Vísir - 07.01.1976, Blaðsíða 4

Vísir - 07.01.1976, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 7. janúar 1976. VISIR PíllCANAR IPARADIS — var það fljótfœrni hjá Pétri? Áriö 1976 hófst þegar með miklum hræringum innan islenska ,,popp- heimsins", sem sannast aö segja nálgast það að vera einn allsherjar hrærigrautur. Hin landsfræga hljómsveit Pelican ákvað að geispa gol- unni, og var þar bundinn endi á stormasaman og jafnframt glæsilegan feril hennar. ,,Það hlaut að koma aö þessu,” hugsuöu eflaust margir er þeir fréttu þetta, en fæstir bjuggust þó við þvi sem eftir fylgdi. Pétur Kristjánsson sem i júni var sparkað úr Pelican vegna tónlistarlegs ágreinings þeirra félaga, og stofnaði siðan hina stórgóðu grúppu Paradis, sá sér leik á borði, sparkaði tveimur hljóðfæraleikurum Paradisar og réði sina gömlu „útkastara”.? Þetta eru þeir ómar óskars- son og Björgvin Gislason, en út i kuldann fóru þeir Ragnar gitar- leikari og Ólafur Kolbeinsson trommuleikari. Nú er það vitað mál, að Björg- vin og Ómar eru landsins bestu hljóðfæraleikarar hver á sinu sviði, en Tónhornið hefur lúmskan grun um það að hér hafi verið um mjög fljótfærnis- lega ráðningu að ræða hjá Pétri. Pétur Kristjánsson fékk al- deilis uppreisn æru þegar hann sló Pelican við, með stofnun Paradisar. Hljómsveitin var heilsteypt, og átti miklum vinsældum að fagna strax i byrjun. Pétur gat þess i viðtali við Tónhornið, að hann væri á „öðru plani” en hinir fyrrverandi fé- lagar hans i Pelican (þ.e. tón- listarlegu), og þvi hefði sam- vinnan ekki getað orðið sem skyldi. Hvers vegna býður Pétur þá . faðm sinn nú þegar honum gengur svo vel með Paradis, á þetta kannski að verða annað Trúbrots-ævintýri? Þó svo að Tónhornið láti i ljós vonbrigði sin á þessari fljót- færni Péturs, óskar það honum til hamingju, og vonar svo sann- arlega, að þessi liðskipan fái að haldast a.m.k. út árið. Um aðra liðsmenn Pelican er það að segja, að Jón Ólafsson er genginn i Kabaret, og má þvi með sanni segja, að þar sé kom- in góð grúþpa. Um framtiðaráætlanir Ómars Óskarssonar er ekki vitað, en væntanlega tekur hann sér smá- Pelican skömmu eftir að Herbcrt hætti aö syngja meö hljómsveitinni. — Ujósm.: JIM fri, og kemur svo aftur tvi- efldur. Þeir Óli og Kolbeinn eru tæp- ast i Paradis um þessar mundir, en vart liður langur timi þar til þeir hafa komið sér fyrir i nýrri hljómsveit, þvi báð- ir eru þeir stórgóðir hljóðfæra- leikarar — eða á ég að segja „bráðefnilegir” eins og Pétur forðum. Örp. Jakob kom þar hvergi nœrri... Skömmu fyrir jól kom á markaðinn hljómplata ein frá ÁÁ útgáfufyrir- tækinu/ og gerði Tónhorn- iö henni nokkur skil á sín- um tíma. Tónhornið sló þó þann var- nagla i umsögn sinni að þar eð útgefandi plötunnar hefði ekki séð ástæðu til þess að prenta fullnægjandi upplýsingar á albúm hennar yrði nánar ritað um efni hennar siðar, eða þegar Tónhornið sjálft hefði orðið sér út um fyrrnefndar upplýsingar. Aður en til sliks kemur vill Tónhornið leiðrétta leiðinlegan misskilning sem kom fram i umsögninni fyrrnefndu. Gaf Tónhornið þar greinilega i skyn, að Jakob Magnússon hefði stjórnað i einu og öllu upp- töku á hinum fjórum lögum Spilverks þjóðanna. Svo mun ekki vera (þó að á albúmið sé ritað „allri upptöku stjórnaði Jakob Magnússon”), Spilverkið var þar eitt að verki, að undanskildu einu lagi þar sem Jakob lék meö á pianó. Tónhornið harmar þennan misskilning, en bendir jafn- framt á, að hér er við útgef- andann að sakast fyrir kæru- leysisleg vinnubrögð. Ef ÁA útgáfufyrirtækið ætlar sér að standast samkeppni við önnur útgáfufyrirtæki hérlendis á nýja árinu, tja þá má það spjara sig verulega. örp. Jakob kom hvergi nærri. — Ljósm: örp Nýir tónhyrningar Þá er hafið nýtt ár, til hamingju með það. Tónhornið byrjar þetta nýja ár með auknum krafti, þar eð þvi hefur hlotnast liösauki. TveirnýirTónhyrningar munu láta ljós sitt skina á þessari siðu, og má við ýmsu búast frá þeim. Þetta eru þeir Hjalti Jón Sveinsson og Sigurjón Sighvatsson, báðir vel þekktir fyrir framlag sitt til útvarpsins og fl. Sigurjón hefur ýmislegt fræðilegt i fórum sinu, varðandi rokk- tónlist almennt svo og þróun hljómlistar á íslandi, og Hjalti mun eflaust taka islenska tungu til meðferðar, ekki veitir af. Fyrsta grein þeirra félaga mun birtast innan skamms. örp.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.