Vísir - 29.03.1976, Síða 8

Vísir - 29.03.1976, Síða 8
8 Mánudagur 29. mars 1976 vism VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson Fréttastjóri erl. frétta: Guömundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösia: Hverfisgötu 44. Simi 86(ill Ritstjórn: Siðumúla 14. simi 86611. 7 linur X Askriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. 1 lausasögu 40 kr. eintakið. Blaöaprent hf. „Eftirgerðin kemur ekki i stað frumverksins" Þvi er ekki að leyna, að mörgum finnst sem hag- sældarþjóðfélag það, er við lifum i, hafi tekið á sig mynd flatneskjunnar. Ósjaldan segja menn að af sé, sem áður var. Að visu gerir fjarlægðin fjöllin blá, en i nútiðarþjóðfélaginu þykjast menn sjá þess merki, að færri menn risi upp úr fjöldanum en áður sem merkisberar, hvort sem er i þjóðmálum, list- um eða atvinnumálum. Hvað sem vangaveltum af þessu tagi líður er vist að við eigum enn menn, sem gnæfa upp úr. í Eim- reiðinni, sem nú hefur komið út i 80 ár, er viðtal við einn þessara manna, Ragnar Jónsson i Smára. Hann varpar þar nýju ljósi á ýmislegt, sem fölva hefur slegið á. Ragnar i Smára segir á einum stað i þessu við- tali: ,,Það var einhver kona á kvennafundinum fræga á dögunum, sem talaði um „eignagleði” i ræðunni sinni. Ég hafði aldrei heyrt þetta orð áður, en vissulega lét það vel i minum eyrum, og hef ég þó aldrei verið duglegur að safna i sjóði. Ræðukonan sagði að eignagleði væri heilbrigð. Og ég held að bú- ið sé að hrekja manneskjuna burt úr sjálfri sér, þar sem eignagleði er gerð tortryggileg.” Hér er á skemmtilegan hátt gripið á fyrirbrigði, sem vert er alvarlegrar ihugunar. Boðskapurinn um að gera alla eignalausa er að sönnu atlaga að sjálfstæði borgaranna. Þetta sjónarmið um eigna- gleðina er á undanhaldi og ýmsir málsvarár frjáls- hyggjunnar virðast jafnvel láta sér það i léttu rúmi Kggja- Það er aðeins eitt ráð fyrir framsýna stjórnmála- menn segir Ragnar: ,,Þeir verða að skilja lista- mennina og láta þá hafa frið og frelsi til þess að tjá hug sinn. Listamenn lita auðvitað á sig fyrst og fremst sem listamenn, en ekki sem málsvara ein- hverra stjórnmálamanna. En hefnd þeirra er skæð. Sjálfstæðismenn hafa enn ekki gert sér grein fyrir þvi, hvað það er mikilvægt að hafa listamennina sin megin — miklu mikilvægara á íslandi en annars staðar.” Ragnar i Smára segir listamennina vera voldug- asta afl samfélagsins. ,,Það voru þeir,” segir hann, ,,sem komu Adolf Hitler fyrir kattarnef og lögðu Jónas frá Hriflu að velli pólitiskt. Og ég er sann- færður um að kommúnisminn bíður að lokum ósigur fyrir listinni og skyldum öflum eins og trúarbrögð- um.” Þetta er athyglisvert viðhorf athafnamanns og listunnanda. Og það má taka undir með honum, þegar hann segir, að það sé lifið og listirnar, sem lifi, en kenningar deyi. Gagnrýni Ragnars á fjölmiðla er einnig eftirtekt- arverð. Hann segir að útvarp, sjónvarp og blöð geri sér fyrst og fremst fréttamat úr framhlið heimsins, sem sé einhvers konar eftiröpun. Það sem er gott og fagurt telst ekki til spennandi frétta. Þetta er bæði gamalt og nýtt vandamál. En eigi að siður er það vert umhugsunar. Það er einfaldlega rétt sem Ragnar i Smára segir: „Eftirgerðin getur aldrei komið i stað frumverksins.” Ugglaust hafa fáir menn flutt boðskap frjáls- hyggju og sjálfstæðrar menningar jafn tæpi- 0- tungulaust og Ragnar i Smára gerir. Sjálfstæði ein- X, staklinganna og trúin á hið góða i fari mannsins er sú undirstaða, sem heilbrigt þjóðlif verður best reist á. © 1976 IOS ANGELES TIMES Þannig litur teiknarinn Lurie á, hvernig sýrlandsforseti spilar með PLO, þjóðfrelsishreyfingu palestinuaraba. ARAFAT OG SYR- LENDINGARNIR Ofugt við það sem flestir höfðu ætlað sýnist sem sýr- lendingum og skæruliðasamtök- um palestinuaraba ætli alls ekki að semjast. Sameinaðir i hatrinu gegn hinum sameiginlega óvini i lsrael, báðir jafn herskáir og andvigir friðarsamningum við óvininn, en samt lyndir þeim ekki saman. Ef skæruliðar palestinuar- aba i Libanon heföu þótt liklegir til að taka tali einhvers aðila, þá var það helst sýrlendinga, og þvi væntu menn þess, að ihlutun sýrlendinga i borgarastyrjöld- inni i Libanon mundi duga til þessað slökkva æstustu eldana. Gömul lexia En sýrlendingar eru að læra sömu lexiuna, og libanir hafa lært á undanförnum árum. Palestinuskæurliðarnir eru erfiðir i sambúð. — A undan þeim hafði Hussein, jórdaniu- konungur, fengið sig fullsaddan af þeim og endaöi með þvi að siga á þeim hernum og flæma þá úr landi, en það er gömul saga orðin. Eftir að sýrlendingar gripu inn i atburðina i Libanon er þjóðfrelsishreyfing palestinuar- aba smám saman að missa að- stöðuna, sem hún hafði i Beirút. Þar hafði skæruliðahreyfingin aðalstöðvar sinar og gat hagað sér til skamms tima eins og riki i rikinu. Þaðan stýrði hún hryðju- verkaárásum skæruliða inn i fsrael, þvert gegn vilja margra falangista, sem máttu horfa á landsmenn sina liða fyrir þenn- an ofsa skæruliðanna, þegar israelar létu hart mæta hörðu og svöruðu fyrir sig með hefndar- árasum. Svipast um eftir nýjum bækistöðvum Yasser Arafat, leiðtogi palestinuaraba, hefur þegar gert sér ljóst, að skæruliðasam- tök hans fá naumast i framtið- inni hagað sér eins og þau hafa hingað til mátt i Libanon. Hætt er þá við, að hinir yngri og rót- tækari i samtökunum skelli skuldinni á hann og aðra for- ystumenn samtakanna, sem þeim þykir nú þegar vera of hægfara. Arafat er þvi byrjaður að svipast um eftir liðsinni Sadats, egyptalandsforseta, i von um, að stuðningur hans geti tryggt hann i sessi i valdabaráttunni, sem háð er innan vébanda palestinuaraba um leiðtoga- hlutverkið. — Hann er þegar tekinn til við að bæta vinskapinn við Sadat, og ekki annað að sjá, en hann sé tilbúinn að taka afleiðingunum af afstöðu egyptalandsforseta til friðar- samninga við Israel. Kúvending Arafats Þetta er kúvending hjá Ara- fat, sem fordæmdi allra manna harðast egypta, meðan sátta- umieitanir Kissingers stóöu yfir fyrir ári. Hann á þó naumast annarra kosta völ, þvi hann er þegar bú- inn aö missa frumkvæðið meðal palestinuaraba i hendur Al- Saiga, skæruliðasamtökum palestinuaraba i Sýrlandi. — Það voru al-saigamenn, sem sýrlendingar sendu inn i Liban- on til þess að stia sundur fylk- ingar múhammeðstrúarmanna, vinstrimanna (með palestinu- skæruliða i fararbroddi) og kristinna og hægrimanna. En það verður ekki hlaupið að þvi fyrir Arafat að bjarga eigin skinni i þessum Glæsivallarleik- um. Hann mun þurfa á öllum sinum stjórnmálahæfileikum að halda, ef hann ætlar að sporna gegn þvi, að sýrlendingar nái tangarhaldinu á allri skæruliða- hreyfingunni.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.