Vísir - 29.03.1976, Side 1
Tillögur Hannibals í stjórnarskrárnefnd:
Þingmönnum fœkk-
að í 50 — Alþingi
verði ein málstofa
„Ég skilaði i sumar
yfir 30 tillögum. í þeim
felst meðal annars að
Alþingi verði ein máls-
stofa. í framhaldi af
þvi var rétt að leggja til
að þingmenn yrðu 50 i
stað 60 eins og nú er.
Þetta sagði Hannibal
Valdimarsson formað-
ur nenfdar þeirrar sem
vinnur að endurskoðun
stjórnarskrárinnar, í
samtali við Visi i morg-
un.
,,Ef tiliaga min um að Alþingi
verði ein málstofa nær ekki
fram aðganga telég ekki fram-
bærilegt að leggja fram tillögu
um fækkun þingmanna.”
Hannibal sagði að tillögur þær
sem hann heföi lagt fram væru
hver annarri háðar. Ekki væri
búið að taka um þær ákvarðanir
i Stiórnarskrárnefnd og þvi væri
of snemmtum aðspá um hverja
afgreiðslu þær hlytu. >
„Stjórnarskrárnefnd hefur
haldið marga fundi i vetur,”
sagði Hannibal. „Auk þess
hefur hún átt mikiö samstarf við
sérfræðinga.”
Hannibal sagði að vinna sér-
fræðinganna væri yfirgripsmik-
il. Hann sagði að sú vinna tæki
auðvitað mislangan tima og
misjafnt hve einstakir liðir
væru komnir langt.
— EKG.
Ríkið grœddi
200 þúsund kr
frímerkjasölu
Enginn bauð i seriurn-
ar tvær af „Hópflugi
itala” sem voru á upp-
boði Félags frimerkja-
safnara er haldið var nú
á laugardaginn.
Eins og frá var sagt i Visi fyrir
helgina voru tvær seriur af þessu
sjaldgæfa frimerki á uppboði.
Lágmarksverð átti að vera 145
þúsund krónur og 130 þúsund
krónur fyrir hvora seriu.
Þrátt fyrir að ekki hafi verið
boðið i „Hópflugið” skiptu fri-
merki fyrir rúma milljón um eig-
endur á uppboðinu. Að vanda var
mikið fjölmenni á uppboðinu og
ýmsir buðu vel i.
Hæst verð fékkst fyrir
stimplaða fjórblokk af 5 króna
tveggja kónga frimerki, yfir-
prentað 10 krónur. Það var selt á
65 þúsund krónur.
En ýmsir fleiri fengu skilding
fyrir seldu frimerkin, en fyrri
eigendur þeirra. Láta mun nærri
að rikissjóður háfi fengið rúm 200
þúsund i sinn hlut af þessu upp-
boði. Rikissjóður innheimtir
nefnilega 20% söluskatt sem
leggst við uppboðsverðið.
Þetta telja frimerkjasafnarar
rangt og hafa gert margar til-
raunir til að'fá þessu breytt, en
ekki tekist.
— EKG
Akureyringar vilja bora meira á Laugalandi
VILJA HALDA STÓRA BORNUM
— sjá frétt á baksíðu
Gœsluvarðhald framlengt
Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir þeim fjórða og síðasta, sem
settur var inn vegna Geirfinnsmálsins — var i gær framlengdur
um 30 daga.
Svo sem kunnugt er af fréttum, var gæsluvarðhaldsúrskuröur-
inn yfir hinum þremur staðfestur fyrir Hæstarétti fyrir viku siö-
an.
Dómsrannsókn hefst i máli þessara manna i dag en jafnframt
tun lögreglurannsókn halda áfram.
Það cru ekki tnargir sent geta státað af þvisama og Birgir örn
Birgis, körfuboltainaöurinn góökunni úr Armanni.
Hann hefur spilað körfubolta i 21 ár og leikiö eitthvað uin 400
leiki I meistaraflokki.
Nú á laugardaginn kórónaði hann viðburðarikan feril sinn meö
þvi að veröa islandsmeistari, er Armann sigraöi KR.
Sjá iþróttafréttir helgarinnar á bis. 10, 11,12, 13, 14, 15.
Islandsmeistari eftir 21 ár
Mótmœli a baða bóga
— myndir til sönnunar
— Okkur hafa ekki
borist mótmælin sem
bretar boðuðu vegna á-
siglinganna á Baldur,
en við erum sjálfir að
undirbúa mótmæli sem
verða borin fram i
London ! dag, sagði
Hörður Helgason hjá
utanrikisráðuneytinu
við Visi i morgun. Mót-
mælin fara i gegnum
norska sendiráðið i
London.
— Það eru engar uppsláttar-
fyrirsagnir i bresku blööunum,
en atburðanna á miðunum er
getið i fjórum þeirra, sagði
Helgi Agústsson i Islandsdeild
norska sendiráðsins i London,
eru nauðsynlegar
þegar Visir hringdi i morgun.
— Frásagnirnar eru i nokkuð
góöu jafnvægi, þvi að jafnframt
þvi sem skýrt er frá bresku hlið-
inni.er vitnað i orð Höskuldar
Skarphéðinssonar, skipherra.
— Breska varnarmálaráðu-
neytið néitar þvi harðlega að
vélbyssur hafi verið mannaöar
og segir að engar vélbyssur séu
á freigátunum. Þarna stendur
það á tækpilegu atriði, þvi að
þessar 20 millimetra loftvarna-
byssur sem .freigáturnar eru
vopnaðar, eru kallaðar fallbvss-
ur hér i landi. Það er mikilvægt
að fá sgm fyrst myndir til að
sanna okkar mál.
Loks töluðum við við Jón
Magnússon, talsmann Land-
helgisgæslunnar. Hann kvað
Baldur enn á Seyðisfiröi, þar
sem verið er aö ljúka bráða-
birgðaviðgerð. Skipiö er
full-sjófærtennþá úf.ierá miöin
aftur eins og ekkert hafi i skor-
ist. — ÖT
Þrír með og
tveir á móti
Tveir þingmenn höfðu fyrirvara á
stuðningi við kjördœmabreytingu
Allsherjarnefnd Alþingis lief-
ur mælt nieð samþykkt þings-
ályktunartillögu þar seni gert er
ráö fyrir að fela stjórnarskrár-
nefnd aö leggja fram tillögur
um breytta kjördæmaskipan
sem miði aö jafnari kosninga-
rétti.
Það voru þingmennirnir EU-
ert B. Schram, Guðmundur H.
Garðarsson og Ölafur G.
Einarsson sem lögðu fram
þessa þingályktunartillögu.
AUsherjarnefnd hefur undan-
farið haft þingsályktunartillög-
una til meðferöar. Meirihluti
nefndarinnar hefur skilað áliti
þar sem mælt er með samþykkt
hennar.
Meirihlutann skipa: Ellert B..
Schram formaður allsherjar-
nefndar, OlafurG. Einarsson og
Jón Skaftason.
Auk þess skrifa undir meiri-
hlutaálitið —■ en með fyrirvara.
Magnús Torfi ólafsson og Vig-
fús Jónsson.
Tveir þingmenn, þeir Jónas
Arnason og Jón Helgason, skila
minnihlutaáliti, þar sem þeir
lýsa sig andviga tillögunni.
—EKG