Vísir - 31.05.1976, Blaðsíða 6

Vísir - 31.05.1976, Blaðsíða 6
Líbanir berast enn á ný á banaspjót Það siðasta af vopna- hléum Libanon reyndist engu tryggara en hin fyrri, sem komin voru á fjórða tuginn i borgara- styrjöldinni. Grimmir bardagar voru háðir þar i gær, og er i talið að hundrað manns eða meira hafi látið lifið i Beirút og næsta ná- grenni. Sprengjuhriftin var I hámarki og naumast nokkurn tima hlé á vélbyssuskothrlðinni i gær, og særöust um 175 I höfuöborginni. bessum látum hélt áfram i nótt. Umsátur „Lfbanska araba- heráins” um tvö þorp kristinna manna við landamæri Sýrlands i norðurhluta Libanon hefur leitt til nýs ágreinings innan raöa hinnar vinstrisinna Palestinuhreyfingar i Libanon. Kamal Junblatt, leiðtogi vinstrimanna i Libanon, og Saiah Khalaf, næstæðsti yfirmaður Flatah, samtaka Palestinuskæru- liða, hafa báðir fordæmt umsátrið um Koayat og Andkit. - Lögðu þeir þessar umsátursaðgerðir „Libanska arabahersins” út á þann veg, að með þvi væri reynt að ögra Sýrlandsstjórn til, frekari aðgerða i Libanon. Um 40,000 manna herlið frá Sýrlandi er nú i Libanon i viðleitni Damaskusstjórnarinnar til að koma á friði i nágrannarikinu. Jarðskjálftar í Kína og Burma Tveir snarpir jarðskjálftar urðu i Mið-Burma og við landamæri Burma og Kina á laugardag, en engar skemmd- ir urðu á mannvirkjum. Skjálftarnir komu með stuttu millibili og mældust báðir 6,9 stig á Richterkvarða. Upptök skjálftanna voru i hinni l'ornu borg Mandalay sem er i Mið-Burma og i þorpinu Myitkyine. sem er við landamæri Kina. Kvarta undan minnk- andi matarskammti Stjórnandi árásarínnar ■ Að ofan: Hermenn sjást hér fjarlægja af götunni llk borgara, sem orðið liefur leyniskyttum aö bráö, og leggja sig I hættu sjálfir. Tii hiiðar: Um 175 manns særðust I Beirút I sprengjuhriðinni I gær. Ráðabrugg um að hertaka kjarnorkuver? öryggiseftirlit var skyndilega varúð, þegar utanaðkomandi hert uin helgina hjá ölium 58 fóiki væri hleypt inn i kjarnorkuverum Bandarikj- stöðvarhúsin. anna, eftir að pati hafðist af þvi, Gripið hefur verið til svipaðra að skæruliðahópur of- varúðarráðstafana áður og stækLsmanna hefði i huga að dugað, eða að minnsta kosti taka eitt verið hervaldi. hefur aldrei verið gerð nein Starfsmönnum orkuveranna tilraun, eins og nú er haldið að var skipað að sýna sérstaka sé i bigerð. á Pearl Harbour látinn Leiðtogar kvartmilljón ara- biskra flóttamanna i fiótta- mannabúðum á svæðum sem israel hefur hernumið, sendu Kurt Waldheim, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, skeyti i gær, og kvörtuðu undan þvi að matarskammtur hefði vcriö minnkaður við flótta- mennina. Flóttamennirnir, sem búa i búðum á Gaza svæðinu, og á her- tekna svæðinu á vesturbakka Jórdanár, hafa margir hverjir neitað undanfarnar vikur að taka við matarskammti sinum, vegna þess að hann hefur verið minnkaður. Sameinuðu þjóðirnar sjá um matarskömmtunina og skella embættismenn stofnunar- innar skuldinni á fjármálaerfið- leika og tafir á matarsendingum. Flóttamennirnir geta margir hverjir neitað að taka við matn- um vegna þess að einhver úr hópi þeirra hefur vinnu i tsrael og get- ur þannig útvegað peninga fyrir mat. Leiðtogar flóttamannanna hafa sifellt lagt meiri áherslu á að þeir þurfi ekki að vera háðir neinum um mat. Minnkandi matarskammtur er ekki eini höfuðverkurinn á her- teknu svæðunum. Kaupmenn á vesturbakka Jórdanárinnar sendu israelskum yfirvöldum kvörtunarskeyti i gær vegna fyrirhugaðs söluskatts sem á að leggja á verslun þar frá og með 1. júni. Kaupmennirnir segja aö tsrael sé ekki heimilt samkvæmt alþjóðalögum að leggja söluskatt á verslun á hernumdu svæði. Flugmaöurinn sem flaug I fararbroddi til árásar á Pearl Harbour, lést á sjúkrahúsi I Japan i gær, 73 ára að aldri. Óvænt árás japana á flota- stöðina Pearl Harbour á Hawaii, varð þess valdandi að bandarlkjamenn fóru I heims- styrjöldina siðari. Flugmaðurinn, Mitsuo Fuchida, stjórnaði þeim 360 árásarflugvélum sem stefnt var á Pearl Harbour 7. desember 1941. Eftir strlðið iðraðist Fuchida gjörða sinna, gerðist kristinn trúboði og ferðaðist um Banda- rikin, boðaði frið, og sagði frá árásinni á Pearl Harbour. Hann skrifaði m.a. bókina „Sannleikurinn um Pearl Harbour”. höium opnaó nvia verslun aó Skúlagöftu 61 HÁÞRÝSTIVÖKVAKERFI FYRIR ALLAR TEGUNDIR VINNUVÉLA OG FLEIRA. HRDRVSTITIEKIHF. DC> [X> Dí> CX> 4«4*4«41 SKULAGÖTU BT - S:135SQ IÞIÞIÞOSOG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.