Alþýðublaðið - 16.12.1997, Qupperneq 5
D e sember 1997
ALÞÝPUBLAPIP
5
Ingibjörg í viðtali
Hér vil ég vera
næsta kjörtímabil
Nú er kjörtímabilið á enda og síð-
asta fjárhagsácetlunin hefur verið
lögð fram. Hvernig hefur tekist til,
geta borgarbúar verið ánœgðir
með að hafa skipt um valdhafa
1994?
Það leiðir af eðli málsins að ég
hlýt að svara þessari spumingu ját-
andi. En grínlaust þá hefur Reykja-
víkurlistinn unnið að borgarmálum
af miklum heilindum og með al-
mannahagsmuni að leiðarljósi. Síð-
ustu fjögur árin hafa verið tímabil
umbóta og endurreisnar hér í borg-
inni og má segja að þær umbætur
taki til flestra sviða. Hér var mikil
óreiða, ekki síst í fjármálum og þar
höfum við náð miklum árangri eins
og sést á því að annað árið í röð er
lögð fram hallalaus fjárhagsáætlun
og áætlanir standast. Slíkt þekktist
ekki í tíð Sjálfstæðisflokksins og
þeir arfleiddu borgarbúa að þyngsta
skattinum sem eru afborganir og
vextir allra lánanna sem þeir tóku á
síðasta kjörtímabili en þá hækkuðu
skuldir borgarinnar um 8,3 millj-
arða króna. Viðfangsefni okkar á
þessu kjörtímabili má kannski segja
að hafi verið að brúa þá gjá sem hér
var á milli tekna og gjalda og for-
tíðar og framtíðar. Það hefur komið
í okkar hlut að innleiða nútímaleg
vinnubrögð í borgarrekstrinum og
ná jafnvægi í fjármálum borgarinn-
ar. Það hefur bæði verið mjög
ögrandi og spennandi, oft erfitt líka,
en við búum að því á næsta kjör-
tímabili.
Hvernig líst þér á komandi kosn-
ingar - finnurðu fyrir miklum með-
byr eða heldurðu að þetta verði
þungur róður?
Ég skynja mikinn meðbyr þótt
mér sé Ijóst að það muni verða
mjótt á mununum. Róðurinn verður
þungur því það er mikið í húfi fyrir
báðar pólitísku fylkingamar sem
hér takast á. Sjálfstæðisflokkurinn
mun ekkert til spara til þess að
freista þess að ná borginni aftur. Ég
trúi því samt að við munum sigla
heil í höfn. Það er fyrst og fremst
mikilvægt fyrir Reykjavíkurborg og
íbúa hennar. Það má ekki fóma
þeim árangri sem náðst hefur og
við þurfum endumýjað umboð til
þess að ljúka þeim verkum sem
hafinem.
Hvernig œtiar Reykjavíkurlistinn
að bregðast við ýmsum ásökunum
íhaldsmanna; svo sem eins og að
skattbyrði á borgarbúa hafi verið
aukin með holrœsagjaldi og heil-
brigðisgjaldi?
Já, það er ekki eins og þessar
ásakanir séu að heyrast í fyrsta
sinn. Þeir hafa spilað þá plötu og
lítið annað sagt allt kjörtímabilið.
Um holræsagjaldið vil ég segja það
að við, sem nú búum í Reykjavík,
skuldum framtíðinni það að hreinsa
upp eftir okkur. Og það kostar fé.
Lausn sjálfstæðismanna var lántaka
og skuldasöfnun. Sú lausn dugar
ekki til framtíðar og er lýsandi
dæmi um óábyrga fjármálastjóm.
Holræsagjald er lagt á í flestöllum
sveitarfélögum, víða án þess að
framkvæmdir séu nokkrar. Ég er
hreykin af því hvemig Reykjavík-
urborg hefur staðið sig í hreinsun
borgarinnar og í umhverfismálum
almennt. í holræsamálum hefur
verið lyft Grettistaki sem sér að
miklu leyti fyrir endann á um alda-
mótin og þá getur Reykjavíkurborg
með sóma kallað sig hreinustu höf-
uðborg norðursins. Hvað heilbrigð-
isgjaldið varðar, en heildartekjur af
því em rúmlega 34 milljónir króna,
er það óhjákvæmilega fylgifiskur
aukins eftirlits með fyrirtækjum
sem m.a. tengist aðild okkar að
EES. í raun er því svo farið að
Reykjavíkurlistinn hefur haldið
álögum á borgarbúa í lágmarki.
Hvergi á landinu er lægra útsvar en
hér og það em þær skattgreiðslur
sem vega þyngst, bæði hjá greið-
anda og sveitarsjóði. Ef við bemm
t.d. saman Reykjavík og Kópavog
þá reiknast mér til að fyrir hjón,
með 2.8 millj. króna árstekjur og
íbúð sem metin er á 7 milljónir kr. í
fasteignamati, sé um 29 þúsund
krónum ódýrara á ári að búa í
Reykjavík en í Kópavogi.
Hvernig finnst þér Reykjavíkur-
listanum hafa tekist til með sam-
skipti við íhaldsmenn?
Mér lyndir afar vel við ýmsa
íhaldsmenn ekki síður en annað
fólk enda em þeir mér ekki ókunn-
ugir. En ef þú ert að vísa til sam-
skiptanna við sjálfstæðismenn í
borgarstjóm þá hafa þau í sjálfu sér
verið átakalítil. Að mínu mati er
stjómarandstaða þeirra afar mátt-
laus og ómarkviss. Þeim hefur
gengið verr að fóta sig í minnihluta
en okkur í meirihluta. Þeir þurfa að
fá betri æfingu í því á næsta kjör-
tímabili.
En hvað með flokkasúpuna kraft-
miklu innan Reykjavíkurlistans -
hefur samstaifið gengið fullkom-
lega að þínu mati?
Samstarfið hefur gengið að segja
má hnökralaust. Hrakspár sjálf-
stæðismanna hafa ekki gengið eftir
og þetta er samhentur og góður
hópur, ólíkt því sem gerist hjá sjálf-
stæðismönnum sem í mörgum
sveitarfélögum em klofnir langsum
og þversum. Auðvitað emm við
ekki alltaf sammála um öll mál en
við emm sammála um allt sem máli
skiptir og staðráðin í að halda sam-
an. Ég er mjög ánægð með sam-
starfið innan Reykjavíkurlistans og
einkum og sér í lagi með þann ár-
angur sem starfið hefur skilað.
Hver verða annars helstu bar-
áttumál Reykjavíkurlistans í kom-
andi kosningum?
Það er of snemmt að sýna þau
spil sem við höfum á hendi og
nefna einstök mál. I stómm dráttum
má þó segja að við munum byggja
á þeim gmnni sem lagður hefúr
verið á þessu kjörtímabili og bygg-
ist á því að fjárfesta til framtíðar og
gera Reykjavík samkeppnishæfa
við þær borgir sem best standa í ná-
grannalöndum okkar. Það er for-
senda þess að ungt og atkvæðamik-
ið fólk vilji búa hér og ala hér upp
böm sín.
Sárnar þér upplausnin í þínum
gamlaflokki: Kvennalistanum?
Ég vil ekki líta á þær breytingar
sem eiga sér stað í Kvennalistanum
sem upplausn, heldur sem þróun.
Þróun sem ég held að ekki hafi ver-
ið umflúin. Stofnanir og flokkar
skipta mig ekki máli, heldur hug-
myndir og hugsjónir. Kvennalistinn
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
og önnur stjómmálaöfl verða að
endurskoða baráttuleiðir sínar og
nálgun í ljósi hvers tíma. Það em að
eiga sér stað ákveðin hugmynda-
fræðileg kynslóðaskipti í kvenna-
baráttu um allan heim og vonandi
mun sú breyting sem nú er að eiga
sér stað í Kvennalistanum leiða til
frekari árangurs. Ef hugmyndir
Kvennalistans lifa af umrótið þá
hefúr engu verið fómað.
Hvað með restina af stjórnmála-
litrófmu; hvernig líst þér á ástandið
þar?
Það á sér stað ákveðin gerjun og
pólitísk endurskoðun sem er löngu
tímabær. Flokkakerfið sem mynd-
aðist í upphafi þessarar aldar og
sem kenna má við stéttastjómmál
þess tíma, endurspeglar ekki þá
hagsmuni sem takast á í nútíma-
samfélagi. Flokkakerfið er hins
vegar ótrúlega lífseigt en það er á
góðri leið með að lifa sjálft sig sem
alltaf em dapurleg örlög. Ég ætla
mér að vera borgarstjóri Reykvík-
inga á næsta kjörtímabili. Ég á enn
ólokið miklu starfi á þessum vett-
vangi og vil fylgja eftir þeirri stefnu
sem mörkuð hefur verið á þessu
kjörtímabili og breytingum sem
komnar em vel á veg. Það tekur
lengri tíma en þessi fjögur ár að
rétta kúrsinn vel af hjá hjá borginni
sem líkja má við skip sem stefndi í
strand. Ég hyggst sigla því skipi
heilu í höíú og þangað til leiði ég
ekki hugann að öðmm verkefnum.
Ég hef aldrei gælt við þá hugmynd
að leiða samfylkingu félagshyggju-
fólks á landsvísu.
Svona að lokum, Ingibjörg Sól-
rún: Ef félagshyggjufólk nœr sam-
an um málefnin og vill bjóða fram
sameiginlega á landsvísu í breið-
fylkingu... myndirðu treysta þér til
að leiða slíka fylkingu?
Ég hef ekki áhuga á að hlaupa frá
hálfkláruðu verki í Borgarstjóm
Reykjavíkur.
Hér vil ég vera næsta kjörtímabil
og fá að uppskera eins og ég hef
sáð til.
Aukin atvinnutækifæri
í ferðaþjónustu
Mér er efst í huga þakklæti til
þeirra fjölmörgu sem hafa boðið
mig velkominn til starfa í
Alþýðuflokknum og fyrir að hafa
valið mig í hóp sjö fulltrúa
flokksins í prófkjöri Reykjavíkur-
listans fyrir borgarstjómarkosn-
ingamar næsta vor. Við fulltrúar
flokksins munum snúa bökum
saman og ffeista þess að koma að
a.m.k. tveim aðalfulltrúum í næstu
borgarstjóm og vinna þannig að
framgangi jafnaðarstefnu í starfi
Reykjavíkurlistans.
Ljóst er, að kosningabaráttan í
vor verður mjög hörð og Ihaldið
mun reyna með öllum ráðum að ná
völdum á ný. Allir stuðningsmenn
Reykjavíkurlistans verða því að
halda vöku sinni, því mikið er í
húfi: Framhald á sérlega árangurs-
ríku og góðu samstarfi flokkanna
sem að Reykjavíkurlistanum
standa og einnig ffamhald þeirrar
umræðu um nýjan stóran jafnaðar-
mannaflokk sem staðið hefur að
undanfömu. Sigur Reykjavíkur-
listans í vor em skýr skilaboð til
þeirra sem áhuga hafa á nýju
sterku stjómmálaafli í landinu og
íhaldið mun reyna að koma í veg
fyrir það í allra lengstu lög.
Meginárangur Reykjavíkur-
listans við stjóm borgarinnar er
stórbætt tjármálastjóm borgarinnar
og að skuldasöfnun borgarsjóðs
hefur verið stöðvuð. Skýrar
leikreglur hafa verið settar og búið
er að afnema rotið kerfi
hentistefnu og fyrirgreiðslu.
Grettistaki hefur verið lyft í dag-
vistarmálum með því að 1100 ný
heilsdagspláss hafa bæst við og 18
af 29 grunnskólum borgarinnar em
nú einsetnir eftir að borgin tók við
gmnnskólanum fyrir réttu ári.
Áhugasvið mitt em atvinnu- og
menningarmál og fyrir þeim mála-
flokkum mun ég beita mér sérstak-
lega. Með setu í menningar-
málanefnd og sem varaformaður
atvinnu- og ferðamálanefndar hef
ég staðið að samræmingu með
stefnumótun í ferðamálum fyrir
Reykjavíkurborg, Stefnumót 2002,
sem tekur á fjölmörgum þáttum
málsins. Þar ber hæst í mínum
huga bygging tónlistar- og ráð-
stefnuhúss í Reykjavík, sem getur
orðið ein mesta lyftistöng í menn-
ingar- og atvinnulífi borgarbúa um
langt árabil.
Helgi Pétursson, varaborgarfulltrúi.