Vísir - 29.03.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 29.03.1976, Blaðsíða 3
visra Mánudagur 29. mars 1976 3 Volksvagninn fer með hundrað ó hundraðið Volkswagen þykir yfirleitt sæmilega sparneytinn blll. A Seyöisfiröi er þó einn sem fer meö allt aö hundraö iftra á hundraöiö. Þaö er kannski ekki nema von, þvihann er oröinn aö snjóbil og miklum mun þyngri en bræöur hans. Þar aö auki er margfalt álag á vélinni vegna snjókeyrslunnar. Hér I Reykjavik höfum viö oft barmaö okkur i vetur vegna snjóþyngsla og ófæröar. Þaö hefur vissulega ekki veriö aö ástæöulausu, en okkar llf er þó nánast dans á rósum, veöur- farslega, miöaöviöhvaö bræöur okkar og systur á landsbyggö inni veröa stundum aö þola Bilþök sigu Þaö hefur veriö óvenju snjó- létt á Austurlandi i vetur. En þar áttu menn sannarlega fyrir þvi, þvi aö siöasta vetur stóöu þeir i þvi vikum saman aö grafa sig út um þakgluggana á húsum sinum. Snjóþunginn var svo mikill aö bilana fennti ekki einasta i kaf, heldur beygluöust og stórskemmdust þök nokk- urra þeirra af farginu. A snjóbil milli bæja Þegar fréttamaöur Visis þurfti á dögunum aö komast frá Seyöisfiröi til Egilsstaöa, var þaö þó ógerlegt nema I snjóbil, þrátt fyrir mildan vetur. Bergur Tómasson, sem keyröi farartækiö fyrir Vélsmiöjuna Stál, heldur uppi reglulegum ferðum milli Seyöisfjaröar og Egilsstaöa yfir veturinn. Hann sagði að i vetur hefði verið óvenju greiðfærtum heiðina, en yfirleitt væri hún ófær öðrum farartækjum en snjóbilum á veturna. —ÓT. Myndin: A heiðinni stoppaði Þórður Tómasson, snjóbilstjóri, við skýli Slysavarnafélagsins. Hann þurfti að hringja þaðan, þar sem talstöðin var i viðgerð. (Mynd ÓT.) „Hrafni fylgir alltaf hagstœður gustur" — sagði Egill Eðvarðsson um nýtt verk, sem er í uppsiglingu hjó sjónvarpinu — Spilverk þjóðanna samdi alla tónlist með þessu leikriti, sagði Egill Eðvarðsson hjá lista- og skemmtideild sjónvarpsins i samtali við VIsi. Tónlistin er ef til vili ekki mikil að magnien er þó talsvert meiri en við erum vanir að nota. Hún er mjög góð og setur mikinn svip á verkið. Er hún vel unnin eftir hinum ýmsu geðhrifum i leikritinu og nær þeim mjög vel. Tónlistina sagði hann samda að nokkru gagngert fyrir þetta leikrit en eitthvað notað af plötu Leikendur og starfsfólk að afiokinni upptöku á leikritinu Keramik, eftir Jökul Jakobsson. þeirra félaga. Leikrit það, sem um er að ræða er eftir Jökul Jakobsson og nefnist Keramik. Fjallar það um hinn eilifa þrihyrning að sögn Egils. — Það má segja að þar sé um samspil á alla vegu að ræða, sagði hann. Upptöku á þessu leikriti er lokið. Þá er annað verk i uppsigl- ingu hjá sjónvarpinu. Nefnist það „Blóðrautt sólarlag” eftir Hrafn Gunnlaugsson. . — Þetta er ekta Hrafn, sagði Egill. Verkið er hlaðið mikilli spennu og getur sprungið þá og þegar i höndunum á manni. , Sagði hann að mikil vinna væri framundan i þessu verki þó engan veginn væri um nýjan Lénharð að ræða i kostnaði. Kvikmyndun fer fram i sumar og haust og að mestu úti á landi. Hópur frá sjónvarpinu verður til dæmis i tvær vikur norður á Ströndum, þar sem upptaka fer fram i litlu þorpi. — Við leggjum mikið uppúr þessu verkefni, sagði Egill, og fyrir mig persónulega er þetta mest spennandi verkefni, sem ég hef fengið i hendurnar til þessa. — Það fylgir Hrafni alltaf hagstæður gustur, bætti hann við, bæði i verkum hans og að vinna með honum. —VS Leikkonurnar Hrönn Stein- grim sdóttir og Halla Guðniundsdóttir i hlutverkum sinum i Keramik. Engum úthýst sem óverð ugum ú Kjarvulsstöðum — segir Ólafur B. Thors — Siðan hið nýja listráð tók til starfa á Kjarvalsstöðum, hefur engum listamanni verið neitað um leyfi til aö sýna þar vegna þess að hann hafi verið taUnn óhæfur, sagði ólafur B. Thors, formaður stjórnar Kjarvalsstaða, við Visi I gær. I bréfi frá Jakobi V. Hafstein, listmálara, sem Visir birti úr- Rœtt um síbrotamenn Sibrotamenn og mál þeirra verða til umræðu á fundi sem Orator félag laganema efnir til á morgun. Helgi Danlelsson, rann- sóknarlögreglumaður, Hildi- gunnur ólafsdóttir, afbrota- fræðingur og Orn Clausen, hæstaréttarlögmaður munu flytja þar framsöguerindi. Fundurinn verður I Lög- bergi, húsi lagadeildar og hefst klukkan 20:30. Ollum er heimill aðgangur. —EKG drátt úr i gær, veittist lista- maðurinn harkalega að stjórn Kjarvalsstaða fyrir aö vera sein til svars og synja sér svo um sýningarleyfi. Bréfið var stllaö til borgar- stjóra og borgarráðs, en Ólafur B. Thors er forseti borgarstjórnar og setti ströng skilyröi um frjáls- ræði og viðsýni, áður en borgin seldi stjórn hússins úr hönium sér. ólafur sagði að mikill fjöldi umsókna hefði legiö fyrir þegar hið nýja listráð tók til starfa, en hússtjórn tók á sinum tima þá ákvörðun að ráöstafa húsinu ekki á árinu 1976 eða siðar. Hiö nýja listráð ætlar ekki að vera „passsivt” I vali sýninga, þannig að umsóknirnar verði af- greiddar eftir dagsetningum. Það ætlar þvert á móti að velja og raða i húsið þannig að tilbreyting- in verði sem mest. Ólafur lagöi samt áherslu á að mönnum væri ekki synjað vegna þess aö þeir væru taldir óverðugir eins og gerðist hjá fyrri stjórn- endum. Hins vegar væru umsókn- ir geysimargar og sjálfsagt þyrftu einhverjir að biða lengur en þeim likaði. — ÓT. SPÁNSKAR STYTTUR Mikið úrval — Fallegar — Gott verð Styttur til Fermingagjafa og annara tœkifœrisgjafa — Lítið ó fallegt styttuúrval og kynnist góðu verði lÉKiMillMlLL Laugavegi 15 sími 14320

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.