Alþýðublaðið - 16.12.1997, Side 2
2
ALÞYPUBLAÐIÐ
Desember 1997
MMBUDIB
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 552 9244
Útgefandi: Alþýöuflokkurinn.
Framkvæmdastjórklngvart Sverrisson
Ritnefnd: Sighvatur Björgvinsson, Magnús Norðdahl,
Ingvar Sverrisson.
Ábyrgðamaöur: Ingvar Sverrisson
Setning og umbrot: Dagsprent
Prentun: Dagsprent.
VETRARMYRKRIÐ
SVARTA
Skammdegið á Islandi hefur lengi verið þjóðinni þungbært. Myrkrið
leggst þungt á sálarlíf margra og á ámm áður var algengt, að fólk
leggðist í þunglyndi og risi jafnvei ekki úr rekkju vikum saman yfir
háveturinn. Slíkt vetrarþunglyndi er vel þekkt meðal norrænna þjóða
og sögur og sagnir frá fyrri öldum greina frá mörgum dæmum þar um
meðal Islendinga. Fáir vom ailsendis ónæmir fyrir þrúgandi áhrifum
myrkursins svarta og velefnaðir góðbændur, sem áttu meira en nóg til
hnífs og skeiðar, lögðust í kör ekkert síður en fátækt almúgafólkið.
Nú er öldin sögð önnur. Strax á aðventunni er myrkrið á brott hrak-
ið með ljósadýrð um torg og stræti, á vinnustöðum og heimilum. Og
í aiþjóðlegum skoðanakönnunum segist íslenska þjóðin vera ham-
ingjusamari en aðrar þjóðir. Líka í vetrarmyrkrinu svarta.
Ljósadýrðin á jólunum hrindir áhlaupi langrar vetramætur. „Yzt á
steins og bekkjar brúnum/brotnar loftsins rökkursær,“ kvað Einar
skáld Benediktsson. En hafa jólaljósin líka getað máð burtu úr hugum
Islendinga áhyggjur og þunga, sem settu mark sitt á sálarlíf og
geðheilsu svo margra karla og kvenna á liðnum tímum? Hefur þessu
gervisólarljósi tekist að lýsa upp sálina með sama hætti og stræti og
torg? Er jafn bjart yfir hugum allra eins og heimilunum?
Jólagleðin er öðrum þræði að verða eins konar vömmerki. Til þess
að geta höndlað hana finnst mörgum þeir verða að uppfylla tiltekin
ytri skilyrði. Kaupa sér aðgang gegn háu gjaldi. Tilhlaupið er líka
orðið nokkuð langt. Strax í lok nóvember hefjast í fyrirtækjum og
félagasamtökum veislur með ótæpilegum veitingum og enginn telur
sig geta komist í jólaskap nema hafa tekið þátt í minnst tveimur
slíkum. Jólahlaðborðin em auglýst frá og með mánaðamótum á öllum
veitingastöðum og komast færri að en vilja. Að lokinni jólahátíðinni
sjálfri hefst svo eftirleikurinn. Fullt úr úr dyrum á öllum áramó-
tadansleikjunum, þar sem kvöldið kostar hjónin allt að
mánaðartekjum venjulegs verkamanns.
Vörumerkið er dýrt. Eykur það ánægjuna, sem því svarar? Hafa
allir ísiendingar þrótt og getu til þess að dansa í kring um þennan gull-
kálf? Og þeir, sem geta það, eru þeir hamingjusamari fyrir vikið? Er
jóiagleði þeirra sannari en hinna?
Islendingar em í hópi 10 ríkustu þjóða heims. Samt leggjum við
minna af mörkunr til þess að aðstoða fátækt og soltið fólk í heiminum
en flest þróuð ríki. Emm við hamingjusamasta þjóð í heimi sakir
þess, eða þrátt fyrir það?
Góðæri ríkir nú í landinu. Samt fer bilið áfram breikkandi milli
fátækra íslendinga og efnaðra. Veldur það engum hugarangri?
Sannast sagna eru þeir margir á meðal okkar, sem hafa áhyggjur
þungar og bera mikinn kvíðboga fyrir framtíðinni mitt í allri
jólaljósadýrðinni. Sumir hafa ekki efni á því að taka þátt í þeirri löngu
og dým "gleði", sem fylgir öllu tilstandinu og finna sárt til þess.
Fátæk heimili fmna aldrei sárar til fátæktar sinnar en einmitt fyrir
jólin.
Margir aðrir kaupa sér aðgang upp á krít. Gleðin fengin að láni.
Anægjustundirnar blandnar kvíða vegna skuldadaganna.
Jólaljósin björtu á aðventunni bægja frá okkur vetrarmyrkrinu, því
hinu ytra. En þessi tími er líka erfiðasti árstíminn í lífi margra fjöl-
skyldna. Það eru skuggahliðar á jólagleðinni, sem jólaljósin ekki geta
á brott hrakið. Þær skuggahliðar höfum við sjálf skapað með þeim iíf-
sháttum, sem við höfum tileinkað okkur.
Margir Islendingar eiga erfitt um þessar mundir. Vetrarkvfði er í
sálum þeirra. Gleymum því ekki á jólunum, að vetrarmyrkrið er svart
og þungt í hugum margra. Eina ljósið, sem getur brotist í gegn um það
vetrarmyrkur er kærleikurinn, sem er kjami kristinnar trúar.
Samábyrgð eins manns með þjáningum annars.
Eru foreldrar í fríi?
Eitt af þeim brýnu verkefnum sem
bíður borgaryfirvalda eru aðgerðir
til að koma í veg fyrir og uppræta
fíkniefnaneyslu unglinga í borgin-
ni. En slíkt gerist ekki nema sam-
starf margra aðila komi til.
Vímuvamanefnd Reykjavík-
urborgar hefur starfað undanfarin
tvö ár og áætlað er að
Samstarfsnefnd um afbrota- og
fíkniefnavamir taki við af henni og
sinni verkefnum er að þessum
málum lúta. Þar tel ég að leggja
eigi ríka áherslu á að virkja foreldra
til samstarfs.
Það em fíkniefnasalar í öllum
grunnskólum þar sem eldri bekkj-
ardeildir em! Þetta segir sagan og
þetta segja nemendur. Og það sem
verra er; svo virðist sem sífellt
yngri böm séu að verða eiturlyfjum
að bráð. Ungir neytendur verða að
selja til að geta fjármagnað eigin
neyslu og þeir leita sér að auðveldri
bráð á meðal jafnaldra sinna eða
þeirra sem yngri em.
Er að gerast núna
Mörgum finnst þetta hljóma alltof
ótrúlega til að geta verið satt - og án
efa telja fiestir að þetta snerti ein-
hverja aðra en þá sjálfa; svona
lagað kemur ekki fyrir þeirra böm!
Það er löngu mál til komið að allir
foreldrar bama á grunnskólaaldri
vakni. Þetta er að gerast núna og
þetta hendir böm úr hvaða fjöl-
skyldu sem er og hvar í borginni
sem er. Skólinn er sá staður þar
sem fíkniefnasalar virðast eiga
auðveldast með að finna sé bráð
enda eru þeir þar á heimavelli, ef
svo má að orði komast, þar sem
þeir em margir nemendur sjálfir -
enn sem komið er. Það hefur einnig
margoft komið fram að þar sem
krakkar hópast saman á kvöldin í
hverfinu sínu eigi sölumennimir
greiðan aðgang að þeim. Hvort
sem um er að ræða sölumenn hinna
eiginlegu fíkniefna eða þeir sem
selja landa, sem oftar en ekki em
sami aðilinn.
Foreldrarölt í skólana
En hvar erum við foreldramir á
meðan þessi ósköp em að ganga
yfir bömin okkar? Emm við í fríi
og ætlum við að halda áfram að
vera í fríi?
Em það einhverjir aðrir sem eiga
að leysa þennan vanda?
Nei, við eigum að taka höndum
saman við þá aðila sem em að
reyna að forða bömunum okkar frá
sölumönnum dauðans og
Samstarfsnefnd um afbrota- og
fíkniefnavamir á að virkja foreldra
til samstarfsins. Og ef það mætti
verða til þess að koma í veg fyrir
sölu í skólum borgarinnar þá á að
virkja okkur foreldra til að vera á
e.k. foreldrarölti í frímínútum í
skólunum. í öllum hverfum verður
að vera virkt foreldrarölt á kvöldin.
Ekki má heldur gleyma því að það
eru í gildi reglur um útivistartíma
og það emm við, foreldramir, sem
eigum að sjá til þess að þær séu
virtar. Bömin eiga ekki að vera úti
á tímum sem þeim er það ekki ley-
filegt. Við verðum að vakna og
vera sá stuðningur sem bömin
okkar þurfa til að lenda ekki í
klónum á fíkniefnasöluin. Það
emm við, foreldrar, sem eigum að
vemda bömin okkar og við verðum
að vera tilbúin að leggja eitthvað á
okkur til þess.
Bryndís Krístjánsdóttir,
varaborgarfulltrúi.
Vegvísir, vilji og vinna
í stjómmálum þarf góðan vegvísi,
vilja og vinnu til að ná settu marki.
Það þarf vilja til að vinna að
umbótum með skýr pólitísk mark-
mið að leiðarljósi. Vilji minn er sá að
koma á framfæri sjónarmiðum jafn-
aðarmanna og afla þeim fylgis. Hann
er sá að koma í gegn breytingum á
grundvelli jafnaðarmennsku, vegna
þess að það er trú mín að með því
móti megi á bestan hátt hámarka
velferð borgarbúa. Jafnaðarmenn
gera best í því að fylkja liði með
öðrum félagshyggjuöflum í Reykj-
avík undir merkjum R-listans.
Ég vil þakka fulltrúaráði
Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík
það traust sem það hefur sýnt mér til
þessa verks með því að velja mig til
að taka þátt í prófkjöri R-listans fyrir
komandi borgarstjómarkosningar.
Ég býð fram mína reynslu, þekkingu
og vinnu til að tryggja meirihluta
Reykjavíkurlistans í borginni. Ég hef
reynslu af pólitfsku starfi í
Stúdentaráði Háskólans, af því að
stýra knattspymudeild IR í
Breiðholti og ég hef tekið þátt í
ýmsum öðrum félagsmálum. Ég hef
reynslu af starfi við fjölmiðla,
hagfræðistörfum og kynningarstörf-
um, og hef tekið þátt í uppeldi
þriggja bama. Ég hef aflað mér
menntunar í stjómmálafræði og
hagfræði, bæði hér heima og í
Svíþjóð, þar sem ég bjó í nokkur ár.
Ég er tilbúinn til að nýta eftir bestu
getu reynslu mína og hæfileika fyrir
Alþýðuflokkinn og Reykjavíkur-
listann.
Ég hef fylgt Alþýðuflokknum að
málum frá því ég fékk fyrst að kjósa
í bæjarstjómarkosningum á ísafirði.
Ég hef fylgt jafnaðarmönnum síðan,
hvort sem það hefur verið hér á
íslandi eða í Svíþjóð. Ég gekk svo í
Alþýðuflokkinn skömmu eftir að ég
fluttist heim aftur.
Jafnaðarstefnan er mannúðar-
stefna og stefna um skynsamlega
skipan efnahagsmála. í borgar-
málum lýsir hún sér m.a. í áherslu á
þátttöku íbúanna í eigin málum,
áherslu á þátttöku í atvinnulífi og
stjómkerfi, og hún lýsir sér í uppeld-
is- og menntastefnu sem markast af
því að allir skuli hafa jöfn tækifæri
og að tækifærin skuli nýtt sem best.
Vel skipulagður einsetinn skóli hefur
því verið stefnumið R-lisIans. Ég vil
leggja áherslu á að innra starf skóla
verið aukið og tengslin við íþrótta-,
félags- og æskulýðssamtök efld. Það
þarf að tryggja að böm og aldraðir,
sjúkir og fatlaðir, og aðrir sem ekki
geta tekið fullan þátt í atvinnulífinu,
fái notið réttmætrar aðstoðar, umön-
nunar og öryggis. Það þarf að nýta
það afl sem í borgarbúum býr til
framtaks og atvinnu og það þarf að
deila afrakstrinum á réttlátan og
skynsaman hátt. Að þessu vil ég
vinna.
Stefán Jóhann Stefánsson