Alþýðublaðið - 16.12.1997, Page 7
Desember 1997
7
Sameinmg skilar sigri!
Gróska í málefnum
Reykjavíkurborgar
Við lifum á tímum þar sem sundr-
ung jafnaðarmanna getur verið afar
afdrifarík fyrir þjóðina. Síðustu
árin hefur verið að þróast á íslandi
eins konar nútíma lénsveldi þar
sem örfáum aðilum eru afhent á
gulldiski milljarðaverðmæti sem
þjóðin á. Þetta má glöggt sjá á
þeirri hrikalegu eignatilfærslu sem
fram fer í skjóli núverandi
fiskveiðistjómunarkerfis og svipað
er uppi á teningnum í fyrirliggjandi
lagafmmvörpum ríkisstjómarinnar
um hálendið þar sem í raun er verið
að afhenda örfáum fámennum
hreppum gjörvallt hálendi íslands
til ráðstöfunar.
Fleiri dæmi mætti nefna en allt
gerist þetta í skjóli þess ofurvalds
sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur
haft í íslensku efnahags- og stjóm-
málalífi á undanfömum áratugum.
Ástæða þess er ekki sú að Sjálf-
stæðisflokkurinn hafi notið meiri-
hlutafylgis meðal landsmanna á
þessu tímabili. Nei, ástæðan er sú
að við jafnaðarmenn sem att getum
kappi við Sjálfstæðisflokkinn emm
sundraðir og flokkar okkar em
smáir. Það er engin leið að hnekkja
ofurveldi þessa flokks nema með
víðtækri sameiningu jafnaðar-
manna, þar sem flokkar, hópar og
einstaklingar geta sameinast um
raunverulegan pólitískan valkost.
Brautryðjandastarf
Reykjavíkurlistans
Tilurð Reykjavíkurlistans er í
mínum huga einn ánægjulegasti
viðburður íslenskrá stjómmála á
síðustu áratugum. Með sigri hans
var áratuga einveldi Sjálfstæðis-
flokksins í borginni hnekkt og þeir
fersku vindar sem sigrinum fylgdu
hafa síðan leikið um íslensk stjóm-
mál þannig að ekki verður aftur
snúið í umsköpun íslenska
flokkakerfisins.
Aðstandendur Reykjavíkur-
listans undir forystu Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur hafa unnið
mikilvægt starf á liðnum missemm
í þágu nauðsynlegra breytinga á
hinu pólitíska landslagi. I því sam-
bandi er ákvörðun Reykjavíkur-
listans um að opna óflokksbundn-
um einstaklingum leið til þátttöku
í prófkjörinu, afar mikilvæg. Með
því er tryggt að allir stuðnings-
menn Reykjavíkurlistans geta látið
til sín taka og mótað í sameiningu
framtíð þessa mikilvæga stjóm-
málaafls.
Virkara lýðræði
í mínum huga er eitt mikilvægasta
verkefni stjómmálamanna að
vinna að lýðræðislegra stjómskipu-
lagi og auka virkni hins almenna
borgara. Þetta er enn nærtækara í
sveitarstjómarmálum þar sem nær-
samfélagið verður ævinlega mikil-
vægara fjölskyldufólki og reyndar
öllum mönnum. Við Reykvíkingar
höfum stigið mörg gæfuspor á yfir-
standandi kjörtímabili einmitt í
þessa átt og við þurfum að halda
áfram á þeirri leið að þróa
lýðræðislegra, fjölskylduvinsam-
legra og betra samfélag. Við þur-
fum að hraða þessari þróun og stíga
markviss og áþreifanleg skref til að
færa meira vald og áhrif til hverf-
anna. Ég vildi t.d. sjá hverfa-
stjómir í öll hverfi borgarinnar þan-
nig að tilraunaverkefnið í
Grafarvogi verði útvíkkað og allri
höfuðborginni verði skipt upp í
einingar, hverfi, sem fái töluverða
sjálfstjóm. Þá vildi ég sjá að fært
verði neitunarvald til íbúanna
þannig að íbúamir geti ráðið úrsli-
tum um álitamál ígegnum hverfa-
fundi eða með allsherjaratkvæða-
greiðslum í viðkomandi hverfi.
Þetta á ekki síst við um viðkvæm
skipulagsmál hverfisins. Ég vildi
einnig sjá virkari þátttöku foreldra
og ýmissa samstarfshópa innan
skólanna þannig að skólasamfélag-
ið yrði útvíkkað með þátttöku allra
viðkomandi; kennara, foreldra,
nemenda, fulltrúa íþróttafélaga og
menningarsamtaka.
Umsköpun skólakerfísins
Við tilfærslu gmnnskólans til borg-
arinnar hafa gífurlega umfangsmikil
verkefni færst nærborgurunum sem
kemur heim og saman við vaxandi
kröfur samborgaranna um meiri
áhrif. Reykjavíkurborg þarf að mínu
mati að fóstra viðhorfsbyltingu í
skólamálum á næstu misserum; þar
sem uppeldismál, tómstundastarf,
íþróttaiðkun og menningarstarf
verði samþætt innan skólakerfisins í
stað þess að vera hólfað í sundur
eins og gert er í dag.
Ég sé fyrir mér að starfsemi fjöl-
margra félagasamtaka og borg-
arstofnana verði umbylt í sam-
starfsverkefni með lifandi þátttöku
foreldra, bama og unglinga. Af
hverju ekki að nýta betur afl og
áhuga íþróttafélaganna, menning-
arsamfélagsins og ýmissa annarra
félagasamtaka í sameiginlegt átak
innan skólasamfélagsins?
Ég nefni sem dæmi að á ári
hverju eru margir „vandræða"
dagar sem kallaðir eru starfsdagar
sem koma sér afar illa fyrir böm og
foreldra. Af hverju ekki að nýta
slíka daga fyrir uppbyggjandi
menningarstarfsemi? Og af hverju
styttum við ekki frí og lengjum
skólaárið með svipuðum hætti og
gert er í nágrannalöndum okkar, til
að bæta nám og auka möguleika til
íþróttaiðkunar og hverskonar tóm-
stundastarfs ? Með þessu móti væri
unnið mikilvægt forvamastarf með
styrkingu hugar og handa, auk þess
sem fjármunir borgarbúa nýttust á
mun áhrifaríkari hátt en ella.
Alþýðuflokksfólki þakkað
Reykjavíkurlistinn hefur hleypt
nýju lífi í borgina undir stjóm
Ingibjargar Sólrúnar. í komandi
prófkjöri gefst gullið tækifæri til að
treysta stöðu Reykjavíkurlistans
sem lýðræðislegrar, kröftugrar og
lifandi fjöldahreyfingar og marka
stefnu borgarinnar fyrir komandi
tíma. í ljósi þessa ákvað ég að gefa
kost á mér í prófkjörinu þann 31.
janúar næstkomandi. Þar sem ég er
Hrannar Björn Arnarsson.
ekki flokksbundinn í Alþýðu-
flokknum vil ég nota þetta tækifæri
til að þakka alþýðuflokksfólki það
brautryðjandastarf sem það hefur
unnið til að auðvelda sameiningu
jafnaðarmanna og einnig það traust
sem mér er sýnt með því að velja
mig til þátttöku í prófkjörinu.
Framundan eru spennandi tírnar í
sameiningarferli jafnaðarmanna og
ég hlakka til að fá að taka virkan
þátt í því ferli á komandi misserum.
Hrannar Björn Arnarsson.
•Undanfarin ár hafa orðið margir eldsvoðar um jól og áramót vegna kertaljósa.
•Kertastjakar eiga að vera öruggir og ávallt á að nota hlífar sem koma í veg
fyrir að kvikni í.
•Notið ekki eldfimar skreytingar á kerti.
•Jólaskreytingar verða að vera þannig úr garði gerðar að kertin geti brunnið
alveg niður án þess að valda íkveikju.
•Logandi kerti eru ekki leikföng fyrir börn.
•Gæta verður að nánasta umhverfi kertanna. T.d. getur hæglega kviknað í
gluggatjöldum ef kerti standa of nálægt þeim.
•Munið að slökkva á kertunum þegar þið farið út eða að sofa og gangið úr
skugga um að slokknað sé í þeim áður en þau eru yfirgefin.