Vísir


Vísir - 02.01.1976, Qupperneq 17

Vísir - 02.01.1976, Qupperneq 17
Sjónvarp kl. 21.20 MARLENE DIETRICH OG GARY COOPER í AÐALHLUTVERKUM Gamalkunnir leikarar eru i aðalhlutverkum i kvikmyndinni Ólgandi blóð í kvöld. Marlene Pietrich þckkja áreiðanlega all- ir enda má segja að hún sé enn- þá i sviðsljósinu þó háöldruð sé. — Annars var hún vist að fót- brjóta sig um daginn blessuð kerlingin —. Mótleikari hennar er engu siður þekktur enda sjálfur Cary Cooper. Aðdáendur hans fá þarna að sjá hann ungan og sætan þvi myndin er frá þvi á árinu 1936. Annars er það frá myndinni að segja að hún er bandarisk af léttara taginu og þó að hún sé þó þetta gömul þá ættu margir að hafa af henni gaman, allavega afþreyingu, þegar tekið er tillit til þess hverjir fara með hlut- verkin. Efnisþráðurinn er i stuttu máli sá, að ung stúlka rænir perlufesti á allfrumlegan hátt frá skartgripasala i Paris, Hún reynir undankomu til Spánar en erfitt er að smygla þýfinu yfir landamærin. Þvi ómaki er þó létt af henni, þvi hún hittir fyrir ungan mann á landamærunum og tekst að lauma festinni i vasa hans. Aðalvandamálið verður bara að ná henni aftur úr hans vörslum. Ekki stendur unga stúlkan ein i þessum stórræðum en hefur sina aðstoðarmenn. Telur þetta fólk sig allt til aðalsmanna og lifir flott. Þegar til kemur dvinar þó áhugi ungu stúlkunnar á festinni en vex að sama skapi á unga laglega manninum. Fer svo að hún snýr frá villu sins vegar, skilar festinni og allt fær á sig rómantiskan blæ. -VS Cary Cooper — reyndar kominn af léttasta skeiði. Marlene Dietrich. Hún virðist ekkert eldast þó árin færist yfir hana svo hún getur þessvegna verið einhvers staðar milli tvitugs og átt- ræðs á þessari mynd. HTónlistarhátíð Noregur - ísland 1975 Útvarpað verður frá tónleik- um sinfónfuhijómsveitar hundrað norskra og islenskra ungmenna i ágúst sl. kl. 20 i kvöld. Hljómsveit þessi er árangur samvinnu Islands og Noregs á tónlistarsviðinu. I samvinnu við bróðurfélag sitt i Noregi, Norsk Musiker Forbund, hefur Félag islenskra hljómlistarmanna skipulagt þetta samstarf. Nokk- ur islensk ungmenni hafa tekið þátt i námskeiðum, sem haldin hafa verið við Lýðháskólann i Elverum. Nú i sumar kom svo allur þátttakendahópurinn og hélt hér viku hljómleika. Upptaka sú, sem leikin verður i kvöld er frá fyrsta degi hljóm- leikanna og fóru þeir fram i Háskólabió. A efnisskrá er Chaconna eftir Pál Isólfsson, Fiðlukonsert eftir Jean Sibelius, Passacaglia, hljómsveitarverk eftir Ludvik I. Jensen og Till Eulenspiegel, eft- ir Richard Strauss. Einleikari með hljómsveitinni er Camilla Wicks. Leikur hún einleik i fiðlukonsert Sibeliusar. Stjórnandi hljómsveitarinnar Camilla Wicks. er Karsten Andersen. Hann hef- ur verið einn af aðalstjórnend- um islensku sinfóniuhljóm- sveitarinnar og islenskum tón- listarunnendum þvi að góðu kunnur. —VS Karsten Andersen. Sjónvarp kl. 20.35: Efnahagsmól 1975 - Horfur 1976 Kastljós er á efnisskrá sjónvarps í kvöld. Verður þar f jallað um efnahags- mál á liðnu ári og horfur á næsta ári. Verður þættinum varið til að f jalla um þetta eina mál enda af nógu að taka. Rætt verður við Dr. Jóhannes Nordal, seðla- bankastjóra og Jón Sigurðsson, forstjóra Þjóð- hagsstofnunar. Stjórnandi þáttarins er Eiður Guðnason. -VS Föstudagur 2. janúar 12.25 Fréttir og, veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.40 „Frænkurnar”, smásaga eftir Itósu Þorsteinsdóttur Höfundur les. 15.00 M iðdegistónleik ar Sinfóniuhljómsveitin i Minneapolis leikur „1812”, hátiðarforleik op. 49 eftir Tsjaikovski, Antal Dorati stjórnar / Filharmoniu- sveitin i Berlin leikur Sinfóniu nr. 4 i e-moll op. 98 eftir Brahms, Herbert von Karajan stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Bróðir minn, ljónshjarta" eftir Astrid Lindgren Þor- leifur Hauksson ies þýðingu sina (4). 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Guðni Kol- beinsson flytur þáttinn. 19.40 Þingsjá Umsjón: Kári Jónasson. 20.00 ísiand — Noregur 1975 Frá tónleikum sinfóniu- hljómsveitar hundrað norskra og islenzkra ung- menna i ágúst s.l. Einleik- ari: Camilla Wick, fiðluleik- ari. Stjórnandi: Karsten Andersen. a. Chaconna eftir Pál Isólfsson. b. Fiðlukon- sert eftir Jean Sibelius. c. Passacaglia, hijómsveitar- verk eftir Ludvik I. Jensen d. „Till Eulenspiegel”, hljómsveitarverk eftir Richard Strauss. 2 1.10 Gullmunnur Björgvinjar. Séra Sigurjón Guðjónsson flytur erindi um norska skáldið Johan Nor- dal Brun. 21.45 Kórsöngur Don-kósakka- kórinn syngur rússnesk þjóðlög, Sergei Jaroff stjórnar. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Leiklistar- þáttur Umsjón: Sigurður Pálsson. 22.50 Afangar Tónlistarþáttur i umsjá Ásmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 2. janúar 1976 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Kastljós. Þáttur um inn lend málefni. Umsjónar- maður Eiður Guðnason. 21.05 Tónleikar i sjónvarpssal- Manfred Scherzer, fiðlu- leikari, og Jíirgen Schröder, píanóleikari, fiytja fiðlu- Garðarkjör hf. Hraunbœ 102 óskum viðskiptavinum vorum gleðilegs nýórs. Þökkum viðskiptin á liðnu ári. Garðakjör hf. Hraunbœ 102 sónötu op. 30 nr. 3 eftir Beet- hoven. Stjórn Upptöku Tage Ammendrup 21.20 ólgandi blóð (Desire) Bandarisk gamanmynd frá árinu 1936. Aðalhlutverk leika Marlene Dietrich og Gary Cooper. Ung stúlka rænir verðmætum perlum frá skartgripasala i Paris og flýr með þær til Spánar. Við landamærin hittir hún Bandarikjamann i sumar- leyfi. Hann flytur perlurnar yfir landamærin án þess að vita af þvi. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 22.50 Dagskrárlok. Vinningsnúmerin í Happdrœtti Styrktarfélags vangefinna 1. vinningur Citroen CX nr: Z-116 2. -6. vinningur bifreið að eigin vali að upphæð kr. 700 þús. nr: G-10701, Y-3865, R-31003, R- 42590, S-1142. Þökkum stuðninginn Styrktarfélag vangefinna

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.