Vísir - 29.03.1976, Side 16
Að ota sínum tota.„.
V.H. skrifar:
„Húrra fyrir Jakobi Hafstein.
Nú er hann byrjaður aftur. Enda
kominn ti'mi til, það hefur verið
fremur fátt um umræðuefni
siðustu daga.
Jakob á skilin heiðurslaun
listamanna fyrir baráttu sina
gegn mafiu þeirri sem telur sig
löggilta listamenn. Þessi mafia
ég vona þeir fari ekki i mál við
mig þótt ég noti orðið) er sam-
bærileg við þann hóp listamanna
sem einir eru viðurkenndir i
Sovétrikjunum. Þótt löggiltu
listamennirnir hérna séu eflaust
skárrienþeiriaustri,þá er kerfið
það sama. Akveðnir menn eru
viðurkenndir, eða viðurkenna
sjálfa sig sem listamenn, og þá
eru verk annarra ekki listaverk,
og þeir ekki listamenn. Og ef ein-
hver fer að gagnrýna, þá er hann
settur á hæli (i Sovét), eða útilok-
aður frá sýningaraðstöðu (is-
land).
Listaráð Kjarvalsstaða á tafar-
laust að skýra frá öllum stað-
reyndum málsins. Hvers vegna
hefur umsóknum Jakobs ekki
verið svarað? Hvers vegna er
fullt af listamönnum skotið fram
fyrir hann, en Jakob settur út á
klakann? Ef listráði finnst Jakob
ekki hæfur til að sýna á Kjarvals-
:úöðum, hvers vegna er það þá
ekki sagt hreint út — og rökstutt!
Sýnir ekki aðsóknin aö siðustu
sýningu Jakobs á Kjarvals-
stöðum að honum er fuil þörf á
húsnæðinu, og að margir kunna
að meta verk hans?
Annars er liklega tómt mál að
tala um þetta. Reykjavikurborg
afsaiaði sér yfirráðaréttindum
yfir sýningaraðstöðu I hendur
iistamannamafiunni. Það sýnir
kannski best styrkleika
mafiunnar (er ég annars að stela
nafnbótinni frá einhverjum) að
það skyldi fást i gegn.
Jakob hefur litið að segja i
þessa mafiu, nema fá
almenningsálitið með sér. Og ef
marka má fyrri aðgerðir hans,
mun hann reyna það.
Annars finnst mér ómaklegt af
Jakobi að veitast að Aðalsteini
Ingólfssyni vegna þessa.
Aðalsteinn er aðeins fram-
kvæmdarstjóri listráðsins. Ef ég
man rétt, hefur hann þó atkvæðis-
rétt I því.
En það má lika spyrja Jakob
nokkurra spurninga, hann er eng-
in heilög kýr fremur en hstráðið.
Hvers vegna sækist hann svo
mikiö eftir að fá sýningaraðstöðu
i Kjarvalsstöðum? Af þvl hann
hefursvo mörg verk aö sýna? Nú,
af hverju þá ekki að sýna færri
verk en oftar? Ég er viss um að
aðdáendur hans kynnu að meta
það. Þar að auki er mun dýrara
að sýna á Kjarvalsstöðum en
annars staðar.
Ég vil engu spá um raunveru-
lega ástæðu Jakobs til að langa til
að sýna á Kjarvalsstöðum. Samt
læðistságrunuraðmér aö Jakobi
þyki gott að vera I sviösljósinu.
Illt umtal er betra en ekkert um-
tal, stendur einhvers staðar. List-
málarar eru margirhér á landi og
fáir sem fá góða auglýsingu i fjöl-
miðlum. Ekki nema virkilega
góðir listamenn. Og Jakob
Hafstein hefur sjálfur séð til þess.
Hver otar sínum tota.
TAKK FYRIR LH
Kristinn Guðmundsson biður fyrir eftirfarandi:
Innilegt þakklæti til leikara hjá Leikfélagi Hafnar-
fjarðar fyrir að bjóða lömuðum börnum úr Hliðar-
skóla á sýningu hjá sér 20. mars sl. Þau skemmtu sér
konunglega.
Vinningarmr
voru skran...
S.M. SKRIFAR
Þar sem reynsla min af hlutaveltu KSÍ á sunnudaginn fyrir
viku er mjög lik þvi sem ,,ein áhugasöm” skrifar i Visi 24. mars,
langar mig að segja frá minni tombólugöngu.
Ég keypti mér 20 miða fyrir 1000 krónur, og af þvi voru aðeins 4 —
já fjögur — númer. Hitt var allt núll. Sem sé 20% möguleiki. Hvað
hafði ég svo upp úr þessum 4 miðum. Jú, einmitt. 1) Ein brotin sól-
gleraugu, 2) einhvers konar rýting úr plasti, 3) spjald með tölum
(ég á þar við tölur, sem notaðar eru á föt) og 4) eina hljómplötu.
Þegar ég leit á lögin á plötunni, sá ég að annað lagið var hið gull-
fallega lag „Dagný” eftir Sigfús Halldórsson. En þegar ég sá hver
söngvarinn var, féll þessi vinningur i sama gæðaflokk og hinir þrir.
Söngvarinn var nefnilega Sigfús sjálfur, en hann má alls ekki mis-
þyrma sinum fögru lögum með þvi að syngja þau sjálfur.
En hvað um það. Þarna hafði ég eytt 1000 krónum án þess að fá
neitt i staðinn. Þess vegna get ég vel skilið krakkagreyin, sem hafa
kannski komið með 2—300 krónur og — eftir minni reynslu — haft út
úr þvi i mesta lagi eitt númer, sennilegast þó tóm núll.
Nei, góðir hálsar! Betra er að hafa happdrætti en núll. Manni
finnst þó að maður hafi þá einhvern möguleika.
LIGGUR ÞÉR EITT-
HVAÐ Á HJARTA?
EF SVO ÞÁ HRINGDU í SÍMA 86611
MILLI KLUKKAN 13-15 EÐA
SKRIFAÐU - UTANÁSKRIFTIN ER
DAGBLAÐIÐ VÍSIR
SÍÐUMÚLA 14 REYKJAVÍK
wm, rrrw
b! ilg 1111 l» m luTm
__________________
18. Hvenœr má bera
blóm og skrautgripi?
í öllum samkvæm-
um, en gæta skal hófs i
þvi sem öðru. Litill
blómvöndur lifandi
blóma, ein rós eða
fjóluvöndull á hálsi,
brjósti eða i beltisstað
skreytir jafnan einfald-
an óbrotinn búning. En
i öllum hamingjunnar
bænum vel valið, á
réttum stað og ekki of
stórt — heilt kýrfóður
skaðar, en skreytir
ekki. — í minni háttar
boðum eða samkvæm-
um skal spart haldið á
öllu skrauti. Það er
smekkleysa að hlaða
sig gulli, og betra að
bera enga skrautgripi á
sér en óskira eða
svikna. Sérstaklega
skal gjalda varhuga við
tizkuglingri, svo sem
nálum, nælum, kingj-
um, sem oft er fánýtt
og svikið stundargam-
an, sem enginn vill sjá
eða nota að skömmum
tima liðnum. Þannig á
t.d. alls ekki við að
hlaða á sig ilduðum
(oxyderuðum) og
smeittum (emailleruð-
um) ósóma. Slikt gerir
oft konur að athlægi i
augum annara og að
gikkjum i veiðistöð
glingursins. Þeir, sem
eiga skira skartgripi,
mega aftur á móti bera
þá, þegar eitthvað mik-
ið er á seiði, svo sem
meiri háttar miðdegis-
verðir, dansleikar,
mikil kvöldboð, brúð-
kaup o.s.frv., en þó þvi
að eins, að þeir eigi við
búninginn, þar verður
smekkvisin að ráða.
Rosknum konum fara
skrautgripir betur en
ungum, en gæta skal
jafnan þess, að þeir
skrautgripir, sem
notaðir eru i hvert
skifti, eigi saman, en
æpi ekki hver að öðr-
um, samræmið er þar
fyrir öllu, og þvi betra
að bera færri gripi og
sjá um, að samræmið
ekki raskist. Kona, sem
á granatmen, eyrna-
hringa úr kóral, de-
mant-næli og hárkamb
úr tyrkisum, er alls
ekki skyldug til að bera
öll þessi djásn á sér i
einu, þótt mikið sé um
að vera, og hún vilji
halda sér til. Setjum
svo, að einhver kona
eigi alla þessa gripi, þá
myndi fara vel að nota
granat-menið við rósa-
litan búning,
demants-kingjuna við
bláan og tyrkiskamb-
inn við hvitað klæðnað.
Iburður er litils virði,
en smekkvisin er alt.
Eyrnarhringunum
mætti að ósekju sleppa,
þeir minna, þrátt fyrir
alt, á villimanna siðu:
að særa hold sitt til að
stinga inn i sárin alls
konar glingri og
munurinn minstur,
hvort það hangir niður
úr „siðuðum” evrópsk-
um eyrum, eða
svertingjanefjum.
Fegurstskraut ungra
meyja eru blómin.
Gætu þær að ósekju
slept öllu öðru skarti,
þvi að ekkert skraut
skin þar jafn-prýði-
lega.
Karlar ættu ekki að
bera aðra hringa á
höndum sér en trú-
lofunarhring sinn. Inn-
siglishringa þykir nú
ekki lengur rétt að
bera, allra sizt á visi-
fingri. Konum verður
þó tæplega láð,, þótt
þær hafi fleiri en einn
hring á græðifingri og
að minsta kosti hring á
litla fingri.
Fögur hönd ljókkar
við litprýði hringa.