Alþýðublaðið - 16.12.1997, Side 1
L imÁÁ 1 *' i
mMmML i 1 r11 - j **- — L. 11 í , 4 h i / » . , JU i J| | *ii ( 1 | i
v* \ V-:; ' — p t■ ! • 1; |
Hitt húsið í ráðgjafaliði
Bresku ríkisstjórnarinnar
f Hinu húsinu hefur verið þróuð
starfsemi fyrir atvinnulaust ungt
fólk á aldrinum 18-25 ára.
Verkefnið sem gengur undir
nafninu Starfsnám Hins hússins
hefur verið að þróast í það form
sem það er í núna undanfarin
fjögur ár. 30 ungmenni úr
Reykjavík taka þátt í starfs-
náminu í hvert skipti sem sten-
dur í 6 mánuði. Arangur af
þessu starfi er verulegur, og
sýnir könnun sem dr. Gestur
Guðmunds son félagsfræðingur
gerði á þessu ári að þetta úrræði
skilar bestum árangri allra
úrræða sem í gangi eru í
Evrópu. Þeir sem fara í gegnum
starfsnámið skila sér hvað best
áfram í vinnu eða nám. A
dögunum var hér staddur John
Bateman, framkvæmdastjóri
Youth Clubs UK, sem eru syst-
ursamtök Samfés (Samtök
félagsmiðstöðva) í Bretlandi.
Hann var að kynna fyrir koll-
egum sínum á íslandi hvað
Bretar væra að gera í málefnum
atvinnulausra ungmenna. I
leiðinni kynnti hann sér hvað
við værum að gera.
Hann hreifst mjög af starfs-
námi Hins hússins og þeirri
hugmyndaffæði sem þar liggur
að baki, og í tillögum sínum til
ríkisstjómar Tonys Blairs tók
hann fyrirkomulag Hins
Hússins svo til óbreytt upp og
lagði fyrir stjómina.
Breska ríkisstjómin hefur nú
ákveðið að leggja til 5,6 millj.
punda fjárveitingu. Að sögn
Loga Sigurfinnssonar, forstöðu-
manns Hins hússins er þella
mikil viðurkenning á því starfi
sem unnið hefur verið undan-
farin ár á þessu sviði. Þetta
hvetur okkur til dáða. Þessi
árangur hefur náðst með góðri
vinnu okkar starfsmanna og
samstarfi við hina fjölmörgu
sem að þessu máli koma. Við
höfum verið beðin um að mæta
á fund samtaka æskulýðs-
miðstöðva í Evrópu í
Birmingham á næsta ári. Þar
komum við til með að kynna
starfsnámið sem og aðra starfse-
mi Hins hússins sem virðist eiga
góðan hljómgrann meðal
nágranna okkar í Evrópu um
þessar mundir, sagði Logi að
lokum.
Forval í Reykjavík
Sunnudaginn 14. desember fór
fram forval á fulltrúum
Alþýðuflokksins til þátttöku í
prófkjöri Reykjavíkurlistans í
fulltrúaráði Alþýðuflokksfélag-
anna í Reykjavík. Tíu tóku þátt í
forvalinu og kosnir voru sjö til
þátttöku í áðmefndu prófkjöri.
Þeir sem þátt tóku voru Bryndís
Kristjánsdóttir varaborgarfull-
trúi, Gunnar Gissurarson vara-
borgarfulltrúi, Helgi Pétursson
varaborgarfulltrúi, Hrannar B.
Amarsson framkvæmdastjóri,
Magnea Marinósdóttir verslu-
narstjóri, Pétur Jónsson borgar-
fulltrúi, Rúnar Geirmundsson
formaður Alþýðuflokksfélags
Reykjavíkur, Sigurður Rúnar
Magnússon verkamaður, Stefán
Jóhann Stefánsson hagfræðin-
gur og Valdimar Leó Friðriks-
son framkvæmdastjóri. Ens og
fyrr segir voru sjö valdir til
áframhaldandi þátttöku og vora
það þau Bryndís, Helgi, Hrann-
ar, Magnea, Pétur, Rúnar og
Stefán. Þessir sjö aðilar þurfa
því að undirbúa sig fyrir opið
Prófkjör hjá Reykjavíkurlista-
num þar sem þau keppa um þau
sæti sem Alþýðuflokkurinn fær
í sinn hlut. I Alþýðublaðinu í
dag má finna greinar eftir hvert
og eitt þeirra sem komust áfram
auk þess sem rætt er við
Ingibjörgu sólrúnu Gísladóttur
borgarstjóra um starfið hjá
Reykjavíkurlistanum.
Guðrún Pétursdóttir í 8. sætið
Sjálfstæðismenn í Reykjavík
eru komnir í vandræði með list-
ann sem valinn var í prófkjöri í
lok október og bera á upp í
komandi borgarstjómarkosn-
ingum. Vandræðin helgast af
kvenmannsleysinu en aðeins
tvær konur fengu brautargengi í
fyrstu 11 sætin. Kosningin var
ekki bindandi vegna þess að
þátttaka var undir 50% og hefur
því kjörstjóm rétt á að breyta
uppröðun á listanum telji hún
það honum til bóta. Sú umræða
hefur lengi verið meðal inanna
að Kjartani Magnússyni sem
lenti í 8. sæti hafi verið fómað
fyrir álitlega konu og nú virðist
sú kona fundin. Guðrún
Pétursdóttir, fyrram forseta-
frambjóðandi, á að verða tromp
þeirra sjálfstæðismanna ásamt
Ama Sigfússyni. Það er nokkuð
ljóst að sjálfstæðismenn gera
sér grein fyrir því að þeir eiga
ekki neinn einn nógu sterkan
gegn Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur og ætla því að tefla
fram tveimur sem taldir era
frekar sterkir. Það er þó alveg
Ijóst að þar með lýkur vand-
ræðunum ekki því Kjartan er
langt frá því að vera sáttur.
Hann eyddi miklum krafti í
prófkjörsbaráttuna og gefur
ekki svo glatt eftir fyrsta
varaborgarfulltrúasætið, borg-
arfulltrúasæti ef sigur vinnst.
Það verður gaman að fylgjast
með vandræðaganginum í Val-
höll um leið og Reykja-
víkurlistinn mun vera með sitt
prófkjör í janúar.