Vísir - 03.03.1976, Blaðsíða 9

Vísir - 03.03.1976, Blaðsíða 9
vísm Miðvikudagur 3. mars 1976. Umsjón: ólafur Hauksson J Rústir i Guatemala eftir eyðileggingu jarðskjálftans mikla þar. Komast má hjá manntjóni, eins og varð þar, meö þvi að sjá skjálftana fyrir. Unnið við að hreinsa burt brak I þorp- inu San Bartolome I Guatemala. Slikt hreingerningar- og siöar uppbygging- arstarf er gífurlega fjárfrekt, en efna- hagur landsmanna bágborinn fyrir. Svæði sem lendir á milli annarra svæða sem eru á hreyfingu vegna landreks, bungar yfirleitt upp, eða sigur. Venjulegir jarðskjálftamælar mæla flestallar hreyfingar i jarð- skorpunni. Reynslan sýnir að áður en stórir skjálftar koma, stöðvast allar hreyfingar, en auk- ast svo hratt rétt áður en aðal kippurinn kemur. Visindamenn fylgjast einnig með breytingum á segulsviði, og breytingum á vatni i djúpum bor- holum. (ByggtáU.S. World & News Report) FJALLA- ÞRILLER Laugarásbió . The Eiger Sanction —h-H— Bandarisk, 1975. Heldur er að birta yfir kvik- myndaúrvalinu i kvikmyndahús- unum þessa dagana. Laugarásbió sýnir núna hreint ágæta mynd, Mannaveiðar. Aðalleikari og leik- stjóri myndarinnar er Clint East- wood. Myndin fjallar um leyniþjón- ustumann, sem hætt hefur störf- um á þvi sviði og tekið til viö há- skólakennslu. Einn dag koma boð frá fyrrverandi yfirmanni hans, Dragon, sem er heldur ógnvekj- andi persóna, og felur hann Hem- lock (Eastwood) það verk að ráða af dögum morðingja gamals vin- ar Hemlocks. Hann tekur að sér starfið eftir ýmsar þrýstiaðgerðir leyniþjónustunnar og á auðvelt með að vinna á öðrum morðingj- anum. Hinn er öllu erfiðari við- fangs, þvi það eina sem leyni- þjónustan veit, er að hann á að taka þátt i fjallgöngu á Eiger-tind i Sviss. I aðalfjallgöngunni fá göngu- mennirnir slæmt veður og týna allir lifi nema Hemlock. Hann hefur þvi opinberlega lokið hlut- verki sinu og getur þvi sest i helg- an stein. En var hann raunverulega bú- inn að vinna á morðingja vinar sins...? Mannaveiðar er stórbrotin mynd, tekin i stórbrotnu lands- lagi Arizona og Sviss. Við kvik- myndageröina þurfti að nota þyrlur, þvi ómögulegt var fyrir, kvikmyndamenn að nálgast sögu- sviðið á annan hátt, amk. ekki i fjallgönguatriðunum. Við kvik- myndagerðina lék Eastwood all- an timann en notaði ekki statista i hættulegu hlutverkin. Myndin er reglulega spennandi, þótt stund- um sé reynt að gera hana óþarf- lega spennandi i sumum tilvik- um. Hún er gerð eftir samnefndri sögu eftir Trevanian, sem gefin hefur verið út i islenskri þýðingu og fylgir myndin bókinni mjög vel. En fyrir þá, sem ekki hafa lesið bókina, hlýtur endir mynd- arinnar að koma mjög á óvart. En sem sagt, hin ágætasta mynd, sem ekki ætti að fara fram hjá kvikmyndaunnendum. Gamlir fjallgöngufélagar. Hemlock (Clint Eastwood) og (George Kennedy) ræða undirbúning Eiger-fjallgöngunna Reynt að fara niður Eiger-tind, eftir að uppgangan hefur mis tekist. ciint Eastwood ásamt Michael Grimm. Kvikmyndatökumenn Mannaveiða ásamt Clint Eastwood athafna sig á einni bergsúlunni I Arizona. Hún er gifurlega há, en ekki mikil um sig. % LELEG! Nýja bió 99 44/100 dead —0— amerisk, 1974. Tjaldið var dregið frá og bió- gestum boðið i ferð neðansjávar i höfn i stórborg. Þar eru likin i haugum og steypa hefur verið sett á fætur þeirra til að þau héld- ust neðansjávar. — Þokkalegasta byrjun, en svo var gamanið búið. Við tóku endalaus leiðindi. Léleg- ur leikur, lélegar klippingar, sem orsökuöu það að engin spenna byggðist upp i myndinni. Kannski má að einhverju leyti kenna þvi um að flestir leikararnir, þó sér- staklega leikkonurnar, voru hreint ómögulegir. Þá skorti allt, sem ætla má að þurfi að prýða leikara. Myndin fjallar i stórum drátt- um um átök tveggja glæpaflokka i ótiltekinni stórborg i Bandarikj- unum (kunnuglegt viðfangsefni, finnst ykkur ekki). Annar bófa- foringjanna finnst að á sig halli og kallar þvi til liðs við sig harðsvir- aðan glæpon, sem er snillingur á sinu sviði, nýtur ótakmarkaðrar kvenhylli og er gersamlega sneyddur mannlegum tilfinning- um. Auk þess er hann þeim kosti gæddur, að honum bregður ekki hið minnsta, þótt heilt hús springi i tætlur við hliðina á honum og byssukúlur óvinanna hitta hann aldrei, þótt færið sé kannski ekki nema einn eða tveir metrar. Hugmyndaflugið þarf ekki að vera stórbrotið hjá áhorfanda sem veit ekki hvernig endalokin verða, þegar fimmtán minútur eru búnar af myndinni. Auðvitað sigrar aðalkappinn og hlýtur rikuleg laun. I auglýsingu Nýja biós um þessa mynd segir að hún sé hörkuspennandi, viðburðahröð sakamálamynd i gamansömum stil. Ekki veit undirritaður hvort forráðamönnum biósins sé hlátur i huga þegar þeir semja svona auglýsingu, en hún ber vott um annað hvort brenglað skopskyn eða ófyrirgefanlegt auglýsinga- skrum. Sennilega getur það orkað tvi- mælis, hvort auglýsingar sem þessi séu fyllilega lögmætar, þar sem um hrein vörusvik er að ræða, þar sem þessi mynd á i hlut, — að mati undirritaðs. Bió- eigendur ættu að vanda betur auglýsingar sinar, svo biógestum væri að einhverju leyti hægt að treysta á þær. Ef svo væri myndi auglýsing um þessa mynd hljóða eitthvað á þessa leið: Eigirðu erfittmeðsvefn, skaltu sjá mynd- ina sem við sýnum núna, eða: Hafirðu slæma samvisku af þvi að fara i bió, er þér óhætt að koma til okkar, þvi þú getur alltaf gengið út án eftirsjár, ef samviskan hrjáir þig um of. Richard Harris (t.v.) er aðalhetjan i myndinni. 1 þessu atriði hefur hann ásamt aðstoðarmanni sinum bjargað stúlku frá dauða, en hún var bundin við sprengju, sem hefði sprungiö umsvifalaust, ef daman hefði hreyft sig. En auðvitað bjargaðist hún. Skömmu siðar settist fluga á sprengjuna svo hún sprakk, en ekki brá kappanum hið minnsta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.