Vísir - 29.03.1976, Page 24

Vísir - 29.03.1976, Page 24
Bretar veiddu sjö þús- und lestir ó fjórum vikum Erfitt að gera spó fyrir allt órið segir JónJónsson Heildarafli bresku tog- aranna á íslandsmiöum á tímabilinu frá 23. jan. til 13. febrúar í vetur var sjö þúsund tuttugu og fjögur tonn. Þessar upplýsingar er að finna í breska blaðinu Fishing News og er hér aðallega um að ræða landanir i Grimsby, Hull og Fleetwood á þessu fjögurra vikna tímabili. Sé gert ráð fyrir að bresku togurunum takist að ná svipuðu aflamagni á öðrum árstimum, þrátt fyrir það ástand, sem rikir á miðunum, þýðir þetta rúm- lega áttatiu og fjögurra þúsund tonna ársafla. ,,Þetta eru iskyggilegar tölur fyrir okkur ” sagði Jón Jónsson forstöðumaður Hafrannsóknar- stofnunarinnar er Visir leitaði álits hans á þessum upplýsing- um. ,,Við höfum ekki tekið þessar tölur saman, þar sem við sækj- um tölur okkar i opinber gögn sem koma munu seinna. Það er vissulega mjög slæmt ef þeir geta haldið áfram að merja upp þetta aflamagn, með þessari auknu sókn á miðin. Hins vegar er erfitt að gera spá fyrir allt árið út frá þessum tölum ” sagði Jón Jónsson.-EB íslandsmeistarar í bridge 1976: SKUTUST UPP FYRIR VIÐ MARKLÍNUNA... Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson urðu tslands- meistarar i tvimenningskeppni i bridge, sem fram fór núna um helgina. Eftir tvisýna keppni i síöustu tveim umferðunum skutust þeir upp fyrir Jóhann Jónsson og Þráin Finnbogason og skildu þá fimm stig á milli. — Efsta par hafði 257 stig, en annað par 252 stig yfir meöalskor. Guðlaugur og örn komust snemma i keppninni í forystu, en misstu hana i hendur Jó- hanns og Þráins, sem siðan héldu henni út alla keppnina til siðustu umferðar. —■ Aður en siðasta umferð hófst.voru Jó- hann og Þráinn með 261 yfir meðalskor, og Guðlaugur og örn með 251 yfir meðalskor. — Þeir fyrrnefndu töpuðu setunni á meðan Guðlaugur og örn unnu sina andstæðinga með 1 stigi. Jón Asbjörnsson og Sigtrygg- ur Sigurðsson voru um tima komnir i annað sæti, meðan Jó- hann og Þráinn höfðu nær 70 stiga forskot yfir næsta keppi- naut. — Höfnuðu Jón og Sig- tryggur i þriðja sætimeð 247 stig yfir meðalskor, en þó er óút- kljáð vafaalriði um tæknivillu, sem gæti munað þá um fimm stig, ef leiðrétt yrði, og mundu þeir þá hugsanlega verða jafnir öðru sætinu. Einar Þorfinnsson og Páll- Bergsson voru i 4. sæti með 199 stig yfir meðallag, meðan fimmta par var með 119stig yfir meðal, en það voru Hörður Arn- þórsson og Þórarinn Sigþórs- son. —GP. islandsmeistararnir i tvimenningskeppni i bridge 1976, örn Arn- þórsson (t.v.) og Guðlaugur K. Jóhannsson. Þrennt varð fyrir bílum um helgina Ekið var á þrjá gangandi veg- farendur um helgina i Reykjavik. 1 eftirmiðdaginn á laugardag var ekið á stúlku á Lækjargötu við Skólabrú. Stúlkan var flutt á slysadeild. Ekki var lögreglunni kunnugt um meiðsli. Aðfaranótt sunnudagsins, rétt eftir miðnætti, var ekið á gang- andi vegfaranda á Hverfisgötu. Ókunnugt um meiðsli. Þá var ekið á barn á Laugar- nesvegi i gærdag. Ekki var vitað nákvæmlega heldur um meiðsli i þvi tilviki. -VS Loðna fannst út af Jökli seint i gærkvöldi, eftir að loðnubátar höfðu i allan gærdag leitað, allt austur undir Vestmannaeyjar. Það var Ásberg RE sem fyrstur varð var við loðnu þarna. Sigurður RE og Bjarni Ólafsson munu einnig hafa fengið slatta. Ekki er enn vit- að með vissu hvort eitthvertverulegt magn sé þarna á ferð. Loðnuflot- inn var dreifður og þvi voru ekki margir bátar komnir á miðin er við höfðum samband við Loðnunefnd i morgun. Andrés Finnbogason hjá Loðnunefnd sagði i morgun að það myndi skýrast i dag hvort um væri að ræða mikið magn. Einn bátur fékk 250 tonn út af Grindavik á föstúdagskvöldið. 7 aðrir bátar fengu þar loðnu á laugardag alls um 700 tonn. Loðna sú sem nú veiðist er öll hrygnd og fer þvi I bræðslu. Eftir bræl- una undanfarið er alls staðar nóg þróarrými. Reyndar þurfa bátarnir að sigla stutt með aflann, þvi Norglobal er komið á miðin undan Jökli. — EKG. Ólíkt höfumst vér að A meðan reykvíkingar telja það cins sjálfsagt eins og að draga andann að hafa minnst 20 irekstra á dag, ná seltirningar þvi að kcyra saman einu sinni i mánuði. Mánaöarkvótann fyiltu þeir i morgun. Að sögn lögregl- unnar var varla hægt að kalla þetta árekstur, frekar um smá nudd aö ræða. Hann var þó viður- kenndur sem slikur og skráður á spjöld sögunnar. Það má segja að ólikt höfumst vér að og mættum við reykvik- ingar taka seltirninga okkur til fyrirmyndar i þessum el'num. Ef til vill er þarna komin ástæðan fyrir þvi hve fast þeir sóttu aö losna undan áhrifavaldi reykvik- inga og öðlast sjálfstæði. — VS. Mikil mold á Eiðsgranda Framkvæmdir eru hafnar við fyrsta áfanga bygginga á Eiðsgrandasvæðinu. Er nú verið að taka grunn blokkar- byggingar, sem teiknistofan Óðinstorg hefur teiknað. Blokkin verður tveir átt- hyrningarmeð tengibyggingu. 1 henni verða um 150 ibúðir, þar af rúmlega 60 ibúðir sem Samtök aldraðra byggja. Þarna er talsvert djúpt niður á fastan jarðveg og er verið að flytja moldina úr grunninum vestur fyrir hús Hafskips h/f, en þar mun vera ætlunin að hækka landið nokk- uð. — SJ/Ljósm. Loftur. 500 uppástungur um flugfélagsnafn Um fimmhundruð tiilögur um nafn bárust um helgina til nýja flugfélagsins sem verið er að stofnsetja. Visir skýrði frá þvi á laugardag að félagið fengi ekki að heita Víkingur, þar sem það nafn er i einka- eign og ekki falt. Jafnframt var beðið um uppástungur. Siminn hjá flugfélagsmönn- unum stoppaði varla um helg- ina og er greinilega mikill og almennur áhugi á að það kom- ist i loftið. Þá voru um helgina fundir þar sem rætt var um rekstrarfyrirkomulag og ann- að slikt og verður þeim haldið áfram i dag. Flugíélagsmönn- um er mikið i mun að fá allt á hreint sem fyrst, svo að starf- semin geti hafist. Vegna anna hefur ekki enn tekist að velja nafn úr öllum tillögunum sem bárust. — ÓT. Loðna undan Jökli VERÐUM AÐ HALDA BORNUM „Við vonuin að það standi ekki til að flytja borinn. Það er brýn nauðsyn á þvi að bora að minnsta kosti eina holu til viðbótar” sagði Bjarni Einarsson, bæjarstjóri Akureyrar, i samtali við Visi í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun verður tekin um það ákvörðun á næstu dögum, hvort boruð verði ný hola á Laugalandi eða borinn fluttur til Kröfiu. ,,Það er grundvallarskilyrði að við getum borað það mikið, að svæðið sé fullkannað fyrir sumarið” sagði Bjarni. ,,Við verðum að vita hvað við höfum i höndunum. Eins og er nú er það mjög óljóst hvort nægilegt vatnsmagn er þarna að hafa fyrir bæinn. - SEGIR BJARNI EINARSSON BÆJARSTJÓRI á akureyri Nú er búið að bora tvær holur á svæðinu. önnur þeirra tókst geysilega vel, en hin er nú svo til þurr. Verður gerð tilraun til að sprengja hana út, en komi ekki neitt vatn úr henni stöndum við mjög illa að vigi án þriðju holunnar. Við erum búnir að gera samninga um hönnun hitaveitu fyrir Akureyri og i þvi sambandi verða vissar forsendur að liggja fyrir, eins og t.d. vatns- magn. Ef vatnsmagnið er ekki nóg fyrir allan bæinn þá verður að vinna hönnunina út frá þvi. Það er þvi mjög mikilvægt fyrir okkur að hafa borinn einum mánuði lengur, svo að hægt sé að ganga úr skugga um hversu mikið vatn svæðið gef- ur” sagði Bjarni Einarsson. —SJ VISIR .Mánudagur 29. mars 1976

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.