Vísir - 29.03.1976, Síða 7

Vísir - 29.03.1976, Síða 7
7 m • vism Mánudagur 29. mars 1976 Rœndu peningabíí 15 þúsund sterlingspunda verB- launum hefur verið heitið hverjum þeim, sem veitt geti upplýsingar um ræningjana, sem á laugardags- kvöld stöðvuðu peningaflutninga- bfl, myrtu einn vöröinni i bflnum og höfðu á brott með §ér 100.000 pund. Bófarnir héldu lögreglumönnum, sem að þeim komu, i skefjum með skothrið, á meöan þ.eir drösluðu peningasekkjunum inn i flóttabif- reiöina. — Ránið var framið á ein- um þjóðveginum sunnan við London. Vegfarandi sem kom aðvifandi á bil sfnum. tók þessa einstæöu mynd af ráninu. Ræningjarnir eru komnir upp i brekkuna vinstra megin, á haröahlaupum frá peningabilnum, meö poka fulla af peningum I höndunum. Ginn vöröur I peningabllnum var skotinn til bana, og tveir aörir særöust. Maria Esteila Peron vill ekki láta reka sig frá Argentínu, er haft eftir kirkjunnar mönnum sem heimsóttu hana. Peron er nú i stofufangeisi í vetrarbústað forsetans viö rætur Andesfjalia. Þá segja sömu heimildir að forsetinn fyrrverandi kvarti undan skorti á reiðufé. Hún á að visu eignir i Buenos Aires og á Spáni, sem hún erföi eftir Juan Peron. En hún viröist ekki hafa haft vit á að skjóta til hliðar skotsilfri til mögruáranna. Slikt viröistþó vera jafn sjálfsagt hjá mörgum þjóöhöfðingjum Suð- ur-Ameriku og að sverja em- bættiseið. Jorge Rafael Videla hershöfð- ingi, leiðtogi byltingarmanna sem veltu Peron úr sessi, sver embættiseið I dag sem forseti Argentinu. Videla er áttundi hermaður- inn sem verður forseti i Argentinu á siðasta 30 ára tima- bili. Videla heldur sæti sinu i þriggja manna herforingja- stjórn sem er nú æösta stjórn landsins. Atta menn verða svarnir i embætti ráöherra um leið og Videla tekur við forsetanafnbót- inni. Þeir mynda siðan rikis- stjórn, en herforingjastjórnin hefur yfir henni að segja. 1 rik- isstjórninni verða sex hershöfð- ingjar, tveir frá flugher, tveir frá landher og tveir frá sjóher. Þá verða þar tveir almennir borgarar. Annar þeirra veröur efnahagsmálaráðherra. Hann heitir Jose Martinez de Hoz, og er vellauöugur kaupsýslumaður og landeigandi. Hinn verður menntamálaráðherra. Hann heitir Ricardo Bruera, og er stærðfræðiprófessor. Athöfnin þar sem forsetinn og rikisstjórnin sverja embættis- eiða verður i stjórnarráðinu i Buenos Aires, og á hún að vera mjög látlaus. Nýja bókin „Loka- dagar" hneykslar Fard forseta Ford Bandarikjaforseti hefur fariö gagnrýnisoröum um nýja bók, sem komin er á markaöinn og fjallar um siöustu daga Richards Nixons i Hvíta húsinu. Hann segir bókina ósann- gjarna og ótimabæra: ,,Ég heföi bara óskaö þess, aö slikur frá- sagnarmáti væri ekki til.” Ford var að'svara spurning- um blaðamanna um bókina „Lokadagur” sem tveir frétta- menn Washington Posts, þeir Bob Woodward og Carl Bem- stein, eru höfundar að. — Þessir fréttamenn fengu Pulitzer-verð launin á sinum tima fyrir ötula fréttaöflun i sambandi við Wat- ergatehneykslið á sinum tima. 1 bókinni lýsa þeir Nixon þannig á siðustu dögum hans i Hvita húsinu, að hann hafi þjór- að áfengi og bryddað á sjálfs- morði, i samtölum viö starfs- menn sina. Ford sagðist aldrei hafa séð forvera sinn hegða sér þannig, að öryggi þjóðar og lands stafaði hætta af. Woodward og Bernstein, höfundar nýju bókarinnar um siöustu daga Nixons i forseta- embætti. ,,Ég sá Nixon fyrrum forseta nokkrum sinnum, áöur en sá dagur rann upp, að ég varö for- seti. Auðvitað hitti ég hann rétt fyrir eiðtökuna.” Ford kvaðst ekki ætla að sakast við höfundana tvo, þvi almennir lesendur mundu dæma hvort bókin væri góö blaöamennska eöa slæm. — En hann bætti við: „Ég ætla bara að vona, að eft- ir að ég er farinn. úr Hvita hús- inu, verði ekki af slikum „upp- ljóstrunum”, hvort sem það yrði þá úr austurálmunni, þar sem Betty ræður rikjum, eöa vesturálmunni, þar sem ég held, að ég stjórni.” Til skýringar má skjóta hér inn i, að i austurálmunni eru svefnhúsin. Timaritiö „Newsweek” hefur birt drög úr bók inni og meðal annars er þar vitnað i samræður, sem þeir Nixon og Alexander Haig, starfsmannastjórihans, ku hafa átt á siðustu dögum dvalar Nixons i Hvita húsinu. Nixon er lagt i munn, að honum sé kunn- ugt um, hvernig þeir i hernum fari að i svona aðstöðu — ein- hver skilji þá eftir skammbyssu i skrifborðsskúffunni. „En ég hef enga skam'mbyssu,” á hann að hafa sagt. stundir, áöur en þetta komst i lag. Þessa sömu skiðalyftu hefur Ford Bandarikjaforseti og fjöl- ský-lda hans notað mikið, þvi að þau fara gjarnan á skiði i Vail-fjaiii. Bardot veik? Kvikmyn.dadisin, Brigitte Bardot, varðaö snúa við á miðri leið sinni til Kanada, þegar hún var komin til Heathrow-flug- vallar i London. t flugafgreiðslunni veittu menn þvi eftirtekt i gær, að leikkonan þurfti að leita liðsinn- is læknis, meðan hún beið brott- farartima flugvélarinnar, sem flytja átti hana og vin hennar til Kanada. Eftir að læknirinn hafði stumrað yfir henni, studdi vinur hennar og förunautur hana út i flugvél, sem fór til Parisar. Lokaðir niðri í námu í 24 dagcs Björgunarsveitir náðu upp á yfirborðiö i gær tveim náma- mönnum, sem lokaöir voru i 24 daga niöri i guilnámu á Filipps- eyjum. Göngin hrundu saman undan regnvatni og iokuöust fimm menn niðri. Þrir létu litið, áður enhjálpin barst niöurum göng, sem björgunarsveitunum tókst að grafa á 24 dögum. Þeir tveir, sem komust af, fengu mat og drykk sendan niður i gegnum loftræstingar- göng þá daga, sem þeir hirðust niðri. Annar þeirra var með myndavél af tilviljun með sér niðri og tóku þeir myndir hvor af öðrum og sendu filmuna upp á yfirborðið. Gátu þeir rætt viö fólk uppi á yfirboröi i gegnum sima, sem sendur var þeim niöur, og ann- ar mannanna, sem haföi misst af þvi að skila skattframtali sinu áöur en frestur rann út (15. mars), lét I ljós mikinn fegin- leika, þegar konan hans sagöi honum, að hún hefði séð fyrir þvi. „Þaö heföi verið ljótan aö verða kannski lokaður inni i fangelsi, strax eftir innilokun- ina hérna," skýrði hann út fyrir blaðamönnum. Pyndingar í Argentínu Amerisk stúdina, sem sleppl var úr fangelsi i Argentinu á laugardag eftir 26 mánaða vist, ber sig upp undan þvi, að fangaverðir hennar hafi lamið hana, sparkaö I hana, og bundið hana nakta á piningarbekk, áöur en hún var dæmd fyrir upp- lognar sakir. Olga Talemante (26 ára) sagöi fréttamönnum, þegar hún kom til San Francisco frá Argentinu, að hún heföi verið handtekin ásamt 14 öðrum i nóvember 1974, en þá starfaöi hún að félagsaðstoö i Azui suður af Buenos Aires. „Þeir hleyptu rafstraum i iikama minn,” sagöi hún um piningarnar á lögreglustöðinni i Azul. Wallace íhugar að hœtta George Wallace, rikisstjóri Ala- bama, hefur sagt, að hann muni bjóða sig fram til rikisstjóraem- bættis aftur, ef honum heppnast ekki að ná útnefningu demókrata i sumar til framboðs f forseta- kosningunum. 1 sjónvarpsviðtali i gærkvöldi sagöi rikisstjórinn: „Ég býst viö að verða ríkisstjóri næstu þrjú árin hér i Alabama, og eftir þaö verður stjórnmálaferli minum sennilega lokiö. — Ég mun ekki bjóða mig aftur fram.” Wallace hefur nú tapað i þrem forkosningum i röö fyrir Jimmy Carter fyrrum rikisstjóra Georgiu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.