Alþýðublaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 2
2- ÞRIÐJVDAGUR 22. SEPTEMBER 1998 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LEIÐARI Við höfum öll beðið eftir því 49. flokksþing Alþýðuflokksins er haldið í þann mund sem af- rakstur margra ára pólitískrar vinnu við að sameina jafnaðarmenn er að koma í ljós. Ný hreyfing er að verða til, hreyfing jafnaðar- manna með þátttöku Alþýðuflokksmanna og Alþýðubandalags, Þjóðvakafólks, Kvennalistafólks, unga fólksins í Grósku og fólks- ins úr verkalýðshreyfingunni. Og til liðs munu líka ganga jafnað- armenn utan flokka, fijálslyndir og jafnréttissinnar hvaðanæva að. Stjómmálahreyfmg sameinaðra jafnaðarmanna hefur þurft að ganga í gegnum erfiðar fæðingarhríðir og ekki víst að þeim sé lok- ið. Hitt er alveg ljóst að þegar hún loks Htur heimsins ljós, þá verð- ur hún voldug og sterk. Um langa hríð setti gengdarlaus og kaldhömruð markaðshyggja þar sem h'tt var tekið tillit til jafnræðis- og réttlætissjónarmiða mark sitt á hinn vestræna heim. Jafnaðarmenn og frjálslyndir á Vesturlöndum fundu hins vegar andsvar, tón sem átti ríkan sam- hljóm meðal kjósenda. Vinstri menn og fijálslyndir hafa glætt stjómmálin nýju lífi á Vesturlöndum og víst er að jafnaðarmenn víða um álfúr em að draga lærdóma af reynslunni og ætla sér stóra hluti í byijun nýrrar aldar. Frelsisbylgjan mun rísa og ríða yfir löndin og sópa burt fomeskju og afturhaldi, - sérhagsmunir munu víkja fyrir almannahagsmunum. Auðsætt er að sjónarmið frelsis, jafnréttis og bræðralags munu víða um heim setja mark sitt á byij- un nýrrar aldar. í örfáum löndum hins vestræna heims, eins og á Islandi, hefur afturhaldið í stjómmálum ríghaldið í bólvirki valdsins og hyglað auðjöfram, sægreifum og lénsherram. Astæðan er einföld, and- svarið hefur fram til þessa ekki verið til - jafnaðarmenn hafa ver- ið klofnir í marga flokka og hópa. Á íslandi hafa pokaleg einangranarsjónarmið einkennt stjómar- farið síðustu ár, þar sem einhver undaleg samblanda af sovét- bændapólitík og hrárri markaðshyggju hefur hreiðrað um sig eins og í eilífðarskyni. Það vantar loft, það vantar súrefni, það vantar ferskleika, það vantar réttlæti. Nú er það allt að fæðast, sjónar- mið jafnréttis og bræðralags era enn á ný á sigurbraut, nútímaleg jafnaðarstefna ryður sér til rúms og feykir burt fúnum stoðum sér- hagsmuna og helmingaskiptavalds. Nú kann þessu sérkennilega ófélagslega afturhaldstímabili á ís- landi senn að verða lokið. Hinir ýmsu flokkar og hópar sem mynda vinstri hreyfínguna á Islandi era að ná saman í einni sam- fylkingu. Alþýðuflokkurinn hefur gegnt lykilhlutverki í þessu sameiningarferli síðustu mánuði. Sighvatur Björgvinsson formað- ur Alþýðuflokksins segir að flokkurinn hafi verið einhuga og aldrei hvikað frá markmiðinu. Einmitt það hafl ráðið úrslitum. Það er því ástæða til að þakka og hrósa flokksfólkinu fyrir stuðninginn og þátttökuna í þessu ferli, „sem vonandi skilar íslensku þjóðfé- lagi nær hugsjónum okkar jafnaðarmanna en síðustu áramgir hafa gert.“ Það er ekki hægt að segja að sameiningarferlið hafí gengið þrautalaust fyrir sig. Pólitískir andstæðingar hafa farið hamföram í andstöðu sinni við þá uppstokkun í íslenskum stjómmálum sem stendur fýrir dyram. Og því miður hafa nokkrir „samheijar“ úr sumum þeirra fylkinga sem aðild eiga að væntanlegu sameigin- legu framboði lagt á sig krók til að leggja stein í götu sameining- arsinna. Það hefur stundum viljað brenna við hjá stjómmálaflokkum á vinstri vængnum að forystusveitir þeirra hafi í pólitískum efnum orðið viðskila við meginþorra félaga. Þá er engu líkara en almenn- ir flokksfélagar hafl verið eins og gíslar forystumannanna. Lík- lega hefúr smæð flokkanna ráðið nokkra um að svona fór. I slík- um tilfellum hlýtur einhvem tíma að skerast í odda. í Alþýðu- bandalaginu hafa nokkrir þeirra forystumanna sem ekki hafa átt pólitíska samleið með meúrihlutanum bragðið undir sig fæti, - þessir forystumenn hafa ekki sætt sig við lýðræðislega niðurstöðu á fulltrúasamkomum þess flokks, og hafa nú hlaupið undan sam- þykktum landsfundar bandalagsins. Jafnaðarmenn og félagshyggjufólk úr viðkomandi flokkum og hópum er að mynda fjölþátta hreyfingu þar sem hver hlekkur er mikilvægur. Auðstætt er að þar þarf að taka tillit til margvíslegra sjónarmiða. En það er alveg jafn ljóst að grandvallarreglur lýð- ræðisins verða að ráða, og það hefur sýnt sig að afgerandi meiri- hluti stuðningsfólks þeirra afla sem standa að sameiningunni er framsækið jafnréttisfólk, sem vill veiðileyfagjald, þjóðareignar- hald á hálendinu, auðlindastefnu með umhverfisvernd að leiðar- ljósi, sterka verkalýðshreyfingu, öfluga mennta- og menningar- stefnu og opin og öflug alþjóðleg tengsl. Jafnaðarmenn í Alþýðu- flokknum þurfa því engu að kvíða - jarðvegur fyrir hugsjónir þeirra hefur aldrei verið fijórri, fylgið við þær aldrei meira og lík- umar á því að þær verði að veraleika hafa aldrei verið jafn raun- hæfar. Það er að verða til ný hreyfing þar sem við eigum öll heima, segir formaður Alþýðuflokksins í viðtali við Alþýðublaðið. „Þetta er það nýja afl sem svo lengi hefur verið beðið eftir.. Við höfum beðið eftir því í sjö tugi ára, íslenskir jafnaðarmenn...Við eigum það skilið. íslenska þjóðin þarf á því að halda.“ Rannveig Guðmundsdóttir formaður þingflokks jafnaðarmanna. Ánægjan með sam- eiginlega framboðið mun skila sér inn í pólitiska starfið á Alþingi. Náið samstarf og sameiginlegir fundir „Ég er bjartsýn og fullviss um að við erum á réttri leið“, segir Rannveig Guðmundsdóttir formaður Þingflokks jafnaðar- manna í upphafi kosningaveturs á Alþingi „Ég er bjartsýn á þennan kosn- ingavetur og fullviss um að við séum á réttri leið“, sagði Rannveig Guðmundsdóttir formaður Þing- flokks jafnaðarmanna þegar Al- þýðublaðið ræddi við hana þing- starfið sem fram undan er. „Séð frá okkar hlið þá mun sú staðreynd að náðst hefur niðurstaða um sameig- inlegt framboð einkenna okkar málflutning og vinnu á Alþingi. Þetta er alveg ný staða sem skemmtilegt verður að vinna úr og mun setja sterkan svip á störf Al- þingis í vetur. Við verðum að gera okkur vel ljóst félagamir í sam- eiginelga framboðinu hvað það var mikilvægur áfangi að við náðum saman. Það er alveg ljóst af sterk- um og ómálefnalegum viðbrögðum forystumanna stjómarflokkanna að þeir era hræddir við þetta framboð og sýnist að þeim sé ógnað með samstöðu okkar. Ég er sannfærð um að þeir hafa fulla ástæðu til að óttast og að framboð okkar muni veita Sjálfstæðisflokknum þarfa samkeppni. Ég verð vör við mikla ánægju í hópi þeirra sem hvatt hafa til sameiginlegs framboðs yfir því að það skuli nú vera í augsýn. Það er fólki gleðiefni að hér sé að skapast öflugur valkostur og sem leggur áherslu á jöfnuð, réttláta skiptingu þjóðarauðs og baráttu gegn þeirri fákeppni sem þrifist hefur í skjóli ríkisstjómarinnar. Það hefði verið enn ánægjulegra ef allir þingmenn stjómarandstöðunnar hefðu fundið samleið með okkur af því að það var vilji flokkanna.“ Sameiginlegar útrásir þingflokka AlþbL: Hvernig verður háttað samstarfi þingflokka Alþýðu- bandalagsins, Alþýðuflokksins og Kvennalista í vetur, verður þeim steypt saman í einn þing- flokk þegar á líður veturinn? — „Við höfum rætt ýmsar hug- myndir og sameiginlega útrásir í þessu sambandi. Nákvæmlega hversu formlegt samstarfið verður á vetri komanda er ekki frágengið en það verður mun nánara en áður og haldnir verða einhverjir sameig- inlegir fundir þingflokkanna. Þá verður væntanlega efnt til sameig- inlegra ráðstefna, við munum fara á vinnustaðafundi saman, heim- sækja sveitarstjómir og fara saman út í kjördæmin. Átakamálin afgreidd snemma Alþýðubl.: Hver verða að þínu mati helstu átakamálin á kosn- ingavetri? „Við fáum ekki yfirlit urn stjóm- arframvörp fyrr en með stefnuræðu forsætisráðherra svo við vitum ekki enn hvað ríkisstjómin er með á prjónum. Ég tel víst að hún muni reyna að afgreiða snemma álitamál og pólitísk mál sem era erfið. Við vitum að gagnagrannsfrumvarpið og frumvörp um varðveislu lífsýna verða í hópi stóru málanna. Ekki er ólfldegt að fram komi frumvarp um breytingu á sjávarútvegsstefn- unni því þar þarf ríkisstjórnin að rétta sig af fyrir kosningar. Síðari hluta vetrar er líklegt að stjómarflokkamir reyni að slá sér upp með málum sem gefa mýkri mynd. Við skulum muna að ríkis- stjómin hefur verið að skerða í stóram stfl réttindi með lögum sem snúið hafa að velferð, launafólki eyrissjóða. Síðasta dæmið um mál sem barið var í gegnum Alþingi gegn almenningsálitinu í landinu voru hálendismálin, bæði stjóm hálendisins og yfirráð auðlinda í jörð. Stjórnarflokkarnir létu al- mannahagsmuni víkja fyrir sér- hagsmunum r afgreiðslu þessara mála. Þeir munu því reyna að bæta ímyndina með því að sýna eitthvað af mýkri málum hvort sem þau verða að lögum eða ei. í nafni samstöðunnar Alþýðubl. - Kemur stjórnar- andstaðan sterkari til leiks á Al- þingi á þessu hausti heldur en verið hefur? „Það tel ég tvímælalaust. Ég held þó að stjórnarandstaðan á þingi hafi verið miklu öflugri á kjörtímabilinu en skilað hefur sér í gegnum fjölmiðla út til almenn- ings. Við höfum staðið okkur vel r að gagnrýna, afstýra og breyta til betri vegar atriðum í stjómarfrum- vörpum. Þetta er hlutverk stjórnar- andstöðu og því höfum við sinnt. En nú komum við til leiks í nafni samstöðunnar og það mun gefa okkar nýjan baráttuvilja og setja skemmtilegan blæ á allt starfið framundan. Sú ánægja sem nú er að finna meðal stuðningsmanna yfir því að sameiginlegt framboð verður að veraleika mun skila sér inn í pólitíska starfið á Alþingi. Þessvegna er ég í upphafi þings bjartsýn og fullviss um að við séum á réttri leið.“ og stöðu verkalýðsfélaga og líf- AIPÍÐIIBLAÐIÐ Útgefandi: Alþýðuflokkurinn -Jafnaðarmannaflokkur íslands. Framkvæmdastjóri: Ingvar Sverrisson (ábm.) Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason. Umbrot: Guðmundur Steinsson. Umsjón: Einar Karl Haraldsson og Óskar Guðmundsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.