og túlkun þeirra, en ég held að það sé engin tilviljun að þessir tveir menn Vinningar í Jónsmessuhappadrætti Sjáifsbjargar Dregið var 24. júní 1997 Toyota Carina E Sedan Cli Classic 2.0 sjálfsk. kr. 1.990.000,- 3190 Coleman 8 feta fellihýsi m/búnaði frá EVRÓ kr. 619.800,- 4875 10808 12575 60796 Vöruúttekt að eigin vali hjá IKEA eða Útilífi kr.30.000, - 206 9534 23764 31073 43315 60037 650 10103 24095 31651 43827 60706 1161 10466 24316 31854 44611 60828 1367 11647 24424 31899 44841 61132 1516 12742 24696 32045 44949 61434 1884 12750 24802 32095 45488 61651 2032 13037 24816 32110 46138 61681 2176 13084 25203 33250 46499 61866 2196 13181 25307 33390 48327 62272 2258 13655 25427 34136 48894 62429 2748 13810 25539 34596 49251 63259 3024 13855 25960 35032 49543 63737 3141 14109 26374 35381 50664 64343 3360 14441 26470 35808 50852 64395 3676 14474 26995 35892 51401 64831 3696 15059 27085 35988 51903 65052 3904 15719 27224 36252 52016 65103 4217 15758 27650 36988 53071 65143 4400 15990 27950 37176 53186 65588 4662 17928 27963 37772 53703 66150 4729 18041 28517 39264 56164 66380 4904 18258 28659 39281 56622 66725 4958 18620 28865 39649 56809 67051 5088 19468 28875 39736 57094 67865 5250 20483 29303 39741 57155 68373 5321 21131 29307 40316 57193 68513 6677 21269 29523 41194 57281 68951 7414 21844 29569 41228 57587 69003 8009 22254 29626 41657 57742 69194 8051 22483 29639 42031 58780 69286 8061 22630 30015 42441 59053 69526 8465 23347 30045 42527 59098 69700 8521 23499 30455 42705 59568 9429 23688 30681 43158 59661 Þökkum fyrir veittan stuðning. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, 105 Reykjavik, sini 552-9133. „Sagan verður með þessu nokkurs konar afbrigði af spæjarasögu, en Ólafur Jó- hann skrifaði íslensku gerðina sem gamaldags, raunsæja skáldsögu." |Í V'.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.