Vísir - 07.01.1976, Blaðsíða 8

Vísir - 07.01.1976, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglvsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Áuglýsingar: Hverfisgötu 44tSimar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. t lausasöliu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Nú má ekki sitja auðum höndum Allt bendir nú til þess að átökin við breta innan fiskveiðilandhelginnar fari enn harðnandi á næstu vikum. Breska verkamannaflokksstjórnin virðist leggja allt kapp á að auka flotastyrk sinn á miðun- um hér við land eftir hrakfarir og klaufaskap flot- ans á fyrstu vikum þessara átaka. Breski flotinn varð að athlægi bæði hér heima og i Bretlandi i viðureigninni við varðskipin fyrstu vik- urnar. Afburða góð sjómennska flestra islensku varðskipanna vakti verðskuldaða athygli. Aðför dráttarbátanna að Þór i mynni Seyðisfjarðar breytti siðan i raun og veru eðli þessara átaka. Þar var um svo freklega ihlutun i islensk innanrikismál að ræða, að bretar voru með þeim aðgerðum eigin- lega að fótumtroða fullveldi landsins. Það lá i augum uppi að ögranir af þessu tagi bæri að kæra fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Við fengum þar gott tækifæri til þess að koma sjónar- miðum okkar á framfæri á áhrifamiklum vettvangi. Það urðu hins vegar vonbrigði, að ráðið skyldi ekki taka afstöðu til málsins. Að þvi leyti sitjum við i sömu sporum og áður. Sennilega mun kæran fyrir ráði Atlantshafsbandalagsins hafa meiri áhrif, þeg- ar til lengdar lætur. Á þeim vettvangi getum við þrýst á breta. Atlantshafsbandalagsrikjunum er ljóst, hvað i húfi er, ef bretar með þvergirðingshætti ýta okkur út úr þessu varnarsamstarfi. Breska verkamannaflokksstjórnin hefur nú enn aukið umsvif sin hér við land i þvi skyni að trufla is- lenska löggæslu. Á miðunum eru nú tiu bresk her- skip, verndarskip og dráttarskip. Hér eru þvi enn að verða þáttaskil i þessum átökum. Ljóst er, að breska stjórnin hefur ekki hug á að leysa þrætuna með friðsamlegu móti. Engum vafa er undirorpið, að bretar vilja með þessum aðgerðum sýna fram á, að þeir geti veitt hér við land sama aflamagn og áður. Að sjálfsögðu verða þeir að láta i minni pokann fyrr eða siðar. En vegna ástands fiskistofnanna verðum við að leggja allt kapp á að flýta þeirri uppgjöf. Meginmarkmiðið er að draga stórlega úr ásókn erlendra þjóða á fiski- miðin. Við verðum að nota hvert það ráð, sem færir okkur nær þvi marki. Stjórnmálaslit við breta hafa verið rædd, en þau eru fyrst og fremst formsatriði og h’afa þvi litla þýð- ingu eins og sakir standa, sama má segja um versl- unarbann. Með tafarlausri úrsögn úr Atlantshafs- bandalaginu missum við þann eina vettvang, þar sem við getum haft raunveruleg áhrif. Formenn þriggja flokka bæði i stjórn og stjórnarandstöðu hafa bent á þetta sjónarmið og það er rétt. En Atlantshafsbandalagið verður okkur ekki sá bakhjarl i þessari deilu, sem við vonumst eftir, ef við sitjum þar aðgerðarlausir. Það þarf að liggja alveg ljóst fyrir á þeim vettvangi, að við litum svo á, að bretar séu með flotaihlutun sinni að skjóta okkur út úr varnarsamstarfi vestrænna þjóða. Sannast sagna er það i sjónmáli að bretum takist þetta. Engum blöðum er þvi um það að fletta, að þessar aðgerðir bresku verkamannaflokksstjórnarinnar geta haft hroðalegar afleiðingar fyrir varnarsam- starf vestrænna þjóða. Bretar eru að höggva á einn hlekk i þeirri varnarkeðju og við verðum að gera bandalagsþjóðum okkar grein fyrir þvi, að lengur verður ekki dregið að taka af skarið, ef forða á slysi. IVIiðvikudagur 7. janúar 1976.{ VISIB Umsjón: Guðmundur Pétursson. J MORÐIÐ Á MARTIN LUTHER KING Hver myrti Martin Luther King? Morðið var nærri þvi fallið i gleymsku og dá,en nú hefur það verið tekið til athugunar á nýjan leik. Sérstakar fréttaútsendingar og greinaflokkar i dagblöðum hafa komið fram með ýnsar efa- semdir um morðið á manninum, sem dreymdi um fullt jafnrétti hvitra og svartra. Fjölskylda Kings hefur farið þess á leit við kunna lögfræð- inga, að þeir taki mál morðingj- ans James Earl Ray til endur- skoðunar, en dómurinn yfir on- um var byggður á nokkuð tvi- ræðum forsendum. Ray var smáglæpamaður, sem eitt sinn náðist af tilviljun eftir eitt bankarán. Hann játaði sekt sina við yfirheyrslur, en aðeins þremur dögum siðar dró hann játningu sina til baka. Sex ára tilraunir Ray hefur i sex ár barist fyrir þvi, að mál hans yrði tekið fyrir að nýju. Hann segist aðeins hafa verið smápeð i höndum vold- ugra samsærismanna, sem undir forustu fransks kanada- manns skipulögðu morðið á King. „Raoul” eins og sam- ræsisforinginn á að heita er ekki til svo vitað sé. Bæði CBS-útvarpsstöðin og stórblaðið The New York Times hafa birt nýjar kenningar i sam- bandi við morðið, en tilvist Raouls hefur ekki enn verið staðfest. En engu að siður komu fram i dagsljósið ný sönnunargögn, sem nægði til að endurskoðun málsins myndi borga sig. En svo lengi sem James Earl Ray neitar allri samvinnu við dómsmálaráðuneytið, er hann aðeins einn pólitiski morðinginn enn, við hlið Lee Harvey Oswald og Sirhan Sirhan, sem — likt og Ray — höfðu enga ákveðna ástæðu fyrir ódæði sinu, ellegar þá féllu áður en hægt var að draga þá fyrir lög og dóm. Vilja nefndarrannsókn CBS komst að þeirri niður- stöðu að King-málið væri best komið i höndum óháðrar nefnd- ar, sem forseti Bandarikjanna skipaði i, og sem hefði óskorað vald til að rannsaka allar hliðar málsins. Fréttamaðurinn Dan Rather sagði: ,,Ef vil vill er brýnust þörfin á þvi, að upp komist um morðingja „dreymandans” þ.e. Kings. Það sem rannsakendurnir hafa mestan hug á að vita, er ástæðan fyrir morði Kings. Hverjar voru ástæður James Earl Ray? Eitt sinn sagðist hann vera eldheitur svertingja- hatari. En Arthur Haines jr. sem, ásamt föður sinum, var fyrsti verjandi Rays, sagði: „Allt frá byrjun vorum við vissir um eitt atriði varðandi James Earl Ray : Hann hafði engar pólitisk- ar ástæður. Við ræddum margoft við hann og höldum enn tengslum við hann. Hann hefur aldrei sýnt nein merki ofstækis eða kynþáttahaturs.” „Hann var aðeins ósköp venjulegur maður. Hann lét lítið yfir sér, og þótt við byggjum hann út i vinnu galla eða nauta- banaskikkju, yrði hann ekkert meira áberandi.” Smáafbrotarmaður Ferill Rays var lika rannsak- endum Ki :gs-málsins miki! ráðgáta. Hann hafði verið smá- glæpamaður, en jafnan verið öheppinn. Eitt sinn datt hann út úr bil á leið frá bankaráni og náðist. 1 annað skipti missti hann niður bankabók, sem var merkt honum i miðju ráni. Rétt fyrir Kingmorðið bjó hann i Kaliforniu, nýsloppinn úr fangelsi. Hannáttikærustu.hafði boðist starf og fór jafnvel i danstima til að hressa upp á kynni við annað fólk. Hvað, spyrja rannsakendurnir, varð til þess, að James Earl Ray ók til Memphis iTennessee, sem hann hafði aldrei komið til áður, til þess að myrða mann, sem hann þekkti ekki? Ókunnugur í Memphis Og hvernig, spyrja þeir einnig, heppnaðist honum að verða sér úti um hótelherbergi, þar sem sást til allra ferða Kings á Lorraine hótelinu beint á móti? Arthur Haines segir að slikum spumingum sé erfitt að svara: „Hann þekkti ekkert staðhætti i Memphis. Gistihúsið, þaðan sem skotinu var hleypt af, hefði ekki komið i hug hvaða utan- bæjarmanns sem var sem heppilegur morðstaður.” Dan Rather hjá CBS: „Sann- anirnar gegn Ray um að hann hefði framið morðið einn og af sjálfsdáðum, eru ekki jafn pott- þéttar og yfirvöld vilja vera láta. Hvergi sást púðurreykur, engin vitni voru nærstödd, þeg- ar skotunum var hleypt af. Enginn sást flýja af morðstaðn- um. ,,Að visu voru nægar sannanir fyrir þvi, að Ray hafi verið þarna að morgni morðdagsins, en ekki hefur sannast að hann hafi verið þar einmitt á þeirri minútu, sem morðið var framið. „Enn hefur ekki verið hægt að sanna að riffill Rays sé morð- vopnið, né heldur hverjar voru ástæður Rays fyrir morðinu.” Rak lögfrœðingana Arthur Haines er Rather sammála. Hann sagði frétta- manni að hefðu þeir feðgarnir ekki verið reknir úr sæti verj- enda daginn áður en réttarhöld- in áttu að hefjast, hefðu þeir örugglega getað sannað sak- leysi hans. En Ray kaus i stað þeirra skrúðmálgan suðurrikjamann, Percy Foreman, og eftir þvi sem hann sjálfur segir, var það Foreman, sem fékk hann til að játa sekt sina, en hann var siðan dæmdur i 99 ára fangelsi. Haines: „Við héldum þá að annað hvort hefðu einhver glæpasamtök skorist i leikinn, eða þá að öfgasamtök til hægri eða vinstri stæðu að baki morð- inu. Samt virtist svo sem Ray hafi veriðflækturi' eiturlyfja- og vopnasmygl, sem við álitum skipulagt af vinstrisinnum og castrósinnum. „Við héldum að King morðið hafi verið framið i þvi skyni, að framkalla kynþáttaóeirðir i landinu”en kynþáttaóeirðirnar, sem fylgdu i kjölfar morðsins, voru einhverjar þær verstu, sem saga Bandarikjanna greinir frá. Málið fyrir hœstarétt í næsta mánuði mun hæsti- réttur taka fyrir kröfur James Earl Ray um ný réttarhöld, á þeim forsendum, að játning hans hafi verið þvinguð fram. Akvörðunar er að vænta i april i fyrsta lagi. En hinn nýi lögfræðingur Rays, Bernard Fensterwald, segir að verði Ray tryggð ný réttarhöld, kunni hann að neita að bera vitni. „Það er mál Tennesseerikis að sanna sekt hans” sagði Fensterwald. Svo likur eru fyrir þvi, að þó Ray verði veitt málfrelsi i rétt- inum, muni hann þegja. En það þurfa ekki endilega að vera ný réttarhöld yfir Ray, sem leiddu til þess, að King-morðið yrði tekið upp að nýju. Þrátt fyrir vinsældir sinar meðal bandarisku þjóðarinnar, fékk King sálugi enga Warren- nefnd til að komast að hinu sanna um morð hans. Þaðer ekki fyrr en núna, sem dómsmálaráðuneytið er að taka sannanirnargegn Ray til endur- skoðunar. Ef til vill verður niðurstaða ráðuneytisins sú, að timi sé kominn til að leysa morðið á „manninum með drauminn” endanlega. James Earl Ray á leið úr fangeisi i réttarsalinn I sex ára viðieitni sinni til þess að fá breytt dómnum, en hann var dæmdur i lifstiðar- fangelsi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.