Vísir - 03.03.1976, Blaðsíða 11

Vísir - 03.03.1976, Blaðsíða 11
VTSIR Miðvikudagur 3. marz 1976 11 Mynd 5 Vegasölt eru á flestum leikvöllum. Þau eru mjög æskileg ef verið er að sækj- ast eftir handleggsbrotum og fótbrotum. Þannig hefur þó líklega ekki verið hugsað i upphafi. Vega- söltin ætti að f jarlægja. Rugguhestar fyrir- finnast á leikvöllum, en þeir eru óæskilegir eins og myndin sýnir. Sumir eru ónýtir og detta jafnvel í sundur eftir stutta notkun. Sérstaklega eru þeir þó hættulegir fótum barna, sem geta klemmst á milli. Fleiri dæmi mætti nefna um hættuleg leiktæki, en þessi eru venjulegustu. Mælt er með því að þau séu f jarlægð og þeim sé að sjálfsögðu gleymt þegar nýir leikvellir eru gerðir. Þessi eru öllu æskilegri Krakkarnir kunna vel að meta þessa ,,spýtu". Nota má slíkar til þess að byggja úr, en fyrst og fremst eru þær ætlaðar börnunum til þess að reyna að halda jafnvæginu á. Þessi bygging þjónar fleiri en einum tilgangi. Hér er um a ræða renni- braut og undir er lítið hús sem krakkarnir geta skriðið inn í og leikið sér í. Þetta klifurtæki er um 100 sm á hæð og að sjálf- sögðu á að staðsetja það í sandi, svo að enginn meiði sig þó hann detti. Einfalt tæki og ekki hættulegt. Fyrir aðeins eldri börn Þessi rennibraut er langt frá því að vera hættuleg. Enginn stigi er upp í hana og þarna er hún höfð í grasi. Hér er klifurgrind, sem einnig er hægt að setja reipi í. Svona grind verður að staðsetja i mjúkum sandi að sjálfsögðu Hámarkshæð f yrir svona leiktæki er 80 sm. Þarna geta börnin reynt jafnvægi sitt og að sjálfsögðu er sandur undir, svo enginn meiðist þó hann detti. O • . o 1 . ■? / Þegar menn geta talað tungumál, sem þeir skilja ekki „Ég vil taka það skýrt fra m, að tungutal er ekki ókristilegt fyrir- brigði,” sagði sr. Jón Dalbú Hróbjartsson i viðtali við Visi. „Það er fjallað um tungutal i 1. Korintubréfi 12.—14. kafla. Þetta er fyrirbrigði, sem hefur verið i kristinni kirkju frá frumkristni. En það hefur komið meira fram i dag isambandi við vakningu ungs fóiks, svonefnda náðargjafar- vakningu.” Trúarvakning ungs fólks Tilefni viðtalsins var grein, sem birtist i Kirkjuritinu um norræna, kristilega stúdentamót- ið, sem haldiö var hér á landi s.l. sumar. 1 þeirri grein segir m.a. frá þvl, að norskur prestur, Olav Carcia de Presno, hafi talað tung- um I Laugardalshöllinni. Þetta fyrirbrigði, sem ekki er mjög þekkt hér á landi og báðum við þvi Jón Dalbú að segja örlitið nánar frá þvi. „Náðargjafarvakningin nær til allra kirkjudeilda, svo sem frikirkjuna, kaþólsku kirkjunnar og lúthersku kirkjunnar,” sagði Jón Dalbú. „Tungutalið er einkennandi fyrir þessa vakn- ingu. Það er reynsla, náðargjöf eða einsog Páll postuli orðar það i 1. Korintubréfinu, ein af mörg- um náðargjöfum, sem guð gefur manninum og er hún ætluð mann- inum sjálfum til uppbyggingar bænalifi si'nu. Hvitasunnusöfnuðurinn hefur lagt töluverða áherslu á þessa reynslu, og hefur hann lengst haldið velli af svipuðum hreyfing- um kirkjusögunnar. Náðargjaf- arvakningarinnar hefur gætt nokkuð á Norðurlöndum, en minna hérá landi. Þó fyrirfinnast islendingar, sem hafa fengið þessa reynslu. Það er mjög mikilvægt að komi skýrt fram, að tungutal er fyrir- brigði sem ekki má leggja höfuð- áherslu á og varar Páll við þvi i 1. Korintubréfinu. Ef þessi reynsla verður aðalatriðið, er ritningin látin vikja, verður litill munur á þessu og heiðnum trúarbrögð- um.” MALIÐ ER OFTAST ÓSKILJ ANLEGT Hvað er það, að tala tungum? „Tungutal er, að menn tala mál, sem heilagur andi gefur manninum að mæla. Það virðist óskiljanlegt á stundum,en getur verið tungumál, sem talað er ein- hvers staðar i heiminum, þótt sá sem tali kunni það ekki. Málfræð- ingar hafa sýnt þessu mikinn áhuga og eru að rannsaka spólur með tungutali, til þess að reyna að komast að þvi, hvort alltaf sé um lifandi tungumál að ræða eða ekki. Menn hafa stjím á þessum hæfileika og geta ráðið, hvenær þeir tala tungum og hvenær þeir láta það vera. Þeir finna með sjálfum sér, að þeir geta það. Þegar þeir svo eru byrjaðir aö tala tungum, veröur það eins og ósjálfrátt mál.” Hvernig er þá hægt að skilja boðskapinn? „Um þaö er talað i 12. kaflanum i 1. Korintubréfi, aö hæfileikinn til aö túlka tungutal sé önnur Jón Dalbú Hróbjartsson bendir á, að tungutai sé i samræmi við ritninguna og eigi ekkert skylt við djöfladýrkun. náðargjölf. Sami maður þarf ekki endilega að hafa báðar þessar náðargjafir. Sá sem túlkar tungu- tal skilur ekki orðin, heldur inni- haldið, boðskapinn. Sá sam talar tunguip i einrúmi til uppbyggingar bænalifi sinu, skilur ekki endilega orðin, sem hann segir. Það er reynslan sjálf, sem er blessunin, ekki innihald málsins, segir fólk sem hefur upplifað þetta.” HVERFANDI HÆTTA A FALSTÚLKUN Ef sá sem talar tungum, skilur ekki sjálfur orðin, getur túlkand- inn þá ekki túlkað að eigin viid? „Þegar menn tala tungum á trúarsamkomum, er það vegna þess að þeir finna, að guð vill koma fram með ákveðinn boðskap. Ef þeir hafa eksi túlkunargáfuna, geta þeir auðvit- að ekki vitað, hvort túlkandinn hefur rétt eftir það sem þeir hafa sagt. Sú hætta er eflaust fyrir hendi, að falstúlkandi segir það sem honum sjálfum þóknast, en þar sem þetta fær að þróast i réttu jafnvægi undir réttri leiðsögn, ætti sú hætta að vera hverfandi.” DJÖFLADÝRKUN HEFURRUTT SÉR TIL RÚMS A VESTUR- LÖNDUM Nú er minnst á djöfladýrkun i Kirkjuritsgreininni. Er slik dýrk- un eitthvað tengd þessu fyrir- brigði? „Nei. Alls ekki, nema þá þar sem upplifun á borð við tungutal er gert að algjöru aðalatriði og grundvallaratriðum kristindóms- ins hafnað. Djöfladýrkunin er fremur tengd dultrú en tungutali. Djöfladýrkun hefur rutt sér mikið til rúms á vesturlöndum siðustu árin. Lýsingar af þessu fyrirbæri eru vægast sagt ógeðs- legar. Þeir, sem ánetjast þessu eiga bænasamfélag við djöfulinn og hann virðist hafa algert vald yfir þessum einstaklingum. Þetta fólk er gjarnan haldið öndum hins illa, sem geta látið menn gera óliklegustu hluti. Þessu fylgir gjarnan mikill ótti og skelfing, en fólkið fær ekki við neitt ráðið. Margir hafa komið til kristinna presta og beðið þá um hjálp. Þegar kemur að þvi að reka út þessa illu anda, þá brjótast þeir um, gefa frá sér óliklegustu hljóð, bölva kristnum dómi og öllu þvi sem Guðs er. Þetta gera þeir á ýmsum tungumálum.” „ AFTRIÐ ÞVt EKKI AÐ TALAÐ SÉ TUNG- UM” Jón Dalbú sagði, að þegar hann hafi verið spurður, hvort segja mætti frá tungutali norska prestsins i Kirkjuritinu, hefði hann ekki séð neitt þvi til fyrir- stöðu. Fyrirbærið i Laugardals- höllinni hefði ekki verið að neinu leyti andstætt þvi, sem annars fer fram á kristilegu stúdentamóti. „Ég vil visa i ritninguna,” sagði hann. „Þar stendur að ekki eigi að neita mönnum um að tala tungum. Þetta er reynsla, sem trúaðir menn i dag hafa orðið fyrir og er það ein af reynslusönn- unum kristindómsins. Annars tel ég rétt að fólk fræðist sjálft um þetta beint af ritningunni, en eins og áður sagði, segir hún frá tungutalinu ” — SJ Á kristilega stúdentamótinu i Laugardalshöll s.l. suniar varð mikill fjöldi fólks vitni að þvi, að ungur norskur prestur stóö upp og talaði á framandi máli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.