Alþýðublaðið - 08.07.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.07.1997, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 8. JULI 1997 A 1 hvtl I I D I MIJI ALÞYÐUBLAÐIÐ b i s k u Barátta biskupsefnanna er komin á fullt skrið. Sá eini sem helst ógnar séra Karii Sigurbjörnssyni er séra Siguröur Siguröarson vigslubiskup á Selfossi. Helstu ráð- gjafar hans og höröustu stuðningsmenn koma úr hópi svo- kallaðra svartstakka innan kirkjunnar. I haröasta kjarna stuðningsmanna hans er náttúrlega séra Flóki Kristinsson prestur til Evrópuþinga, en Siguröur reyndist honum dreng- ur góður í hinum miklu átökum sem urðu innan Langholts- kirkju, og smituðu raunar út um alla þjóðkirkjuna. Aðrir í innsta hringnum eru meöal annars þeir Þorgrimur Egils- son í Neskaupsstað, Gunnlaugur Garöarsson á Akureyri og Gunnar Sigurjónsson í Digraneskalli í Kópavogi. Þess- ir menn höfðu sig nokkuö í frammi á nýafstaðinni presta- stefnu á Akureyri fyrir séra Sigurð, og áhrif hinna ungu svartstakka meðal yngri presta eru talin verða honum laun- drjúg... Flestir telja að ákafur stuðningur hinna ungu svartstakka geti haft öfug áhrif fyrir séra Sigurö Sigurðarson, og því hefur hann reynt að tóna niður tengsl sín og þeirra. Fyr- ir skömmu gaf hann þannig út mjög góðan bækling, þar sem hann virtist reyna að staðsetja sig á miðju kirkjunnar. Svo virtist sem tilgangur bæklingsins væri meðal annars að draga út tengslum hans viö litúrgistana, sem nefndir eru svartstakkar einnig. Það kom þó fyrir lítið á presta- stefnunni, þar sem kapp svartstakka með sínum manni var nokkuð áber- andi. Þetta birtist vel, þeg- ar biskupsefnin kynntu sig á stefnunni. Þau héldu þar ræður, og svöruðu síðan spurningum. Ræða séra Siguröar Siguröar- sonar var giska löng og því komust menn ekki að nema meö fjórar spurningar til vigslubisk- upsins. Ein var frá séra Jakobi Hjálmarssyni Dómkirkjupresti en allar hinar komu frá svartstökkum. Spurningar þeirra sýndust ekki síst sniðnar til þess aö draga fram þau viðhorf, sem frambjóðandi þeirra vildi helst koma á framfæri. Heimildar- menn örsagnadálksins gátu þess enda, að spurningarnar hefðu ekki virst koma biskupsefni mjög á óvart... Það er ekki aðeins séra Siguröur Siguröarson sem sækir fram meðal yngri presta heldur hafa séra Karli Sigurbjörnssyni bæst þó nokkr ir liðsmenn úr þeirra röðum. [ hópi stuðningsmanna hans þar eru meðal annars prestar á borð við séra Bjarna Karlsson i Vestmannaeyjum og séra Magnús Erlingsson á ísafirði. Hann hefur einnig náö mikilvægum stuðningi nokkurra kvenpresta, en þeir voru taldir líklegir til að styðja framboö séra Auöar Eir en bloc. Meöal stuðningsmanna séra Karls er til dæmis séra Helga Soffía Kon- ráösdóttir, sem er prestur við Háteigs- kirkju... Formaður Prestafélagsins, hinn virðulegi séra Geir Waage í Reykholti þarf embættis síns vegna að gæta hlutleysis í komandi biskupskjöri. Hann er með skeleggustu mönnum í prestastétt, prinsippfastur og einsog dæmin sannar hikar hann ekki við aö leggja til atlögu við jafnvel æðstu menn kirkjunnar ef honum þykir sannfæringu sinni misboðiö. Hann hefur verið álitinn einskonar hugmyndalegur faöir hinna ungu svartstakka, og hélt uppi heiðri joeirra þegar hann vann séra Gunnar Kristjánsson eftir að hinn síðarnefndi haföi boðið sig fram gegn Geir til formennsku Prestafélagsins. Geir hefur mikla þyngd meðal presta, ekki síst hinna yngri, og þó hann hafi sig ekki í frammi í kjörinu stendur hann á jaðri innsta hrings vígslubiskupsins og er talinn einn mikilvægasti ráögjafi séra Sigurðar... r Iliði séra Karls Sigurbjörnssonar er einnig að finna þungavigtarmenn sem geta haft mikil áhrif á aðra presta. Örsagnir Alþýöublaðsins hafa áður greint frá því að þeir sérar Pálmi Matthlasson í Bústaðakirkju og Vigfús Þór Árnason i Grafarvogi fylgi liklega séra Karli. En auk þeirra má nefna að frændi hans og stuöningsmaður séra Jón Dalbú Hróbjartsson sem var sendiráðsprestur erlendis er aftur kominn til landsins og tekinn við prófastsembætti í Reykjavík. Hann er áhrifamaður meðal presta, og var sjálf- ur orðaður við biskupsembættið. En einn hinna mikilvæg- ustu stuðningsmanna sem Karli Sigubjörnssyni hefur bæst síöustu vikur er joó noröanmaður og einn ástsælasti prest- ur landsins, séra Pétur Þórarinsson í Laufási... Fjölskylda séra Karls Sigurbjörnssonar er stærsta fjöl- skyldan innan prestastéttarinnar, og mun reynast hon- um drjúg þegar atkvæðin verða talin. En nokkrir prestar telja þó séra Karl ekki besta fulltrúa ættbogans til að gegna embætti biskups. Tveir bræður hans eru sérstaklega nefnd- ir sem góð biskupsefni. Annars vegar eru það séra Árni Bergur Sigurbjörnsson sem mörgum þykir afburða ræðu- glansaö í viðtölum í blöðum og á eternum... r Ibiskupskjörinu er einsog framboð séra Gunnars Krist- jánssonar hafi lent á milli f stórslagnum sem veröur milli þeirra séra Karls Sigurbjörnssonar og séra Siguröar Siguröarssonar vígslubiskup. Hann geldur þess jx> aö hafa að ósekju verið álitinn einskonar fulltrúi Biskupsstofu þegar séra Gunnar bauð sig fram gegn sitjandi formanni Prestafélagsins, Geir Waage. Séra Gunnari er einkum talið til tekna að vera meö bestu fræðimönnum í stéttinni, og hann sá einmitt um útgáfu Vídalínspostillu ásamt íslensku- fræðingnum Meröi Árnasyni sem Mál og Menning gaf út. Hann á drjúga stuðningsmenn í hópí þeirra sem tengjast Biskupsstofu, og þar má með- al annars nefna séra Sólveigu Láru Guðmundsdóttur. Margir félags- hyggjumenn í prestastétt líta einnig á hann sem góðan fulitrúa sinn... Fari svo, að séra Karl Sigur- björnsson veröi kjörinn biskup losnar eitt eftirsóttasta brauð lands- ins, Hallgrímskirkjusókn. Margir munu væntanlega líta það hýru auga, en einn hefur þó forskot. Sig- uröur Pálsson sem er fram- kvæmdastjóri Hins íslenska biblíu- félags hefur nefnilega nýlega verið ráðinn aðstoðarprestur í Hallgrímskirkju. Innan prestastéttarinnar er álitið að þarmeö hafi séra Karl í raun verið að tilnefna eftirmann sinn. Ráön- ing í framkvæmdastjórastöðuna hjá Bibliufélaginu verður ákveðin siðar í mánuðinum, og samkvæmt nokk- uð traustum heimildum mun ákveðiö að í hana verði ráðinn ungur og farsæll guðfræðingur, sem ekki hefur enn tekið vtgslu en getið sér gott orð fyrir starf sitt á vegum þjóðkirkjunnar... Meðan undiralda biskupskosn- inganna skekur kirkjuna er þó einn úr röðum presta sem um þess- ar mundir verður ekki sakaður um að magna seiðinn. Það er herra Ólafur Skúlason fráfarandi biskup, sem nú er staddur f Hong Kong á alþjóölegu kirkjuþingi. Hann er svo heppinn að vera heldur ekki einn á ferð. Utanríkis- málanefnd kirkjunnar valdi til fararinnar ungan prest meö honum. Væntanlega var það hvorki æðri forsjón né Biskupstofu, heldur bláber tilviljun, aö sá sem valdist til Hong Kong feröarinnar var ungur prestur og lítt reyndur, séra Skúla Ólafsson að nafni. Einsog gerhyglir lesendur hafa þegar getið sér til þá er séra Skúli enginn annar en sonur biskupsins. Væntanlega hrósa þeir feðgar happi yfir því að biskupssonur skyldi öllum að óvörum vera valinn til svo merkilegrar ferðar... maður og minna sterk- lega á föður þeirra, herra Sigurbjörn Ein- arsson sem án vafa er á meðal frábær- ustu ræðumanna kirkjunnar fyrr og síðar. Hinn er pró- fessor Einar Sigurbjörnsson sem er mest- ur fræðimaður þeirra bræðra. Þó Einar sé ekki í kjöri og styðji bróður sinn dyggilega er Alþýðublaðinu þó kunnugt um aö hvort sem honum líkar betur eða verr mun prófessor Einar fá að minnsta kosti tvö atkvæði i fyrri umferö kjörsins. Tæpast verður þaö til aö styrkja fjölskylduböndin ef svo færi að Kalla bróður vanti aðeins tvö upp á hreinan meiri- hluta í fyrri umferðinni... Séra Auöur Eir er fyrsta konan sem býö- ur sig fram til biskups. Hún hefur verið frumkvööull hinnar svokölluðu kvennakirkju hér á landi, og veriö ötulust presta við að berjast gegn hvers konar fordómum meðal kollega sinna. Framboð hennar er álitið fyrst og fremst gegna því hlutverki að minna á stööu kvenna innan kirkjunnar, og hefur þeg- ar orðið til að auka þyngd þeirra innan henn- ar. Hverfandi líkur eru á aö séra Auöur Eir nái kjöri, þó hún sé líkleg til aö ná miklum stuðningi kvenpresta, sem eru að verða fjórðungur prestanna. Fyrir vikið hefur Auður Eir veriö áhyggjulausasti frambjóöandinn, og kanski er það þessvegna sem hún hefur “FarSide" eftir Gary Larson BOA ROO Enn einu sinni eyöilagði Venni góöa skyrtu meö þessum ódýru vasakröbbum sinum. Jón Baldvin Hannibals- son: „Ég tek mér ekki sumarfrí því ég er á leið í langt haust- frí.“ Siguröur T. Björgvinsson: „Ég ætla á heimaslóðir mínar á Siglufirði og ef til vill líta við hjá vini mínum Stef- áni Gunnarssyni á Hofsósi.“ Birgir Hermannsson: „Örugglega ekki til Sví- þjóðar.“ Einar Karl Haraldsson: „Ég verð kominn til Frakk- lands þegar þetta svar birtist. Þar verð ég í mínu sumar- leyfi.“ Gunnar Smári: „Ég held á slóðir Fjölnis- manna og hyggst tjalda undir dranganum að Hrauni í Öxna- dal.“ v i t i m q n n John Lennon og Leon Trotsky hafa lagt grunninn að mínum stjórnmálaskoðunum en í dag hef ég mest álit á Margréti Frímannsdóttur og Nelson Mandela í útlöndum. Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri Alþýöubandalagsins í Vikublaöinu. Ég kannast ekki við rannsóknir sem hafa kannað hvort og hvaða áhrif útivinnandi faðir hafi á börnin. Steinunn Björk Birgisdóttir skrifar um stráka og ólæti í Mogga. Jafnan bendir margt til þess að konur muni aldrei öðlast jafnrétti á atvinnumarkaðnum í reynd nema báðir foreldrar hafi jafna möguleika á fæð- ingarorlofi. Helga Guörún Jónasdóttir i kjallara DV. Gæti þaö verið? Ríkisvaldið hefur skyldur við þjóðina og meðal annars þá að vernda kristinn sið og ein- ingu hans. Þórir Jökull Þorsteinsson sóknarprestur í DV. Það var og. Sumir verða hreinlega undr- andi og hræddir við það hve mikið líf er hér - . Erna Lúðvíksdóttir um álfabyggðir á Sel- fossi í Degi-Tímanum. Nú er það ekki endilega svo að ungir drengir sem sjá þetta standi upp og fari að fremja þessi sömu verk, heldur eru áhrifin frekar þau að þetta slævir virðingu okkar fyrir rétti annarra og tilfinninguna fyrir því að við getum valdið þeim sársauka ásamt því sem það gerir menn hugsunarlausa um alvarlegar afleiðingar ofbeldis. Einar Gylfi Jónsson deilarstjóri forvarnar- deildar SÁÁ bendir á kvikmyndir í Helgar- póstinum. Umfjöllunarefni fjölmiðla er líka oft á tíðum þannig að við megum vel við því að sleppa því dag og dag. Gauji litli ráögjafi í Degi-Tímanum. Jamm. Enn nærist elskan sanna, enn kærleiks funinn brennur, enn leiftrar ástar tinna, enn kviknar glóð af henni, enn giftist ungur svanni, enn saman hugir renna, enn gefast meyjar mönnum, menn hallast enn til kvenna. Manvísa Páls Vídallns.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.