Vísir - 29.03.1976, Síða 9
visra Mánudagur 29. mars
Umsjón:
Guðmundur Pétursson
Þessi kúvending hans á sveif
með egyptum mun ekki aðeins
krefjast þess, að hann snúist
gegn fyrri skoðanabræðrum
sinum, sýrlendingum, sem
stóðu við hlið honum i gagnrýn-
inni i fyrra á friðarumleitanir
Sadats. Hann verður jafnframt
að skrúfa niður i mesta ofsanum
i sínum eigin krofum.
Háðir gestrisni og velvild
annarra
Einir og óstuddir geta hinir
landlausu palestinuárabar ekki
staðið. An stuðnings annað
hvort egypta eða sýrlendinga
geta þeir ekkert. Og eins og sak-
ir standa á Arafat meiri mögu-
leika á þvi að koma sér inn
undir hjá stjórninni i Kairó, en
hjá stjórninni i Damaskus. —
Það er að segja, ef Arafat er
reiðubúinn til að taka sér stöðu
að baki friðarstefnu Sadats.
Stjórnmálaveður skipast
fljótt i lofti hjá arabarikjunum.
Bandamennirnir úr Yom Kipp-
ur-striðinu við tsrael, egyptar
og sýrlendingar, elda nú grátt
silfur saman á siðum áróðurs-
málganga sinna. Einingin fór út
um þúfur, þegar Sadat lagði
eyrun við samningatali Kissing-
ers, en þá sökuðu sýrlendingar
hann um að ætla að svikja
málstað araba i hinni eilifu
deilu við israel til þess að ná
hagkvæmum sérfriðarsamning-
um fyrir Egyptaland.
Sýrlendingar, sem algerlega
eru háðir sovétmönnum um
vopnabúnað, hafa kynt enn
ákafar óvildarbálið, eftir að
Sadat sagði skilið við sovét-
stjórnina. Þeir kalla Sadat leið-
toga uppgjafarsinna og útvarp-
ið i Damaskus sendir daglega út
áskoranir til egypsku þjóðar-
innar um að bylta af sér svik-
ráðastjórn Sadats.
Straumhvörf i skæruliða-
samtökunum
Það vaknar sú spurning,
hvort menn næstu mánuðina,
verði ekki vitni að þvi, hvernig
fer að f júka i flest skjól hryðju-
verkamanna palestinuaraba,
rétt eins og upp úr miðöldum
lokaðist hver griðastaður sjó-
ræningja á eftir öðrum, og á sið-
ustu árum hæli flugræningja,
sem eiga ekki lengur i önnur hús
að venda en Libýu og Alsir.
Ef Arafat fær inni hjá egypta-
landsforseta, er viðbúið að hann
verði að binda hendur morð-
varga sinna. Sadat sem snúið
hefur sér til vesturs og skorið á
tengslin við Kreml, ætti óhægt
um vik við að leita þar aðstoðar,
ef hann hýsti útsendara „svarta
september” og annarra morð-
samtaka. sem enn eru flekkuð
blóði iþróttamanna frá
ólympi'uleikunum i Munchen og
annars saklauss fólks.
Diplömatinn Arafat
Arafat gerir sér þetta væntan-
lega vel ljóst, eftir að hann
hefur fengiö smjörþefinn af
andrúmslofi diplómataheimsins
i þingsölum sameinuðu þjóð-
anna. Hann hefur vafalitið rekið
sig á það, þegar hann hefur leit-
að liðshónar og atkvæðafylgis
við tillögur palestinuaraba á.
fundum Sameinuðu jóðanna, að
margir, sem hafa út af fyrir sig
samúð með málstað hins bág-
stadda flóttafólks Palestinu,
veigra sér við að taka i blóð-
flekkaðar hendur skæruliðanna.
Enda hafa skæruliðasamtök
hans haft sig æ minna i frammi
með hryðjuverk á borð við
sprengingar i flugvélum, eða
sprengjubréfasendingum til
stjórnmálamanna eða öðrum
flugum. Er sú atferlisbreyting
án vafa áhrif af stjórn Arafats,
sem hefur kappkostað að iklæða
þjóðfrelsishreyfingu palestinu-
araba skikkju stjórnmálasam-
taka.
Það hefur svo um leið kallað
yfir hann óánægju hinna yngri
og róttækari, sem álita það
hámark hetjuskapar að ryðjast
inn i afgreiðslusali alþjóðaflug-
hafna og murka lifið úr konum
og börnum með rússnesku vél-
byssunum sinum.
)
1976
9
MIK MAGNÚSSON SKRIFAR:
Rússneskir kafbátar eru erfiðasta vandamál hins vestræna hciins. Á island að bjóða hættunni heim með úrsögn úr NATO
Sovétrikin eiga stærsta kaf-
bátaflota sem riki hefur átt á
friðartimum. Það er raunar
stærsti kafbátafloti sem nokkru
sinni hefur verið til i heiminum.
Og hvað kemur það islandi svo-
sem við? Það er auðvelt að
svara þvi. i hernaðaráætlunum
Sovétrikjanna er island fremsta
viglinan i hugsanlegum átökum
við vesturveldin.
NÝ ÁRÁSARVOPN
Arið 1972 urðu Sovétrikin fær
um að skjóta eldflaugum með
kjarnaoddum frá kafbátum i
allt að 4200 milna fjarlægð frá
skotmarkinu. Það voru hinir
nýju Delta kafbátar (Delta 1
9000 tonn, Delta 2 16000 tonn)
vopnaðir hinum nýju SSN-8
flaugum. Rússnesku kafbátarn-
ir gátu þarmeð hitt skotmörk i
Evrópu og Bandarikjunum án
þess að fara i gegnum sundið
milli Islands og Grænlands.
„ÁRÁSIR” Á
HERSKIP NATO
Á nýafstöðnum flotaæfingum
á Atlantshafi (Vesna og Okean
2) sýndi norðurhafsfloti Sovét-
rikjanna óvenjumikinn áhuga á
birgðaleiðum vesturlanda á
hafinu. Sovéskar herflugvélar
æfðu eldflaugaárásir á herskip
og kafbátasveitir „lokuðu” sigl-
ingaleiðum milli Islands og
Noregs.
NJÓSNAHNÖTTUR
YFIR REYKJAVÍK
Sovétrikin hafa skotiö upp
fjarskipta- og njósnahnöttum.
Þeir eru i sex hundruð milna
hæð og fara yfir 65 breiddar-
Er
fiskveiði-
deilan
við NATO?
gráðu, en Reykjavik er einmitt
á sextugustu og fimmtu gráðu.
Þessir hnettir geta sent upplýs-
ingar um skipaferðir, annað-
hvort til eigin skipa eöa til mót-
tökustöðva á jörðu niöri, I allt að
2200 milna fjarlægð.
NORÐUR-
ATLANTSHAFIÐ
MIKILVÆGAST
Af þessu er aðeins hægt að
draga tvær ályktanir. önnur er
sú að hemaðaráætlanir flotans
byggja á kafbátastyrk gegn
skotmörkum á landi og á sjó.
Hin er sú að langmikilvægasta
svæðið ef til átaka kemur,
verður Norður-Atlantshafið.
KÍNVERJAR
HÖFUÐVERKUR
Það væri rangt að halda að
Sovétrikin hugsuðu aðeins um
bandamennina i vestri. Kina er
ennþá alvarlegur höfuðverkur i
varnarmálum. En landamæri
þessara rikja liggja saman og
þótt bar séu fiölmennar rúss-
neskar hersveitir eru aðeins 92
kafbátar i Kyrrahafsflota
Sovétrikjanna.
Þetta þarf aðhafa i huga þeg-
ar litið er á þá staðreynd að i
norður-flota Sovétrikjanna eru
helmingi fleiri kafbátar. 1
Eystrasaltsf lotanum — sem
einnig ógnar Evrópu — eru 76
kafbátar.
Flotastöðvarnar i Severo-
morsk og Polyarny, á Kola-
skaga eru þvi erfiöasta hernað-
arvandamál sem vesturlönd
hafa nokkru sinni staðiö and-
spænis.
Það er auðvelt að láta glepj-
ast af hinni mjög svo básúnuöu
Helsinki-samþykkt. Það sem
hún i rauninni afrekaöi var að
tryggja austurveldunum undir
stjórn Sovétrikjanna landa-
mæri. Hún náði hins vegar ekki
að tryggja að Sovétrlkin legðu
eitthvað verulegt til „de-
tente”-stefnunnar með þvi að
„milda” aðeins áætlanir sinar
um heimsyfirráð.
SAMASAGANí
SALT-VH)RÆÐUNUM
Þetta sama er hægt að segja
um viðræðurnar milli Sovétrikj-
anna og Bandarikjanna um tak-
mörkun kjarnorkuvigbúnaðar.
Það samkomulag sem nú er i
gildi leyfir Sovétrikjunum að
eiga 62 nýtisku kafbáta, vopn-
aða 920 kjarnorkuflaugum.
Bandarikin mega eiga 44 kaf-
báta, búna 710 flaugum.
önnur NATO-riki bæta við
kjarnorkuvopnabirgðir vestur-
veldanna á hafinu, þannig að
meira jafnvægi næst.
ÖNNUR VOPN
En þetta skyggir aðeins á
aðalatriðið. Þetta samkomulag
er um kjarnorkuvigbúnað.
„Venjulegir” kafbátar falla
ekki undir þetta og Sovétrikin
eiga 318 slika. Sovétrikin kunna
að sætta sig við jafnvægi i
kjarnorkuvopnum, en þau eru
ekki hætt við að reyna að ná
yfirburðum i „venjulegum"
vopnum.
MIKLAR NÝSMÍÐAR
Sovéski flotinn fær árlega um
13 kafbáta af ýmsum gerðum
(Delta 1, Delta 2, Charlie,
Victor, Uniform og Tango). Og
það er ekki bara verið að verja
milljörðum til að fólk hafi at-
vinnu. Sovétrikin ætla sér yfir-
ráð á höfunum. Og til að ná
þeim, verða þau að ráða á haf-
inu umhverfis ísland.
ÓSKÖP AUÐVELT
> Auðveldasta leiðin til að ná
þessu er að reka áróður gegn
NATO-herstöðinni i Keflavik og
láta loka henni. NATO gæti að
visu haldið áfram varnarstarf-
inu frá stöðvum i Noregi og frá
Thule á Grænlandi, en kostnað-
urinn yrði ofboðslegur.
Það gæti lika oröið Islandi
dýrkeypt.
FISKVEEÐIDEILA
VIÐ NATO?
Ef NATO fatast varnarstarfið
hrynur lýðræðið á vesturlönd-
um. Frelsið sem við þekkjum i
dag, þar á meðal frelsi til að
velja okkar. eigin rikisstjórn.
va'ri ur sögunni. i’etta þarf að
muna þegar hugsað er um
Iramtið herstöðvarinnar i
Keflavik. Fiskveiðideilan er við
Bretland. En er hún við NATO?
Þessi deila er senn úr sögunni.
Væri rétt hjá Islandi að rjúfa
tengslin við NATO núna og láta
ráðast um framtiðina?