Alþýðublaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 4
ÞRIDJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998 ALÞYÐUBLAÐIÐ STU Ostur = gott nesti Ostur er góðurfyrir einbeitinguna, hann hjálpar til við að Jialda jafnri og óskertri orku yfir daginn og er eitt það besta sem þú getur fengið þér milli mála. Margir tannlæknar mæla líka með osti í lok máltíðar til að vinna gegn sýrum sem skemma tennurnar. Auk þess er ostur einn besti kulkgjafi sem til er en kalk er lífsnauðsynlegt byggingarefni beina og tanna. Það hefur mikið að segja alla ævi að neysla kalks hafi verið nægilegfyrstu árin. Ostur er ómissandi þáttur í heilnæmu mataræði. Þess vegna er gott að borða ost í skólanum. Sýrustig munnsins PH 7,0+ 6,5- 6,0 5,5+ ? Ákjósanlegt sýrustig í munni ? Eðlilegt sýrustig í munni Osts neytt í lok kolvetnaríkrar máltíðar Kolvetnarík máltíð án osts 10 —i------- Tími 20 í mínútum Línuritið sýnir jákvæð áhrifostneyslu í lok máltíðar á sýrustig í munni. ÍSLENSKIR 1958' 1998 www.ostur.is Ur sumrinu fyrir sunnan noröur í svalan blaeinn. Þessar þingkonur sóttu Norðurland heim og kunnu vel að meta samveruna við samherja úr öðrum landshornum. Þing Alþýðuflokkskvenna Fagna sameiningar- áformum - vilja styrkja hlut kvenna Áföngum í sameiningarferlinu var fagnað á þingi sambands al- þýðuflokkskvenna sem haldið var á Akureyri 12-13. september síð- Hlustað á konur „Hlustað á konur" var yfir- skriftin á fundaherferð nokkurra forystukvenna úr hreyfingu jafnaðarmanna; Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi, Þjóðvaka og Kvennalista síðastliðið vor. Haldnir voru einir 15 fundir og hundruð kvenna komu að þessu verkefni með margvíslegum hætti. Hugmyndin var sú að þing- konurnar héldu fund með heimakonum til að heyra það sem á þeim brennur. Allt var ná- kvæmlega skráð og er áformað að vinna úr því sem fram kom á fundunum á sérstakri ráðstefnu sem ætlunin er að halda innan skamms, að sögn skipuleggj- enda. Með þessu gefst tækifæri til að koma sjónarmiðum kvenna að við stefnumótun stjórnmálaflokkanna. astliðinn. Þingið var haldið í Menntasmiðju kvenna þar nyrðra. Fyrri daginn voru fluttir þrír fyrir- lestrar: Karólína Stefánsdóttir sagði frá Nýja barninu - verkefni sem hún hefur unnið að í samvinnu við Heilsugæslustöðina á Akureyri, Ingi Rúnar Eðvarðsson frá Háskólanum nyrðra um fjarnám og í þriðja lagi flutti Þórgnýr Dýrfjörð erindi um reynslusveitarfélagsverkefni Akur- eyrarbæjar. Mikil umræða spannst um þessi erindi, en seinni daginn voru hefð- bundin aðalfundarstörf. Bryndís Kristjánsdóttir var endurkjörin sem formaður sambandsins, en aðrar í framkvæmdaráð Sambandsins voru kosnar: Guðfinna Emma Sveinsdótt- ir, Katrín Theódórsdóttir, Kolbrún Oddbergsdóttir og Áslaug Jónsdóttir. I sambandsstjórn voru svo kosnar: Aðalheiður Alfreðsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir, Stefanía Aradóttir og Þóra Guðmundsdóttir. Fleiri konur verða tilnefndar síðar í sambandsstjórn. Á þingi Alþýðuflokkskvenna var fagnað sameiningaráformum og áréttað að nauðsynlegt væri að tryggja hlut kvenna sem allra best; í málefhaskrá, við ákvarðanatöku og við skipan framboðslista á samein- ingarlistum um land allt. Ungir jafnaðarmenn Styðja Öryrkja- bandalagið Kolbeinn nýr formaður SUJ Á sambandsstjórnarfundi SUJ var lýst sérstaklega yfir stuðningi við réttindabaráttu Öryrkja- bandalags íslands og þar var ný forysta kosin fyrir SUJ. Sambandsstjórnarfundur Sam- bands ungra jafnaðarmanna var hald- inn sunnudaginn 13. september. Fundarstjóri var Hrafnkell Tjörvi Stefánsson og fundarritari Brynjólfur Þ. Guðmundsson, formaður FUJR. Á fundinum var kosið til embætta. Formaður var kjörinn Kolbeinn Hólmar Stefánsson, bókmennta- fræðinemi; 1. varaformaður Hrafn- kell Tjörvi Stefánsson, stjórnmála- fræðinemi. Alþjóðafulltrúi: Gestur Páll Reynisson. Ritari: Magnea Mar- inósdóttir. Gjaldkeri: Pétur Óli Jóns- son. Meðstjórnendur: Einar Einars- son og Guðrún Halla Sveinsdóttir. Forseti málstofu um atvinnu og efnahagsmál: Jón Ragnars. Forseti málstofu um menningarmál: Jens IvarAlbertsson, Forseti málstofu um menntamál: Sigurður Hólm Gunn- arsson. Forseti málstofu um um- hverfismál: Aðalheiður Steindórs- dóttir. Forseti málstofu um utanríkis- mál: Kristbjörn Björnsson. Eftirfarandi ályktun var samþykkt: Um leið og Samband ungra jafn- aðarmanna lýsir yfir stuðningi við Öryrkjabandalag Islands í réttlátri baráttu þessfyrir bœttum lífsskilyrð- um, fordœmum við þá meðferð sem íslenskir öryrkjar þurfa að þola. Þær bœtur sem örorkubótaþegar fá, nœgja ekki til framfærslu. Það, að upphœð þessara bóta sé ákveðin af ríkisvaldinu og fylgi ekki þróun lœgstu launa skapar það ástand sem nú er, að öryrkjar sitja eftir undir niðurskurðarhníf tryggingaráðu- neytisins og geta hvergi sótt rétt sinn. Sú staðreynd að tekjutrygging ör- yrkja skerðist sem nemur þeirri upp- hœð tekna maka sem fer umfram 40.000 krónur á mánuði, veldur því að öryrkjar eiga þess vart kost að hefja sambúð, nema þá að verða fjárhagslega háðir maka. Þœr aðstœður sem íslenskir ör- yrkjar þurfa að búa við eru ekki bjóðandi og til þess fallnar að hneppa þetta fólk í ánauð fátæktar, auk þess sem þetta er slcýlaust brot á bœði landslógum og mannréttinda- sáttmálum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.